Alþýðublaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 4
ALÞYPUBLAÐIÐ Laugardagur 12. júlí 1947 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Niðurlæging knattspyrnuíþróttarinnar. — Hvað veldur? — A sama tíma vinna frjálsíþróttamenn hvert afrekið á fætur öðru. — Okur á laxi og sil- ungi. — Krafa um verðlagseftirlit. -Spádómar og sfað- reyndir. t—♦—> ÞJÓÐVILJINN gerir verk fallið enn einu sinni að um- ræðuefni í forustugrein sinni í gær og hefur bersýnilega þungar áhyggjur. Það er þó ekki tjón verkalýðsins af tekjumissinum og vinnutap- inu, sem veldur honum á- hyggjum. Hann gerir heldur ekki að umræðuefni tjón það, sem þjóðin í heild hefur orðið fyrir vegna hins póli- tíska verkfallsbrölts komm- jínista. Því síður minnist hann á þann áfellisdóm þjóð- arinnar, sem kommúnistum er búinn fyrir þetta síðasta og versta óhæfuverk þeirra. Efni greinarinnar er hugleið- ingar um það, hvað Alþýðu- flokkurinn verði lengi að vinna upp töp sín af verkfall inu! :t: Skriffinnum Þjóðviljans liggur þannig auðsýnilega í léttu rúmi, þótt verkalýður- inn hafi orðið fyrir stórfelldu tjóni vegna hins pólitíska verkfallsbrölts kommúnista. Þeir forðast að minnast á þetta aðalatriði málsins, en rembast við að reyna að telja lesendum sínum trú um, að hvert verkfall, sem þeir stofna til, sé áfangi á sigurbraut alþýðusamtak- anna, og því sé enginn mun- ur á, hvort verkfall vinn- ist eða tapist; verkföll séu undantekningarlaust lífsins balsam fyrir alþýðusamtök- in! Hins vegar lifa þeir í þeirri trú, að hið pólitíska verkfall, sem kommúnistar véluðu Dagsbrúnarmenn út í og héldu þannig á, að því Iauk með mesta ósigri, er saga íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar getur um, muni verða mikið áfall fyrir Al- þýðuflokkinn! Þ'að er svo sem ekkert undarlegt, þótt kommúnistar reyni nú að telja þjóðinni trú um það dag eftir dag, að Al- þýðuflokkurinn, og formað- ur hans þá sér í lagi, beri alla ábyrgð á verkfallsbrölti kom múnista. Þeir eiga sér ber- sýnilega ekki aðra ósk æðri um þessar mundir en koma á- byrgðinni og skömminni af verkfallinu af sér yfir á Al- þýðuflokkinn. En hitt er annað mál, að þessi tilraun er fremur gerð af vilja en mætti, sem við var að búast. *. Kommúnistar efndu til verkfallsins eingöngu í póli- tísku skyni og stefndu því auðvitað fyrst og fremst ÞAÐ ER EKKl HÆGT að fara í grafgötur með það, að knattspyrnan er í niffurlægingu hjá okkur um þessar mundir. Ég hef um margra ára skeið haft gaman af því að sjá kapp- Ieiki og ég hef fylgzt sæmilega með. Ég hef aldrei séð hér á vellinum jafnlélega knatt- spyrnu í heild og í sumar. Þetta er því furðulegra, sem miklar framfarir eru í öllum öðrum í- þróttagreinum okkar og hafa verið á undanförnum þremur, fjórum árum. ALLT ÆTTI að stuðla að því, að einnig í knattspyrnuíþrótt- inni væri um miklar framfarir að ræða. Á undanförnum árum hefur verið hér hið mesta góð- æri. Fólk hefur ekki þurft að bera kvíðboga fyrir afkomu sinni, allir hafa haft nóg að bíta og brenna, en þetta veldur meira frjálsræði og fleiri tóm- stundum hjá ungu fólki. Þetta hefur áreiðanlega átt drýgstan þáttinn í þeim glæsilegu afrek- um, sem til dæmis frjálsíþrótta- menn hafa unnið upp á síðkast- ið. EN KNATTSPYRNAN er undantekning. Ekki hefur knattspyrnumennina vantað þjálfara. Margir erlendir menn hafa unnið að þjálfun félag- ; anna, og sum þeirra að minnsta kosti hafa alltaf þjálfara. Hvað veldur þessari niðurlægingu hjá nær öllum félögunum? Ég sá leikinn síðasta hjá KR og Fram. Það vottaði varla fyrir samleik hjá KR, en brá þó fyrir hjá Fram. Hins vegar voru ein- stakir leíkmenn, en þó sárafáir, góðir. Það nægir vitanlega ekki, því að aðalatriðið er að liðin séu samstillt. Góður maður verður ónýtur við hlið lélegra leikmanna. ÞAÐ ÞARF, held ég, að gera allsherjaruppskurð á öllum knattspyrnufélögunum. Gallinn hlýtur að liggja í slæmri stjórn þeirra. Það er alveg víst að þeir ungu menn, sem stunda þessa íþrótt nú, eiga við betri aðbún- að að búa en fyrirrennarar þeirra, sem þó sýndu miklu betri leiki en þeir nú. NJÁLL skrifar: „Það var eitt, sem mig langaði til að nöldra við þig um í dag, en það er verðlagið á laxi og silungi, því það er orðið svo gengdar- laust, að alls ekki verður við unað. Það er sagt að framleið- endur ráði verðinu sjálfir, og sé það ekki tekið með í vísitölu. Að framleiðendur lax og sil- ungs fá að skammta sér verðið sjálfir, þegar allir aðrir fram- leiðendur verða að vera háðir afskiptum þess opinbera hvað verðlag snertir, virðist harla einkennilegt, svo ekki sé meira sagt. Og hvaða ástæða sé til að taka verð á laxi og silungi ekki með í vísitölu, virðist víst fl|st- um hulin ráðgáta, nema þá að ástæðan kunni að vera sú, að álitið sé að þessi vara sé alltof ,,fín“ fyrir sauðsvartan almúg- ann, og sé því aðeins fyrir ,,heldra“ fóík.“ „ÉG MÓTMÆLI þessu með öllu. Lax og silungur á að vera háður verðlagseftirliti alveg eins og önnur innlend fram- leiðsluvara. Og ekki nóg með það. Það er hægt að lækka verðið stórlega. Laxinn er seld- ur í búðum á 22 kr. hvert kíló og er það 10—12 krónum of mikið, en reyktur lax kostar ,,aðeins“ 50 krónur kílóið! Hvað silunginn snertir, þá eru hálf- gerðir ,,dagsprísar“ á honum, og ekki sama hvar hann er keyptur. Hann kostar þetta 8 til 10 krónur kílóið, eftir því hvernig kaupin gerast á eyr- inni. Verð á silungi ætti að vera það sama eins og t. d. á smá- lúðu, eða um 5 krónur kílóið.“ „SÉ RÍKISSTJÓRNINNI al- Frh. á 7. síðu frá Félagi ísl. Byggingarefnakaupmanna Það tilkynnist hér með, að félagsmenn hafa sam- þykkt eftirfarandi söluskilmála: Vörur verða aðeins afhentar gegn! stað'greiðlslu, nema óður sé sérstaklega um annað samið. Vörusendingar út um land verða afgreiddar gegn eftirkröfu, eins og tíðkast hefur, enda: séu kröfumar innlteystar þegar í stað, eftir að móttakanda. herst til- kynning um þær frá pósthúsi eða banka. Viðskiptamenn geta ekki búist við að fá þunga- vörur, eða þær vörur sem seinlegt er að afgreiða, af- greiddar samdægurs og pöntun er gerð eða sala fer fram. — Afhending fer fram eftir röð og eins fljótt og afgreiðsluskilyrði leyfa. Reykjavík, 9. júlí 1947. Stjórn Félags ísl. Byggingarefnakaupmanna. vantar að HÓTEL BORG. Upplýsingar í skrifstofunni. óskast í eldíhúsið á Vífilsstöðum 14. júlí. — Upplýsingar hjá forstöðukonunni. Sími 5611. krifsfofur vorar og vömgeymslur verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 5. égúst. Viðskiptameim vorir eru vinsamttegast beðnir að haiga pöntxmum sínum: á miðursuðuvörum samkvæmt því. Gísli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. — Sími 1744. gegn ríkisstjóminni. Með verkfallsbrölti sínu ætluðu þeir að steypa henni af stóli og komast sjálfir til valda á ný. Hagsmunir verkalýðsins voru þeim hins vegar algert aukaatriði, enda urðu þeir fljótir að svíkja hann, þegar þeir sáu loksins fram á, að verkfallið myndi ekki ná hinum fyrirhugaða pólitíska íilgangi. Það þarf ekki að eyða orðum að því hvílíkum von- brigðum kommúnistar hafa orðið fýrir af verkfallsbrölti sínu. Ríkisstjómin er fastari í sessi en nokkm sinni áður. En kommúnistar hafa með brauki sínu og bramli bakað sér fyrirlitningu alþjóðar og þá fyrst og fremst verka- mannanna, sem þeir véluðu út í hið pólitíska ævintýri. Þjóðviljinn ætti ekki að vera að heimska sig á því að spá um framtíð Alþýðu- fiokksins. Spádómar komm- únista um það, hvað bíði Al- þýðuflokksins, hafa -undan- tekningarlaust reynzt fleip- u:r og sanna það eitt, að svo mæla börn sem vilja. Komm- únistar voru ósparir á hrak- spár í garð Alþýðuflokksins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar og alþingiskosningarn- ar í fyrra, en reynslan af þeim varð allt önnur. Alþýðu flokkurinn vann þá giæsi- lega sigra, en kommúnistar gerðu ekki betur en að | standa í stað. Þjóðviljinn þarf ekkert að vera að spá um framtíð Al- þýðuflokksins, hann getur ofur auðveldlega haldið sér að staðreyndum, ef hann lang ar til að kanna gengi hans með þjóðinni. Um sama leyti og verkfallinu lauk fóru til dæmis fram bæjarstjórnar- kosningar norður á Sauðár- króki. Og hvrer urðu kosninga úrslitin? Þau, að Alþýðu- flokkurinn vann af kommún istum eina sætið, sem þeir höfðu átt í hreppsnefnd Sauðárkróks, og jók, einn allra flokka, fulltrúatölu sína! *• Kommúnistum er ekki’of gott að æpa um það öðru hverju, að Alþýðuflokkurinn sé búinn að missa allt fylgi sitt með þjóðinni. Slík hróp- yrði skaða ekki Alþýðuílokk- inn; hafa aldrei gert það og munu aldrei gera það. Alþýðu flokknum er það nóg, að vihna hvern kosningasigurinn eftir annan, eins og hann hefir gert undanfarið, því að það skiptir máli. Hitt lætur hann sé á sama standa, þótt hann sé fylgislaus í munni kommúnista, því að það skipt ir engu máli. En víst er það kátlegt, að flokkurinn, sem kommúnistar eru ailtaf að vega með orðum, skuli við hverjar kosningar upp á síð- kastið eiga vaxandi gengi að fagna í líkingu; við það, sem var við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Sauðárkróki um síðustu helgi, samtímis stöðn un eða hreinum og beinum hrakförum kommúnista.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.