Alþýðublaðið - 21.10.1947, Síða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
vantar fullorðið fólk og ung-
linga til að bera blaðið í
þessi hverfi:
Njálsgötu
Seltjarnarnés.
Talið við afgr. Sími 4900.
Þriðjudagur 21. október 1947
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
vantar fullorðið fólk og ung-
linga til að bera blaðið í
þessi hverfi:
Kleppsholt
Tahð við afgr. Sími 4900.
Farmannaþinginu
lokið
ELLEFTA ÞING Far-
manna og fiskimannasam-
bands íslands. sem staðið hef
ur yfir undanfarna 9 daga,
Iauk störfum á laugardaginn.
Mörg mál voru rædd á þing-
inu og samþykktir gerðar.
Meðál veigamestu þing-
mála má nefna: Dýrtíðarmál,
Landhelgismál, Rekstur síld
arverksmiðja ríkisins, Fisk-
' veiðaréttur við Grænland,
Landhelgisgæzla, Trygginga
mál sjómanna, Skólamál sjó-
manna, Vitamál, Nýsköpun
sjávarútvegsins, Fiskirann-
sóknir o. fl.
Fyrir þingslit fór fram
kosning í stjórn F. F. S. í. til
næstu 2ja ára.
Forseti var enaurkosinn Ás
geir Sigurðsson, skipstjóri,
enn fremur voru endurkosnir
í stjórnina þeir Hallgrímur
Jónasson, Guðbjartur Ólafs-
son, Henry Hálfdánarson og
Lúter Grímsson. Tveir áhang
endur kommúnista, Konráð
Gíslason og Grímur Þorkels-
son náðu ekki kosningu í að-
alstjórnina, en í þeirra stað
vorú kosnir þeir Ólafur Þórð
arson og Valgarður Þorkels-
son.
Ásgeir, Hallgrímur og Guð
bjartur hafa allir verið í
stjórn farmannasambandsins
frá stofnun þess.
í varastjórn voru nú kosn
ir þessir menn: Ingvar Einars
son, Þorsteinn Arason, Kári
Guðbrandsson, Grímur Þor-
kelsson, Guðmundur Jénsson
og Konráð Gíslason.
Endurskoðendur voru kosn
ir Pétur Sigurðsson og Valdi
mar Einarsson.
Enn miklar urnræður
um Keflavíkurflug-
völlinn á alþingi
Haída áfram í dag.
MIKLAR umræður urðu
enn í sameinuðu þingi í gær
um þingsályktunartillöguna
um framkvæmd Keflavíkur-
flugvallarins. Var þeim enn
' ólokið, þegar fundartíminn
var úti, og mun þeim verða
fram haldið á fundi samein-
aðs þings í dag.
Fjórar ræður voru fluttar
um þetta mál á fundi samein
aðs þings í gær, og kvöddu
sér hljóðs Gylfi Þ. Gíslason,
Bjarni Benediktsson utanrík
.ismálaráðherra, Eysteinn
Jónsson flugmálaráðherra og
Stefán Jóh. Stefánsson for-
sætisráðherra.
Aðeins þetta eina mál kom
til umræðu á fundinum, og
mun umræðunni um það
verða haldið áfram á fundi
sameinaðs þings í dag.
Færri bækur en betri og ódýrari í
ár en í fyrra, segir Ragnar Jónsson
Margar nýiar bækur efíir innlenda höf*
onda koma frá fftel^afelli f ár.
BÓKAÚTGÁFA í ÁR verður á að g.zka 25—30%
minni en í fyrra, og rnunu þýddar bækur fytsí og fremst
verða fyrir barðinu á n'ðurskurði þessum, sagði Ragnar
Jónsson, forstjóri, þegar blaðinu tókst loks að ná tali af
honum í gær, eftir langa leit. Hann sagði, að bækur mundu
í ár verða ýfið ódýrari en í fyrra, og að þegar sé
byrjað að spara pappír og annað efni með því áð’- þengja
efni á síðurnaf og minnka spássíur. Ef útgáfa dregst frek-
ar saman af gjaldeyrisvandræðum, sagði Ragnar að ís-
lenzkir höfundar myndu að sjálfsögðu verða látnir ganga
fyrir hiá Helgafelli, svo og úrvals erlend.r höfundar, til
dæmis Steinbeck og Hemingway, en Helgafell hefur tryggt
sér einkaútgáfurétt að verkum þeirra á Islandi.
I Þegar Ragnar var spurður
um jólabækur Helgafells í
ár, gat hann fyrst og fremst
um „íslands þúsund ár“, sem
mun vera mesta ljóðasafn,
sem komið hefur út á ís-
lenzku. Er það 1700 síðna
verk með um 1000 beztu
kvæðum, sem ort hafa verið
á íslenzku frá landnámsöld
fram til 1944. Verkið verður
í þrem bindum, en fimm þátt
um og liafa þessir menn val-
son valdi fornöldina, Páll
Eggert Ólafsson valdi 1300
—1600, Snorri Hjartar 1600
—1800, Arnór Sigurjónsson
1800—1900 og Tómas Guð-
mundsson valdi 20. öldina.
Öll þrjú hindi þessa mikla
rits koma út fyrir jólin.
Þá kemur út hjá Helgafelli
fyrsta bindið af vísnasafni
Jóhanns Sveinssonar magist
ers frá Flögu, en hann hefur
um margra ára skeið safnað
lausavísum. Heitir þetta
fyrsta bindi „Eg skal kveða
við þig veT‘ og mun fæst af
kveðskapnum, sem í því er,
hafa birzt áður.
Allmörg rit eftir íslenzka
höfunda koma út hjá Helga-
felli fyrir jólin, og nefndi
Ragnar þessi: „Hjá vondu
fólki“ eftir Þórberg Þórðar-
son, en bað er sá þáttur ævi
séra Árna Þórarinssonar, er
hann var prestur á Snæfells-
nesi. Þá eru tvær bækur eftir
Kristmann Guðmundsson,
„Félagi kona“,sem er ný
skáldsaga, og „Góugróður“,
sem hann gaf fyrst út í Nor:
egi 1934 og heitir á norsku
/„Den förste vár“ og mun
vera ein víðþýddasta og
frægasta skáldsaga. sem ís-
lendingur hefur ritað. Þá er
Skáldsagan „Jón Gerreks-
son“ eftir Jón Björnsson,
sem kom fyrst út á dönsku
og segir frá biskupinum, sem
drekkt var í Brúará. og hin-
um alræmdu sveinum hans.
Næst má nefna Ólaf Jóhann
Sigurðsson, en eftir hann
koma út tvær bækur, smá-
sögurnar „Speglar og fiðr-
ildi“ og ástarsagan „Litbrigði
jarðarinnar“. VSV sendir frá
sér nýja skáldsögu, sem blað-
íð hefur áður getið, og eftir
Steingrím Matthíasson kem-
ur út sá kafli ævisögu hans,
sem fjallar um læknisferil
hans í Danmörku • og hann
kallar „Annað líf í þessu
lífi“. Enn má nefna bókina
„Fána Noregs“, sem er um
og eftir Nordal Grieg, en
Davíð Stefánsson skrifar um
Grieg. Þá eru sögur eftir
Jakob Thorarensen.
Ragnar Jónsson hvilir sig
í upptalningunni og hugsar
sig um. Svo heldur hann á-
fram. Hann nefnir ljóðabók
eftir Benedikt Gíslason. sem
nefnist „Við vötnin ströng“,
og fyrsta heftið af ritum
Helga Jónssonar, er nefnist
,„Af norðurheiðum“ og segir
frá Mývatnssveit og Mývetn-
ingum. Þá koma þrjár hér-
aðasögur, allt önnur bindi:
Saga Þingeyinga (Söguþætt-
ir Indriða á Fjalli), Saga
Skaptfellinga (dr. Einar Ó1
Sveinsson) og Saga Árnes-
inga (Einar próf. Arnórsson).
Þá minnir Ragnar á Sagna-
þætti Skúla Gíslasonar, sem
komnir eru út, og segir að
þrjú bindi í Landnámuútgáf-
unni á verkum Gunnars
Gunnarssonar séu á leiðinni,
svo og fyrsta bindið í heildar
gáfu af verkum Guðmundar
Hagalíns.
Loks má ekki gleyma
barnabókinni „Jólabókinni“,
sem koma á út í fyrsta sinn
fyrir jólin og síðan um hver
jól, og verða í henni barna-
sögur þær, sem þeir menn
lásu í æsku, er nú telja 40
til 60 ár. Verður bókin fjöl-
breytt og myndskreytt.
Þá er aðeins að nefna
þýddar bækur, sem koma út
fyrir jól, segir Ragnar, og
eru þær ekki margar: Annað
°fí þiðja bindið af Franz
Rottu, Ævisaga Carúsós í
þýðingu Bjarna Guðmunds-
sonar og Ægisgata (Cannery
Row) eftir John Steinbeck
í þýðingu Karls ísfelds.
— Hvað er að frétta af
Kilján? spyr fréttamaðurinn
Ragnar; því að Helgafell
gefur Kiljan út.
Sendiherra Finn-
lands afhendir emb-
æítisskiiríki sin
SENDIHERRA Finnlands
á íslandi, með aðseturstað í
Oslo, hr. Pálvö Kankomicli
Tarjanne, afhenti á sunnu-
daginn forseta íslands emb-
ættisskilríki sín við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum
að viðstöddum utanríkis-
málaráðherra. Að athöfninni
lokinni sátu sendiherrahjón-
in og utanríkismálaráðherra-
hjónin hádegisverð i boði'
forsetahjónanna, ásamt
nokkrum öðrum gestum.
Fiskimjöisverksmiðja
fekin til starfa a
Flateyri.
FISKIM J ÖLSVERK-
SMIÐJA h.f. Fylkis á Flat-
eyri er nú tilbúín ,til starf-
rækslu. Hús bað, sem verk-
smiðjan er í, var að nokkru
steypt upp í fyrrahaust, það
er að segja miðhæðin, en þar
er fiskimjölsverksmiðjan.
Við efri hæðina var svo lokið
í sumar. en bar á að verða
niðursuðuverksmið j a.
Allmikill dráttur varð á
því að fá vélar, en nú er þó
fiskimjölsverksmiðjan full-
gerð, og mun hún fara að
vinna úr síld frá ísafjarðar-
djúpi, en þar virðist vera
fullt af síld. og hefur hún
veiðzt þar bæði í síldarlása,
snurpunót og reknet.
Einar Jónsson mag-
isfer látinn
EINAR JÓNSSON magist-
er, varð bráðkvaddun í gær-
morgun. Hann var 57 ára að
aldri.
• Einar lauk stúdenfsprófi
1911. Hefur hann um margra
ára skeið gegnt kennslustörf-
um í þýzku við ríkisútvarpið,
en auk þess verið kennari í
ýmsum framhaldsskólum
bæði í Reykjavík og Akur-
eyri.
„Eftir því, sem ég bezt
veit, er von á nýrri bók frá
honum snemma á næsta ári,“
svarar Ragnar. „Og verði
gjaldeyrisleyfi okkar endur-
nýjuð. koma einn% á næsta
ári fyrstu átta bindin af verk
um hans, sem prenta á í Dan
mörku.“
Þegar Ragnar var spurður
um fyrirætlanir eftir nýár,
kom enn löng upptalning,
sem hann sagði, að væri að
sjálfsögðu háð pappírsástæð-
um. Hann gat um flokkana
Nýja penna, en 10 slíkir eru
komnir út og fyrstu „Enn-
nýju pennarnir“ verða Hrafn
Hagalín, Einar Guðmunds-
son og Þorstei,nn Halldórs-
son, og Listamannaþing II,
Bréfaskóli S.I.S. hefur
kennslu í sigl-
ingafræði
----o----
BRÉFASKÓLI SÍS, .sem
stofnaður var 1941, hefur með
hverju ári fært út starfsemi
sína og hafa nú alls á annað
þusund manns tekið þátt í
þeirri fræðslu, sem skólinn
hefur veitt.
Um þessar mundir er bráfa-
skólinn að byrja kennslu í
siglingafræði, sem Jónas Sig-
urðsson kennari við Stýri-
mannaskólann hefur samið, og
annast hann kennsluna.
Er ætlast til að þessi
kennslugrein bréfaskólans geti
veitt sjómönnum á minni vél-
bátum möguleika á mjög góðri
'hjálp í því að fá formannsrétt-
indi, og ,geri þessum þýðingar-
mikla atvinnuvegi, sjávarút-
veginum, mikið gagn, ef vel
tekst.
í inngangi að kennslubréf-
unum segir meðal annars:
„Bréf þessi eru einkum ætluð
fyrir þá, er hugsa sér að fá
réttindi til að vera stýrimenn
eða skipstj órar á skipum frá
6—30 rúmlesta að stærð.“
í Bréfaskólanum eru nú
kenndar 9 námsgreinar og
stunda þar nám mörg hundruð
manns.
----------4,---------
Jónas vill banna sér-
réffindi í áfengis-
og tóbakskaupum
JÓNAS JÓNSSON hefur
•lagt fram eftirfarandi tillögu í
sameinuðu þingi:
Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að leggja bann
við því, að einstakir trúnaðar-
menn þjóðfélagsins fái vörur,
svo sem áfengi, tóbak og bif-
treiðar, með undanþáguheimild
frá ríkisvaldinu, við lægra-
verði en aðrir þegnar hér á
landi. Jafnframt skorar alþingi
á ríkisstjórnina að leggja fyrir
alþingi tillögur um hófleg, en
nauðsynleg framlög til að
standast risnukostnað forseta
lýðveldisins og utanríkisráð-
herra.
en þar eru sex bindi komin,
og koma fleiri. Þá hefur hann
nýjan flokk á prjónunum. og
kallast sá „Alþýðubókasafn
Helgafells". Koma þar út
fyrst „Piltur og stúlka“ í
myndskreyttri útgáfu, svo og
„Úpp við fossa“ eftir Gjall-
anda. Þrið.ia bókin verður
saga, sem Árni Þorkelsson í
Grímsey ritaði fyrir 100 ár-
um og heitir „Hraunbræður“.
Þá má nefna „For Whom the
Bell Tolls“ eftir Hemingway
í þýðingu Stefá.ns Bjarmans.
Ragnar kvað ekki allt upp
talið enn. en þetta ætti að
gefa lesendum nokkra hug-
mynd um það, sem í vænd-
um er frá öðru stærsta út-
gáfufyrirtæki landsins.