Alþýðublaðið - 21.10.1947, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.10.1947, Qupperneq 3
Þriðjudagur 21. október 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ármann Hafldórsson: alarfr ÁGÆTUR MAÐUR, Sir John Adams, fyrrum pró- fessor í uppeldisfræðum við Lundúnaháskóla, leggur þá spurningu fyrir sig á einum stað í ritum sínum, hver sé höfuðmunur á nútíma-kenn- ara og kennurum hinnar eldri kynslóðar. Svar hans er á þessa.lund. Gamli kennar- inn taldi sér næg.ja góða la- tínukunnáttu /til þess að kenna Jóni skólapilti latínu, Jón þyrfti hann ekki að þekkja, kærði sig jafnvel ekki um það. Góður nútíma- kennari telji sig hins vegar bæði þurfa að kunna kennslu greinina og þekkja Jón. Frá sjónarmiði hins gamla tima var því kunnátta í kennslugrein hið eina nauð- synlega - til undirbúnings kennarastarfi, þekking á nemandanum algert aukaat- xiði. ef hún var þá nokkurt atriði. Á voru landi er þessi „gamli tími“ hreint engin fornöld. Hann er í ýmsum greinum sjálfur nútíminn. -Svo til enginn kennari við framhaldsskóla .landsins hef- ur hlotið annán undirbúning til starfs síns en almenna menntun og sumir sérnám í kennslugreinum. Barnakennarar eru að vísu betur settir í þessum efnum. Þó hefur nám þeirra í upp- eldis- og sálarfræði verið lítið, og það hefur notazt illa vegna þess, hve miklar og márgvíslegar kröfur kenn- araskólinn hefur gert og orð- ið að gera í öðrum greinum, svo og vegna mjög önugra starfskilyrða.- Einhvern veginn hefur mér virzt, að kennarar hafi sýnt meiri áhuga í mörgum öðr- um greinum starfs síns en að því er varðar þekkingu á hörnum og þroskaferli þeirra. Til að mynda hefur sá þáttur yfirleitt ekki verið gerður að aðalatriði á kenn- aranámskeiðum, þótt honum hafi að vísu ekki verið gleymt. Starfsaðferðir og hvers konar vinnuhrögð í skólum hafa verið þar miklu meira atriði, og skal það sizt lastað, að kennarar vilji kynnast þeim hlutum. Og víst er hógvær áhugi betri í sálfræðilegum efnum en að upp komi ofsatrú. sem blind- ar alla skynsemi, eins og gerzt hefur í sumum löndum, bæði varðandi sálkönnun og greindarpróf. Við höfum ver- ið blessunarlega lausir við slíka söfnuði. Nú er það ekki ætlun mín að halda því fram, að þeir einir, sem mikla stund hafa lagt á sálar, og uppeldisfræði, séu færir um að skiljá börn * og haga sér réttilega gagn- vart þeim. Til þess þekki ég allt of margt fólk. sem mér kennarastarf EFTIRFARANDI GREIN Ármanns Halldórssonar skólastjóra birtist í sept.- hefti tímaritsins „Mennta- mál“, sem er nýútkomið, og er greinin tekin upp þaðan með góðfúslegu leyfi höf- undarins og ritsjórans. virðist hafa komizt býsna lan-gt í þessum efnum, þótt það hafi litla eða enga stund lagt á nefndar fræðigreinar. Því er ekki ólíkt farið og þeim, sem rita rétt án þess að hafa nasasjón af málfræði. Allt um þetta er ég þeirrar skoðunar. að kennarar gætu haft mikið gagn af niðurstöð- um nútíma-sálfræði, sérstak- lega barna- og unglingasálar- fræði, jafnvel þótt þeir lærðu ekki öllu meira en kennt er nú í kennaraskóla. Geysilega mikill lærdómur er ekki hið eina nauðsynlega i þessu skyni, enda engin skynsemi að ætlast til hans, þar eð kennaranám verður að vera næsta fjölþætt. Hins vegar hafa þeir kennarar, sem unn- ið hafa vel og skilið undi- stöðuatriðin í almennri sál- arfræði og barnasálarfræði, hlotið nokkura leiðbeiningu, sem þeir ættu ekki að skirr- ! ast við að færa sér í nyt. Þeim má að vísu vera ljóst, að hún er miklum takmörk- unum háð. en svo er háttað um flesta kunnáttu. Aðalat- riðið er það, að kennarinn missi aldrei sjónar af þeirri undirstöðuþekkinigu, sem hann á yfir að ráða í þessum efnum, ekki fremur en skip- stjórinn af áttavitanum. Hann verður alltaf að skoða barnið og allar athafnir þess frá þeim sjónarmiðum, sem sálarfræðin hefur kennt hon- um. Þennan hugsunarhátt ætti hann að rótfesta sér. Kennarinn ætti að hafa þá spurmingu efst í' hug gagn- Happdrœttisbústaðurinn vart hverju barni, sem er í hans umsjá: Hvernig^ er þroska barnsins farið miðað við aldur þess? Hann verð- ur því einnig að hafa all-ljósa hugmynd um, hvað er eðlileg ur þroski á hverjum tíma, ekki einungis námsþroski, heldur einnig almennur þroski. Er limaburðurinn full þroskaður? Heyra áhugamál in þessu aldursskeiði til? Hefur bamið náð verkþroska í samræmi við aldur sinn? Eða félagsþroska? Er greind þess í meðallagi, meiri eða minni? Þessar og því líkar spurningar ætti keninarinn að leggja fyrir sig. Þess er að vísu ekki að vænta, að hann geti svarað þeim eins og út- ’Smoginn sérfræðingur, en á- um byggingu á 130 tonna skipi til landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi. Uppdrættir og smíðalýsing fæst á skrifstofu vorri gegn 300 kr. skilatryggingu. kípaútgerð ríklsins reynslan við að svara þeim getur þokað honum allmikið áleiðis á þeirri braut að skilja barnið. Hann má ekki heldur vera of öruggur um, að hann hafi svarað þeim hárrétt, en vera ávallt viðbúinn að end- urskoða álit sitt. Þá er annars konar vit- neskja næsta gagnleg til skilnings á baminu: vit- neskjan um heimilisháttu og uppeldisaðstæður allar. Þá vit neskju er oft næsta torvelt og stundum jafnvel ógerlegt að afla sér í stórum bæjum Þó geta skólalæknar og hjúkr unarkonur oftlega verið kenn urum mjög til aðstoðar í þess um efnum svo og að sjálf- sögðu um heilsufar barn- anna. Það má sízt vanta í þá skýringarmynd, sem kenn- arinn gerir sér af barninu. Kennarinn má aldrei gleyma því, að það getur verið full komin ósahngirni að gera sömu kröfur til allra barn- anna í deild sinni, jafnvel þótt um jafngreind börn sé að ræða. Illar aðstæður á heim- ilum og vanheilsa geta gert sumum börnum það ókleift, sem öðrum er vel kleift. Glögg kynni af uppeldisað- stæðum barna geta glætt mjög skilning á tilfinningum þeirra og viðhorfum. Að vísu getur oft verið erfitt að rekja vegi filfinninganna jafnvel á bernskuskeiði, en þá gætir þar að mestu upprunalegra og heilla tilfinninga. Kennar- anum er það sérstaklega nauð synlegt að kynnast viðhorfi barnsiras gagnvart skólanum, hve þungt kröfur hans leggj- ast á það, hvern hug það ber til kennaranna og annarra barna. Yfirborðslegt kæru- leysi er síður en svo öruget merki þess, að skólavistin sé barrainu léttbær, heldur o.ft og einatt að hún sé því svo þungbær, að það þurfi að gera gagnráðstafanir til þess,. að hún verði því ekki um megn. í þessu sambandi er kenn- urum það gagnlegt að kunna nokkur skil á ken-n- ingum sálarfræðinnar um dul vitund og duldir og yfirleitt um eðli og hætti tilfinninga- lífsins. Þó er, eins og áður var fram tekið, ekki hægt að ætlast til sérfræðiþekkingar. En ýmis tilfinningaviðhorf, sem upp koma í daglegu skólastarfi, eru tiltölulega ein falds eðlis. Samt geta þau orð ið til mikils -trafala, ef ekki er snúizt réttilega við heim. Það kemur sér því oft vel að kunna að leiðrétta þau og uppræta. Allt öðru máli gegn-ir um sjúklegar tilfinningar, sem eiga sér ærið langa sögu. Það er einungis á færi sérfræð- inga við þær að kljást. Hið bezta, sem kennarinn getur gert í þeim efnum, er áð skilja og þekkja, að um sjúk leika sé að ræða og haga sér samkvæmt því. Á voru landi hafa engar rannsóknir verið á því gerðar, hversu tauga- Framhali ð 7. síðu. í nágrenni Elliðavatns, sem efrat verður til happdrættis um til ágóða fyrir Hallveigarstaði. Happdræfti um sumarbústað, sem Haílveigarstöðum var gefinn '■ JÖN GUÐJÓNSSON járn smiður, Laugavegi 124, hef- ur nýlega sýnt hinu væntan- lega kvennaheimili, Hallveig arstöðum, sérstakan höfðings skap með því að gefa til heimilisins ágætan sumarbú stað i nágrenni Elliðavatns. Bústaður þessi er á lóð 180 í Vatnsendalandi. Hann stendur á fallegri grund á af girtri, rúmgóðri lóð. Þar er auðveit að koma upp trjá- gróðri og hafa ýmiss konar jarðrækt. í húsinu er ein góð stofa, lítið svefnherbergi, eldhús með eldavél og mjög rúm- glott anddyri. Húsið er múr- húðað að utan, og eins og myndin sýnir hið snotrasta útlits. Sitórt geymsluhús er á lóðinni og vatnsból. Bú- staðurinn er -alveg nýr. Fjáröflunarnefnd. Hallveig arstaða hefur tekið á 'móti þessari góðu gjöf ásamt þeim fyrirmælum gefandans, að nefndin komi á happdrætti um húsið til að auka verð- mæti gjafarinnar. Dregur nefndin ekki í efa að slíkt happdrætti gangi vel. Fé það, sem inn kemur fyr ir bústaðinn í happdrættinu, skal vera fyrir herbergi í Hallveigarstöðum ásamt inn anstokksmunum. Þetta herbergi Hallveigar- staða verður tileirakað látn- um eiginkonum gefandans, Jóns Guðjónssonar, þeim fyrri konu hans frú Magneu Eggertsdóttur, fæddri 10. janú-ar 1898 og dáinni 8. júní 1924, og síðari konu hans, frú Sigurjónu Bæringsdótt- 'ur, fæddri 21. júlí 1905 og dáinni 1. ágúst 1947. Skal herbergið bera nöfn þeirra. Forgangsrétt til dvalar í her- berginú hafa stúlkur úr Reykjavík. Gangi sala happdrættis- miða svo vel. að andvirði þeirra svari meiru en einu herbergi ásamt húsgögnum, verða herbergin tvö, og ber þá annað herbergið nafn frú Magneu, en hitt nafn frú Sig urjónu. Jón Guðjónsson hefur með gjöf þessari reist horfn- um ástvinum sínum vegleg- an minnisvarða og á hinn smekklegasta hátt. Bústaðurinn í Vatnsenda- landi er hín bezta gjöf, sem fjáröflunarnefnd Hallveigar- staða hefur enn þegið. Nefnd in færir Jóni Guðjónssyni al- úðarfyllstu þakkir fyrir gjöf ina og þakkar um leið góð- hug hans og skilning á bygg- ingarmálum kvennaheimilis ins Hallveigarstaða. Soffía Ingvarsdóttir. —--------©---------1 Verðlaunasaga Sameinuðu þjóð- anna. SAGA SÚ. er hlaut bók- menntaverðlaun- sameinuðu þjóðanna fyrir ekki alllöngu, er nú komin út í íslenzkri þýðingu Hersteins Pálssonar ritstjóra, og nefnist hún ..Rússneska hljómkviðan“. Er þetta saga rússnesks tón- skálds, Alexis Serkin, er uppi var á síðari árum keis- aratímabilsins. og liggur eft- ir hann hljómkviða ein, sem hlotið hefur frægð og viður- kenningu með núlifandi tón- listarmönnum. Höfundur sög- unnar, Guy Adams, sat lengi i fangabúðum nazista. og þar munu drög sögunnar hafa orðið til. Sagan hefur flesta kosti góðrar skáldsögu til að bera, og öll er frásögnin hugðnæm og áhrifarík. Þess ber líka að geta, að frágang- ur bókarinnar er óvenju vandaður, prentun hin smekklegasta og papplr góð- ur. Bókaútgáfan Norðri gef- ur bókina út, en Prentverk Odds Björnssonar. Akureyri, hefur séð um prentunina. runabótafélag r Islands váírvggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrif- stofu, Alþýðuhúsi, (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverjum kaupstað.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.