Alþýðublaðið - 15.10.1947, Page 5
Miðvikudagur 15. okt. 1947
ALI>miéLAlllÐ
GREIN sú, sem hér biríist, er skrifuð fyrir Al-
þýðubíaðið. Hún er eftir þekktan austurrískan jafn-
aðarmann; en af skilianiegum ástæðum geíur hann
ekki látið nafns síns getið.
AUSTURRÍKI var frelsað,
en er ekki frjálst. Meira en
tvö og hálft ár eru liðm og
enn eru hermenn stórveld-
anna fjögurra alls staðar í
landinu. Af þessu ástandi |
leið'r, að Austurríki er í
þeim varí öfundsverðu kring
umstæðum, að hafa sex
stjórnir: hernámsstjórnir
Bandaríkjanna, Sovéíríkj-
anna. Stóra-Bretlands og
Frakklands, sameiginlega
herstjórn bandamanna og að
lokum austurrísku ríkis-
stjórnina. Fimm stjórnum er
það of mikið í þessu litla
landi; sem hefur aðeins tæp-
ar sjö milljónr íbúa.
Enn þá er neyðin mikil.
Meðal neyzla manna er, þeg
ar bezt lætur, 1600 hitaein-
ingar á dag, sem er 1000 hita
einingum minna en atvinnu
laus maður gat fengið á mat
gjafarstofum á kreppuárun-
um. Skortur er á öllu, jafn-
vel fötum og skófatnaði. Öll
um hrýs hugur við að minn-
ast hinna hræðilegu kulda
liðins vetrar, og austurríska
þjóðin bíður komandi vetr-
ar með miklum kviða. Við
neyðina bætist vonleysis-
kenndin. Stórveldin komast
ekki að neinu samkomulagi;
ekki í stórmálunum og ekki
varðandi þetta litla land,
sem verður fórnarlamb ósam
komulagsins. Ef einhverjir í
ráði bandamanna segja já,
þá má ganga að því vísu að
hinir segja nei. Á þessum
litla skika í miðri Evrópu
mætast fjórar stærstu menn
ingarþjóðir heims. Væri ör-
væntingin ekki ráðandi,
gætu Austurríkismenn stund
að merkilegar menningar-
írannsóknir, en eins og nú
standa sakir, bíða þeir með
óþreyju þess dags, er 'full-
trúar menningarþjóðanna
fjögurra hverfa á braut.
Englendingar eru beztir.
Tekið er eftir að þeir eru
vanir að dvelja meðal ó-
kunnra þjóða, og ekki sjást
þeir mikið á ferli. Fremji
einhver liðsforingi eitthvert
óhæfuverk eða fari skrif-
finnska hernaðaryfirvald-
anna út í alitof miklar öfgar,
er þrátt fyrir allt hægt enn
þá að snúa sér beint til verka
mannastjórnarinnar í Lond-
on; en þar eru menn, sem
hafa samúð með Austurríki
og verkalýðshreyfingu þess.
Bandaríkjamenn gera
margt fyrir Austurríki. Það
verður að viðurkenna, og
framar öllu greiða þeir her-
námskostnaðinn sjálfir. En
illa gengur Austurríkismönn
um þrátt fyrir það að skilja
hugsunarhátt bandarisku
hermannanna. Kynlegt er,
að. bandarísku negrahermenn
irnir njóta samúðar vegna
hlédrægni sinnar og stilli-
legrar framkomu. Frakkar
þurfa ekki að gleðjast yfir
neinni sérstakri samúð og
til eru háðfuglar, sem halda
því fram, að margoft líti svo
út sem þeir ætlí að vinna
stríðið eftir á í Austurríki.
Þá eru Rússar eftir. Það er
engum efa bundið, að rússn-
eski herinn^ sem óð inn í
Austurríki, gerði sig sekan
um grimmar árásir á þjóð-
ina. Voru það hiryllilegir
mánuðir, þegar gripdeildir,
nauðungarflutningur og rán
á almannafæri voru aðeins
daglegt brauð. Ef til vill
vora þetta afleiðingar stríðs-
ins, en vinsælir eru Rússar
ekki af þessum orsökum. En
rétt er að geta þess, að nú
fer þetta batnandi. Rússn-
esku hermennirnir eru nú
færri og aginn meiri. Venju-
legur rúsneskur hermaður
er góðlyndur en tortrygginn.
Rússneska umboðsstjórnin,
sem ekki hefur mikið at-
hafnafrelsi, hefur allt annað
en vinveitta stefnu gagn-
vart Austurríki. Hún er
skilningssljó og tekur einatt
tillit til eigin hagsmuna.
Rússar láta rífa niður eða
gera upptækar austurískar
verksmiðjur með þeim for-
sendum, að þær séu þýzkar
eignr.r. Og jafnvel þær verk-
smiðjur, sem frá upphafi
hafa verið í eigu Austurrík-
ismanna, hljcta sömu ör-.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
he'ldur fund í Tiarnarcafé í kvöld kdukkan 8,30.
Fundarefni:
Vetr arstarf semi-n.
Kvikmynd frá. Snorrahátíðinni og
fyrsta degi Heklugossins.
Dans.
Allar húsmæður velkomnar meðan húsrúm leyfir
Stjórnin.
lög. Ekki levfa Rússar, að
verksm,ðjur. sem þeir vilja
leggia undir sig, séu þjóð-
nýttar, og af þeim sökum
hófst í sannleika sagt kyn-
legt ástand. Hin kapitalist-
íska Ameríka leggur engan
stein í gctu þess, að þuriga-
iðnaðurinn sé þjóðnýttur,
en Rússland sósíaLsmans ger
ir slíka þróun óframkvæm-
arilega. Hin kaþitaLstíska
Ameríka virðir lýðræðisleg i
réttndi og frels.i þjóðarinn-!
a.r, en Scvétríkin Iáta sig:
henda að draga Austurríkis-1
menn fvrir herrétt vegna
* I
hvaða ástæðna, sem vera1
skal, kveða upp dóm eða
reka manninn úr landi. í
rússneskum verksmiðjufn í
Austurríki er ,,skemmdar-
verkavörður“, sem er skip-
aður dyggum kommún-
istum. Furðar þá nokkurn,
þótt austurríkir verkamenn
séu fráhverfir kommúnist-
um? Kommúnistar vilja fá
nýjar kosningar, þótt þeir
viti vel, að ekki mundi fylgi
þeirra aukast, en það var 5 %
atkvæða. En þeir vilja fá nýj
ar kosningar meðan Rússar
hersitja landið. Jafnaðar-
rnenn, sem hlutu 45% allra
atkvæða og geta eftir því,
sem bezt verður séð; aukið
fylgi sitt töluvert, eru hins
vegar andvígri nýjum kosn-
ingum. Meiri hluti iðnaðar-
jns í Austurríki er á rússn-
eska hernámssvæðínu, og
þar er einnig þungamiðja
verkalýðshreyfingarinnar.
Frelsi er allmikið tak-
markað á þessu hernám^j
svæðl og engar undantekn-
ingar þarf að telja það, að
einkum starfandi jafnaðar-
mönnum sé vísað úr landi-
eða þeim hegnt. Nýlega lýstu
jafnaðarmenn yfir því, að
þeir vildu fresta nýjum kosn
ingum þar til er erlendu her
irnir væru horfnir úr landi
og Austurríki væri algerlega
frjálst. Þeir kæra sig ekki
um kosningar undir byssu-
stíngjum. Hins vegar má
gera ráð fyrir, að hernáms-
veldin rými ekki landið fyrr
en búið er að undirrita
friðarsamninginn. Var hann
ekki tilbúin í vor og mun
heldur ekki liggja fyrir til
undirskriftar í haust. Nær
það verður veit enginn. Jafn
aðarmenn eru því komnir í
úlfakreppu. Þeir vilja ekki
nýjar kosningar til þess að
stofna ekki þúsundum ákveð
inna jafnaðarmanna á her-
námsvæðl Rússa í hættu. En
nýj.ar kosningar myndu hafa
í för með sér;. að núverándi
stjórnmálaástand varir á-
fram, en þjóðflokkurinn,
borgaraflokkurinn í landinu,
hefur undirtökin í stjórnar-
samvinnunni. Flokkur þessi,
sem hlaut 50% atkvæða, hef
ur nú tapað áliti og áreið-
anlega glatað mörgum fylgis
Tveir forustumenn Austurríkis
Br. Karl Renner,
hinn gamli þekkti jafnað-
armaður, sem nú er forseti
Austurríkis.
mönnum sínum. Væntan’.egt
flokksþing jafnaðannar.na
hlýtur að ræða möguieika á
að finna lausn þessa vanda.
Hernámið og heyðrí i
landinu er annars ekki ein-
ustu vandamálin sem hið
nýja Austurríki verður að
leysa. í landinu eru 500 þús-
und flóttamenn^ fasistar
frá ýmsum löndum í
Suðaustur Evrópu, ýmsir
þýzkir þjóðernisminnihlutar,
tugþúsundir Gyðinga frá
Póllandi og Rúméníu; sem
flúið hafa þangað af ótta
við ofsóknir. Þar við bætast
ræningjar, þjófar og morð-
ingjar af öllu meginlandinu,
og um nætur er ráðizt á frið
sama menn — verkamann,
sem fer á næturvakt, eim-
lestarþjón, sem kemur heim
frá-vinnu; og á daginn þora
einmana bóndakonur ekki
að opna dyrnar. Þetta eru
hversdagslegir viðburðir í
sumum hlutum landsins. Og
austurríska lögreglan fær
ekki að láta þetta til sín
taka. Jafnvel þótt vitað sé,
að slátrað er í laumi í ákveð
inni birgðastöð fyrir flótta-
fólk, og að þar er kjöt svo
skiptir tugum tonna, eðá þó
að vitað sé, að þessi birgða-
Leopold Figl,
forustumaður kristilega
lýðræðisflokksins, nú for-
sætisráðherra Austurríkis.
stöð er brennidepill svarta-
markaðarins og að þar er,
allt — hjólbarðar frá U.N.R.
R.A.; dollarar, vopn — má
lögreglan ekki líta þar inn,
því að ,,flóttamenn“ eru und
ir vernd bandamanna.
Skráðir eru um það bil
400 000 Austurríkismenn,
sem verið hafa á einhvern
hátt bendlaðir við nazista-
flokkinn, og satt er það; að
margir voru nazistar í Aust-
urríki. Fulllangt er bó geng-
ið í þessari skrá, en enda
þótt það sé rétt, að þar voru
nazisíar fjölmennir, er ekki
hægt að sniðganga það, að
þúsundir Austurríkismanna
voru sviptir mannréttindum
er þeir tóku þátt í aridstöðu-
hreyfingunni og tugþúsundir
lentu í fangabúðum. Hver
verksmiðja og hvert prestset
ur var lítil miðstöð andstöðu
hreyfingarinnar. Hundruð
Austurríkismanna létu lífið
síðustu vikur ófriðarins í
heiftaræði nazistaforkólf-
anna; og um málaferlin gegn
þessum stríðsglæpamönnum
hafa heimsblöðin varla getið
að neinu; þvi að í niðurstöð-
um bandamanna hefur aust-
urríska þjóðin verið alltof
Framhala S 7. siðu.
f. y. j.
f. u, j,
í kvöld kl. 8.30 í Baðstofu Iðnaðarmanna, Vonar-
stræti (Iðnskólahúsinu).
Dagskrá:
1. Vetrarstarfsemin
2. Ræða
3. Önnur mál.
Takið með ykkur nýja félaga.
Mætið stundvíslega.
Stjórnm.