Alþýðublaðið - 11.11.1947, Side 8

Alþýðublaðið - 11.11.1947, Side 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Vesturgötu Þriðjudagur 11. nóv. 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: * Seltjarnarnes. Talið við afgr. Sími 4900. Minningarguðsþjón usfa um Steinþór Sigurðson magisfer í Dómkirkjunni á morgun. MINNINGARGUÐSÞJÓN- USTA í tilefni af útför Stein þórs Sigurðssonar magisters fer fram í Dómkirkjunni á morgun og hefst hún kl. 1.30 síðdegis. Ríkisutvarpið heiðrar minn ingu hins látna með því að útvarpa rrjinningarguðsþjón- ustunni. Úiför Jóns iiiidals Sór frarn í gær aS si8 sföddu fjöfmenni. ÚTFÖR JÓNS BLÖNDALS hagfræðings fór fram í gær að viðstöddu fjöhnenni og var hinn látni jarðsettur í gamla kirkjugarðinum. Við sorgarathöfn í dóm- kirkjunni flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup ræðu, en dómkirkgukórinn _ söng undiir stjórn dr. Páls ísólfs- sonar. Úr kirkiunni var kista hins látna borin af starfs- bræðrum hans við trygginga stofnun ríkisáns. í kirkjugarð af félögum hans í hagfræð- ingafélainu, og síðasta spöl- inn að gröfinni af bekkjar- bræðrum hans í mennta- skólanum. Pálmi rekfor kom inn heim frá Höfn. PÁLMI HANNESSON 'rektor kom heim frá DanT mörku um helgina. Flutti hann fjóra fyrirlestra um Heklugosið í Höfn, og sýndi kvikmyndir af þvi. Einn fyr- irlestur flutti hann í land- fræðingafélaginu danska, þar sem hann var sæmdur Egede orðunni, annan í jarð- fræðingafélaginu og síðan tvo í Dansk-Islandsk Sam- fund. Skemmiffundur í 11. bverffnu. ELLEFTA HVERFI Al- þlýðuflokksfélags R-eykja- víkur heldur spila og skemmtifund í samkomu- sal Alþýðubrauðgerðarinn ar á fimmtudagskvöld klukkan 8.30. Meðal ann ara munu þeir Erlendur Þorsteinsson og Finnur Jónsson mæta á fundin- um. Félagar fjölmennið og hafdð með ykkur spil. Óvenjulegt hjónaband Fyrir nokkru fár fram óvenjuleg hjónavígsla í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. Brúðguminn var 91 árs gamall síma- starfsmaður á efíirlaunum, P. Marinsen, og brúðurin 64 áa, Ida Hostrup að nafni. Hér sjást „ungu hjón:n“ á ráð- hústorginu eftir hjónavígsluna. Ný, þrjáfíu manna hljómsveit hóf æfingar á sunnudaginn. -------<y----- HSjómlistarmenD taka saman höndum um stofnun symfóníuhljómsveitar. --------4------- NÝ HLJÓMSVEIT, sem verið er að koma á laggirnar hér í bæ, hélt fyrstu æfingu sína.á sunnudaginn. Komu tæplega 30 hljómlistarmenn undir stjórn von Urbantseh- itsch saman í Hljómskálanum og léku verk eftir Schubert, Smetana og Tschalkovsky. Nú í vikunni verða haldnar þrjár æfingar til viðbótar, og gangi allt vel, ætlar hljóm- sveitin að halda hljómleika í byrjun desember. Það hefur gengið erfiðlega að halda sarnan ' klassiskri hljómsveit í Reykjaví-k und- anfarin ár, en nú hafa hljóm- listarmennirnir sjálfir tekið saman höndum og ákveðið að gera tilraun til að koma hljómsveit á fastan grund- völl. Komu þeir saman síðast liðið vor og kusu þá undir- búningsnefnd, sem þeir eiga sæti í Indriði Bogason, Fritz Weisshappel og Sveinn Ólafsson. Undirbúningur komst þó‘ ekki á skrið fyrr en í haust,, og fyrir rösklega viku var formlega ákveðið að hefja æfingar. Stóðu 35 hljómlistarmenn að þeim samtökum. Fyrsta æfingin var svo á sunnudag og stjórnaði von Urbantschitsch eins og áður gat. Voru leikin þessi verk: Rosamunde-forleikurinn eft- ir Schubert, Serenade eftir Tschaikovski og þrír dansar úr Seldu brúðinni eftir Sme- tana. Gekk æfingin vel og er áhugi mikill. Inddriði Bogason skýrði blaðinu svo frá í gær, að það væri ákveðið að stofna form- lega symfóníuhljómsveit hér ef þessi tilraun tækist. Væru nú komnir hingað fleiri góð- ir kraftar en áður hafa verið hér, þar sem allmargir ungir hljómlistarmenn eru komnir til landsins frá námi erlend— is, aðallega í Englandi. á Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum. Enn bá erum við fátækastir af blástursleikur- um, þótt nokkrir ágætir kraftar haf bætzt á því sviði nýlega. Á sunnudag var siökkvilið ið kallað í Engihlíð 10, og hafði þar kviknað í út frá olíukyndingu. Var sá eldur einnig slökktur án mikils tjóns. Hvalfjörður eins og fljótandi borg að næturlagi um helgina -------4------ 11 000 oiál öíða ymskipisoar i Reykjavík eftir mjög mikla síldargöngu. HVALFJÖRÐUR var eins cg fljótandi fcorg aö nret- urlagi um helgina, er ein mesta síldarganga haustsin.s gekk í fjörðinn. Var þa.r krökt af skipum, sem flest drekkhlóðu, og var í gær áætlað, að 11 000 mál væru i bátum á Reykja- vikuhöfn e'nni. Stcð nokkuð á uppskipun, auk þess sem veður í gær hamlaði frekari veiðum nokkuð. Alls mun nú haustsíldin vera orðin 52 000 mál, að því er kunnugi.r áætla. Eru 25 þúsund mál kcmin til Siglu- fjarðar, 6 000 mál á leiðinni þangað. um 10 000 mál hafa verið sett á land á Ákranesi cg 11 000 mál bíða nú í Reykiavík. Milli 40 og 50 skip voru að veiðum á /Hvalfirði um helgina, og hlaut Helgi Helgason frá Vestmannaeyj- um mestan afla, 1'900 mál, en það er mesti axli á eitt skip í haust. Vitað var um afla þessara skipa: Vilborg 500 mál, Kelga 1200 Inrólf- ur GK 300, Von Ve 700, Álfs- ey 500, Helgi Helgason 1900, Ágúst Þórarinsson 1000, Hafnfirðingur 750. Steinunn gamla 750, Andey 900, Freyja 700, Hugrún 1000. Reykjafoss er nú um það bil að byrja að lesta sild til flutnings norður. og tekur hann 10—12 þúsund mál. Þá eru þessi skip einnig að lesta: Fanney, Huginn, Ól. Bjarna- son, Sindri, Siglunes, Sæfell og Pálstjarnan. og Pólstjarnan. Þá hefur e.s. „Fjallfoss" að tilhlutun ríkisstjórnarinn- ar verið fenginn til síldar- flutninga og mun hann byrja að lesta innan skamms. K^ikar í Valna- JökSl ELDUR KOM UPP í véla- rúmi hir.s. nýja frystiskips, Vatnajckuls, í gær, og var slökkviliðið kvatt á vett- vang. Hafði kviknað í ein- angrun á röri. og tókst þeg- ar í stað að slökkva eldinn, án þess að alvárlegt tjón hlytist af. Skipið er nýkom- ið úr fyrstu ferð sinni til Bandaríkjanna. NORSKT SKIP, sem gert er úr stednsteypu, liggur nú á Reykjavíkurhöfn og af- fermir kol. Skipið heitir „Lady Kathleen“ og er frá iBergen. Var nokkuð gert af því á stríðsárunum, og raun- ar áður, að steinsteypa skips skrokka, en slík skip hafa örsjaldan komið hingað. „Einu sinni var" efíir Drachmann verður jólaleikritið í ár. -------4------- „Ská!hoIt“ eftir Kamban verðor sýnt nokkrum FÖinum fyrir jói. -------4------- L.EIKFÉLAG REYKJAVÍKUR byrjar í næsu viku að sýna á ný leikrit.ið ,,Skálholt“ eftir Kamban, en jólaleikrit félagsins verður að þessu sinni „Einu sinni var“ eftir Drachmann. Eins og kunnugt er, þá hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt undanfarið gamanl-eik- inn „Blúndur og blásýra“ og verður 10. sýning annað kvöld. en um eða eftir mið|a næstu viku hefjast sýningar á leikritinu ,,Skálholti“ eftir Guðmund Kamban. — Aðal- hlutverkin verða leikin af sömu leikurum og áður, en nokkur breyting verður á smáhlutverkurium. Þá hefur félagið ákveðið jólaleikritiið. en það verður að þessu sinni „Enu sinni var . . . . “ eftir Drachmann, en músikkin er eftir P. E. Lange-Múller. — Æfingar eru þegar byrjaðar. — Þetta ldkrit var sýnt hér árið 1925 og vakti þá mikinn fögnuð. — Adam Poulsen setti leik- inn þá á svið og lék sjálfur hlutverk prinsins. — Lárus Pálsson er leikstjóri að þe-ssu sinni. ... , .

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.