Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4.
í’.r;ifA.
nóv.
1947.
ALÞYÐUBLAÐIð
«--------------------------♦
Bœrinn í dag,
, -----------------------—•
Ilelgidagslæknir er Friðrik
Einarsson, Efstasundi 55, sími
2565.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
apóteki, sími 1618.
Ljósatími ökutækja
er frá klukkan 16.50—7.30 að
morgni. — Enginn má stýra bif
reið nema hann hafi ökuskír-
teini, er heimili honum að stýra
bifreið. Meðan ekið er, má bif-
reiðarstjóri ekki sleppa hendi af
stýri bifreiðar sinnar, og varast
skal hann að tala við farþega.
75 ára
varð á sunnudaginn, 2, þessa
mánaðar, Guðrún Eiríksdóttir
verkakona, Hallveigarstíg 6 A.
Guðrún var ein af stofnendum
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar.
65 ára
verður í dag Ingibjörg Gísla-
dóttir, Leifsgötu 21, var áður á
Lindargötu 60.
Gjafir og áheit
til Blindravinafélags íslands:
Til minningar um Sigríði Ólafs-
dóttur frá K. Ó. kr. 1000. Til
minningar um Björn Jónsson,
sem lézt á Eilliheimilinu Grund
12/9 1947 frá börnum Lilju
dóttur hans kr. 300. Frá J. E.
kr. 100, áheit frá B. 200, frá N.
N. 30, áheit N. N. 100, áheit frá
K. M. 100, áheit frá Dóru kr.
50, frá N. N. kr. 10. Innilegar
þakkir. Þórsteinn Bjarnason,
form.
Jóns Baldvinssonar for-
seta fást á eftirtöldum stöð
um: Skrifstofu. Alþýðu-
flokksins. Skrifstofu Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
Skrifstofu V.K.F. Fram-
sókn, Alþýðubrauðgerð,
Laugav. 61 ,í Verzlun Valdi
mars Long, Hafnarf. og hjá
Sveinbimi Oddssyni, Akra
nesi.
Minningarspjöld Barna-
spílaiasjóðs Hringsins
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
Kaupum fuskur
Baldursgötu 30.
Utbreiðfð
Alþýðublaðið
Septembersýningin.
(Frh. af 3. síðu.)
Hinn annars geðfeldi lista-
spekingur, Zervos, er dálítið.
skrítinn og þokukenndur á
köflum, Kjartan Guðjónsson
talar um konú, sem sé hinn
táknræni grundvöllur lista-
verksins — ekki veruleika-
grundvöllur þess, og Zervos
ræðir um það, sem felist
undir yfirborði hlutanna11.
®>að er það sagast sagt furðu-
legt, að hinn af Þorvaldi
Skúlasyni dásamaði listfræð
ingur virðist fyrst nú alveg
■nýlega vera búinn að fá
vitneskju um, hvaða kröfur
eru gerðar í Sovétríkjunum
til listar. Kannski hann hafi
gengið með kommaglýju í
sjáöldr-unum eins og margur
hér á landi á þeirri tíð, sem
ég var tiltölulega einn um að
benda á hin raunverulegu
sjónarmið Rússa í bókmennt
um og listum og hina þýlegu
þjónustu Andréssona og Jak-
obína v.ið þessi sjónarmið?
Guðm. Gíslason Hagalín.
Tyrkland.
Framh. af 5 síðu-
kynna neina breytingu á ut-
anríkismálastefnu Breta. —
Einnig er það almennt skilið,
að dollaravandræði Breta eru
ekki þeirra eigin sök, og Am
eríka hefði átt að skilja að
frjáls viðskipti og viðskiptá-
samningar, sem margir
standa að, eru óframkvæm-
anleg í fjármálum heimsins
nú á dögum. En um leið verð-
ur að hafa það í huga, að
nokkuð reynir á tryggð
Tyrkja við Breta, því að
Bretar eru í skuld við Tyrki
fyrir þurrkaða ávexfti og aðr-
ar framleiðsluvörur frá síð-
ustu árum. Tyrkir bíða enn
eftir útflutningi frá Bretum
og -eru enn langt fyrir aftan
samveldislöndin og því fyrr
sem Bretar geta sent Tyrkj-
um brautarteina og útbúnað
til járnbrauta, sem þá vantar,
rafmagnsvélasamstæður til
orkustöðva og vegalagninga-
vélar, því fyrr hættir að
reyna á hollustu þeirxa við
Breta.
r
ÁRROÐI, blað ungra jafn-
aðarmanna í Reykjavík, 5.
tölublað þessa árgangs, er
nýkominn út og flytur með-
al annars þessar greinar:
Lestu Þjóðviljann?, Lands
mót S. U. J., haldið að Hvann
eyri dagana 7. og 8. júní, eft-
ir Eggert Þorsteinsson, Hvað
er stjórnmálaflokkur? grein
eftir Þorstein Svanlaugsson,
Dýrtíðin og afkoma alþýð-
unnar, grein eftir Jón Hjálm
arsson, 20 ára afmæli FUJ,
Kvennasíðan: Hagnýtt nám,
grein eftir Herdísi Maju
Brynjólfsdóttur, Hvítasunnu-
ferð FUJ, eftir Egil Þorsteins
son, Er afturbaldið að breyt-
ast? eftir Guðjón A. Sigurðs
son frá Kirkjubóli, Slungimn
náungi, þýdd saga eftir Jens
Locher, og fleira. Þá er í blað
inu mi'kill fjöldi mynda.
Grófin milli Vestur-
göfu og Tryggva-
götu gerð að bíla-
stæðum.
LÖGREGLUSTJÓRINN í
Reykjavík hefur lagt til að
svæðið milli Vesturgötu,
Grófarinnar og Tryggvagötu
verði tekið fyrir bílastæði
svo fljótt, sem unnt er.
Hefur hafnarstjóri og bæj-
arverkfræðingur gefið bæj-
arráði umsögn um þetta mál,
en bæjarráð hefur beint því
til hafnarstjórnar að segja
upp leigumálum um lóðir á
þessu svæði í því skyni að
þar verði lögð niður benzín-
sala og þess háttar starfsemi
eigi síðar en 1. júní næst
komandi.
Pálmi Hannesson
heiðraður í dag.
PÁLMI HANNESSON
rektor á í dag að flytja fyrir
lestur á fundi hins koijiung-
lega danska landfræðifélags
í Kaupmannahöfn. Á fuúdin-
um verður rektor veitt
Egede heiðursmerkið, sem
síðast var .veitt prófessor
Ahlman frá Stokkhólmi.
• Rektor mun tala um Heklu
gosið og sýna kvikmyndir af
því.
Góð síldíeiði í Hval-
firði um helgina.
UM HELGINA fékk Rifs-
nesið um 1600 mál síldar,
þar af 900 mál á laugardag-
inn í þremur köstum og 700
mál á sunnudaginn í tveimur
köstum.
Enn fremur fékk vélbát-
urinn Keilir 600 mál á sunnu
daginn, Fagriklettur 1000—
1100 mál og Guðmundur Þor
lákur 200 mál.
Rifsnes og Keilir notuðu
net með 32 möskvum á aiin,
en hinir tveir síðar nefndu
venjulega grunnnót, þar sem
riðillinn er 30 möskvar á al-
in.
Samkvæmt upplýsingurn
frá Sveini Benediktssyni var
síldin langmest í Hvalfirði,
en í Kollafirði var fremur lít-
ið um síld, þó öfluðu nokkr-
ír bátar þar á sunnudaginn,
en í fyrrinótt urðu bátar,
sem áttu lagnet, fyrir miklu
netatjóni, bæði í Hvalfirði og
Kollafirði, vegna hvassviðris
ins, og í gær var engin síld-
veiði.
Á ísafirði bíða nú skip
með um 4000 mál síldar, sem
eiga að fara til Siglufjarðar.
HANNES Á HORNINU.
ástæðulausu að mínu áliti. Það
er líka mikið talað um aðra hlið
þessa máls. Ekki svo fáar sög-
ur ganga um það, að það fær-
ist nú allmjög 1 vöxt, að sumir
bílasalarnir selji talsvert af þess
um bílum á svörtum markaði.
Er ekki full ástæða fyrir verð-
lagseftirlitið að rannsaka hvað
til er-í þessu?“
Alþjóðlegt jafnaðar-
mannamóf í Anf-
werpen í næsta
mánuði.
ALÞJÓÐLEGT JAFNAÐAR
MANNAMÓT verður háð í
Antwerpen í Hollandi dag-
ana 28. nóvember til 1. des-
ember, og hefur það verið
undirbúið af sérstakri nefnd
undir forsæti franska jafnað
armannsins Salomons Grum-
bachs.
Talið er, að aðalmál móts
ins verði endurreisn alþjóða
sambands jafnaðarmanna og
þátttaka þýzkra jafnaðar-
manna í mótinu. Eru jafnað-
armannaflokkarnir í Frakk-
landi og Belgíu hvetjandi
þess, að alþjóðasambandið
verði endurreist, en brezki
Alþýðuflokkurinn og jafnað-
armannaflokkarnar í Aust-
ur-Evrópu munu vera því
andvígir. Alþýðuflokkarnir á
Norðurlöndum og jafnaðar-
mannaflokkarnir í Vestur-
Evrópu munu styðja það, að
þýzkir jafnaðarmenn taki
þátt í mótinu, en jafnaðar-
mannaflokkarnir í Austur-
Evrópu og Ítalíu munu verða
því andvígir.
Ný símaskrá
-ínýju broti.
NÝJA SÍMASKRÁIN er
væntanleg til símanotenda í
þessum mánuði og er prentun
hennar nú nýlokið og er verið
að binda hana. Hefur Ólafur
Kvaran, ritsímastjóri, búið
skrána undir prentun og séð
um útgáfu hennar.
I Reykjavík og Hafnarfirði
eru nú 7460 símanúmer í notk
un. 1860 nýir notendur, um-
fram þá, sem skráðir eru í
'gömlu símaskrána, eru skréðir
eru í nýju símaskrána.
I símaskrána nýiu ieru
skráðar 380 landsímastöðvar
aneð um 6000 símanotendum
utani Reykjavíkur og Haínar-
fjarðar.
Að efni til er símaskráin
nýja svipuð því, sem áður
var. Hins vegar er 'hún mjög
breytt að ytra útliti. Aðal-
breytingin er sú, að brotið er
stærra og líkist meira en áður
var því, sem venja er um er-
lendar símaskrár, og eru tveir
'dálkar á hverri síðu í stað
eins áður. I stað stafrófsins
sem var á gömlu símaskránni
eru prentaðir uppsiáttarstaf-
ir fyrir ofan hvern dálk. Kápu
pappírinn er mýkri og minni
'hætta á að hann brotni, þótt
skráin verði fyrir 'hnjaski.
Engar auglýsingar eru í síma
skránni að þessu sinni. ■
Viðbætir við símaskrána
verður fx-amvegis gefin út
með þeim hætti, að teknar
verða upp í hann allar skrá-
setningar síðasta viðbætis á
undan, þannig, að jafnan
verður aðeins einn viðbætir í
gildi.
Gert er ráð fyrir, að út-
burður símaskrárinnar geti
farið fram í þessum mánuði
í Reykjavík og Hafnarfirði og
Amerísk skáldkona
/
skrifar um Island.
AMERÍSKA skáldkonan
Agnes Rothary Pratt, sem
hér var síðast liðið sumar,
er nú komin til Bandaríkj-
anna og vinnur að bók sinni
um ísland. Hún hefur áður
skrifað bækur um öll hin
Norðurlöndin, og hyggst að
skila handriti að íslandsbók
inni 1. jan. til Viking Press.
Hún varð svo hrifin af dvöl
sinni hér í sumar, að hún
er þegar byrjuð á barnabók
um ísland, sem Dodd Mead
Co. útgáf'UÍélagið mun gefa
út. Viking Press bókn kem-
ur út í júní.
Bifreið hvolfir við Lög-
berg.
í FYRRINÓTT ók hálf-
kassabíll út af veginum ná-
lægt Lögbergi. 10 manns
voru í bifreiðinni og slösuð-
ust þrír nokkuð.
Ein kona, sem í bifreiðinni
var, meiddist mest, en hún
hlaut allmikla áverka á
höfði. Var farið með fólk það,
sem meiðzt hafði, á lækna-
varðstofuna og þar gert að
sárum þess.
Eigandi bifreiðarinnar er
Bjarni frá Túni við Þjórsá,
og var bifreiðin á leið í bæ-
inn, þegar hún valt.
Talið er að orsök slyssins
sé sú, að hjólbarði á fram-
hjóli hafi sprungið.
Yfirlýsing frá sýning-
arnefnd Ljósmyndara
r
félags Islands.
VEGNA skrifa í Þjóðvilj-
anum s. I. sunnudag, um til-
vonandi ljósmyndasýningu
ljósmyndarafélagsins og
skipti félagsins og viðskipta-
nefndar, vill sýningarnefnd-
in taka fram eftirfarandi:
Við, sem að sýningu þess-
ari stöndum, viljum ekki að
málefni okkar séu á einn eða
annan hátt notuð í pólitísku
skyni, enda eru umrædd
skrif í algjörri óþökk okkar.
Það er ekki rétt, að við höf
um hvorki fengið álieyrn né
afgreiðslu hjá viðskiptanefnd
því að við höfum nú þegar
fengið gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfi, sem reyndar
er mjög lítið, og stöndum í
samningum við nefndina um
frekari úrlausn.
Þó að erfiðlega hlási í bili,
treystum við ljósmyndarar á
að úr r.ætist, svo hin fyrir-
hugaða ljósmyndasýning 100
ára (ekki 50 ára eins’ og sagt
var í Þjóðviljanum) ljós-
myndagerðar á íslandi geti
orðið fyrr en síðar.
Sýningarnefndin.
um svipað leyti verði hægt að
senda hana út um land.