Alþýðublaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 8
* ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- !■ , ' * 1 ,~r ■ • ~.l 1 ■ A LfeÝÐii BL AB1® vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í linga til að bera blaðið þessi hverfi: þessi hverfi: Njálsgötu Túngötu Mela Barónsstíg. J Kleppsholt Hringbraut. Talið við afgr. Sími 4900. Sunnudagur 12. okt. 1947 Talið við afgr. Sími 4900. Gafst upp á súndinu Þetta er danska sundkonan Eina Andersen, sem reyndi tvisvar á dögunum að synda yfir Ermarsund, rmlli Dover og Calais, en gafst upp í bæði skiptin. Skemmfanabann úfiendinoa nær ekki fii viðurkenndra -----„.------ Fjarstæða, eð.baonið eigi nokkuð skylt við kynþáttaofsóknir, segir ráðherra. ------------------------- „ÞAÐ NÆR EKKI NEINNI ÁTT, að bannið við skemmtileyfum fyrir erlenda trúði og aðra slíka skemmti- menn eigi neitt skylt við, kynþáttaofsóknir eða að því sé beint gegn blökkumannahljómsveitnni; sem hingað átti að koma,“ sagði dómsmálaráðherra við blaðið í gær. Ráðu- neyti hans hefur nú gefíð út tilkynningu um mál þetta, og segir í henni, að fyrirmæli þessi taki ekki til viður— kenndra listamanna, sem ætla má, að verulegur menning- arauki stafi af.<! Nftð mjólkurbú fekur ti! sSarfa á Húsavík Getor unni'ð úr 12- 15 000 I.ádag. Frá fréttaritara vorum. HÚSAVÍK í gær. NÝTT MJÓLKURBÚ, eign Kaupfélags Þingeyinga, tók hér til starfa í gær, og getur það unnið úr allt að 12—15000 lítrum á dag. Verða þarna framleiddir ostar og skyr, auk xess sem séð verður fyrir mjólk til handa Húsavík og íiágrenni. Vélar í þessu nýja mjólkur- búi eru frá Siikeborg í Dan- mörku, og unnu verkfræðing- ar frá verksmiðjunum ytra að uppsetningu vélanna. JÖtunn h.f. í Reykjavík lagði vatn og gufuleiðslur. Byrjað var á byggingunni í maímánuði, og var Kristinn Bjarnason yfir- smiður við hana. Ekki er búizt við, að nánd- ar nærri nóg mjólk verði til í Þingeyjarsýslum til að sjá mjólkurbúinu fyrir ■ allri þeirri mjólk, sem það gæti unnið úr, svo að hér er um að ræða framtíðanfyrirtæki. For- stjóri hins nýja mjólkurbús er Haraldur Gíslason, sem áður var við Mjólkurbú Flóa- manna. S. Árm. Tveir menn jáfa á sig mörg innbrof FYRIR nokkrum dögum handtók lögreglan tvo menn grunaða um innbrotsþjófnaði og hafa þeir nú þegar játað á sig átta innbrot. Meðal þeirra er innbrotið hjá Al- menna byggingarfélaginu, tvö innbrot í skemmur sölu- nefndar setuliðseigna og fleira. Mál þeirra er enn þá í rann sókn og er yfirheyrslum enn ekki lokið. Norðmenn hafa self r alla Islandssíldina . ---o---- Sfðustu 30 000 tunn urnar seldar Rúss um............. Frá fréttaritara Alþýðubl. KHÖFN í gær. NOBEGUR hefur samið um söíu á 30 000 tunnum íslands- síldar til Rússlands. Verðið er hið sama og síðastliðið ár, og eru fiskimennirnir ánægðir með söluna. Hafa Norðmerm nú selt alla Islandssíld sína í ár. HJULER. Tilkynningin er sem hér segir: „Vegna takmarkana þeirra, sem orðið hefur að gera á innflutningi nauðsynja til landsins, hefur dómsmála- ráðuneytið nýlega gefið lög- reglustjóranum í Reykjavík svofeld fyrirmæli: ,,Hér með er fyrir yður lagt, herra lögreglustjóri, að veita ekki skemmtanaleyfi fyrir erlenda trúði og aðra slíka skemmtikrafta, nema að fengnu samþykki ráðu- neytisins í hverju einstöku tilfelli“. í samræmi við þetta hefur ráðuneytið ákveðið, þar sem því verður við komið, að neita um vegabréfsáritun til manna, sem ekki mundu fá skemmtanaleyfi samkvæmt framanrituðu. Hins vegar hefur ekki þótt fært að' banna mönnum, sem þegar eru mönnum, sem voru komnir til landsins áður en bann þetta var gefíð og ,nú eru1 staddir úti á landi, að halda þar skemmtanir, enda höfðu þeir þegar haldið skemmtan ir í Reykjavík, en sjálfsagt er að hafa um þetta samræmi um land allt. Svo sem sjá má af bréf- inu til lögreglustjóra taka fyrirmæli þessi ekki til við- urkenndra listamanna, sem ætla má, að verulegur menn ingarauki stafi af. En hins vegar er ekki unnt að taka tiRit til þess, þó að hinir erlendu menn eigi í orði kveðnu ekki að fá neinar greiðslur í erlendum gjald- eyri, þar sem vitað er, að fá- ir þeirra rnunu hingað koma í góðgerðaskyni, enda um suma upplýst, að þeim er greitt í jafnvirði erlends gjaldeyris11. GANGLERI, itímarit Guð- spekfélagsins, 2. hefti 21. ár., er komið út. Flytur tímaritið að þessu sinni, sem endra nær, gagnmerkar greinar um vandamál mannlegs lífs. Þeir, sem rita m. a. í þetta hefti tímaritsins, eru: Gretar Fells, ritstjóri þess, en hann á þarna fimm greinar hvor annarri læsilegri, Jón Árna- son, Víglundur Möller og Þorlákur Ófeigsson. Verða skóvinnustoíur að hæíta störfum vegna leðurskorts ? -----------------$-------- Mjög Iftið af leðri hefor flutzt til Sands- ins á þesso árh —:-----o-------- FLESTAR SKÓVINNUSTOFUR LANDSINS eru að þrotum komnar með sólaleður, og leðurinnflytjendur eiga ekki til skóbótarstærð af sólaieðrý svo að allt útlit er fyrir, að skóvinnustofum verði að loka á næstunni, ef ekkert ræt ist úr með útvegun sólaleðurs mjög bráölega. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk í gær hjá Þórarni Magnússyni, for manni Skósmiðafél. Reykja- víkur, hefur verið lítill inn- flutningur á sólaleðri á þessu ári, og þegar skóskömmtunin skall á, var ekkert til af leðri í leðurverzlunum. Flestar skó vinnustofur, bæði hér og úti á landi, áttu þá mjög litlar birgðir af sólaleðri og er það litla sem til var, nú orðið upp urið hjá allflestum, svo að skóvinnustofur verða nú að hætta að taka á móti skóm í sólningu, ef ekki rætist úr með innflutninginn á sóla- leðrinu alveg á næstunni. Þórarinn Magnússon lét þess þó getið í þessu sam- bandi að leðurvöruverzlun Magnúsar Bryjólfssonar hefði fengið innflutningsleyfi fyrir leðri, en aftur á móti hefði verið synjað um gjald- eyrisleyfið, þó stæðu vonir til, að úr þessu kynni að ræ-t ast á næstunni, og væri það sú von, sem nú væri byggt á. Hins vegar sagði hann, að hinir tveir aðal leðurinnflytj endurnir hér í bænum, Magn ús Víglundsson og Leður- vörudeild Björns Kristjáns sonar, hefðu enn engin inn- flutningsleyfi fengið fyrir leðri. Sagði Þórarinn, að vegna skóskömmtunarinnar væri nú þörf mun meiri innflutn- ings á sólaleðri en áður, og gat í því sambandi að sóln- ingar hefðu aukist um 14 til W síðan að skóskömmtunin. gekk í gildi. Júgóslavía slítur stjórnmálasam- bandi við Chile ÞAÐ var tilkynnt í Belgrad í gær, að Júgóslavía hefði sliíið stjórmnálasambandi við Chile, ,— og er það svar iúgó- slavnesku stjórnarinnar við þeirri ákvörðun stjómarmnar í Chile, að vísa tveimur starfsmönnmn júgóslavnesku sendisveitarmnar þar úr landi. Segir í tilkynningUinni, sem gefin var út í Belgrad í gær, að þær sakir, sem bornar eru á Eendisveitarstarfsmennina, séu rógur einn. Hekla flýgur með fullfermi frá Kaupmannahöfn fil New York ----------------«,----- SKYMASTERFLUGVÉLIN HEKLA kom hingað kl. 2,45 í fyrrinótt og hélt áfram til New York kl. 7,00, og var hún fullfermd af farþegum, sepi allir fóru alla leiðina frá Höfn til New York. Farþegar þessir munu flestir hafa ætlað með flugvélum AOA; en komust ekki vegna verk- fallsins, og greiða þeir allir farmiða sína í erlendum gjald- eyri. Engir farþegar voru til Reykjavíkur eða frá Englandi vestur. Þegar Hekla kom hingað | til Reykjavíkur í fyrrinótt, var farþegum ekið á Tjarn- arlund og þar veitt máltíð meðan þeir stóðu við. Fiug menn í ferð þessari eru þeir Alfreð Elíasson og Snorri Karlsson. Eréttaritari blaðsins í Kaupmannahöfn símar, að flug Heklu hafi vakið nokkra athygli í Danmörku. Hann segir og frá því, er Hekla hafi komið til Kastrup í þessari síðustu ferð, hafi einn af hjólbörð um vélarinnar sprungið, og hafi hún tafizt nokkuð, meðan gert var við það. Lendingin hafði verið erf- ið, þar sem blæjalogn var og þoka lá yfir flugvellinum. Segir fréttaritarinn að lend- ingi'n hafi þrátt fyrir þetta tekizt mjög vel hjá flugmönn unum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.