Alþýðublaðið - 28.06.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1947, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. júní 1947 ALÞÝBÖBLABIB 3 SJÓRINN flutti öndvegis- súlur Ingólfs hér á land. Síöan hefur Ingólfsbyggð verið. í nábýli við sjóinn. Sjórinn varð þjóðbrautin til umheimsins. Á sjóinn reru menn og drógu björg í bú. Þar fengu þeir afl þeirra hluta, sem gera skal. Sjór- inn mildaði loftslag og veítti raka og frjómætti yfir byggðir og bú. Sjórinn bar upp í fjöruna minja,r liðinna viðburða. Þangað sóttu yngstu æskumennirnir í- myndunarafli sínu örvun. — Til sjávar leituðu menn gjarnan á þungum stundum og fundu þar sálu sinni frið og styrk. Hafaldan háa brctnaði á ströndinni í þús- und radda klið. Hún varð tónskáldum uppsprettulind innblásturs hinna göfugustu tónverka. Ótæmandi litauðgi hafsins varð málurum eilíft viðfangsefni á léreftinu. Ljóðskáld allra alda yrkja um sjóinn. Óskeikulleiki sjávarfallanna kenndi mönn- um að meta og mæla tímarin og virða stundvísi. Víður sjóndeildarhringurinn við hafsbrún seiddi fram spurn- inguna um, hvað hinum magin býr. En sjórinn er jafnan nokk- uð strangur og harður nábúi. Hann er hreinlyndur. Við- skipti við hann krefjast oft festu, árvekni, karlmennsku. Hann refsar þunglega læpu- skaps ódyggðum. Stundum á hann til að velja sér dýr laun og miklar fórnir, þegar hann í almætti sínu tekur sér sjálfdæmi. Sjórinn hefur eflt og tamið fjölmarga eðlis- þætti okkar, mótað skapgerð - og framkomu, hvatt til þroska og dáða. Gæði sjávar eru margvís- leg. Smám saman höfum við lært að færa okkur í nyt fleiri og fleiri þeirra gæða og gera okkur þau undirgef- in. Enn sr þar samt víða „ó- numið land“. Má í því sam- bandi nefna sjóböð. Við höf- nm ekki lært almennt að synda í sjó né. að baða okkur í sjó. Þó eru sjóböðin vafa- laust meðal hinna ríkuleg- ustu og eft irsóknarverðustu gæða, sem sjórinn getur lát- ið dauðlegum mönnum í té. Öllum, sem iðkað hafa sjó- böð til langframa, ber saman um, að þau veita varanlegan unað. Þau efla og styrkja lik- ama og sál, hlaða líkamann magnan og kynngi, sem vart er hægt að öðlast á annan hátt. Þau fegra lífið. Fyrir því er það harla einkenni- legt, hversu örfáir menn hér á landi iðka sund í sjó. T. d. rnun vera allt að því hægt að / telja þá höfuðstaðarbúa á fingrum sér, er stunda sjó á þennan liátt að jafnaði. Vert er að geta hér nokk- urra virði ngar vcrðra til- rauna, sem gerðar hafa verið til að kenna borgarbúum að meta köldu böðin. Ég minn- ist t. d. nýjárssundsins, þeg- ar þeir Erlingur Pálsson og félagar hans vörpuðu sér til JÓN KRISTGEIRSSON kennari gerir í nýútkomnu hefti tímaritsins Mennta- mál athyglisverða tillögu um sjóbaðstað fyrir Reykja vík. Með góðfúslegu leyfi höfundarins birtir Alþýðu blaðið grein hans hér með. sunds af steinbryggjunni í Reykjavík fyrsta dag ársins, hvernig sem viðraði. Þetta var markur viðburður, sem vafalaust hefur ýtt við mörgum góðum dreng, enda þótt þátttaka í þessu sundi yrði aldrei almenn frekar en í öðrum sundmótum. Það var afturför í sundmenningu landsmanna, þegar þetta sund féll niður. Sama er að segja um Við- eyjarsundið, sem þó nokkrir hafa þreytt. Það var einnig trappa niður á við í sund- meinningu, þegar það lagðist af. Bæði þessi sund sýndu. að það var þó ekki hættulegt að skreppa í sjóinn á hvaða tíma árs sem var, jafnvel hvernig sem viðraði, að minnsta kosti ef menn höfðu vanizt kalda vatninu áður. Það mætti næst nefna Ör- íiriseyjarskálann. Þaðan voru sjóböð stunduð um nokkurra ára bil að sumri til. Þarna vár allgóður sundstað- ur þá. Var hann talsvert sóttur af ýmis konar fólki. Þarna voru haldin sundmót. Valdimar Sveinbjörnsson sat þarna og vakti. yfir lífi og limum þeirra sona og dætra •Reykjavíkur, sem sóttu þangað stolt og þor í fang Atlantshafsins. Allt leit þetta vel út og virtist lofa góðu um framtíðina, að þarna mundi rísa upp reglu- legu-r sjóbaðstaður fyrir borgarbúa. En þarna í eyj- unni var nokkur þrándur í götu sundsins. Forráðamenn sundsins glímdu allmikið við hann. Lauk þeirri viðureign hánnig, að „peningalj/ktin11 rak sundmsnnina burt úr eyjunni. Voru þannig ráiðin örlög þessa upprennandi sundstaðar. Loks skal hér aðeins nefnd ur einn þáttur enn í þessari sögu.'Það er þáttur Skerja- fjarðar eða Nauthólsvíkur. Nokkru fyrir síðári heims- styrjöld tóku höfuðstaðarbú- ar að safnast á þá staði á sumrin til að njóta sólar og sævar. Þátttaka fór ört vax- andi. Börn, konur og karlar komu þangað. Margt þarna gaf góð fyrirheit um farsælt farmhald á þessari braut. Það var komið inn í meðvit- und höfuðstaðarbúans, að við Skerjafjörð skyldi verða sjóbaðstaður hans. En einn góðan veðurdag var þarna kominn köttur í ból bjarnar. Lauk þar með þeirri sögu. Eftir þetta urðu sjávar- sundmenn landlausir. — En það ier ekki gott, að maður- inn sé landlaus. — Hygg ég, að þá hafi flestir þeirra hætt sjóböðum alveg, enda varð þá brátt loku skotið fyrir alla aðgöngu að sjó hér nærlendis um skeið. Nú liggur fyrir sú stað- reynd, að höfuðborg íslands vantar baðstað við sjóinn. Við svo búið má ekki standa. íbúar hennar verða að fá ör- ugga aðgöngu að hreinum sjó. Nú þegar verður að velja staðinn, þann hinn heppilegasta, sem völ er á eftir atvikum. Þann stað verður að friða algerlega, tryggja það ,að þar í grennd komi ekki skólpræsi í sjó- inn og gera ráðstafanir til, að iðnaður eða annar át- vinnurekstur, sem hefur ó- þrifnað í för með sér, rísi þar ekki upp í nálægð. Val stað- arins og friðun er aðalatrið- ið, sem enga bið þolir. Iiitt er ekki eins aðkallandi að byrja nú þegar að xaisa þar voldug mannvirki, sem að sjálfsögðu koma þar með tímanum. Smávægilegar lag- færingar myndu nægja í fyrstu. Enda eru þeir, sem í sjó synda, vanir frumstæð- um skilyrðum á sundstað og setja það ekki fyrir sig. Þeir munu ekki láta á sér standa, þegar staðurinn er fenginn. Annars væru það gráleg ör- lög, ef'höfuðborgin við Faxa- flóa gæti ekki eflirlátið börnum sínum ofurlitla rönd af strönd Flóans til baða, Eftir því sem byggðin þenst meir út og atvinnu- rekstur eykst í bæmum og umhverfi hans, fýkur í fleiri og fleiri skjól. Þéttbýli á ströndinni óhreiknar ætíð sjóinn af eðlilegum ástæð- um. Fyrir því verður ekki hjá því komizt aö leita nokk- uð út fýrir aðalbyggðina um val sundstaðarins, því að hreinn sjór er auðvitað frumskilyrði og æðsta og helzta boðorð í þessu sam- bandi. Ég hef nú um nokkurt skeið gert .mér talsvert far um að finna stað hér í um- hverfi bæjarins. þar sem ég gæti baðað mig í hreinum sjó. Þennan stað hef ég fundið eða réttara sagt tvo staði. Það eru víkur tvær yzt á Seltjarnarnesi. Annað er víkin við tá nessins sunnan Gróttutanga. Það fer hin forna Seltjörn, sem nú er orðin vík. Hitt er víkin sunn an ciðisins, sem liggur út í Suðurnes. Þarna tel'ég sjálf- sagt, úr því sem komið er,, að sjóbaðstaður Reykjavíkur ieigi að vera, og þarna mun hann rísa upp. Staðurinn hefur margt sér til ágætis til þess að geta orðið fyrirmyndairbaðstaður. Aðeins örmjótt eiði er á milli víkanna, svo að nota má þær á víxl, eftir því sem við á vegna vindáttar. Sjór- inn er þar hreinn og góð að- staða til að' hindra, að hann óhreir.kist frá landi. Faxa- flói annast um að halda hon- um hreinum. Ekkert frá- rennsli fellur þar.í sjó néins staðar. í nálægð. Umhverfið er friðsælt og hreinlegt, sandflákar og sléttar grund- ir. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja. Óvíða er feg- urri fjallasýn. Flóinn ríkir þar í tign og krafti. Þar sést vel til skipaferða. Staðurinn er ekki mjög langt frá mið- bænum. Strætisvagnar ganga nú þangað langleiðis. Hann hefur marga bá kosti ó- byggða og öræfa, sem borg- arbúinn þráir og sækist eftir sér til endurnýjunar. Út-Seltjarnarnesið hefur . að ýmsu leyti varðveitt ein- kennilega vel marga beztu eiginleika dreifbýlis þrátt fyrir nálægð borgarinnar. Þar „una byggðabýlin smáu dreifð yfir tún og grænar grundir“. En fram úr þessu fer. að þrengjast þar um, ef ekkert er að gert. Ef tii vill er þarna tilval-. inn staður fyrir almennings- garð horgarinnar. Ættu tak- mörk hans að vera innan við Valhúsahæð eða innan til á hæðinni. Þangað gætu'mqnn auðveldlega leitað úr ysi og skarkala stórborgarinnar tií að „teyga í loftsins Jaug líf- drykk af morgunsins gull- roðnu skálum“. Áð vísu er staður þessi ekki á yfirráða- svæði Rej/kjavíkur, en það ætti ekki að þurfa að koma. að sök. Sund og Böð í sjó eða köldu vatni undir beru lo.fti gæti áreiðanlega verið mjög merkur þáttur í uppeldi og viðgangi þjóðarinnar, ef rétt væri stefnt; en að því ber að keppa. Góður grundvöllur að því er þegar lagður með sundskyldu og sundnámi barna og unglinga hér á landi. Mjög lofsverður er ár- angur sá, sem náðst hefur síðustu ár í því að kenna æskulýðnum sund, eða að minnsta kosti að gera hann svo færan, að fáir íslenzkir unglingar munu nú þurfa að láta lífið af því’ að lenda í striaumlausu vatni við land, og allmagrir þeirra hafa náð mikilli leikni í sundi. óskast til starfa að Hótel Borg við ræst- ingu. í eldhúsi og á snyrtistoíum kvenna. Upplýsingar í skrifstofunni. - Að.. sjálfsögðu eru sund- kennslustaðir heitir, og yfir- leitt er sund ekki æft eða (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.