Alþýðublaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 13. júlí 1947 83 NÝJA BIO ææ GAMLA BlO 8 r Eg elska þessa borg Næfurgesíirnir. (Les Visiteurs du Soir) Framúrskairandi frönsk (Sam Diego I love yeu). stórmynd gerð af kvik- myinidasnil'lingnum Smellin og fjöruig ‘gam- MARCEL CARNE. atnmynd. Aðallilutverkin leika: ARLETTY JÓN HALL JULES BERRY MARIE DEA LOUISE ALLBRITT- ON Myndiaa er tmeð dönsk- um stkýringertexta. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BUSTER KEATON Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. Sala hefst kl. 11 f. h. Sala hefst kl. 11 f. h. æ bæjarbsó æ s tja™ahbsö ® Hafoarfirði / Á barmi glöfunar Konungsieikhús Stórfengleg finnsk mynd, sem seint mun gleymast. Mirjami Kousmanen (Theatre Royal) Ensk sönigyá- og gam- Edwin Laine anmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Bud Flanagan Bönnuð íyrir börn. Chesney Allan Myndin hefur ekki verið sýnd í Reykjavík. Sýning kl. 5, 7, 9. EF HEPPNIN ER MEÐ Sýnd kl. 3. y Sýnd kl. 3 og 5. Aðgönigumiðas'ala hefst Sími 9184. klukkan 11. Mánudaginn 14. júlí verða afhentar bif- reiðar þær, sem bera afgreiðsðlunúmer 56—70. Afhendingin fer fram kl. 1—4 e. h., þar sem bifreiðarnar standa við Hagaveg. Kaupendur þurfa að koma með skrásetn- ingarnúmer bifreiðarinnar. V iðskiptamálar áðuney tið. Gina Kaus: ÉG SLEPPI ÞÉ e-e«><í><>ö<*í><<><>e<í>v<>s><&&í>&<><í><í>&í^ ið hér í kring þekkir yður. Ef það endurtekur sig oft, mun það vekja athygli fólks.“ ,,Jæja,“ sagði Fríða. „Ég skal ekki koma oftar.“ Hann rétti henni höndina. Fríða þurrkaði sér fyrst á kápunni. ,,Farið þér aldrei í kirkju?“ spurði hann. Hún skildi ekki, hvað hann átti við fyrst. ,,Hvað —? Nei, ég hef ekki komið þar lengi. Áður fyrr fór ég alltaí í kirkju á hverjum sunnudegi, en þér, doktor, vitið hvernig það var hjá okkur — það var aldrei tími til neins slíks.“ ,,Þér ættuð að fara að ganga í kirkju aftur, Fríða. — Og þér sbuluð skrifta, þá munuð þér kannske ekki koma hingað oftar. Líði yður svo vel, Fríða!“ Hann horfði á eftir henni. Iiún gekk yfir torgið þungum, þreytulegum skrefum, eins og örþreyttur ferðalangur á óendanlegum þjóðvegi. Allt í einu steyptist yfir aprílhryðja, svo að segja fyr- irvaralaust Albert varð ekk- ert var við það. Hann fann, að það var tekið í handlegg- inn á honum og kippti á móti. Fyrir framan sig grillti hann í þann manninn, sem hann hafði haft í huga allan daginn. ,,En góði minn, hvers vegna verðið þér svona felmtraður af að sjá mig?“ spurði dr. Heinsheimer. „Ég hef heyrt, að þér hafið verið veikur. Hafið þér farið of snemma á fætur kannske?“ Albert svaraði ekki. „Við getum ekki staðið hér í hellirigningu. Komið, þá skal ég fylgja yður heim.“ X. Albert fylgdist viljalaust með yfir götuna og inn í hús- ið. Hjarta hans barðist svo, að hann gat hvorki hugsað né talað. „Hafið þér lykil?“ spurði Heinsheimer í lyftunni. ,,Ég veit ekki — ég hugsa það,“ stamaði Albert og gróf upp beilmikið af lyklum úr vasa isínum. Hann var vanur að stinga á sig á hverjum morgni því, sem lá á nátt- borðinu hans. Það voru lykl- ar að íbúð Frtiz frænda, Önnu og að gömlu íbúðinni. Fingur hans skulfu. „Hérna —“ sagði hann. Heinsheimer opnaði. Hann gekk inn í forstofuna, en Al- bert stóð fyrir utan. „Nei, én ætlið þér ekki að koma leagra? Þér verðið þó að fara inn, skiljið þér. Ég hef heyrt, að þér búið ekki hér lengur. Á ég að sækja eitt- hvað? Kannske ég geti hjálpað yður með eitthvað __?“ Hann talaði eðlilega og blátt áfram og leit ekki á Al- bert, en reyndi að , hengja upp fíakkann sinn. Þegar Albert lokaði á eftir sér sagði Heinsheimer allt í einu: „Munið þér, að við stóðum hér síðast þsgar við töluðum sarnan og kvöddumst? Mun- ið þér hvers þér spurðuð mig þá?“ „Já,“ sagði Albert lágt. „Þér spurðuð hvort ég væri viss um, að Melanía hefði stokkið út um glugg- ann, ef hún hefði ekki fengið vilja sínum framgengt, þegar hún var barn. Qg' ég svaraði, að ég væri viss um það.“ Albert starði á dyrnar að dagstofunni. Hann gat enn heyrt irödd Melaníu, þegar hún kallaði á Fríðu. Hann gat eins átt von á að sjá hana á hverri stundu birtast í dyr- unum. „Komið bara,“ sagði Heins heimer. „Við hefðum auðvit- að eins getað farið upp til mín, en þar hefðum við aldr- ei haft næði.“ Albert fór á eftir honum. Yfir stóra herberginu með öllum bókunum, sem þarna hafði verið safnað saman af handahófi, hvíldi kyrrð og ró. Flygillinn var lokaður en dyrnar að svefnherberginu voru opnar, og hann sá rúm- ið; sem hún dó í. Græna í- saumaða rúmábreiðan var yfir því. „Setjist,“ sagði Heinshem- er. Sjálfur settist hann í djúpan hægindastól. „Hérna sátum við og spjölluðum síð- ast líka,“ sagði hann, „meðan hún svaf veronalsvefninum sínun\. Ég tók á mig mikla á- byrgð þá.“ Albert sagði ekk- ert. Hann hlustaði næstum ekki á, hvað hinn sagði. Hann starði á sprunguna í speglinum, og ósjálfrátt bjóst hann við að sjá molana af glasinu, sem hann hafði hent á spegilmynd hennar.. En þeir voru horfnir. „Mikil ábyrgð," sagði Heinsheimer aftur. „Ég sagði að hún myndi aldrei gera alvöru úr því. En mér var ábyrgð mín algerlega Ijós. Og ég var jafn viss í úrskurði mínum eins og lungnasérfræðingur er viss, þegar hann finnur berklabakteríur. í uppgangi sjúklings. Það megið þér ekki iefast úm.“ „Nei, auðvitað,“ sagði Al- bert viðutan. r Ulsvars- og skaffakærur skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. GOT1 ÚR ER GÓÐ EIGN Guðl. Gísiason íTrsmiður, Laugaveg 63, ÖRN: Hinir innfæddu neita að róa út á meira dýpi til þess að kafa. ÖRN: Enda er hætta á að lungu þeirra þoli ekki þrýstinginn á slíku dýpi. ÖRN: Það lítur helzt út fyrr að vði verðum vitni að uppreisn- axtilraun. ... ÖRN: Varið ykkur. .. . Hann kast- ar kylfunni ... ÖRN ELDING MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.