Alþýðublaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 4
4 / ALÞÝBUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. iúlí 1947. Ferðaskrifstofan og starf hennar. — Þeir, sem panta far — og mæta svo ekki. — Óþol- andi framkoma. — Óstundvísi umboðsmanna skrifstofunnar. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Áuglýsingar: Emilía Möiler. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Landbúnaðar- sýnfngin ÞAÐ MUN SANNMÆLI, að landbúnaðarsýningin, sem .iauk í fyrrakvöld eftir að hafa staðið yfir í 18 daga, hafi sétt mestan svip á höfuðstað- inn undanfarna daga. Aðsókn in að sýningunni varð svo mi'kil, að hún fór langt fram úr öllum vonum forráðamann anna, en alls sóttu hana 60 300 manns, og er það lang mesta aðsókn að nokkurri sýningu, sem haldin hefur verið hér á iandi til þessa. Mikill mannfjöldi sótti sýn ingu þessa víðs vegar utan af landi, en þó mun meginhluti sýningargesta að sjálfsögðu hafa verið úr hópi höfuðstað- arbúa. Ýmsir munu hafa séð sýninguna oftar en einu sinni, en ekki er ólíklegt, að hartnær þriðjungur Iands- manna hafi séð hana, og má af því gleggst ráða, hversu vel hún hefur tekizt. * Landbúnaðarsýningin hafði verið ágætlega undirbúin, enda var lengi og vel unnið að því að koma henni upp. Hún sýndi í stórum dráttum þróun landbúnaðar á íslandi, en sér í lagi gaf hún skýra heiidarmynd af þessum öðr- um stærsta atvinnuvegi þjóð arinnar, eins og hann er í dag, og leiddi í Ijós, hversu framförunum á sviði hans hefur fleygt fram á þessari öld og þá einkum síðustu ára tugunum. Sýningin bar þess og vitni, að ný tímamót eru að verða í sögu íslenzks land búnaðar. Ný og stórvirk tæki eru um þessar mundir tekin í þjónustu hans, eins og ann arra atvinnuvega lands- manna, og þau munu áreiðan lega hafa mikla þýðingu fyr ir framtíð landbúnaðarins og þar með framtíð þjóðarinnar í heild, beinlínis og óbein- línis. Það ætti vissulega að gera mikið að því í framtíðinni að efna til sýninga hér á landi, sem séu hliðstæðar landbún- aðarsýningunni, en hún má raunverulega heita fyrsta sýningin, sem gefi heildar- mynd af íslenzkum atvinnu- vegi. Það átti vel við, að land búnaðurinn, hinn forni höf- uðatvinnuvegur þjóðarinnar, yrði fyrstur fyrir valinu, því að á sviði hans eru einmitt nú að verða athyglisverð þáttáskipti. Landbúnaðurinn á líka rík ítök í hugum fólks- FERÐASKRIFSTOFA RÍK- ISINS vinnur mikið þjónytja- starf. Hún er boðin og búin að hjálpa fólki, veita þeim upp- lýsingar og fyrirgreiðslu og skipuleggja fprðir þess. Ferða- skrifstofan hefur á þessu ein- dæma rosasumri efnt til fjöl- margra ferðalaga um nágrenni Reykjavíkur og til fjarlægari staða við allmikla þáttöku og bezta orðstír. Hefði þátttakan þó orðið margfalt meiri, ef veður hefðu ekki verið svo vá- lynd, eins og Hagalín segir, á þessu sumri. í SAMBANDI VIÐ þetta vil ég gera tvennt að umtalsefni. Það er ófært að Ferðaskrifstof- an taki á móti pöntunum á far- seðlum, án þess að þeir séu borgaðir um leið. Það munu hafa verið nokkur brögð að því, að skrifstofan hafi skrifað upp nöf-n manna, sem síðan hafa ekki tekið þátt í ferðalögun- um, en hún orðið að kaupa bif- reiðarnar og borga fargjöldin, eins og viðkomandi hefðu farið með. Það á að vera ófrávíkjan- leg regla, að allir, sem panta far, borgi við pöntun — og síð- an verði þeir að bera hallann, ef þeir fara ekki, af hvaða á- stæðu sem það er. FERÐASKRIFSTOFAN get- ur ekki tekið á sig gjald þeirra sem ekki mæta. Það er eðlilegt að bifreiðaeigendur vilji fá fulla greiðslu fyrir bifreiðar sín ar. Og það verður skrifstofan að tryggja þeim. Þeir, sem panta far og mæta svo ekki, eru að baka skrifstofunni mikið tjón, sem er alveg ástæðulaust fyrir hana að þola. Gistihús, að minnsta kosti sum, hafa tekið upp þann sið að heimta greiðslu fyrir vissan tíma, við pöntun. Gripu þau til þessa úrræðis vegna þess, að menn léku sér að því að pánta, og mættu svo ekki, ef nokkuð var að veðri. Ferðaskrifstofan verður að taka upp sama sið. ins, því að meginhluti þjóð- arinnar hefur haft af honum meiri eða minni kynni. Nú eru þessi viðhorf hins vegar óðum að breytast, þar eð borgarlífsins gætir æ meira eftir því, sem fram líða stund ir. En mest er um það vert, að af sýningu sem þessari má draga ótrúlega mikla lær- dóma og færa þjóðinni á ó- yggjandi hátt heim sanninn um, hvar hún er á vegi stödd í þessum efnum. * m Nú kemur röðin að öðr- um atvinnuvegum þjóðarinn ar, og þá fyrst og fremst að- alatvinnuvegi hennar í dag, sjávarútveginum. Þá væri og æskilegt, að áður en langt um liði yrðu haldnar hér á landi heildarsýningar af iðn EN FERÐASKRIFSTOFAN verður og að standa við sínar skuldbindingar í einu og öllu. Hún vinnur fyrir almertning. Þegar hún tilkynnir í útvarp- inu, að fyrir hennar atbeina verði látin sápa í Geysi á viss- um tíma, er hún ekki eingöngu að tilkynna þetta öðrum, sem- hafa hug á að fara austur til að sjá gos. En á það vill bresta að við þetta sé staðið. SKRIFSTOFAN hafði til- kynnt um síðustu helgi að kl, 13 á súnnudag yrði sápa sett í hverinn. Margar bifreiðar voru komnar austur klukkan 1. En engin sápa var sett í Geysi fyrr en klukkan 3. Ástæðan var sú að ferðafólk sem fór austur á vegum Ferðaskrifstofunnar tók upp á því, að fara fyrst að Gull forssi, og sú ferð tók svo lang- an tíma að ekki var komið að Geysi fyrr en um kl. 2,30. Og síðan dróst það í hálftíma að koma sápunni í Geysi. ÞETTA HAFÐI ÞAÐ í för með sér, að erlendir menn, sem þarna komu til þess eins að sjá gos til að skrifa um það, og segja frá því í erlendum útvarps stöðvum — og einnig til að taka grosdrunur upp á plötu, fóru án þess að sjá þau undur. Vel má vera að þeir hafi ekki misst af neinu, því að hafi orð- ið úr gosi, um það veit ég ekki, en óstundvísi umboðsmanns Ferðaskrifstofunnar var sú sama fyrir því. ÞAÐ ER MIKIL NAUÐSYN, að í öllum ferðum Ferðaskrif- stofunnar sé gætt hinar ítrustu reglusemi. Mér er líka kunn- uft um það, að forstjóri henn- ar ætlast til þess. Þessa er að- eins getið hér til varnaðar í framtíðinni. Veitingasölum Sjálfstæðishússins verður lok að til laugardagsins 19. þ. m. vegna hreingerninga og málun- aði okkar og verzlun, þróun þeirra mála frá upphafi' og viðhorfum þeirra í dag. Fleiri atvinnugreinar koma svo að sjálfsögðu einnig til athugunar í þessu sambandi. Landbúnaðarsýdingin hefur gefið fordæmi, sem er hollt til eftirbreytni', og þjóðin hef ur sýnt og sannað, að hún kann vel að meta starfsemi sem þessa og er óspör á fulltingi sitt. íslendingar hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera söguþjóð. Þelm er því ekki hvað sízt skylt að hyggja að sögu atvinnuvega sinna og halda henni á lofti. Það gera þeir kannski hvað bezt með sýningum sem þessum, er jafnframt hvetja til nýrra dáða. ar. milli kl. ■hinix ft m'enn, sxnar í leyfir. Aðgangseyrir sá áður, 2 kr. fyrir orðma og 1 kr. Nýtt, heitt slátur í dag. Tiamarlundur Hinar margeftirspurðu farangursgrindur á bif- reiðaþök eru nú komnar aftur. — Mjög tak- markaðar birgðir. Bífasmiðjan h.f. Skúlatún 4. . . Sími 1097. Renaulf bifreiðarnar. Fimmtudaginn 17. júlí verða afhentar bifreið arnar, sem bera afgreiðslunúmer 101—115, svo og þeir sendiferðabílar, sem enn eru óafhentir, þótt ekki beri þeir þessi afgreiðslunúmer. Af- hending fer fram kl. 1—4 e. h. þar sem bifreið- arnar standa á afgreiðslu Eimskip í Haga. Kaupendur verða að hafa með sér skrásetn- ingarnúmer bifreiðarinnar. Viðskiptamálaráðuneytið. Úfbreiðið ALÞÝÐUBLAÐfÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.