Alþýðublaðið - 15.06.1947, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 15.06.1947, Qupperneq 6
ÖRN: Komdu þessa leið, Cynthia,?YN: Þetta var meira höggið! Er ekki tun við yfir stóra mýri. Ef hvíta kon- samkeppni. Lovaina býður þarna til þess að hvert bein brotið í hnefunum á þér, an þreytist, þá er bezt að hún snúi við.JURTUR: Hvíti maðurinn gaf mér rokna vísa okkur leiðina. Örn? ?YN: Hvíta konan' þreytist e-kífei, hún kjaftshögg og hljóp burt með hvítu LOVAINA: Hinum megin í skóginum för- verður að minnsta kosti að halda uppi konuna! Ai hVniiRi ftmn Sunnudagur 15. júní 1947 £8 NÝJA Blð 88 æ GAMLA BlO Síðasta vonin (THE LAST CHANCE) Svissnesk Metro Goldwyn Mayer kvikmynt JOHN HOY RAY REAGAN LUISA ROSSI o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. („LOVER COME BACK“) Sérlega skemmtileg og vel leikin mynd. Aðalhlutverk: Hin nýja „stjarna“ Lucille Ball, ásamt George Brent og Vera Zorina. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. HART A MÓTI HÖRÐU Hin sprenghlægilega Abbott og Costello gamanmynd. Sýnd klukkan 3. Sala hefst kl. 11. 3 BÆJARBIO 8 Hafnarfirði Lei karalíf (A STAR IS BORN) Amerísk litmynd um leikaralíf í Hcliywood. Janet Gaynor Fredric March Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sími 9184. Grafinn lifandi (Man Alive). Sprenghlægileg og spennandi amerísk •gamanmynd PAT O’BRIEN ELLEN DREW ADOLPHE MENJOU Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. (Pardon My Past) Amerísk gamanmynd Fred MacMurray Marguerite Chapman Akim Tamiroff Sýning kl. 5, 7 og 9. Tjarnarkaffi Nýr lax í matinn í dag. Gina Kaus: EG SLEPPI ÞER ALDREI S TJARNARBÍO H Austurstræti 16 og Hafnarstræti 20 (Hót- el Heklu) verða lokaðar mánudaginn 16. þessa mánaðar. mér.“ Hann sleppti henni undir eins. „Ég slæ þig ekki, þó að þú sækist eftir því að láta slá þig. Þá væri komið að hámarki leiksins fyrir þér, get ég hugsað.“ Hún beygði sig og tók upp sígarettúna, sem hún hafði misst. Hún gáði meira að segja að því, hvort gólftepp- ið hefði brunnið. Svo fór hún að speglinum og lagfærði kjólinn sinn, sem hafði af- lagazt við ruddaleg tök hans. „Ég vil gjarnan, að mála- færslumaður minn sjái um þetta allt,“ sagði hún. „Ég er fús til að greiða eitthvað líka ef þessi manneskja vill flytja í aðra borg.“ Albert hafði farið að vín- skápnum og drukkið tvö glös af koníaki. Við það leið hon- um miklu betur. Þrýstingur- inn í höfðinu várð meiri og haeiri reyndar, en hann var ekki óstyrkur lengur. Hann sá Melaníu í gegn betur en nokkru sinni fyrr. Allt þeirra hjónaband hafði hún þráð þennan atburð. Hún hafði ekki verið að njósna á svo viðurstyggilegan hátt af kvíða eða afbrýði, heldur þörf til að leika sorgaxleik, og nú hafði hún loksins fengið ósk sinni framgengt. Hann sá ánægt andlit hennar í speglinum og hinar ýktu en hæfileikasnauðu leiksviðshreyfingar hennar. Sennilega hafði hún æft mest af þessu fyrir spegli fyrirfram. Hann henti koníaksglas- inu á spegilmynd hennar. Glasið brotnaði og það kom sprunga í spegilinn. Melanía seri sér við ævareið. Þetta passaði ekki inn í leikinn. „Hvað dirfistu!“ „Reikningur!“ stamaði hann. „Spegillinn kemur með á minn reikning. Og ég banna þér að tala lengur við mig í þessum tón!“ .,Ég tala alveg eins og mér sýnist!“ æpti hún, „og ég geri það sem ég vil! Strax á morgun ætla ég að kæra ykkur! Hjónabandsbrot er glæpur! Þú missir stöðuna — eða heldurðu kannske, að Brunner s verksmið j urnar komist ekki af án þín? Það er mér að þakka, að þú hefur þessa stöðu — mér! mér! mér! hlutabréfunum mínum! Ég hef selt þau á þitt nafn, en ég skal víst flytja þau aft- ur á mitt!“ Hún var öskureið af því, að henni hafði mistekizt hlutverk sitt. En Albert var jafn reiður. Hann hafði ekki bragðað mat allan daginn, og koníaksglösin höfðu stigið honum til höfuðs. „Ég gef skít fyrir stöðuna mína!“ æpti hann. „Það hef ég alltaf gert! Ég gef ekkert fyrir neitt af því, sem þú hefur veitt mér! í öllu þessu óhófi —“ Hann leit æstur í kringum sig, tók einn af veikbyggðu rokokostólunum og henti honum af miklu afli í gólfið, svo að hann brotnaði. „Á reikninginn!“ öskraði hann. „Og hún fær aldrei neina stöðu fyrst henni hefur ver- ið refsað fyrir hjónabands- brot!“ sagði Melanía aftur sigri hrósandi. Og svo á hún líka dóttur — er það ekki? Það er víst þessi Rósa, sem stendur svo mikið um í miðunum. Yeslings barn! Hver á að fylgja henni í barnagarðinn, þegar móðir- in er í fangelsi og faðirinn er stokkinn í burtu — áreiðan- lega af eðlilegum ástæðum!" Það var ekkert mannlegt lengur, hvorki við andlit hennar eða í rödd hennar, það var ekkert nema illskan. „Heyrðu hérna!“ sagði Al- bert og þreif svo fast í hand- legginn á henni, að hún æpti við. „Ég hef alltaf varazt að sjá þig í réttu Ijósi, en í dag hefur þú loksins opnað á mér augun. Og ég er þakk- látur fyrir það — heyrirðu það? Ég er þér þakklátu'r fyrir að brjóta upp skúffuna mína eins og þjófur. Ég er þakklátur þér fyrir að hafa svipt veslings konu atvinn- unni af eintómri hefnigirni, ég er þér þakklátur af því, að þú ert svo ósvífin, svo andstyggileg, svo heimsk! Og mest þakklátur er ég þér fyrir það, sem þú sagðir að lokum, af því þú getur feng- ið þig til að draga þriggja ára barn með þér út í þetta allt og gléðjast yfir því líka.“ Hann sleppti henni, gekk að dyrunum og hringdi. á Fríðu. „Hvað vantar þig?“ spurði Melanía. Hún hafði látið sem hún heyrði ekki móðganir hans. Orð höfðu aldrei nein áhrif á hana. „Hvers vegna hringir þú?“ Fríða kom grunsamlega fljótt inn í stofuna. Hún hafði víst hlustað fyrir utan. „Gefðu mér koffortin mín,“ sagði hann, „og hjálp- aðu mér að pakka niður.“ „Nei!“ æpti Melanía. „Þú færð ekki leyfi til þess, Fríða! Ekki svo mikið sem einn einasti vasaklútur skal út úr húsinu.“ Fríða stóð óviss og var á báðum áttum. Virðingin fyr- ir Melaníu og löngunin til að hjálpa Albert börðust um völdin. „Þá skal ég gera það sjálf- ur“, sagði Albert. Hann gekk fram hjá þeim báðum og út í ganginn og. opnaði fataskápinn. Tösk- urnar lágu þar efst og hann vissi ekki hvernig hann átti að ná þeim niður. Fríða kom fram hjá honum og hvíslaði: „Gluggatjaldatrappan er í eldhúsinu.“ Hann dró þunga tröppuna út í forstofuna og allur í svitalöðri setti hann hana fyrir framan skápinn, Melanía stóð 1 stofudyrunum og horfði á. Seinna gat hann alls ekki skilið hvers ‘ vegna honum hafði- verið svona ákaflega umhugað um að ná í allt, sem hann átti, undir eins. Klukkan var meira en sex, MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.