Alþýðublaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 5
Surinudagur 13. júlí 1947 ALtsÝÐöBLAÐIB Á LIÐNUM ÖLDUM hef- ur Balkanskaginn, suðaustur horn Evrópu, verið leikvang ur ófriðar og átaka milli stór veldanna og þanniig er enn í dag. Balkanskaginn takmark- ast af Dóná að norðan en á aðar hliðar af höfum. Hann er fjöllóttur og eru því sam- göngur mjög erfiðar. Eru ekki nema þrjár góðar hafn- ir á skaganum, en sifellt streyma eimlestir að þeim og frá. Þær eru Trieste, Salon- iki og Istanbul, sem fyrr var kölluð Konstantínopel. Yerð ur að flytja næstum allar vörur um þessi hlið, þær er fara eiga frá Mið-Evrópu og Rússlandi til Miðjarðarhafs- landanna. Allt frá þvi í lok 18. aldar hefur Rússum fund izt þeir vera króaðir inni í Svartahafannu, því að Tyrk- ir loka leið þeirra til Mið- jarðarhafsins, og á 19. öld studdu Bretar Tyrki, en nú við kenningar Trum'ans eru ÍBandarikin tekin að styrkja varnir þeirra. Er svo að sjá frá Kreml sem Engil-Saxar hafi hlaðið múrvegg frá Suð ur-ítalíu allt austur að Hima laya til þess eins að loka Rússum leið að hinum hlýju höfum. Múrveggurinn skiptir Balk anskaga í tvennt eftir norð- urlandamærum Grikklands, og snerta þau Albaníu, Júgó- slavíu og Búlgaríu. En aðal- vandamálið á Balkanskaga nú er hið 'tilhlýðilega kapp- hlaup stórveldanna, þótt Balkanríkin verði og að ergja sig á eigin nöldri, og mun nú þessum málum verða gerð nokkur skil hér á eftir. Mestum erfiðl-eikum veldur Makedohía. Er hún allstórt landsvæði, nú skipt í þrennt milli þriggja ríkja. Tilheyrir nyrzti og stærsti hlutinn Júgóslavíu, suður- hlutinn Gvikklandi og er höf uðborg hans Saloniki, erí lít- ill rimi að austan er innlim- aður í Búlgaríu. í fimmtíu ár hafa þrjú lönd hlaupið í kapp um Makedóníu og hei-1- miklar deilur hafa átt sér stað um þjóðerni íþúanna. Mæla flestir þeirra á slav- neska tungu, líkari búlgörsku en serbnesku, en þó ólík báð- um. Þegar Makedónía var sameinuð Serbíu 1918 og Júgóslavía varð til, sýndu í- búar landsins fjandskap sinn ýmist með pólitískri and- stöðu eða' með smáskæru- herháði, en voru þaggaðir niður með hervaldi ítala og Búlgara. Er Búlgarar her- námu þá 1941 var þeirra s'tjórn þjóðinni jafn ógeð- felld. Mun Makedóníumönn- um vera farið að leiðast þóf- ið, og skoða sig sem sérstaka slavneska þjóð og óska eftir innlendri stjórn í tengslum við Suður-Slava eða allan Bálkanskaga. Og þegiair flokk ur Titos kom til valda, viður kenndi hann þessa kröfu og gerði Makedóniu að hjá- lendu innan ríkjasambands Júgóslavíu. Gríski hlutinn af Make- dóníu er mest megnis byggð ur Grikkjum, en auk þess eru þar allmörg slavnesk þorp. Ýkja núverandi leiðtog ar makedóníska lýðveldisins mjög tölu þeirra Slava, er lúta þannig grískri stjórn og láta 1 það skina að sameina beri alla .Makedóníu. Hljóm- ar það í grískum eyrum sem tillaga um að innlima Salon- iki, lífæð þeirra, í Júgóslav- íu. Hins vegar hefur Tito marskáilkur ekki gert neinar landakröfur á hendyr Grikkj um, en almenningur óttast þó nýja yfirráðastefnu af hálfu Júgóslava. Deilt er um norðvestur landamæri Grikklands við Albana. Er núverandi stjcrn þar í landi mjög á öndverð- um meiði við Grikki og fjand samleg Bretum, er þeir skoða verndara Grikkja. Rek ur menn ef til vill minni til þess, að í fyrra sökk í Korfu skurðinum brezkur tundur- spillir á tundurdufli, er virt- ist hafa verið lagt af Albön- um. En við austur landa- mæri Grikkalnds er Þrakía, mjó landræma með fram Eyjahafinu, er Búlgarar krefjast á þeim grundvelli, að þeir þarfnist auðveldari samgangna út á hafið. Og þótt þessum kröfum væri synjað í friðarsáttmálanum, sést geipilega á gerðum Dimi trov forsætisráðherra, að þeir eru ekki horfnir frá þeim enn. Skal þá næst vikið að Tyrklandi. Engum landa- mæraþrætum eiga þeir í í Evrópu, enda deila þeir ekki við Balkanríkin, heldur við Rússa. Menn muna, að fyrir ári siðan gátu dagblöðin um það, að Rússar beiddust mega býggja flotahöfn við sundin og vildu auk þess fá ákveðin landssvæði austur i frá, þar sem þeir eiga sameig inleg landamæri með Tyrkj- um. Tyrkir neituðu að ræða þessar kröfur. Hafa stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna gert það heyrin .kunnugt, að þeir skilji þörf Rússa á end- urskoðun Montreux-sáttmál- ans, er lýtur að her- og kaup skipasiglingum u.m tryk- nesku sundin, og hafa undir búið skipan þeirra mála til hagsbóta fyrir Rússa, en þeir halda því fram, að slík mál verði að leiða til lykta á ráð- síefnu margra þjóða og vilja láta boða til hennar. Rúss- neska stjórnin lítur hins veg ar svo á, að þetta komi ein- ungis Tyrkjum og Rússum við, og þess vegna eru allar leiðir lokaðar. KRÖFUR RÚSSA Að baki þessara stað- bundnu vandamála leynast önnur mikiu stærri varðandi viðskipti stórveldanna. Tyrk land er í vináttubandaíagi við • Bretland og markmið Rússa virðist vera að rjúfa þetta bandalag. Væri Tyrkj- um kömið til þess að segja upp sáttmála sinum við Breta með það fyrir augum að gera sams konar gagn- kvæmt varnarbandalag við sovétríkin, likan samningum Sovétríkjanna við Pólíand GREIN ÞESSI eftir Hugh Seton-Watson er þýdd úr „The Listener“, útvarpstímaritinu brezka. Fjallar hún um vandamál Balkanskagans og átök stórveldanna þar. Hér fyrr meir var Balkanskag- inn stundum kallaður ,,óró lega hornið í Evrópu“ og ber það nafn með rentu enn í dag. óskast í eldhúsið á Vífilsstöðum 14. júlí. Upplýsingar hjá forstöoukonunni. Sími 5611. og Júgóslavíu, held ég, að Tyrkir myndu aldrei verða varir við landakröfur Rússa. Má taka áform þeirra til að fjarlægja Tvrki frá Bretum frá tveim hliðum. Er hin fyrri til varnar — að útiloka áhrif engilsaxnesku veld- anna frá Svartahafinu, sem er eins konar bakdyr að Rúss landi. En hin síðari er til sóknar — að draga Tyrkland inn i Sovétrikin til að víkka áhrifasvæði sitt allt til Mos- ul og Aleppo og síðar að Uyg'gja sér aðstöðu til út- þenslu yfir lönd Araba. Hér að fr-aman hefur verið greint frá innbyrðisdeilum á Balkanskaga og áfcrmum stórveldanna. En einnig er þar um að ræða annan stór- an vanda, og það eru átök um hugsjónir. í þrem norð- lægari ríkjunum á Balkan- skaga eru einræðisstjórnir, og þótt þær séu ólíkar, eru kommúnistar alls ráðandi í öllum. Allar urðu þær til við árangur langrar oy harðrar baráttu, er stundum var háð neðanjarðar með ýmsu móti og stundum beinn smáskæru hemaður bæði gegn innrásar herjum öxulríkj-anna og hin- um gömlu ráðastéttum land- anna. Var baráttan háð af mestri hörku og hreysti í Júgóslavju, var og mikið unnið i Albaníu, en. minna í Búlgaríu, þótt ekki sé þar með sagt, að þar lægju menn liði sínu. Baksvið þessarar baráttu var fyrir stríð fátækt bænd- anna og alræði íhaldsins. Öll Balkanríkin liðu mikla nauð af of miklu þéttbýli. Var tala þeirra, er við land- búnað unnu allt of há miðað við menningarstig landsins, aðallega vegna úreltra vinnu aðferða og afgamalla tækj-a, ef þau eru borin saman við Danmörku eða önnur lönd er lengst eru komin i landbún- aðarmálum. Má sanna þá staðhæfingu með því að benda á, að á landbúnaðar- svæðum á Balkan er þrisvar sinnum fleira fólk en í Dan- mörku, en afrakstur lands- ins er þrisvar sinnum meiri í Danmörku en þar. Um það bil þriðjungur vinnafls land- búnaðarins er fram yfir það, sem hæfllegt væri, svo að segja má, að hver bóndi af- kasti aðeins tveim þriðju eðlilegrar framleiðslu. Olli þessi sífellda ofhleðsla á vinnumarkaðinum í landbún aðinum örbirgð á sama hátt og atvinriuleysi á krepputím um á Vesturiöndum. MARKMIÐ KOMMÚNISTA Beztu ríkisstjórn i heimi mundi hafa þótt i þessum löndum við ramman reip að draga, en stjórnir Balkan- ríkjanna fyrir stríð hjökk- uðu alltaf í sama farinu. Ráðamannastéttin gaf sér góðan tíma og lét bændurna sigla sinn sjó. Og þegar tók að bera á óánægju meðal bændanna, var þaggað niður í þeim með valdi. En hat- römmustu óvinir ráðamann- anna voru kommúnistarnir, sem aldrei nutu pólitisks frelsis og oft voru fangelsað- ir og leiknir grátt. Nú er blaðinu snúið við og komm- únistarnir teknr við völdum, og þeir sjá enga ástæðu til að sýna hinum fornu fjand- mönnum sínum umburðar- lyndi, jafnvel ekki gefa þeim mönnum pólitískt frelsi, er meðalveginn fóru og voru andvígir einræðinu, en tóku ekki þátt í neinum aðgerð- um gegn því. Haf-a nýju stjórnirnar þá skoðun, að bezta leiðin til hagsældar fyrir almenning sé þjóðfé- lagsleg bylting og þótt bylt- ingin kosti maygra ára vægð arlausa harðneskju, áður en nokkrum árangri er náð„ eru þeir reiðubúnir að halda á- fam á sömu braut. Þeir trúa því að sú yfirdrottunarvél, ssm nefnist Kommúnista- flokkur, sé einasta tækið til viðunandi árangurs, o.g allt, sem gegnstætt henni vinnur, skal þurrkað út.með mildum aðferðum eða villimannle-g- um eftir því sem þurfa þyk- ir. Á annan veg er farið stjórnum Grikklands og Tyrklands. Hefur Tyrkla-nd flokkseinræði og gerðu for- ingjar þess fyrir 20 árum eins konar byltingu, að sumu lsyti þjóðernislega og að sumu leyti sósíalistíska,-. en hafa á þeim tíma meir. og meir hnigið til hægri. Til er stjórnarandstaða þar í landi, en ekki er hún áberandi og mun vera lítils megnug. Næg ur er þar ruddaskapurinn og spi-llingin, en það leynir sér ekki að tyrkneska þjóðin treystir stjórn sinni og æskir ekld neinna breytinga. í Grkklandi er -aftur á móti svipuð stjórn þeim, er algen-g ar voru á Balkan fyrir stríð. Tilheyra ráðamennirnir sömu stéttum, eru verzlun- armenn, embæ.ttismenn og stórbændur. Og virðast flest ir útlendingar, sem ferðast hafa . til Grikklands eftir stríð , vera þeirrar skoðun- ar, að stjórnin hafi lítið gert í þá átt að ráða niðurlögum eymdarinnar eða byggja upp heilbrigðara þjóðfé-lagslif. Það, sem gert hefur verið, hefur UNRRA látið fram- kvæma' og ekki. hafa grísk yfirvöld alltaf ve.rið til mik- illar aðstoðar. Þrátt fyrir það mun að likindum meiri hluti þjóðarinnar styðja stjórnina, ve-gna þess að þeir óttast ná- grannana í norðri. Kemur að alandstaðan gegn stjórninni frá kommúnistum. Þeir stjórnuðu heimavarnarhreyf- ingunni á stríðsárunum og á sama hátt og aðrir kommún- istar á Balkan, háðu þeir hana ekki aðeins gegn erlend um fjendum, heldur einnig við yfiráðastéttina gömlu, og fyrir nýju þjóðfélagi. En nú hafa þeir tapað feikilega vinsældum alþýðunnar í Grikklandi sökum þess að markmið þeirra falla saman við gerðir og áform Júgóslav íu og Búlgaríu. Kemur nú andst-aða þeirra fram á tvenn an hátt, gagnrýni í blöðum og á fundum og smáskæru- hernaði í norður hluta la-nds ins, sem nefnd frá samein- uðu þjóðunum var nýlega send til að rannsaka. TVEIR VÍTAHRINGAR Frá mínu sjónarmiði eru Balkanvandamálin nú þau sömu og þau voru fyrir stríð. Eru þau tveir vítahringar, er stjórnmálamenn hafa aðains sýnt viðleitni til að rjúfa. Hinn fyrri er félagslegur — eða réttara saýt hugsjón-aleg'. ur. St.jórnir Tyrklands og Grikklands verða að gefa þjóðum sínum von um félags legt jafnrétti og stjórnmála- legt frelsi og binda enda á spillinguna og kúgunina, sem þjakað hefur bæði þessi lönd um langan aldur. En til þess að unnt sé að hefja mark- vissa umbó-tastarfsemi, verð ur friður að ríkja innan land anna. Hinn vítahringurinn snert ir utanríkismál. Sundurlyndi á Balkanskaga er orsök al- þjóðlsgs öryggisleysis og stuðlar að því að eitra sam- búð stórveldanna, en fyrir þær sakir er ókyrrðin þar verst að samvinna stórveld- anna er nógu slæm annars staðar (t. d. í Þýzkalandi og Mansjúríu). Balkanskaga er skipt í tvennt, — annar hlut- inn hverfur til samvinnu við Rússa, en hinn við Ameríku, og þegar þeir hvor u-m sig finna verndara sinn vera á öndverðum meiði við vernd ara keppinauta sinna heima fyrir, blása þsir í glæðurnar. Einhvern tíma munu stjórn- málamenn stórveldanna kom ast að raun um þetta, og skilja, að allir töpuðu þeir í leiknum, settu skjólstæðing-a sína í slæma klípu cg- komu á þeirri skipan mála, er trú- lega mun vara lengi, hvort sem hún er réttlát eða ósann gjörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.