Alþýðublaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 6
ALÞÝBURLAPiÐ Fimmtudagur 17. júlí 1947. NÝJA Blð GAMLA BIÖ S AJSkis jKSí&u ^>iæsJsíi^.dÆ d.: Kjarnorkuégnir Hvað nú, Hargrave? („RENDEZVOUS 24“) WHAT NEXT, CORPORAL Afar spenniaindi njósnara- mynd. — Aðaihlutverik: William Gargan Maria Palmer HARGRAVE? Bráðiskemmtileg og fyndin Bönnuð bömum yngri en 16 ára. amerísk gamanmynd. Sýrud kl. 9. Robert Walker SAMKVÆMISLÍF Hin sprenghlægilega mynd Keenan Wynn með Jean Porter Abbott & Costello. Sýnd 5 og 7. | Sýnd kl. 5, 7 og 9. «&£> " - . <«*»- 3 BÆJARBIO ! .( j I1:e-fs* - - s u im-.S * «» Gina Kaus: EG SLEPPI ÞER ALDREI Hafnarfirði r A barmi glöfunar Tvö ár í siglinpm (Two Years Before the Stórfengleg finnsk mynd, sem seint mun gleymast. Mast) Spennandi mynd eftir Mirjami Kousmanen hinni frægu sögu R. H. Edwin Laine Danas um ævi og kjör sjó- manna í upphafi 19. aldar. Sýnd kl. 7 og 9. Alan Ladd ■ Brian Donlevy Bönnuð fyrir börn. William Bendix Myndin hefur ekki verið Barry Fitzgerald Esther Fernandez sýnd í Reykjavík. Bönnuð inraan 1 ára. Sími 9184. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Dýrasýningin í Örfirisey er opin frá kl. 8 árd. Skotbakkinn er opinn frá kl. 3 sd. Dansað frá kl. 10 í kvöld SJOMANNADAGSRAÐIÐ. 0«>«><><X*2><><><><XX><XX><><^><><X>< inn á sinn stað aftur. En hann lá ekki í skúffunni. Og þá tók ég eftir glasinu. Það stóð fullt vatnsglas á borðinu og á botn inum á því var eitthvað brún leitt duft, sem ekki var alveg runnið. Ég vissi að það var veron- al. Og ég vissi, að það voru ekki allir sextán skammtarn- ir. Ég ætlaða að sýna henni að hún væri að leika með okk ur öll, að hún léki ljótan leik, með dauðann og meðaumkv- un mína. Ég gekk að fata- skápnum. Skrínið var opið. Og það lágu tíu skammtar enn í því. Nú skal ég koma upp um hana, hugsaði ég. Það skal vera í síðusta sinn, sem hún leikur þennan leik aftur. Ég skal svipta hana allri löng- un til þess. ,,Ég get svarið, að það var mín einasta hUgsun, þegar ég tók duftið úr skríninu. Ég ætlaði að sýna Melaníu það, ég ætlaði að koma upp um hana. En þá sá ég skamm- byssuna." ,,Var skammbyssan þar ekki fyrr úm daginn?“ spurði Heinheimer. „Nei það getur ekki verið, því að ég leitaði í hverjum kima í skápnum. Og það varð til þess að upp úr sauð. Mel- anía hafði keypt skammbyss una þá um daginn. Munið þér, læknir, að síð- ast, þegar við töluðum sam- an, sögðu þér við mig: „Ef þér finnið nokkurn tíma skammbyssu hjá konu yðar, skuluð þér vera á verði. Hún er áreiðanlega ekki ætluð hennar eigin fagra höfði.“ — Þetta sögðu þér, og það datt mér allt í einu í hug.“ „Ég man nú ekki alveg, hvernig ég orðaði það“, sagði Heinsheimer, „en ég sagði eitthvað á þessa leið og ég meinti það líka.“ „Það liðu bara nokkrar sek úndur. Þér mynduð víst ekki trúa mér, ef ég segði yður allt, sem flaug í gegnum huga mér á þessari litlu stund. En ég hafði hita og þá hugsar maður hraðar og óraunveru lega enn endra nær. Eitt var að minnsta kosti víst. Ég hélt ekki, að skammbyssan væri ætluð mér. í öllu þessu and- styggilega rifrildi hafði Mel- anía í raun og veru aldrei verið neitt reið mér, en að- eins Önnu. Hún var alltaf svona: Hún vildi bara þvinga mig til að játa, reiði hennar bitnaði alltaf á konunum, sem hún grunaði. Þetta er náttúrulega bara skýring, sem ég get komið með eftir á — því að, þegar ég sá skammbyssuna, hugsaði ég ekki skynsamlega, ég sá bara Melaníu fyrir mér með skammbyssuna í hendinni og Önnu liggja í blóði sínu á gólfinu. Það getur vel verið að hún myndi aldrei hafa gert það. Þegar ég kom til sjálfs mín á eftir, var mér Ijóst, að ég hefði kannske getað haldið áfram samvistum mín um og Önnu. En meðan ég var með hitann, og fann að ég myndi liggja án þess að geta veitt .mér nokkra hjálp næstu daga, og að Anna yrði varnarlaus á meðan — Já, ég get ekki almennilega skilið það núna. Það var svo ótal- margt sem kom upp í huga mínum í einu. Ég hataði hana líka, hataði hana innilega, því skal ég ekki neita. Ég hafði vorkennt henni allt of lengi. Og svo var það ein- hver magnleysis tilfinning — já það hugsa ég, að hafi ver- ið sterkasta tilfinningin — það var éins og Melanía væri ekki venjuleg manneskja af holdi heldur illur andi —.“ Hann hætti snöggvast til að ná andanum. Hann hafði talað svo mikið, að hann varð að bíða góða stund, áð- ur en hann gat haldið áfram. „Ég hélt víst á duftinu í hendinni nokkrar sekúndur. Svo var hendin allt í einu tóm. Ég var búin að setja þau í glasið hjá hinum. Ég beið ekki einu sinni eftir, að £x«><x><><xxx><xx>«<><2><><^^ þau leystust upp. Ég fór út í forstofuna, þar stóð Fríða ennþá með bæði bréfin. Mel- anía kallaði á hana úr dag- stofunni. Svo fór ég út úr húsinu.“ XII. Hann skalf, og enni hans var vott af svita. Heinsheim er helti í annað staup koníaki. Albert tók staupið og bar það að munninum, en missti helminginn á leiðinni. „Nú getið þér gert, hvað sem þér viljið með mig,“ sagði hann. „Ég er bara þreyttur.“ „Það get ég vel skilið sagði Heínsheimer. „Hafið sér ver ið mjög hræddur um, að það kæmist upp.“ „Já það var ég víst — en ég óskaði líka, að það kæm- ist upp. Finriist yður það und arlegt? Þegar ég kom til sjálfs mín aftur, hélt ég fyrst, að alla grunaði eitthvað, en svo skildi ég að enginn hafði minnsta grun og þá varð ég fyrir vonbrigðum. Ég get ekki skýrt hvernig mér var innanbrjóst — ég var eins og óhugnanlega einmana.“ Heinsheimer kinkaði kolli marg sinnis. „Það get ég mjög vel skil- ið.“ „Og svo var ég hræddur við Fríðu. Ég held, að ég hafi látið allt standa opið á eft’ir mér, þegar ég fór inn í svefn herbergið. Fríða gat vel hafa séð mig, en hún hefur ekki séð neitt. Ég var í rauninni hálf vonsvikinn af því líka. Ég hefi verið hræddur við Sax prófessor og Sylvíu. En hvorugt þeirra hefur grunað m’ig — og Sylvía sem er svo greind! Enginn hefur grun- að mig, ekki einu sinni mála færslumaður Melaníu, þó að ég neitaði að taka við margra milljóna arfi. Er það ekki einkennilegt? Ef maður er einu sinni grunaður, þá get- ur hann komið eins sakleysis lega fram og lamb og það stoð ar ekkert. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING mið. Þau hafa piltarnir hreins- að, svo þar er enga perluskel að finna! CYNTHIA: Grunnmið, segir hann! PÉTUR: Hér er hins vegar dýpi, sem hæfir hraustum köfurum. Þeir fá sér samboðið verk í dag drengirnir! PÉTUR: Ekkert hik, lagsmaður! Og eitt gott ráð vil ég gefa þér! ------Þú skalt ekki freista að vinna neinar hetjudáðir! PÉTUR: Við höfum eytt of löng- um tíma til einskis. Róið, pilt- ar! Róið! PÉTUR: Við förum nú yfir grunn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.