Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 4
4. 1‘riðjudagur 4. nóv; 1947. Úígefandi: Aiþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingírétfir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. ✓ Alþýðuprentsmiðjan h.f. Eru |ðir loksins ai byrja aS sjá! ÞJÓÐVILJINN hefur nú loksins borið gæfu tíl þess au viðurkenna þá staðrsynd, að atvinnuleysi sé yfirvofandi og áhrifa þess muni þegar farið að gæta. En það er öðru nær en að hann skýri s'att og réitt frá orsökum þessa eða bendi á raunhæfar aðgerðir til úrbóta. Málflutningur kommún- ista varðandi hin breyttu viðhorf atvinnulífsins er sá einn, að ríkisstjórnin beri á- byrgð á því, hvernig komio sé í þessum efnum. Þjóö- viljinn gengur meira að segja svo langt _á sunnudaginn að fullyrða, að ríkisstjórnin haíi aukið dýrtíðina mjög veru- •lcga hér innan lands með vís vitandi aðgerðum og allt tal um dýrtíð sé því þvaður, sem í þessu sambandi falli um sjálft sig. Það er auðvitað út af fyrir sig harla einkennilegur mál- flutningur að nokkur ríkis- stjórn eigi að gera sér leik ;að því að kalla yfir þjóðina atvinnuleysi og búa þar með sjálfri sér þá margháttuðu og válegu erfiðleika, sem þvi fylgja. Stjórnarandstaða, sem heldur slíkri endileysu fram i höfuðmálgagni sinu dag eftir dag, er sannarlega snauð að málefnum og rökum. En þó kastar fyrst tólfunum, þegar Þjóðviljinn leyfir sér að staðhæfa, að núverandi ríkisstjórn háfi magnað dýr- itíðina ,í landinu mjög veru- lega með vísvitandi aðgerð- um! Helztu sakarefni kommún- ista á hendur ríkisstjórninni hafa sem sé verið aðgerðir hennar til að halda dýrtíð- inni í skef jum og áhugi henn- ar fyrir að hlutast til um nið •urfærslu hennar. Alþjóð er ljóst, að núverandi ríkis- stjórn hefur gert allt, sem í hennar valdi hefur staðið, til að stemma stigu fyrir vöxt verðbólgunnar og dýrtíðar- innar. Ástandið, sem var fyr- ir hendi í þessum efnum, þegar ríkisstjórnin settist að völdum, er ekki hennar sök. Hún ber heldur ekki ábyrgð á þeirri linnulausu baráttu fyrir vexti og viðgangi dýr- Itíðarinnar og verðbólgunnar, sem kommúnistar hafa hald— ið uppi frá því þeir hrökkl- uðust úr fyrrverandi ríkis- stjórn. Þessar staðreyndir eru þjóðinni svo augljósar. að það er með öllu tilgangslaust fyrir kommúnista að reyna að gera sannleik þessara mála að lygi og lygina að sannleik. * Annars fer því fjarri, að samr?emið sé upp á marga fiska í málflutningi komm- únista í þessu efni fremur en öðrum. Annan daginn stað-' Of sírangt bann. — Sjúklingar á heilsuhælum erlendis og sendingar til þeirra. — Um gjald- eyrismálin, bifreiðainnfiutning og fleira. MÉR þykir of liart að geng- ið ef skyldmemii sjúklinga, | sem dvelja á heilsuliælum er- lendis fá til dæmis ekki að senda þeim fatnað í smáum stíl, sem þá vanhagar um og h-ægt er hæglega að fá hér. Ðæmi eru iil um þetta og þykir mér það illt. Ég skil það vel að sírangt eftirlit yerði að hafa með hin- um svo kölluðu gjafapökkum og bættur er skaðinn þó að það fargan allt hafi verið stöðvað, því að margir notuðu þessa að ferð til þess eins að afla sér gjaldeyris til ferðalaga. En að taka alveg fyrir það, að hsegt er að senda sjúklingi peysu eða hvílupoka til að liggja í úti á svölum heilsuhæla, finnst mér of langt gengið. GARRI SKRIFAR: „Það er ýmislegt sem kejnur í hug manns, þegar farið er að ræða um gjaldeyrismálin. Víða virð- ist manni leka enn þá og sums staðar drjúgt, þó margt hafi eflaust þegar verið gert til þess að spara gjaldeyri. En það er nú svo, að það sem einum finnst bruðl, finnst öðrum sjálfsagð- ur hlutur. Það munu þó flestir vera sammála um það, að æski- Legt væri að sem flestir ferða- færir sjúklingar hér ættu kost á að bregða sér suður í sól- skinið á Ítalíu, sér til heilsu- bótar, eins og t. d. bankastjór- inn, sem þú minntist á nýlega. Og vel er þeim gjaldeyri varið, sem til slíks fer. En það þarf mikla peninga til slíks, og því miður ekki nema á fárra færi, hvað sem gjaldeyri líður. EN ÞAÐ ER ANNAÐ, sem menn hafa undrazt mikið að undanförnu, og það er hinn stanslausi innflutningur á bíl- um til landsins. Það má segja að „eitt reki sig á annars horn“ þegar stór svæði af hafnarbökk unum í Reykjavík eru þakin bílkössum og hjá öllum helztu bílasölunum má sjá fleiri og færri óupptekna bílkassa, skömmu eftir að ráðherrarnir hafa, hver á eftir öðrum, lýst fyrir alþjöð ,hinu bágborna gjaltjeyrisástandi okkar og skór að á almenning að taka vel þeim ráðstöfunum, sem gerðar verða til þess að draga úr gjald- eyriseyðslu. ALMENNINGUR Á AÐ láta sér nægja minni mat, fatnað og svo frv., og er ekkert við því að segja. En mér er spurn. Hvenær koma íslenzk stjórnar- völd til þess að hafa brjóst í sér að segja þessari bílþyrstu þjóð, að nú fái hún ekki fleiri bílá? Bílarnir kosta okkur mikinn gjaldeyri nýir, en jafnvel meiri þegar þeir fara að eldast. Atvinnuleysi er þegar skollið á hjá vörubílstjórum vegna þess hve alltof margir bílar eru komnir í umferð. Hjá atvinnu- bílstjórum á fólksbílum er á- standið víst lítið betra. NÚ SKAL ÞAÐ tekíð fram, að, ef ég man rétt, þá afsakaði Emil Jónsson, ráðherra, í við- tali við Alþýðublaðið fyrir nokkru, þennan bílainnflutning með því, að þetta væru bílar, sem búið væri áð panta og greiða fyrir löngu. En er þetta annars nokkur afsökun? Nú þætti mér vænt um að fá að vita, frá réttum aðilum, hvort athugaðir hafa verið möguleik- ar á því, að. selja þessa bíla er- lendis, eða þá hvort reynt hef- ur verið að fá þessum bílapönt- unum breytt í annan og nauðsyn legri varning. Ef ekkert hefur verið gert til þess að fyrir- byggja allan þehnan óþarfa bíla innflutning, eftir að Ijóst varð hve gjaldeyriseign okkar er orð in rýr, geta stjórnarvöldin tæp ast ætlazt til þess að almenning ur taki því með þökkum, að skornar eru við neglur brýn- ustu nauðsynjar. ÞAB er marg oft um þetta tal að, manna á milli, og ekki að Framh. á 7. síðu. hæfir hann sem sé, að dýr- tíðin færi okkur engan vanda að höndum, hún sé meira að segja hin mesta blessun, því að hún hafi þau hærra1 verð en ella væri ákjósanlegu áhrif, að við get um selt afurðir okkar á er- lendum markaði fyrir mun köstur á. Hinn daginn ber hann svo gæfu til þess að viðurkenna, að dýritíð sé böl. En hann gerir engar tillögur til úrbóta, heldur fullyrðir blákalt. að þetta böl hafi nú- verandi ríkisstjórn kallað yf- ir þjóðina. Annan daginn ræðst hann á ríkisstjórnina fyrir baráttu hennar gegn dýrtíðinni. Hinn daginn hyggst hann sækja hana til saka fyrir að hafa ekki sigr- azt á dýrtíðinni! Þjóðviljinn hefur nú kom- izt að þeirri niðurstöðu, að þegar gjaldeyriseignir okkar séu þrotnar verði þjóðin að lifa á því. sem hún afli, það sé staðreynd, er horfast verði í augu við. Loksins hafa þá kommúnistar fengið sjónina! En fyrst þeim er orðið þetta ljóst, æt'ti þeim og að liggja í augum uppi, að til þess að þjóðin geti lifað á því, sem hún aflar verður að lækka framleiðslukostnaðinn, svo að hægt sé að halda atvinnu- lífi okkar gangandi og. selja afurðir lands og hafs á er- lendum- markaði við því verði, að við séum samkeppn isfærir við aðrar þjóðir. En til þess að unnt sé að afreka þetta, verður að víkja af þeirri háskabraut í sambandi við dýrtíðarmálin, sem kom- múnistar hafa fetað að und- anförnu, og sameinast um þá stefnú rikisstjórnarinnar að vinna verði bug á verðbólg- unni og dýrtíðinni. Metsölubókin í haust og Þessi stórbrotna og ihríf- andi skáMsagia eftir brezka skáldið Hall Gaine, höfund sögunn- ar GLATAÐI SONUR- INN, sem allir kannast við, hefur hvarvetna farið sigurför og' verið þýdd á öll helztu menn- .ingarmál 'heimsins. Vin- sældir henmar munu einnig verða óskiptar hér, enda umtalsefni allra þessa dagana er Sagan af Mary O'Neill hefur sala hennar verið mjög ör þá fáu daga, sem hún hefur verið í bófcabúðum. Gætið þess, að missa ekki af sýgunni um uppvöxt og hjónaband, ástir og æviraunir fögru, írsku höfð- ingjadóíturiimar. •er bókin, sem mun verða öllum minnisstæð um mörg ár, engu síður en Glataoi sonurinn Skipstjóra og stýrim'annafélagsins Kára Hafnarfirði, verður haldinn föstudaginn 14. nóvember n. k. kl. 8,30 e. m. á Hafnarskrif- stofunni. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Breiðíirðingaheimilið h.í. •hefur frá og með deginum í dag að telja selt þeim Stein- ur húseign félagsins „Breiðfirðimgabúð“ á leigu. Er þann grími Karlssyni, veitingamanni og Ingibjörgu Karlsdótt- ig rekstur , ,Breiðfirðingabi'iðar“, Breiðfirðingaheimil- inu h.f. óviðkom.andi þar til annað verður tilkynnt. Leikutakar ganga inn í alla gerða Bamninga varð- andi afnot „Breiðfirðingaþúðar", og er þess vænst að viðskiptamenn vorir láti leigutaka njóta viðskipta sinna, þótt þessi breyting verði á rekstrinum. Reykjavík, 1. nóv. 1947. Stjórn Breiðfirðingaheimilisins h.f. í dag opnum við undirrituð veitinga- og matsölu í Breiðfirðingabúð Skólavörðustíg 6B Reykjavík og verð ur þar seldur matur og allskonar veitingar. Tökum veizlur og samkvæmi. Seljum smurt brauð og snittur út í bæ, köld borð og heit. Opið frá kl. 8—23,30. Ingibjörg og Steingrímur Karlssön. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.