Alþýðublaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 6
6 Al bVmiRLAAIA Laugardagur 12. júlí 1947 æ nýja bíó æ 1 í 8 GAMLA BIÓ 83 t 1 r Eg elska þessa Næturgestirnir. borg (Les Visiteurs du Soir) Framúrskarandi frön-sk (Sain Diego I love you). stórmynd gerð af kvik- myndasnillingnumi Smellin og fjörug gam- MAR.CEL CARNE. aninynd. JÓN HALL Aðalhlutverkin leifca: ARLETTY JULES BERRY (LOUISE ALLBRITT- MARIE BEA ON BUSTER KEATON Myndm er með dönsk- jum skýrmgartexta. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá Sala hefst kl. 11 f. h. ckki laðgang. • Sala hefet kl. 11 f. h. æ BÆJARBÍÖ 8G Hafnarfirði | 3 TJARNARBIð Q Ef heppnin er með Konungsleikhús Fjörug og skemmt'ileg (Theatre Royal) músikmynd. Ensk jsönjgva>- og gam- AðalhlutVerk: anmynd. Vivian Blane Bud Flanagan Perry Como Chesney Ailan Carmen Miranda Sýning kl. 5, 7, 9. Harry James og hljómsveit hans. Sýnd kl. 3. Sýnd 'kl. 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst Sími 9184. klukkan 11. FÍR. DANSLEIKUR i Breiðfirðingabúð í kvöld klukkan 10. Hljómsveií Björns R. Einarssonar leikur. Söngvari: Björn R. Einarsson. Kl. 12 Jiííerfoug danssýning. Aðgöngumiðasala frá klukkan 5—7. ■<£<k£<^0<><X><X><>^<X>0<X><><><><><X><><£<><X><><>£<>^<><><><><X><X><X*><><><X><><><*Xxí><*><><X><><><><><X><X^ Gina Kaus: ÍG SLEPPI ÞÉR ALDREI €><>C<><X><X><>C><><><><><><><><><><><><><><>< CX&<&<X><&<><X><><X><X><X><X^^ tíma. Hann ,gat auðvitaS far ið til Önnu. Reyndar yrði hann bara til trafala, þegar hún væri að láta niður dótið, en væri það ekki eðlilegast að hann færi til hennar og léti sem hann væri að hjálpa henni. Það var bara eitt að, alla þessa daga hafði hann forðast af fremsta megni að vera einn með Önnu. í hvert sþipti, sem þau voru ein sam an, kom þessi hvimleiða þögn, eða þá að ennþá hvim- leiðara samtal hófst um hluti I sem hvorugt kærði sig nokk- uð um. Það undarlegasta af því öllu var annars, að allt jafn leiðinlegt núna, það var víst af því, að hann gat ekki talað við hana um það eina, sem hafði nokkra þýðingu. Meira að segja ferðaútbún- ingurinn í morgun hafði ver- ið eins og eitthvað, sem ekki kom þeim við. Honum datt í hug að fara í bíó. Það var sama hvar. Hann þrammaði eftir göt- unni þangað til hann fór fram hjá einu, en þar hafði hann séð myndina áður. Hann hélt áfram. Það var heitt í veðri, en hressandi svalur vindur lék um laufið í görðunum. Hann gekk gegn um lystigarðinn, yfir möl- Iagðar gangbrautirnar, fram hjá ungum mæðrum, sem sátu með handavinnu, með- an rjóð ungbörnin sváfu í vögnunum eða sprikluðu 'öll- um öngum. Strákahvolparnir þutu farm hjá honum með gjarð- irnar sínar, og með blænum barst ómur af hljómlist frá hljómskála í nágrenninu. Hann langaði að setjast, því að hann var mjög þreytt ur. En óeirðin í honum varð þreytunni yfirsterkari og rak hann áfram út úr garð- inum gegnum aðrar götur og marga garða. Hann kom að öðru kvik- myndahúsi. Þessa mynd hafði hann ekki séð, en hon- um geðjaðist ekki að heifi hennar né auglýsingaspjöld unum við innganginn eða myndunum, sem sýndar voru úr henni í sýningar- kassanum. Hann gekk Iengra og lengra, og óeirðin í honum óx og óx. Hann var með hjart- slátt, og hann vissi ekki, hvort hjartslátturinn var ó- eirðinni að kenna eða öfugt. Honum var því líkast innan- brjósts sem hann væri á gangi gegnum skuggalegan töfraskóg: hann vildi komast út úr honum, en komst alltaf lengra og lengra inn í hann. Það var eins og honum heyrðist einhver kalla á sig — rödd glataðrar sálar, sem hann hlezt vildi flýja. Allt í einu kipptist hann við sem þrumulostinn. Hann þekkti aftur staðinn, sem hann var á, og kona kom á móti honum hægum skrefum án þess að sjá hann. Hann var bara tíu skref frá sínum eigin dyrum, og konan, sem hann hlaut að mæta, var Fríða. Rétt á eftir uppgötvaði hún hann líka. Hann hafði haft ráðrúm til að hressa sig upp eftir viðbrigðin, en hún varð mjög skelkuð. Yarir hennar skulfu, og vanskap- aður hálsinn á henni kipttist við. „Góðan daginn, Fríða,“ sagði hann, „hvernig gengur það?“ Hún'var :ekki búin að ná sér, en leit út eins og hún hefði gengið í svefni og væri einmitt að vakna núna. „Hafið þér fengið nýja stöðu?“ spurði hann. ,,Já,“ svarað ihún að lok- um, ,,— þakka yður fyrir.“ Það liðu nokkrar óendan- lega langar sekúndur. Svo spurði Albert: ,,Eigið þér frí í dag?“ ,,Nei, bara í tvo tíma. Ég á frí á hverjum degi tvo tíma í nýju stöðunni minni. — Það er ekki eins mikið að gera þar eins og var hjá okk- ur.“ ,,Jæja, það var gott. Það var gott, að þér skylduð verða svo heppin, Fríða.“ ,,Ó •—“ hún kom ekki meiru upp. Hún horfði á hann eins og veikur hundur horfir á húsbónda sinn, þeg- ar hann vonar, að hann geti skilið hvað að honum er og hjálpað honum. ,,Jæja,“ sagði Albert. ,,Og svo gangið þér alltaf út í þessum frítíma yðar?“ „Já.“ ,,Og -— þér gangið alltaf hingað?“ „Já,“ sagði hún eftir svo- litla þögn. „Hvers vegna eiginlega?" Hún leit á hann þessum hundsaugum sínum: „Ég veit ekki —“ „Já, er það ekki einkenni- legt. í dag er fyrsti dagurinn, sem ég geng einn um síðan ég varð frískur aftur ■—- og ég hafði alls ekki hugsað mér að fara hingað — er það ekki skrítið að við skyldum hitt- ast hér, Fríða?“ Hún svaraði ekki. „Ef ég hefði ekki hitt yð- ur, hefði ég ekki einu sinni tekið eftir því, hvar ég var staddur. Ég ætlaði eiginlega í bíó. Það' er notalegt að fara í bíó þegar maður veit ekki, hvað maður á af sér að gera nokkra tíma •— er það ekki?“ Hún kipptist við. Hann hefði ekki átt að segja þetta með bíóið. Hvað meinti hann eiginlega með því að standa hér og bulla við Fríðu? ,,Heyrið þér hérna, Fríða,“ sagði hann. „Þér ættuð ekki að koma hér oftar. Nýlendu- vörukaupandinn og allt fólk MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING LOVAINA: Þig fýsir að sjá, þeg- ar þeir kafa og sækja perlur? Pétur drepur þig þá. ÖRN: Mig fýsir enn meira að vita hvað orðið hefur af Chet flugmanni og Bat lækni .... CYNTHIA: Pétur og félagar hans eru á njósnum um ferðir okk- ar. Við skulum koma og reyna að vinna kafarana til fylgis við okkur. KAFARARNIR: Pétur og félagar hans neyða okkur til að hætta lífi okkar .... ÖRN: Hefði ég gott skotvopn, þyrfti ég engu að kvíða .... ÖRN: Þeir eru hættir að róa. Þá hljótum við að vera í nánd við perlumiðin. Já, hér er víst all djúpt. LOVAINA: Samt ekki nógu djúpt, því einn af þorpurum Péturs bendir þeim að róa lengra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.