Alþýðublaðið - 21.04.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 21.04.1920, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Grefið út af A.lþýðnflokkuum. 1920 Miðvikudaginn 21. apríl 88. tölubl. 3 o r gar stj ð rakosningin. Fjármálastjórn Knúts. Margir spyrja, hvers vegna Al- þýðuflokkurinn bjóði ekki fram borgarstjóraefni við næstu borgar- stjórakosningar, fyrsta sinai sem almenningi hér í bæ gefst kostur á að kjósa sér framkvæmdastjóra. Til þessa liggja ýmsar orsakir, og þá fyrst það, sem öllum er kunnugt, að flokkurinn er enn þá í minni hluta í bæjarstjórn. Það væri því vonlítið fyrir áhugasam- an jafnaðarmann, að koma í fram- kvæmd málefnam þeim, sem flokk- urinn berst fyrir. Og eilífur eldur yrði milíi hans og andstæðing- anna, að minsta kosti hinna æst- arí; þeirra, sem ekkert sjá, nema sinn hag og sinna fyrirtækja, hvað sem i húfi er fyrir bæjar- félagið í heild. Þetta eitt er nægi- leg ástæða, en þær eru fleiri. Síðustu kosningar hafa sýnt það, að enn þá hefir Alþýðu- flokkurinn ekki nægilegt fylgi, sem varla er von, til þess að hafa einskoraðan meiri hluta, hvað þá meira. En við þessar kosning- ar þarf svo að vera, eins og menn vita. Sumir vilja nú kannske halda: því fram, að flokkurinn hefði undir öllum kríngumstæðum átt að bjóða fram mann. En betri er hálfur skaði en allur. Svo að segja hver sem er væri betri í borgarstjórastöðuna, en núverandi borgarstjóri, íhaldsmaðurinn og stórgróðamaðurinn Kn. Zimsen, sem auk ails annars hefir farist öll fjármálastjórn bæjarins hrapal- lega úr hendi, sem sjá má meðal annars af síðustu niðurjöfnunar- i skrá. Það má sannarlega kenna borgarstjóra, fyrst og fremst um það, hve mikið þarf að leggja á bæjarbúa í heild, og í öðru lagi má kenna honum um það dæma- lausa handahóf, sem er á niður- jöfnuninni. Hann hefir algerlega trassað að kippa þessu í lag, að svo miklu leyti sem það er hægt. Ekki gert minstu tilraun til þess Hann hefir víst haft »þarfari< störfum að gegna fyrir sjálfan sig, blessaður guðsmaðurinn Er í sjálfu sér ekkert út á það að setja, því hver hefir ekki leyfi til að þjóna sáiarþörfum sínum? Hann er nú einu sinni þannig innrættur, að hann getur ekki öðruvísi hugsað, en sem svo: »Eg fyrst og mínir menn; bærinn getur komið á eftirl Eiga alþýðumenn að kjósa þann mann í borgarstjórastöðuna, sem allra manna mest spillir fyrir mál- efnum þeirra í bæjarstjórn? Eiga alþýðumenn að kjósa mann, sem lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að »spekú!era« fyrir sjálfan sig? Eiga alþýðumenn að kjósa þann mann, sem gerir axarsköft, sem bærinn verður að blæða fyrir? Og eiga borgarar bæjarins yfir- leitt að kjósa þann mann, sem í sex ár er búinn að sýna það, að hann er á engan hátt fær um að fara með fjármál bæjarins? Kaup- mannahafnarbær hefir stóran tekju- afgang síðastliðið ár, en Reykja- víkurbær sekkur altaf dýpra og dýpra ofan í skuldaforæðið. Þetta má kenna ónýtri tjármálastjórn Kn. Zimsen. Enginn borgari, sem vill gera tilraun til þess að bjarga bænum frá gjaldþroti, kýs þann mann, sem svo fer að ráði sínu. Hann kýs hvern sem er annan. í þetta sinn ber svo vel í veiði, að viðurkendur stjórnmála- maður, sem verið hefir tjármála- ráðherra landsins og sýslumaður bæði hér og annafsstaðar, gefur kost á sér við borgarstjórakosn* ingarnar. Hér skal að þessu sinni ekki dæmt nm það, hversu miklú betri skilyrði hann hefir til þess að vinna bænum gagn, en núver- andi borgarstjóri. Aðeins skaí þess getið, sem miklu máli skiftir, að hann er ekki bundinn neinum klíkubönd- um í bæjarstjórn, en er samvinnu- þýður í alla staði. Og eitt er vfst, hann vill bænum alt hið bezta. Og sfðast, en ekki sízt, hann er enginn »spekúlant<. Hefir enga dilka, sem ganga undir honum. Enga .kálfa, sem þarf að mjólka bæjarsjóð ofan í. Kvásir. Bolsivíkar Og • heimsbyltingin. „Rússnesku Bolsivíkarnir hljóta, samkvæmt kenningum sínum, að reyna af öilum mætti að styðja að og koma á „ Kommunistabylt- ingu* um allan heim. Þeir geta hvorki né vilja annað." Þetta skrifar hinn kunni þýzki stjórn- málarithöfundur, Hans Vorst, í grein um afstöðu Bolsivíka tii annara þjóða. Menn muna máske, að fyrir nokkru kom símfregn sem sagði, að Sovjet-stjórnin í Moskva hefði Iýst yfir, að hún væri hætt að „agitera“ fyrir heimsbyltingunni, en það starf hefði Zinovieff, for- seti Sovjettsins f Petrograd, tekið að sér. Nú raun mega búast við að viðskifti hefjist bráðlega aftur milli Vestur-Evrópu og Rússlands, en þar fyrir munu Bolsivíkar engu síður vinna að heimsbylt- ingunni eftir en áður. Eftir að Litvinoff byrjaði samn- ingana við • Bandamenn í Kaup- mannahöfn, lýsti Joffe því yfir f Petrograd-sovjetti, að friðurinn við Eistur hefði meðal annars verið saminn til þess að opna Bolsivfk* um Ieið til Vesturlanda, til að breiða út kenningar sínar. Eitt, sem einnig virðist benda til þessa, er það, að Bolsivíkar neituðu að taka á móti rannsókh- arnefnd, sem Bandamenn vildu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.