Alþýðublaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfúr: Suðvestanátt með althvöss um éljum eða skúrum. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda. XXVII. árg. Sunnudagur 12. okt. 1947 240. tbl. Umtalsefnið: Útvarpsumræður frá al- þingi á þriðjudagskvöldið. Forustugrein: Fíflslegur málfiutningur. Amerísk ílotaheimsókn í Istanhul Amerísk flotad'eild heimsótti nýlega Tyrkland og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Hún var tekin -um borð í ameríska flugvélamcðurskippinu „Leyte“ þegar það mætti tyrk- neska beitiskipinu „Yavis“ á Bosporus, úti fyrir Istanbul. „Yavis“ er gamalt þýzkt berskiþ' en nú er það fkggskip tyrkneska flotans. Dönsku konungshjón in hðía heimsóít Noreg og Svíþjóð Verða við brúðkaup ESizabetar prirs- sessu. Frá fréttaritara Alþýðubl. KHÖFN í gær. DÖNSKU KONUNGS- HJÓNIN hehnsóttu Stokk- hólm á fimmtudagmn og var fagnaðþar af miklum mann- fjölda. Borgin var skreytt dönskum og sænskum fánum. í síðustu viku fóru konungs hjónin til Noregs og dvöldu þar tvo daga. Fengu þau einn- ig þar hinar hjartanlegtustu móttökur. Tilkynnt Ihefur verið að konungshjónin fari til Bret- lands í nóvember til þess að vera viðstödd brúðkaup Eliza- betar prinsessu log Philip Mountbattens. IHJULER. ■ En iáSa ekketl uppi um þai enn, hver fara eigi me§ sfjórn í landinu meðan skipiingin íer fram --------«-------- BANÐARÍKJASTJÓRN hefur nú í höfuðatriðum fallizt á tillögur meirihluta Palestínunefndar hinna sameinuðu þjóða um að Palestínu sk’uli skipt í tvö sjálfstæð ríki. Skýrði Herschel Johnson frá þessu á fundi Palestínunefndar allsherjarþingsins í New York í gær, en þess hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu, að Bandaríkjastjórn Herschel Johnson boðaði, að Bandaríkjastjórn myndi gera nokkrar minniháttar breytingartillögur við tillög- ur Palestínunefndarinnar, og taldi hann, að sérstaklega yrði að stefna að því, að láta fólkið í Palestínu sjálft hafa veg og vanda af skiptingu iandsins. Það. vakti athygli, að Hers- chel Johnson minntist í ræðu sinni ekkert á það, hver fara ætti með stjórn í Palestínu meðan á skiptingu landsins stendur og þar til henni er að fullu lokið. En líklegt þykir, að annað hvort verði Bret- J um falið að fara með stjórn I þar þangað til, eða að alþjóða tæki afstöðu í þessu máli. lögregla verði látin taka við af þeim þar itil skiptingunni er lokið og Arabar og Gyð- ingar hafa tekið við stjórn hverjir í sínu ríki. JÚLÍANA PRINSESSA tekur við ríkissitjóraembætti á Hollandi á þriðjudaginn, en þá tekur Wilhelmína drottn- ing, móðir hennar, sér frí frá stj órnarstörfum sökum las- leika. í tilkynningu um þetta í Haag í gær var sagt, að þess væri vænzt, að Wilhelmína drottning gæti tekið við stjórnarstörfum á ný 1. des- ember. Skip og flugvél leiía að sænsku flulningaskipi á Selvogsbanka ------------------«------- Sklpið var með alvarlegan leka, en komst sjálft til ÞoHákshafnar. ----------------«------- UM klukkan 12.30 í gær sendi sænska flutningaskipið „Trinity“ út neyðarmerki og kvaðst vera að sökkva. Gaf skipið stöðu sína, 43,24 og 22,00, sem er á Selvogsbanka, og sagði loftskeytamaður þess, að það mundi haldast á floti til klukkan þrjú. Loftskeytastöðin í Reykja vík og Slysavarnafélagið brugðu þegar við, og var tog arinn Gylfi beðinn að fara á staðinn. Gvlfi var þá um 25 mílur austur af þessar stöðu. Þegar hann kom á staðinn, fann hann ekkert. Gerði hann aðvart til Reykjavíkur, og var þá send björgunar-. flugvél frá Keflavík, og leit- aði hún alllengi, meðal ann- . ars með radartækjum, en varð einskis vör. Allan þennan tíma hafði ekkert heyrzt frá Svíunum og voru menn farnir að ótt- ast um þá. En þá bárust þær fregnir frá Þorlákshöfn, að ,,Trinity“ hefði siglt þar inn og lægi þar fyrir akkerum. Skipsmenn voru að vísu þreyttir eftir mikinn austur, en leið annars vel. ,,Trinity“ er 340 smálesta skip, gamalt og er frá Málm ey. Var það á leið til Svíþjóð ar með síld, sem það hafði tekið fyrir norðan og hér syðra Skipsmenn eru 7, en skipstjórinn heitir Aström. Brezkt skip bilað úfi fyrir Skaga UM klukkan 7 í gærkvöldi,. þegar leitin að „Trinity“ stóð sem hæst, barst loftskeyta- stöðinni kall frá brezku flutn ingaskipi, sem kvaðst vera með bilað stýri, 8 mílur út af Skaga, skammt frá bauju, sem skipsmenn ekki þekktu. Loftskeytastöðin kallaði þegar til skipa, og reyndi fyrst Fjallfoss og síðan Gylfa, sem bæði voru of langt frá. Var þá kallað á Drangey og Hvalfell, togara, sem voru á útleið frá Reykja vík. Kom Drangey fyrst á staðinn, og mun hafa tekizt að koma kaðli frá enska skip inu yfir í togarann. Ætlunin mun hafa verið að draga skipið til hafnar. Úfvarpsumræðurn- ar á afþingi verða á þriðjudagskvöid ÚTVARPSUMRÆÐ- URNAR á alþingi um fyr- irspurn Einars Olgeirsson ar varðandi þátttöku ríkis- stjórnarinnar í Parísarráð stefnunni fara ekki fram annað kvöld, eins og upp- haílega var ákveðið, held- ur á þriðjudagskvöldið, og hefjast kl. 20,30. Útvarpað verður aðeins einni ræðuu.mferð. Miklar endurbætur gerðar á Melgerðis fiugvellinum UM ÞESSAR MUNDIR er verið að hefja allmiklar end- urbætui- á flugvellinum á Melgerðismelum við Akur- eyri, og hefur verið varið 30 þúsund ’krónum til viðgerð- anna. Dagur á Akureyri skýrir frá því, að Melgei'ðisvöllurinn ha-fi fram að þessu verið í hinn versta ásigkomulagi og hafi verið orðinn nær ónothæfur vegna ónógs viðhalds, og að engar endurbætur hafi verið gerðar á vellinum lundanfarin ár. ' En eftir að hinni nýju skip- an var bomið á flugmálin hafi hinn nýi flugvallastjóri, Agn- ar Kofoed-Hansen, hafizt ttianda um að láta gera við Melgerðisflugvöllinn, og hafi verið unnið að endurbótum á flugvellinum að undanförnu. Dakoíaflugvél Flugfélags íslands lagði af stað héðan til Noregs í gærmorg un með strandmennina af norska skipinu „Bro“, er strand aði fyrir Mýrum á dögunum. Flugvélin lenti á Sóla kl. 16 í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.