Alþýðublaðið - 21.10.1947, Side 1

Alþýðublaðið - 21.10.1947, Side 1
Veðurhorfur: Austan kaldi, skýjað, en víðast úrkomulaust. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda. Umtalsefnið: Kosningasigur de Gaulle. Forustugrein: Pólitískt skriðufall á Frakklandi. Svona eiga þrjú fyrstu skipin; sem Burme'ster & Wain smíða fyrir Eimskip, að líta út. Skiplð er af sömu gerð og „Bí'úarfoss'*. Flokkur hans síærsti flokkurinn og íékk hreinan meirihluta í París --------*--------- Jafnaðarmenn og kommúnistar hékhi fftgi sínu, en flokkur Bídaulfs belð herfilegan kosningaósigur --------0--------- HINN NÝI FLOKKUR eða hreyfing Charles de Gaulle hershefðingja vann sfórsigur við bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar á Frakklandi á sunnudag- inn og fékk til dæmis hreinan meirihluta í bæjar- stjórninni í París, en sterkasti flokkurinn varð hann þar að attki í Marseille, Bordeaux, Lille, Cherbourg og Tours. í gærkveldi, er talningu atkvæða var langt komið, hafði flokkur de Gaulle fengið 40% allra greiádra atkvæða, komm- únistar 30%, jafnaðarmeim 20%, kaþólski iýðveldisflokkur- inn, flokkur Bidaults utanríkismálaráðherra, ekki nema 8%; LAUGARDAGINN 18. þ. m. var lagður kjölur að þriðja vöruflutningaskipinu, sem Eimskipafélag íslands hefur samið um smiði á, hjá skipasmíðastöð Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. Er það að öllu leyti sams konar skip og hin tvö fyrri, er félagið lætur smíða þar, en hið fyrsta, nýi „Goðafoss“, hljóp af stokkunum 2. þ. m. aðrir flokkar virðast hafa þurrkazt út. Skip þessi verða 2600 smál. DW. að burðarmagni, og eiga að ganga 14Vá sjó- mílu í venjulegum sigling- um. Þau eru 290 feta löng, 46 feta breið og 29 feta og 6 þuml. djúp. Djúpristan er 20 fet og 6 þuml. Til samanburð ar má geta þess, að e.s. Brú- arfoss er 1500 smál. DW., 235 feta á lengd, 36 fet á breidd og 23 fet og 9 þuml. á dýpt. Lestarrúm þessara skipa er 150 000 teningsfet, en lest arrúm Brúarfoss er um 80 000 tenginsfet. Frystirúmið í skipunum er samtals 80 000 teningsfet, og má frysta þar í fernu lagi og halda mis- munandi kuldastigi í hverju lestarrúmi, en auk þess er tveimur af lestunum skipt með aukaþilfari, til þess að betur fari um frystivörurn- ar. Enn fremur verða í skip- un tvo lítil frystirúm, 2500 og 4000 teningsfet að stærð, þannig að hægt er að taka til flutnings lítið magn af frystum vörum, án þess að frysta þurfi meira af lestar- rúminu, e- nþar sem þær vör ur eru. Má frysta niður í 18 istig á Celcius við 35 stiga lofthita og 25 stiga sjávar- hita. Við minni loft- og sjáv- arhita verður að sjálfsögðu hægt að frysta enn meira, eft ir því sem hitinn er minni. Skipin verða með 3700 hestafla dieselhreyfli og auk þess þremur hjálparvélum. Vélin í Brúarfossi, sem er gufuvél er 1382 hestöfl. íbúð skipshafnarinnar verð ur á aðalþilfari miðskipa og aftur á. Þrjátíu og þriggja manna áhöfn verður á skip- inu, og verða öll íbúðarher- bergi skipsmanna eins manns herbergi. Á skipunum verður eitt farrými fyrir 12 farþega í tveggja manna herbergj- um og verður það mjög rúmgott. ÞesSi farþegatala er hámark þess, sem vöru flutningaskip mega flytja án þess að þau teljist far- þegaskip. Samningur um smíði á skipi því, er nú er lagður kjölur að, var gerður 30. jan. 1946 og var þá ráðgert að það yrði tilbúið í nóvember þ. á., en ýmis konar tafir, einkum skortur á vinnuafli, og slæmt veðurfar urðu þess valdandi að smíði annarra skipa, sem skipasmíðastöðin hafði með höndum, seinkaði mjög, og var ekki unnt að Fcamhald á 7. síðu. Samkvæmt þessum hlut- fallstölum hafa jafnaðar- menn og kommúnistar hald- i ið fylgi sínu síðan kosið var til þings á Frakklandi síðast liðinn vetur, jafnaðarmenn jafnvel unnið lítið eitt á; en flokkur Bidaults, sem var annar stærsti flokkur lands- ins eftir síðustu þingkosn- ingar, hefur tapað um tveim- ur þriðju hlutum fylgis síns yfir til hins nýja flokks de Gaulle og aðrir borgaraflokk ar sogast algerlega inn í hreyfingu hans. Bróðir hershöfð- ingjans forseti nýju bæjarstjórnarirtn- ar í París? Sérstaka athygli vekur hinn stórkostlegi kosninga- sigur de Gaulle í París og öðrum stórborgum Frakk- lands, þar sem kommúnistar hafa eftir stríðið verið sterk asti flokkurinn. í París hef- ur flokkur de Gaulle fengið hreinan meirihluta og var bú izt við því í gærkveldi, að bróðir hershöfðingjans, Pierre de Gaulle, myndi verða kjörinn forseti hinnar nýju bæjarstjórnar. í Mar- se’ille, hinni stóru hafnar- borg á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, hafa kommúnist ar einnig verið sterkasti flokkurinn hingað til; en nú fékk flokkur de Gaulle þar 25 sæti í bæjarstjórn, en kommúnistar ekki nema 24. En eins og áður hefur verið frá skýrt hefur flokkur de Gaulle fengið flest sæti í bæj arstjórn í mörgum öðrum borgum, þó að hann hafi ekki náð þar hreinum meirihluta, eins og í París. Erfið aðstaða Ramadier- stjórnarinnar Mönnum dylzt ekki, að að- staða Ramadiersstjórnarinn- ar sé orðin mjög erfið eftir þessi kosningaúrslit. Hún hef ur fyrst og fremst stuðst við flokk Ramadiers, jafnaðar- menn, og flokk Bidaults, kaþólska lýðveldisflokkinn. Og þó að jafnaðarmönnum hafi haldizt vel á fylgi sínu, hefur flokkur Bidaults orðið fyrir svo istórkostlegu fylgis hruni, að tvísýnt þykir um framtíð stjórnarinnar. Þykir aðstaða jafnaðarmanna á milli de Gaulle og kommún- ista ekki vera öfundsverð og vafasamt, hve lengi þeim muni takast að bera klæði á vopnin. Kosningasigur de Gaulle var aðalumræðuefni blað- anna um allan heim í gær, og töldu þau flest kosninga sigur hans óvæntan, ekki sízt með tilliti til þess, að aðeins sex mánuðir eru liðnir síðan hershöfðinginn stofnaði hina ^Charles de Gaulle hershöfðingi, sigurvegarinn í kosningunum á Frakklandi í fyrradag. i Tvær árangurslausar tilraunir enn í gær til að kjósa í eilefta sæti öryggisráðsins ALLSHERJARÞING sam- einuðu þjóðanna í New York gerði í gær tvær tilraunir enn íil þess að kjósa fulltrúa í ell- efta sæti öryggisráðsins, þ. e, í stað pólska fulltrúans, Dr. Lange, sem á að ganga úr ráð- inu, en báðar tilraunirnar urðu árangurslausar; og hefur nú verið reynt alls ellefu shuium að kjósa í þetta sæti öryggisráðsins án árangurs. Eins o,g hin fyrri skipti var enn í gær kosið um fulltrúa Ukraine og In'dlands, og fékk fulltrúi Ukrain'e í bæði skiptin fimm atkvæðum fleiri en hinn, en þó ©kki tvo þriðju greiddra atkvasiða, svo sem til skilið er, ef ikosning í öryggis- ráðið á að verða lögmæt. .Var kosningunni frestað eftir þessar tvær misheppn- uðu tilraunir. 366 dóu úr kóler- unnl á Egypfa- landi um helgina KÓLERAN á Egyptalandi færist enn í aukana. I gær- kveldi var frá því skýrt í Kaho, að 750 hefðu tekið veik- ina síðasta sólarhringinn og 366 látizt. nýju hreyfingu sína og boð- að;i þátttöku hennar í kosn- ingum þeim, sem nú hafa far ið fram. j

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.