Alþýðublaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. júlí 1947. ALÞÝDUBLAÐ8D 7 •-------------- Bærinn í dag. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1616. Vegurinn yfir Kaldadal nú orðinn fær og betri en nokkru sinni fyrr -------4------ Hópferðir ferðaskrifstofunnar tii Reyk- hoits farnar um Kaldadal aðra Ieiðina. SAMKVÆMT upplýsingum frá vegamálastjóra, er vegurinn um Kaldadal nú fær orðinn, og betri en hann hefur nokkru sinni áður verið. Undanfarið hafa jarðýtur frá vegagerðinni unnið að lagfæringu vegarins og rutt hann á þeim stöðum, þar sem hann var verstur. Bandaríkin flyfja of mikið út (Frh. af 1. síðu.) óseldar vörubirgðir heima fyrir, að til kreppu og hruns myndi koma, ef þau gætu ekki flutt þær út. Harriman sagði, að þvert á móti mætti segja, að Banda rikin hefðu undanfarið flutt- meira út, en þau hefðu mátt gera. Nefndi hann þar til sér staklega útflutning á hveiti og kolum, sem hefði verið miklu meiri, en æskilegt hefði verið fyrir Bandaríkin. Pólitískar handtökur í Rúmeníu Framhald af 1. síðu. bandamenn í lok ófriðarins. En síðan stjórn Rúmeníu fór i að hneigjast í einræðisátt undir áhrifum Rússa og kommúnistískra handlang- ara þeirra, hefur Maniu ver- ið í stjórnarandstöðu og er nú látinn gjalda þess. SKIPADTGCRÐ RIKISINS bja Hraðfierð tái Akurteyrar þriðjudagiinn 22._ þ. m, Vöru- mottaka í daig og á morgun. Bantaðir farseðlar óskast scttir árdegis á faugarda'g. Sigm-geir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Skrifstöfutími 10-12 og 1-6. Aðalstræti 8. Sími 1043. Eins og áður hefur verið* getið gengst ferðaskrifstofan fyrir hópferðum á Snorrahá- tíðina í Reykholti og hefur verið ákveðið að bílarnir aki um Kaldadal aðra leiðina, en um Hvalfjörð hina, þannig að farinn verður hringurinn. Ferðir verða frá skrif- stofunni klukkan 3 á laugar- dag og verður staðnæmst meðal annars við Húsafell og Barnafossa, en ekið til Reyk holts um kvöldið og tjaldað þar. Á sunnudaginn verður svo dvalið í Reykholti á Snorrahátíðinni/og á skemmt un Borgfirðingáfélagsi'ns þar á eftir, en ekið af stað til Reykjavíkur klukkan 9 um kvöldið. Verður þá ekið nið- ur Borgarfjörð, fyrir fram- an Hafnarfjall og inn fyrir Hvalfjörð. Fjöldi fólks hefur þegar keypt farseðla fyrir þessa för, en ennþá er þó hægt að bæta nokkrum farþegum við. Verða þeir, sem hug hafa á að komast með ferðaskrifstof unni á Snorrahátíðina, að til kynna þátttöku sína fyrir klukkan 6 í kvöld. Juríasjúkdómar og meindýr. ,, JURT AS JÚKDÓMAR‘1 OG MEINDÝR“ heitir ný- útkomin bók eftir Geir Gígja skordýrafræðing og Ingólf Davíðsson magister gefin út af Atvinnudeild Háskólans. Er bókinni ætlað að veita fræðslu um jurta- sjúkdóma og meindýr og varnir gegn þeim. Frá fundi Ættfræði- félagsins ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hélt aðalfund sinn sunnudag inn 6. júlí s. 1. Var fundurinn vel sóttur og kom fram mikill áliugi meðal fundarmanna um störf og framtíð félags- ins. Rætt var um nauðsyn þess, að gefin yrðu út öll helztu heimildarrit, þau er snerta ís lenzka sögu og ættvísi. Meðal annars var á fund- inu samþykkt tillaga frá cand. mag. Birni Þorsteins- syni: „Aðalfundur ættfræðifé- lagsins skorar á öll félög, sem vinna að íslenzkum fræðum, að sameinast um það að koma útgáfu íslenzkra heimildar- rita á tryggari grundvöll en verið hefur til þessa.“ Stjórn félagsins var öll endurkosin, en hana skipa: formaður Guðni Jónsson, skólast j óri, var af ormaður: Jón Pétursson, fyrrv. pró- fastur, ritari Bragi Sveins- son, ættfræðingur, gjaldkeri: Þorvaldur Kolbeins, prent- ari, meðstjórnandi: Eiríkur Guðmundsson, verzlunarm. Félagið hefur nú með hönd um útgáfu á manntali frá ár inu 1816. Verður það allsstór bók, að líkindum ekki minna en 1000 blaðsíður í stóru broti. Er fyrsta hefti þess væntanlegt síðar á þessu sumri. Utbreiðið Alþýðublaðið. | - Skemmtanir dagsins -» | <2>O000<><j><><>000<><><><>0<><><>0<><><j>000^><>^<>><>5<>><fí><K><>>>^<><>>W^>>>>>^^ Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Hvað nú, Har- grave?“ — Robert Walker, Keenan Wynn, Jean Porter. •— Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Kjarnorkuógnir11 :— sýnd kl. 9. — „Samkvæm- íslíf“ — Abbot og Costello — sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBÍÓ: „Tvö ár í sigl- ingum“ — Alan Ladd, Brian Donlevy, Esther Fernandes — kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Á barmi glötun- ar“ — Mirjami Kousmanen, Edwin Laine —■ sýnd kl. 7 og 9. Skemmfisfaðir: SKEMMTISTAÐURINN Tivoli OpiS frá kl. 7 e. h. — 11,30. Sviffimleikasýning kl. 10— 11,30 síðd. DÝRASÝNINGIN í Örfirisey Opnað kl. 8 árd. Dansleikur kl. 10 síðd. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Hljóm- sveit kl. 9 — 11,30 síðd. HÓTEL BORG: Hljómsveit frá kl. 9—11,30 síðd. TJARNAR'CAFÉ: Hljóms. kl. 9—11,30 síðd. ÚfvarpiS: 19.30 Tónleikar: Lög leikin á bíó-orgel (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (stjórnandi: Albert Klahn): 20.45 Dagskrá Kvenréttindafé- lags íslands. — Erindi: Um amerísku skáldkon- una Mildred Walker (frú Rannveig Schmith). 21.10 Tónleikar: Tónverk eftir Debussy. 21.30 Frá útlöndum (Hendrik Ottósson). 21.50 Tónleikar: Söngdansal'. 22.00 Fréttir. 22.05 Kirkjutónlist (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Ættingjum og vinum tilkynnist, að jarðarför systur minnar, Jóhönnu IVS. Björnsdóttur frá Reynikeldum, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 18. þ. m. Hefst með húskveðju að Elliheimilinu Grund kl. 10,30. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Guðbjörg Björnsdóttir. Höfum við efni á því? (Frh. af 3. síðu.) síldveiði og annarra fiskveiða. Vafalaust gæti fiskrannsókn- arskip gert ýmsar tilraunir með ný veiðarfæri eða nýj- ar veiðiaðferðir og gæti því unnið mikið gagh ei'nnig á þessu sviði. Fiskirannsóknir eru svo nátengdar fiskveiðum og fiskveiðitilraunum, að eðli- legt og æskilegt er, að þær eru framkvæmdar í samráði við glögga fiski'menn og út- gerðarmenn, að þeir og fiski fræðingar ræði og athugi í sameiningu, hvern þátt rann sókna beri fyrst og fremst að framkvæma eða hverjar rann sóknir muni hafa mesta hag- nýta þýði'ngu. Ef til vill þykir þetta ekki sérlega vísindalegt, en á það má líta, að margra ára reynsla, sem glöggir fiski- menn hafa fengið og ýmsar athuganir, sem þeir hafa gert hljóta oft að geta verið nokk- ur stoð eða leiðarvísir fyrir vísindamennina. Það er eng- in tilviljun, sem veldur því, að sömu menn fiski meira en aðrir ár eftir ár. Það er þeirra athyglisgáfa og glöggskyggni á háttum þorsks og síldar, sem þar kemur fyrst og fremst til greina. Mætti ís- lenzkir fiskifræðingar og vel muna Bjarna Sæmundsson, en hann lét svo ummælt af sínu alkunna yfirlætisleysi, að í mestri þakkætisskuld standi hann við fiskimenn þessa lands fyrr og síðar „Þekking sú, oft dýrkeypt, sem þeir hafa aflað sér kyn- slóð eftir kynslóð er ásamt vísindalegum rannsóknum undi'rstaða íslenzkrar fiski- fræði“, segir doktor Bjarni. Það hlýtur að vera mikils- vert atriði, að andi Bjarna Sæmundssonar megi í fram- tíðinni sveirna yfir vötnun- um, þannig að gagnkvæmur skilningur írki og, að sam- vinna sé sem allra bezt á milli fiskimanna og fiskifræð inganna og að hvorugir van- meti hina. En eins og málum er nú komið, verðum við fyrst og fremst að gera okkur ljóst, að við höfum ekki efni á því að láta það dragast lengi úr þessu að eignast skip til fiski og hafrannsókna. (Tímaritið Ægir) GOTl ÚR ER GÓÐ EIGN GuSI. Gíslason (jrsmiður, Laugaveg 63, Skálar með loki úr eldföstu gleri á aðeins kr. 8,00 til 12,75. Mjög góðar til að geyma í matarleyfar, til að ba'ka í kökur, hita upp mat og nota í ís- skápa. K. Einarsson & Björnsson h.f. Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long. Hafnarfirði. Úlbreiðið Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.