Alþýðublaðið - 13.07.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 13.07.1947, Side 4
ALM'ÐUBLABIÐ —SHMiudsgur 13. júií 1947 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hvers vegna er verið að auglýsa efíir stúdent- — Bréf frá ungum íslendingi. — Bréf frá Kaupmannahöfn um póstafgreiðslu hér. um? rinn. FUNDURINN, sem hófstí París í gær, með þátttöku isextán Evrópuþjóða, er lík Iegur til þess að marka tíma- mót í sögu heimsins eftir stríðið. í meira en tvö ár hafa Vesturveldin, Banda- ríkin, Bretland og Frakk- land, reynt að rétta Evrópu við,. eftir eyðileggingu ófrið- aráranna, í samvinnu við Rússland. Hafa þau «reynt jöfnum höndum að fá gengið frá endanlegum friðarsamn- ingum og byggja löndin upp á ný, rétta þau efnahagslega við og gera þau sjálfbjarga. En svo einkennileg hefur af- staða Rússlands verið, að þessi viðleitni hefur fram á þennan dag lítinn árangur borið. Friður hefur verið saminn að nafninu til við bandalagsþjóðir Þjóðverja; en friðarsamningar hafa ver- ið hihdraðir við Þýzkaland; og enn horfir Evrópa fram á nýtt hungurár, þrátt fyrir ó- trúleg framlög hinnar nýju heimsálfu, Ameríku, til þess að bæta úr skortinum austan hafs. Það eru þegar óhemjuleg- ar fjárupphæðir, sem Banda- ríkin hafa varið til þess, að bjarga einstökum Iöndum Evrópu og álfunni allri frá hungurdauða. Það þarf ekki nema að minna á það, að þrír fjórðu hlutar alls þess, sem hjálpar- og viðreísnarstofn- un hinna sameinuðu þjóða Iét af hendi rakna, hefur kcmið frá Bandaríkjunum, svo að ekki sé rninnzt á öll iánin. ssm þau hafa veitt ein- stökúm Evrópulöndum. En það hljóta að vera tak- mörk fyrir getu Bandaríkj- anna, eins og allra annarra, til þess að hjálpa, og sú vit- und býr að baki því tilboði, sem Marshall hershöfðingi, núverandi utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur gert. Tilboð hans þýðir í fá-_ um orðum: Við Bandaríkja- menn viljum ekki halda á- fram að ausa út fé til hjálp- ar. einstöbum Evrópulöndum upp á það, að það sé étið upp á örstuttum tíma og ekkert gert til þess að gera álfuna sjáifbjarga. En við viljum með vörum «og f járfrarnlög- um styðja hoilbrigða við- léitni Evrópuþjóðanna sjálfra til þess, að þær megi rétta við. Þetta er að sjálfsögðu hags ST. SIG. SKRIFAR MÉR á þessa leið: „Hin furðulega og ó- svífna framkoma kommúnista í sambandi við þjóðargjöf Norð- manna hefur vakið réttláta reiði um landið þvert og endi- langt cg mikill fjöldi manna, sem áður hafði af einhverjum óskiljanlegum ástæðum samúð með kommúnistum, hefur ekki síður en við hinir fordæmt þessa framkomu. Um hana þarf ekki að skrifa meir. Hún er geymd. en ekki gleymd, en það er annað í þessu sambandi, sem mig langar að minnast á.“ „ÉG SÉ í BLÖÐUM, aS í sambandi við þetta hneykslis- mál er verið að spyrja, hvar stúdentarnir séu. Mig furðar á þessum spurningum. Hvers vegna er verið að auglýsa eftir stúdentum í sambandi við þetta? Bar þeim nokkuð meiri skylda til að standa vörð um heiður þjóðarinnar, sóma henn- ar og álit en öðrum mönnum, sjómönnum, iðnaðarmönnum, verkamönnum, kaupmönnum og öðrum þjóðfélagsþegnum? Ég hygg ekki. Stúdentar eru «ekki frekar kallað'ir til að veita forustu, þegar þjóðin er sett í vanda og heiður hennar ataður auri, en hverjum og einum öðr- um, sem hefur þjóðarmetnað til að bera og vill rísa upp fyrir þjóð sína, þegar henni er mis- boðið.“ „STÚDENTAR HAFA OFT unnið afreksverk í sjáífstæðis- baráttu okkar, beir hafa oft sýnt áræði þegar um hefur ver- ið að ræða þjóðernislega tilfinn ingu. En þeim ber ekki nein meiri skylda til að ganga fram fyrir skjöldu en okkur hinum. Á það vil ég leggja ríka áherzlu. Ef til vill segja sumir, að stúd- entar hafi stundum látið beita sér fyrir vagn óþjóðlegra of- stopamanna, notaðir til þess að þyrla upp ryki í blekkingaskyni til að slá Ijóma á skemmdar- verk. En hér eiga aðeins fáir sök.“ „EF ÆTTI AÐ AUGLYSA eftir einiiverjum í sambandi við hneykslið með Snorra, þá væri það félagsskapurinn, sem stofn- aður var á síðastliðnu hausti til þess að vernda þjóðernið. Hon- um var hrófað upp af komm- únistum og í hann hrúgað fólki, sem annaðhvort er kommúnist- ar eða vinna með þeim, án þess að vita, hvað það er að gera, en sá hópur er ótrúlega fjölmenn- ur hér. Síðan hefur ekki bært á honum. Hann steinþagði líka í sambandi við Snorxa, enda hefði hann þá orðið að snúast gegn feðrum sínum, kommún- istunum. Já, hann þagði. Þessir „patentíslendingar“, sem reka erindi skaðsemdaraflanna í þjóðfélaginu, sem allar þjóðir eiga nú í höggi við, steinþögðu ( — sváfu.“ ÉG AUGLÝSI EKKI aðeins eftir stúdentum til að veita við- nám gegn ósómanum. Ég aug- lýsi eftir öllum góðum mönn- um. Við ungu mennirnir viljum berjast, en okkur vantar for- ustu. Forustan hlýtur að koma, því að hún er þjóðarnauðsyn. 1 okkar sveit eru menn úr öllum stéttum. Og það er fjölmenn sveit, sterk og ákveðin. Um þetta er nú rætt rneðal okkar ungu mannanna hér í Reykja- vík og um land allt.“ FRÚ X í Kaupmannahöfn skrifar: „Um leið og ég þakka þér birtingu bréfs míns fyrir nokkrum mánuðum, langar mig til að biðja þig fyrir nokkr- ar línur til Póststofunnar. Að ég ekki hef sent Póststofunni línu fyrr er aðeins af því, að fyrst í gær barst mér í hendur svar- bréf hennar í Alþýðublaðinu 21. maí.“ „ÉG SÉ að Póststofan eyðir sínum dýrmæta tíma í að skrifa mér í dálkum þínum 21. maí og finnst henni allómaklegt, að ég skuli leyfa mér að setja út á póstafgreiðsluna á íslandi, og vitnar Póststofan í „m«erka“ er- lerida menn, sem vilja helzt Framhali á 7. síðu. Klukkan 4 í dag og 10 til 11 í kvöld sýna hinir frægu fimleikamenn 2. Larow-lisíir sínar í TíVOLI, ef veður leyfir. Aðgangseyrir sá sami og áður, kr. 2,00 fyrir fullorðna og kr. 1,00 fyrir börn. Allir þurfa a§ sjá þessa einstæðu sýningu H. S. S. í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar seldir í anddyri húss- ins eftir kl. 8. Verð kr. 15,00. áufjffsil í Atþýðublaðinu munamál Bandaríkjanna sjálfra, —- en heilbrigt hugs- andi mönnum mun þó verða erfitt að mæla í móti, að þetta sé Iíka fullkomlega heilbrigð skynsemi fyrir all- ar hinar hrjáðu þjóðir í okk- ar heimsálfu. Því var tekið með miklum fögnuði um allan heim, þeg- ar Rússland -þáði boð á þrí- veldaráðsteínu í París til þess að ræða hjálpartilboð Marshalls. En í beztu blöðum Bandaríkjanna var á það bent, að þríveldafundurimi væri þó ekki nema próf- steinn á það, hvört Rússland vildi vera með í ærlegu við- reisnarstarfi í Evrópu, eða hvort það stefndi raunveru- léga, — og vitandi vits — að því,. að magna öngþveitið, neyðina og hungrið í Evrópu til þess að skapa kommún- ismanum skilyrði til bylting- ar og valdatöku. Nú virðist það alveg ótví- rætt, að þessi skoðuii beztu blaða Bandaríkjanna hafi verið alveg rétt. Molotov neitaði öllu samkomulagi á þríveldaíundinum, og Rúss- land hefur beitt öllu sínu of- urvaldi í Évrópu til þess að hindra, að nýr fundur um hjálpartilboð Marshalls komi að neinu haldi til þess að rétta Evrópu við. ❖ Þetta hefur gefið Parísar- fundinum, sem hefst í dag, framtíðarþýðingu, sem eng- inn sér fyrir endann á. Af Vesturveldanna hálfu er sá fundur haldinn til þess, að létta endanlega af neyð ó- friðaráranna og grundvalla varanlegan frið. En ef það er ætlun Rússlands, að viðhalda neyðinni í pólitískum til- gangi og hindra varanlega f riðarsamni nga, þá getur fundiirinn í París orðið byrj- un á varnarbanöalagi gegn slíkum fyrirætlunum. Þá get ur hann orðið að samtökum milli þeirra þjóða, sem ekki vilja lifa við hurigur um ó- fyrirsjáanlega mörg ár, né verða að leiksoppi í höndum valdhafanna í Kreml. Það hefur verið sagt um Parísarfundinn af þeim mönnum, sem frumkvæði áttu að hónum, að hann yrði ekki pólitískur, heldur aðeins efnahagslegur. En það er ekki undir þeim einum kom- íð, hvort svo verður. Ef Rúss- land ætlar sér að hindra efna hagslega viðreisn Evrópu til þsss að þenja út yfirráð sín yfir hungruðum og máttlaus- um þjóðum, unöir yfirskini kommúnismans, — þá verð- ur Parísarfundurinn miklu meira; þá verður hann upp- hafið , að varnarbandalagi hinna vestrænu þjóða gegn austrænu ofbeldi og vélráð- um. Og það getur Rússland þakkað sjálfu sér fyrir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.