Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIP Þriðjudagur 4. nóv. 1947. Jón Gaugan. FRÁ JÓNI J. GANGAN. Lundúnum. Heiðraði ritstjóri, Ævar Andi! Sæll og blessaður. Vona að þér líði vel. Mér líður alveg dá- samlega, maður. 200 % lukka og velgengni maðuir. Ég hef komist í kynni við flugríkan gyðing. Flóttamann. Það er déskotans mikið af flóttamönn- um í Lundúnum. Þessi er, sem sagt flugríkur. Veit ekki á hverju hann hefur grætt; veit bara, að ég ætla mér að græða á honum og illa er ég svikinn ef það tekst ekki. Ég er, sem stendur að selja honum Heklu- hraun. Hluta af því, eða öllu heldur, — við ætlum í samein- ingu að hefja framleiðslu á kjarnorku í stórum stíl úr Hekluhrauni, sem hann heldur auðvitað að tilheyri lávarðs- dæmi mínu. Hann hefur boðið mér fimm miljónir sterlings- punda, að mig minnir, fyrir Heklu sjálfa, en ég hef ekki kært mig um að láta hana að svo stöddu. Hann ætlar að koma upp næsta sumar og dvelja í höll minni í boði mínu, en ég bý á hans kostnað hérna, á meðan ég dvel hér. Ég hef sýnt honum mynd af höllinni minni. Átti nefnilega í fórum mínum mynd af þjóðleikhúsinu. Sú mynd vekur almenna hrifningu meðal kunningja kunningja míns, sem margir eru sérfræðingar í list- um og húsabyggingum og þess háttar. Þeir hafa spurt mig um ýmislegt því viðvíkjandi, með- al annars um herbergjafjölda. Ég hef svarað dálítið óákveðið, sagt meðal annars, að alltaf væru ný herbergi og jafnvel stórsalir að finnast. Heyrðu . . . geturðu gert mér þann greiða, að ná í einhverjar nánari upp- lýsingar fyrir mig um þetta hús, því ég hef grun um, að ég verði beðinn að flytja fyrirlestur um það í einhverju félagi innan skamms. •— Virðingarfyllst Jón J. Gangan Lord of Hecla. Heyrðu, segðu Tolla, að ef hann hefur ekki nóg upp úr bílnum með þessum benzín- skammti, verði hann bara að seíja sprútt. J. J. G. L. o. H. DE PROFOUNDES. (í kjallaranum). Úr djúpunum hrópa ég hárri röddu. Ég kvað sumsé vera staddur í Svartadauðavítinu . . . Hvernig ég er þangað kominn, veit ég ekki; en mig rámar óljóst í að borðalagðir og gull- skreyttir drísildjöflar hafi fylgt mér hinnsta spölinn . . . En hvernig stendur á því að ég er hingað kominn? Mig minnir að ég hafi verið að greiða gjöld mín til ríkissjóðs,------ gjöld, umfram skyldugjöldin; umfram það, sem beztu borgarar greiða. — Þetta eru launin! Vatn! Vatn! Vanþakklátu valdhafar! Ég er þyrstur! Ég nötra af kulda! Og fölsku tennurnar í munni mér, glamra Hnotbrjótssvítuna eftir Tchaikovsky. •— Vanþakklátu valdhafar! sem búið yðar tryggustu stuðningsmönnum gerfivíti, — en gleymið eldinum! John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU „Ef mögulegt væri. Mat- heson er búinn að eyða heil- miklu í málið“. „Jæja, það er ekki líklegt, að ég verði þess megnugur að gefa nokkrar upplýsingar fyrr en annað kvöld, ef það er nokkur huggun fyrir þig. En eftir það mun allt verða í höndum Snargrove". „Snargrove?" æpti ég. „Auðvitað. Ég hef ekkert vald til að taka mann fastan. Þegar ég hef unnið eið að því sem ég veit og leitt lög- regluforingjann og menn hans að dyrunum með sönn- unina í vasanum, er verki mínu lokið.“ „Og þá fær Snargrove all- an Ijómann.“ „Já; hann tekur það ómak af mér. Það er slæm hindrun fyrir leynilögregluþjón, að vera vel þekktur. Að geta verið óþekktur er eina eign- in, sem leynilögreglumaður á fram yfix venjulegan starf- andi lögregluþjón. En vertu aldeilis rólegur út af hinum blöðunum. Ekkert þeirra mun nema rétt aðeins geta um handtökuna, — ef þau þá gera það!“ Hann bandaði mér burtu. „Farðu nú heim og farðu að skrifa þessar greinar í föstudagsblaðið. Það mun birta Englandi nýja æsi- fregn.“ Og það fór ég að gera, þegar ég kom heim. Klukkan var víst orðin þrjú, þegar ég komst í rúmið. En það var ekki ætlun mín að missa af því að vita alveg um raimverulegu handtök- una. Þess vegna var ég kom- inn að dyrunum hjá McNab klukkan hálf ellefu morgun- inn eftir. Við fórum út í Enderby garden saman. Þegar við vor- um komnir upp á Campden- veginn gengum við að torg- inu, • en á því miðju voru garðarnir. McNab var innilega glað- ur með sjálfum sér, en ég geri ráð fyrir, að ég hafi ekki getað leynt æsingu minni. Hann benti mér á, hve á- kaflega vel staðurinn hæfði tilgangi okkar: — rólegt torg, þar sem aðeins einn þröngur vegur lá að því og annar frá því yfir á næstu götu. „Við þurfum máske að bíða klukkustundum saman, skal ég segja þér,“ sagði hanm „En það er sæti fyrir innan garðshliðið, og þar getum við setið og reykt pípurnar okk- ar án þess að vekja mikla athygli. Og,“ bætti hann við og kýmdi, „ef við verðum uppiskroppa með eldsþýtur, þá verður eldspýtnasali alveg rétt hjá okkur fyrir utan hliðið.“ „Þú virðist mjög viss um, að hún muni koma.“ „Mjög viss. Það hefur Kin- loch verið, þegar hann kaus sér þennan stað. Og hver gæti efast um það, eftir að hafa heyrt frásögn Howleys af aitburðinum í gær? Hana langaði augsýnilega til þess að tala við Kinloch, þegar hún sá hann sitja þarna blindan beiningamann. Og maðurinn ýtti henni auðsjá- anlega inn í bílinn til þess að hindra það. Howley lýsti honum, að hann hefði verið fölur. Ég er viss um, að hann hefur verið það á þessari stundu. Hugsaðu þér það. Hann uppgötvaði, að hann var alveg á næstu grösum við mann, sem gat yfirlýst hann sem morðingja, með æsta konu á aðra hlið sér, og lögregluþjón á hina. Taugar? Já; þessi náungi hlýtur að hafa stáltaugar. Það var heppilegt fyrir hann, að það voru engin svik;. að Kinloch var blindur.“ „Þá getur hann hvorugt þeirra þekkt i sjón.“ greip ég fram í. „Alveg rétt; en Kinloch taldi víst, að hún myndi tala við hann, þegar henni brygði svo í brún við að sjá hann sem beitlara. Það er enginn vafi, að hann hafði sínar á- stæður til að halda það, og það sem kom fyrir í gær sýn- ir, að það var ekki út í blá- inn.“ Hann leit gletnislega á mig, þegar við gengum á- fram. „Þú þekkir ekki mikið til ferða kvenna enn þá. Þegar kona hefur ákveðið, að hún skuli gera eitthvað, þá gerir hún það. Þú gætir komið í veg íyrir það einu sinni eða tvisvar. En fyrr eða síðar, þegar þú þyrftir einhverju öðru að sinna eða þó að þú aðeins lítir af henni andar- itiak------“ Orðin enduðu skyndilega í Ævintýri Bangsa „Það býr eitthvað undir þess- ari góðvild yrðlinganna“, segir Maggi mús. Um leið og hann er að sleppa orðinu, hverfa yrðling arnir frá, og Maggi, sem ekki getur að tortryggni sinni gert, vill að þeir Bangsi fari út til þess að aðgæta, hvað þeir hafi fyrir stafni. Bangsi neitar því; segir að það fari vel urn sig, og það sé gaman að sitja inni í svona skýli. En . . . þá hrynur segir, að það fari vel um sig, höfðu gengið þannig frá sperrun um, að þeir þurftu ekki annað en kippa í spotta, til þess að allt hryndi. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: . ÖRN ELDSNG ÖRN: Er það ætlun þín, að ég FLUGMAÐURINN: Já. Við höí- vængjunum, sem hefur áhrif á ÖRN: Allt í lagi. — Til er ég í kasti mér niður á vængi þrýsti- um aluminiumplötu undir hinn sjálfvirka stýrisútbúnað . slarkið eins og fyrri daginn! Ioftsflugumrar? — -— — þrýstloftsflugunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.