Alþýðublaðið - 03.08.1947, Side 5

Alþýðublaðið - 03.08.1947, Side 5
 s tSliniuídagujg 3. í;ágfet'íH#. EFTffi TILRÆÐIÐ VIÐ HITLER 20. júlí 1944 lét Gestapó taka af lífi eða myrða fjölda manna. Meðal þeirra voru hinir tignustu Þjóðverjar, og einn af þeim var Ulrich von Hassel, sem var árin 1926—30 sendiherra þýzka lýðveídisins í Kaup- mannahöfn. Ulrich von Hassel var .af einni hinni elztu aðalsætt í Þýzkalandi og var giftur dóttur hins fræga stór-flota- foringja von Tirpitz. Særðist von Hassel hættulega í fyrri heimsstyrjöldinni og vann eítir það við utanríkismála- störf, enda var hann til þess menntaður. Frá 1932—1937 var hann sendiherra Þjóð- verja í Róm, en varð að láta af störfum, þegar hann lýsti yfir andstöðu sinni gegn and- kommúnistíska sáttmálanum 1937. Ulrich von Hassel ritaði nákvæma dagbók mestan hluta ævi sinnar. Og nú er út komin dönsk þýðing á dagbókum hans frá árun- um 1938—1944, örlaga- ríkustu árum Þýzkalands. Er þar sleþpt fáeinum endurtekningum og persónu- legum athugasemdum, en að öðru leyti er fullyrt, að dag- bækurnar séu prentaðar ó- breyttar. Við lestur þessara minnisgreina, er gagnrýna biturt nazismann, menn hans og starfsemi þeirra, verður manni á að spyrja sjálfan sig, hvort þetta muni vera áreið- anleg skjöl. En engum bland- ast hugur um, að svarið verð- ur játandi. Furðu gegnir, að von Hassel skyldi þora að láta skeika að sköpuðu og skrifa hjá sér- hvassa gagn- rýni og þar að auki mörg launmæli, er vörðuðu starf- semi gegn Hitlersstjórninni. Hefur honum mjög fundizt þjóðfélagsleg tignarstaða sín vera sér skjól og skjöldur, og má ráða það af því, að fremur seint fer hann að gera verulegar ráðstafanir til þess að fela minnisbækur sínar. Var og liðið langt á styrjöld- ina, er andúð valdhafanna á von Hassel tók að birtast í lögreglurannsóknum, njósn- um og því um lík-u. „Annað Þýzkaland“ kalla útgefendurnir dagbókarþætti þessa. Er nafnið ekki gott, en betra væri ,,Hið horfna Þýzkaland“. í minnisgrein- um Ulrich von Hassel er rödd frá því Þýzkalandi, er leið und.ir lok 1918, Þýzka- landi keisaratímabilsins. Ein- kennandi er það, að jafnvel 10. júlí 1944 skriíar hann um heimsókn á óðal Bis- marcks, ,,Friederichsruhe“: „Það er varla vert að segja frá því að allan tímann lá mér við gráíi, er ég minnt- ist hins eyðilagða ævistarfs hans. .... Það er ámælisvert að vér sjálfir í barnalegri gleði vorri yfir því, að loks- ins væri annar að koma, sem flytja mundi Þýzkaland út í Verkamaðurinn er ekki alveg viss um, að verkfallsflíki n hæfi hinum nýja búningi ábyrgs valdamanns, sem hann er orðinn í þjóðfélaginu. Auðsjáanlega er hann að hugs a um, hvort ekki væri réttara, að fasra úr gamla jakkanum. HÆFiR JAKKÍNN HiNUM NÝJU FÖTUM? DAVID LOW: Dagbækyr ölrichs mn Hasseh dagsljósið, höfum gert falska mynd af honum sem harð- stjóra í hermannastígvélum.11 I fullu samræmi við þetta er ótti von Hassels við að yfirstétt Þýzkalands úreltist á allan hátt. En með þeim takmörkunum, sem upplag og umhverfi skapaði honum, er hann heiðarlegur og mann lundaður maður. Það er mannleg og viðfeldin rödd, sern heyrist úr gröfinni. Hann er sannkristinn maður, sem leitast við að haga sér eins og kristnum manni sæm- ir. Þess vegna spyr hann sjálfan sig árið 1938, hvort hann ætti framvegis að þjóna jafn ósiðuðu valdi, en kemst að þeirri niðurstöðu, að hann hafi lakari skilyrði til að vinna gegn því,- dragi hann sig alveg í hlé. Og þannig heldur hann áfram við ýmis efnahagsleg störf, en tekur jafnframt þátt í lát- lausu starfi gegn Hitler. Eins og rauður þráður í öllum þessum minningar- greirium, allt frá 1938, eru ráðagerðir um samsaeri, er fjarlægja skuli Hitler. Við og við sýnist von Hassel tíminn vera kominn. Ráðgast var við ýmsa hershöfðingja og stundum voru þeir ekki fjarri því. Árið 1938, átti að láta til skarar .skríða, en þá sþilltu ferðir Chamberlains til Godesberg möguleikun- um. Hafizt skyldi liarida til MARGIR voru þeir föð urlandsvinir í Þýzkalandi, er ekki gáty feílí sig við ógnarstjórn Hitlers. Voru á sveimi ráðagerðir um að velta honum frá völdum, jafnvel meðal æðri starfs- manna þýzka ríkisins. Ýmsar ritaðar hehnildir eru til um þessi samsæri, en ævi flestra þeiirra manna, er að þeim stóðu,- la/ik á aftökusíaðnum. Þannig var með Uírich von Hassel, en dagbækur hans eru nýlega komnar ut á dönsku, og fer hér á eftir grein úr „Social- Demokraten“ efíir Ernst Christiansen um þær og höfund þeirra. dæmis 1940 fyrir árásina á Holland og Belgíu, en hers- höfðingjarnir hinkruðu við, og sigrarnir á vesturvígstöðv- unum breyttu gángi mál- anna. Allan tímann oru vonir von Hassels bundnar við hershöfðingjana, en hann verður fyrir vonbrigðum æ ofan í æ. Grarnur skrifar hann 1940: „Þessir hershöfðingjar, sem ætla að steypa stjórnum af stóli, bíða eftir skipunum þeirra til þess að hefjast handa.“ Cg síðar -skrifar hann: „Þelr eru alclir á nafn- bótum, riddarakrossum og heiðursgjöfum.“ Merkilegt er, að 6. apríl 1940 skrifar von Hassel: „Á- rásin á Danmörku og Noreg er vafalaust framundan." Er athyglisvert, að hann skyldi hafa fengið þessar upplýs- ingar, þótt hann væri þá ut- an við hina eiginlegu for- ingjaklíku, fyrst danska sendiráðið í Berlín vissi ekki meira en það, sem yfirlit hans ber með sér. En hins vegar minnist von Hassel ekkert á, að þessi smáríki hafi fengið aðvaranir. Má vera, að þetta stand í sam- bandi við annað einkenni í skaphöfn hans, og kemur það í ljós í minnisgrein í marz 1941, þegar Þýzkaland var á hátindi sigra sinna. „Mest áberandi verður hjá öllum heiðvirðum mönnum sá andlegi harmleikur, að geta hvorki óskað sigurs né ósigurs.“ Hann vonaði, að Hitler félli en Þýzkaland héldi velli. Einn þáttur í viðleitni hans var, að hann ásamt skoðana- bróður sínum, Ludwig Beck, stofnaði til leynilegra sam- skipta við kunna enska hópa. Skeði það oítar en einu sinni og er nú unnt að skilja, hvers vegna sá orðrómur gekk ann- að slagið á stríðsárunum, að friðarumleitanir stæðu fyrir dyrum. Síðar vill hann freista að ná sambandi við Rússa, en það kornst aldrei lengra. Og ekki varð neitt úr þessum samningaumleit- unum, því að tilgangur þeirra, að velta Hitler frá völdum og taka hann af, varð aldrei annað en óska- draumur. „Enginn þessara manna hefur gert sér Ijóst, að Hitler hefur heitstrengt að leggja Þýzkaland í rústir, mistakist honum áform sitt. En ekki fær hann hers- höfðingjana til að hefjast handa. Hann segir: „Við erum syndsamlegt samsafn úr hetjum og þræl- um.“ Og hann heldur áfram: „Maður gæti barið hina undirgeínu bershöfðingja vora. Ýmist hugsa þeir um undirforingja sína eða þá um sjálfa sig.“ í ágúst 1943 er hann að falla í stafi af undrun yfir aðgerða leysi hershöfðingjanna, en ekki hugsar hann sér þó að fara inn á nýjar brautir. Að- eins einu sinni snerta minnis- greinar hans verkamenn: „Hershöfðinginn Löser, greindur og réttsýnn maður, hefur sagt nýlega, að ráða- mennirnir, sjálfságt hinn þý- lundaði Krupp-Bchlen og hinn óheflaði. og eigmgjarni Zangen, færu báðir á bak við Hitler, vegna þess að þeir héldu, að þeir rnyndu njóta góðs af og vinna hylli verka- mannanna. Meðal þeirra og meðal kommúnista er sönn hekking á nauðsyn þjóðai'- innar mikið algengari. Vissu- lega er erfðleikum bundið að komast að raun um hugarfar verkamannanna vegna trufl- and; njósnarstarfsemi á báða bóga.“ Og áfram héit þróun roál- Framhald á 7. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.