Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 5
feíiS judagur 4. nóvi 1947.
ALÞÝ0UBL.AÐIÐ
Við Bosporus.
TÓNLISTARFÉLAGIÐ:
Jórunn Víðar
heldur
annað kvöld kl. 7 í Ausíurbæjarbíó.
Viðfangsefni eftir Bach, Beethoven, Chopin, Ðebus-
sy_og Paganini—Liszt.
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Lárusi Blön-
dal og Bækur og ritföng, Austurstræti 1.
Byggingafélag verkamanna
'geta fengið keypta tveggja harbergja íbúð í I.
flokki.
Þannig er útsýnin frá Istanbul, Evrópu megin við Bosporus, ytir tii U-itiu-Asíu strandarinn-
ar. Fremst á myndinni sést gamalt bænahús hinna fyrrverandi Tyrkjasoldána.
Umsóknum sé skilað.til Gríms Bjarnason-
ar Meðalholti 11 fyrir 12. þ. m.
„ÉG ÓTTAST EKKI .stríð
við Rússa, en ég óttast óreiðu-
ástand í heiminum, sem að-
eins getur orðið til hagnaðar
fyrir Rússa og skaða fyrir
lönd, sem þarfnast efnislagra
framfara og borgaralegs
frelsis.“ Þetta sagði við mig í
gær vel upplýstur tyrknesk-
ur blaða- og stjórnmálamað-
ur, sem verið hafði trúnaðar-
maður Ataturk á hans dög-
um, í skuggalegum garði, þar
sem vel sást yfir Bosporus.
Þessi orð bera vott um hina
almennu skoðun meðal
Tyrkja í dag, sem sjá að í nú-
verandi ástandi í alþjóðamáL
um geta Bandaríkin ein af-
stýrt óreiðu. Spurningin er
hvort Bandaríkin muni taka
skynsamlega til starfa og í
tæka tíð og einbeita sér sér-
staklega við efnahagslega að-
stoð, því að tíminn er, hugsa
Tyrkir, ábati þess stórveldis,
sem þarfnast óreiðu og ör-
yggisleysis tii að byggja upp
skipulag sitt. Tyrkir trúa því
að engin óreiða geti skapazt
í sínu landi, en þeir eru ekki
eins vissir um önnur lönd fyr
ir botni Miðjarðarhafsins.
Á síðustu tólf mánuðum
hefur ekkert gerzt, sem hagg-
að hefur þeirri skoðun minni,
að Tyrkland sé traustara og
betur sameinað en öll önnur
ríki í þeim hluta heims. Ó-
traustir, stórir þjóðernis-
minnihlutar veikja 'það ekki
lengur, eins og þeir, sem urðu
gamla Tyrkjaveldi til falls,
og þó hefur lýðveldið nýja
náð þeim sjálfsaga, sem ein-
GREIN ÞESSI birtist í
hinu kunna og áreiðanlega
hlaði „The Manchester
Guardian Weekly“ og er
eftir M. Philips Prise, M.
P., en höfundurinn var
síaddur í Istanbul er hann
ritaði greinina, sem fjallar
um Tyrki og afstoðu þeirra
í alþjóðamálmn.
kenndi gamla veldið. Alda-
löng reynsla hefur kennt
Tyrkjum hvernig þeir eiga að
haga sér gagnvart nágrann-
anum volduga í norðurátt.
Þeir eru fastráðnir í að sýna
Rússum, að þeir muni veita
öllum yfirgangi viðnám, en
þeir eru einnig fúsir til sátta.
Skyldu m;enn veita því at-
hygli, að rússneski sendiherr
ann í Ankara fór þaðan fyrir
18 mánuðum og hefur ekki
komdð aftur til Tvrklands, en
Tyrkir höfðu sendiherra sinn
í Moskvu allan þann tíma.
RÚSSLÁND OG SUNÐIN
Að þessu leyti hafa þeir
alveg sömu stefnu og Bretar
og láta ekkert tækifæri ónot-
að til þess að sýna Rússum,
að vinsamlegrar samvinnu sé
óskað. Til dæmis fór hluti af
brezka flotanum nýlega í
heimsókn til Tyrklands, og
efitir ágætar viðtökur þar hélt
hann áfram til Sevastopol. Á
öllum heyrði ég að viðtökurn-
ar hefðu verið einlægar og
næsta alúðlegar, og hefðu
sennilega orðið að nokkru
gagni, enda þótt þær hefðu
gert meira gagn, ef ekki
hefði til þess komið að öllum
brezkum, amerískum og rúss-
neskum fréítariturum var
neitað um að koma á staðinn
frá _ Moskvu, til þess að
segja frá heimsókninni. Heim
sóknin olli nokkrum óvin-
veittum athugasemdum í ó-
| merkari blöðum í Tyrklandi,
en hinum greindari mönnum
líkaði hún vel.
Nú er ástandið á þann veg,
að Bosporus og sundin, sem
gætu verið brú milli Austur-
og Vesturlanda u.ndir stjórn,
ssm færi eftir alþjóðlegu
samkomuiagi um endurskoð-
un Montreaux-samþykktar-
innar, hefur orðið hluti af
varnargirðingu til þess að
hindra yfirráð Rússa á Aust-
■ur-Miðjarðarhafi. Þetta er ár-
angur utariríkismálastefnu
Rússa síðast liðið ár.
Tyrkir ætla ekki að Iáta
drapa sig inn í neinar að-
gerðir, sej^fr torvelda sam-
vinnu helrra við, Breta. Á
þetta 'Einkanle^a við í sam-
bandi við Arabavandamálin.
Ég kcmst að raun um að
1 menn hörmuðu þar, að sum
: A.rabaríkin og einkum
Egvptaland hafa tekið af-
s'öðu gegn Bretum og ef til
vill gegn öllum erlendum á-
hrifum, þó ekki af eins mikl-
um krafti. En samskipti
Tyrkja við Arabaríkin eru á-
j fram góð og mjög góð við
j Irak. Nýlega samþykkti tyrk-
J neska þingið samninginn
1 milli Tyrklands og Irak og
Atvinnuleysisskráning fer fram á Vinnumiðl-
unarskrifstofunni, Vesturgötu 6, þriðjudaginn
4., miðvikudaginn 5., fimmtudaginn 6. þ. m.
kl. 10—12 f. h. og 5—7 e. h.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
hann gengur í gildi strax.
Töfin, sem varð á því að Irak
samþykkti samninginn, staf-
aði af öfundsýki og gamalli
tortryggni frá tímum Tyrkja-
veldis hins gamla.
Sýrland er auðvitað óá-
nægt út af börginni Alexand-
retta, en Tyrkir finna, að
geta ekki látið hana Sýrlandi
eftir, því að hún er eina góða
höfnin á strönd þeirra. Samt
leyfa þeir Sýrlendingum af-
not af höfninni. Arabar eru
samt yfirleitt ekki eins vel
bjálfaðir í stjórnmálum og
Trykir og telja það góða
stefnu að efna til ósamkomu-
lags í Palestínu, jafnvel þótt
bað sé aðe.ins hagnaður fyrir
Rússa. Hvað viðvíkur Egypta
landi er rotið ástandið innan
þess lands eitt næg skýring
þess, hvers vegna auðveld-
asta leiðin til að beina at-
hygli Egyptanna frá því að
hugsa um ástandið innan-
lands er að berja bumbu hat-
urs á Bretum. Konungurinn
og ráðherrar hans hafa þetta
í huga, en Wafd-flokkurinn
telur að þjóðarrembingur gefi
frábær tækifæri til þess að
yfirbjóða konunginn og kom-
ast aftur til valda. Allt þetta
skilja Tyrkir mjög vel.
Af eðlilegum ástæðum
valda Grikklandsmálin þó
nokkurri óró í Tyrklandi.
Nokkrir landflóttamenn Mú-
ham'edstrúar komu fyrir
skömmu frá Vestur-Þrakíu.
Er npkkur tilhneiging til að
halda að Bretar og Banda-
ríkjamenn eigi að hafa herlið
í Grikklandi eðasendaþangað
her, en þeir, sem hyggnari
eru í Tyrklandi, skilja að síð-
ur má byggja vonir á erlend
um her en sameiningu allra
lýðræðisafla í Grikkandi.
Hin nýja gríska stjórn þykir
því vera spor í rétta átt.
ÖRÐUGLEIKAR BRETA
Mér fannst það almenn
skoðun, að Bretar myndu
sigrast á fjármálavahdræðum
sínum. Æsandi fréttaskeyti
frá Lundúnafréttaritara dag-
blaðs eins í Istanbul, sem gaf
í skyn breytingar á utanrík-
ismálastefnu Breta, er ekki
tekið alvarlega. Skilja menn,
að viðskiptasamningur milli
Rússia og Breta, ef hann næst
með góðum skilmálum, er öll-
um til góðs og gefur ekki til
FramhaLi ð 7. síðu.