Alþýðublaðið - 12.11.1947, Qupperneq 4
4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
Eitt þar, annað hér,
ÞAÐ mætti verða mjög
ilærdómsríkt fyrir þá, sem
trúa þvi, að kommúnistar
séu að berjast fyrir velferð
verkalýðsins, að athuga einu
sirmii gaumgæfilega muninn
á sfcefnu kommúnista í Vestur
Evrópu, þar sem þeir eru ekki
við völd, og í Austur-Evrópu,
þar sem þeir hafa brotizt til
valdia í skjóli rússnesks setu-
liðs.
í Vestur-Evrópu er Frakk-
land einna ljósasta dæmið
um stefnu kommúnista. Það
orkar ekki tvímælis, að þeir
stefna þar að mögnun verð-
bólgunnar þar til allt er kom-
ið í kalda kol og öngþveitið
orðið svo mikið, að þeir telja
einhverjar líkur fyrir því,
að hrn langþráða bylting
megi takast. í þessu skyni
æsa þeir upp til daiglegra
verkfalla sem í orði kveðnu
eiga að bæca kjör verkalýðs-
ins með kauphækkunum, þó
að reyndin sé sú, að þau fari
stöðugt versnandi sakir vax-
andi verðbólgu, sem verk-
föllin og kauphækkanirnar
eiga sinn mikla og örlagaríka
þátt í.
Fyrlr kommúnista á Frakk
landi, og í Vesrtur-Evrópu
yfirleitt, er það hins vegar
algert aukaiatriði, þó að kaup
hækkanirnar reynist blekk-
ing ein og verra en það vegna
þess. að verðhækkunin gleyp
ir þær jafnharðan og meira
en það. svo sem sjá má á vax
andi gapi málli vísitölu fram-
færslukostnaðarins og vísi-
tölu kauplagsins á Frakk-
landi; því það er ekki velferð
verkamamjaheimilanna, sem
kommúmistar eru að liugsa
um, — þeim má blæða fyrir
verkföllin og hina vaxandi
verðbólgu, ef aðeims komm-
únistaflokkurinn telur sér
póliitískan vinning í.
Þannig er stefna kommún-
isita í Vestur-Evrópu. — og
einnig hér á íslandi.
*
En í Austur-Evrópu, þar
sem þeir sjálfir eru við völd
og ættu að geta sýnt yfiir-
burði kommúnistísknar
stjómar fyrir verkalýðinn,
kveður við töluvert annan
tón. Þar má engin verkföll
gera, að við lagðri fangelsis-
visit, ef ekkii einhverju öðru
verra; og kauphækkanir em
fordæmdar vegna hættunnar,
sem nú er á því, að þær hafi
verðbólgu og hrun í för með
sér. Em þó kjör verkalýðs-
ins á Rússlandi og 'í Austur-
Evrópu yfirleitt, ekki svo
beysin, að verkamönnum þar
veiti af að kaup þeiirra væri
hækkað.
Mjög athyglisvert dæmi
um þessa launapólitík komm-
únista í Austur-Evrópu em
eftirfarandá. ummæli hins
kommúnstíska forseta Al-
þýðusambandsins í Tékkó-
slóvakíu fyrir nokkru:
ALÞYÐUBLAÐBÐ
Bömin og kirkjan. — Geta kennararnir ekki farið
með bömin í kirkjuna. — Orðsending frá móður.
— Gjalökeri skátanna skrifar um gjaldeyrismál.
— Vilja bankamir ekki erlendan gjaldeyri?
MÓÐIR skrifar: „ÖIl börnj
vilja fara í kirkju og ég tel það
góðs vísi. Sumir foreldrar
hvetja börn sín til að sækja
kirkjurnar á snnnudögum, en
allt of margir gera það ekki.
Það er staffreynd að skólarnir
hafa tekið við uppeldisskyld-
unni af heimilunum. Sjálfri
finnst mér að það sé ekki eins
og það á að vera, en það er
tómt mál að ræða um það að
þessu sinni. Nú vil ég spyrja:
Geta skólastjórar og kennarar
ekki hvatt börnin til að fara í
kirkju? Geta ekki kennararnir
eytt fyrri hlnta sunnudagsins í
það að fara með bekkina sína í
kirkju? Ég skil ekki í öðru en
' þetta sé hægt og vildi ég hvetja
kennara til þess að athuga
þetta.
VIEBERGUR JÚLÍUSSON
gjaldkeri Jamboreefara skrifar
að gefnu tilefni: „Út af bréfi og
fyrirspurn Lofts í pistli þínum
s.l. sunnudag, varðandi eftir-
stöðvar af erlendum gjaldeyri
hjá okkur skátunum og skila-
grein á honum, langar mig til
þess að biðja þig að þirta eftir
farandi: Fararstjórn íslenzkra
Jamboree-fara varð sammála
um það í upphafi, að yrði ein-
hver gjaldeyrir eftir að aflok-
inni för skátanna á Friðar-
Jamboree í Frakklandi s.l. sum-
ar, skyldi honum skilað aftur
til Landsbanka íslands. Við
vorum ekki trúaðir á að svo
yrði, en á þetta var þó minnzt
meðal fararstjórnarinnar, áður
en lagt var upp í hina löngu og
miklu för.“
„ÞAÐ HAFÐI að vonum
reynzt okkur miklum erfiðleik-
um bundið að útvega gjaldeyri
til þessarar farar. Og við skild-
um mætavel þá gjaldeyrisörð-
ugleika, sem þjóðin átti við að
stríða. Við hétum því, að fara
sparlega með þann gjaldeyri,
sem okkur yrði úthlutaður, sem
við og gerðum. Og þegar heim
kom voru nokkur þúsund frank
ar eftir. Við vildum standa við
okkar heit og labbaði ég því
niður í Landsbanka og ætlaði að
skila þeim. Bjóst ég við, að
þeir, hinir vísu menn í Lands-
bankanum, mundu þiggja
frankana með þökkum. Þegar
inn í bankann kom, sneri ég
mér að borði því, sem merkt er
„Erlendur gjaldeyrir". Kona,
starfsmaður þarna, rak upp stór i
augu er ég kvaðst vera með '
j gjaldeyri upp á vasann og vildi
skila honum. Líklega var ekki
algengt að menn kæmu í slík-
um erindagerðum, sem ég var í )
Hið gagnstæða var víst algeng-
ara.“
„KONAN VÍSAÐI MÉR á
hinn rétta stað og fylgdi hún
mér eftir til þess að ég færi nú
ekki vegavillt. Ég bar upp er-
indi mitt. En viti menn! Lands-
banki íslands gat ómögulega
beypt af mér þennan erlenda
gjaldeyri, einkum og sér í lagi
hina stóru 'fimm þúsund franka |
seðla. „Við kaupum ekki svo I
stóran pening.“ Mér varð ósjálf |
rátt á að þakka fyrir, brosti og!
bjóst til að fara. Maðurinn gaf
þá í skyn að við gætum fengið
að leggja frankana inn að mér
skildist. En þar eð ég taldi ólík-
legt að við skátarnir hefðum
efni á að lána Landsbanka ís-
lands, kvaddi ég og fór.“
„ÍSLENZKIR SKÁTAR eru
ekki miklir hávaðamenn. Við
ætluðum því ekkert veður að
gera út af þessu. Vitanlega er
engum erfiðleikum bundið að
losna við erlendan gjaldeyri.
Það var t. d. auðveldlega hægt
að selja hann á næsta götu-
horni. Við höfðum mætt
alveg sérstakri lipurð og fyrir-
greiðslu hjá gjaldeyrisyfirvöld-1
unum í sambandi við útvegun
þessa gjaldeyris, og við, þessar
níutíu skátasálir, munum minn-
ast þeirra manna svo lengi, sem
við munum Jamboree De La
Paix. Þetta, að þeir gátu ekki
keypt af okkur gjaldeyrinn, gat
haft sínar orsakir þótt torskilið
væri mér og öðrum. Ég labbaði
því með frankana heim aftur
og geymi þá.“
,>Á HEMLEHDINNI fór ég að
rifja upp það, sem ég hafði ver-
ið að hugsa á leiðinni niður í
Landsbanka. „Þessir frankar
geta vel orðið til þess að lengja
svolítið Parísarlíf einhvers ís-
lenzka listamannsins, kannske
hjálpað eitthvað í bráðina nauð
stöddum námsmanni þar. Þá
mátti vel kaupa fyrir þá skilti
á hurðina í íslenzka sendiráð-
inu í París eða flaggstöng og
íslenzkan fána til þess að haía
fyrir utan sendiráðið. Nú, og
svo gat vel verið að þessir 80
þúsund frankar gætu bara riðið
baggamuninn um það, að hægt
væri að flytja einn Renault-bíl
enn inn í*landið.“ Já, svona gat
Framh. á 7. síðu
„Ekkent er léttara,“ sagði
hann., „en að knýja fram
hækkun kaupgjaldsins, —
tvöföldun þess, eðia iafnvel
þreföldun. En dettur nokkr-
um í hug, að það myndi bæta
kjör verkalýðsins? Nei, vónir
mínir. Yrði sú leið farin,
myndu kjör verkalýðsins
versna, en ekki batna. Það er
e'kki kaupupphæðin, sem
kjör verkalýðsins velta nú
á, heldur það vörumagn, sem
fæst fyrir kaupið.“
Þetita segja kommúnistar
þar, sem þeir eru við völd.
En það hindrar þá ekki í því,
að halda áfriam kaupskrúfu
og verðbólgupólitík sirrni í
Vestur-Evrópu, verkamönn-
um til vaxandi ófamaðar og
bölvunar.
Miðvikudagur 12. uóv. 1947,
Samræming framleiðslukostn-
aðar og söluverðs úífluítra
afurða orðin óhjákvæmileg
„FLOKKSTJÓRN Alþýðuflokksins, komin saman
á fund í Revkjavík í nóvember 1947 telur að mest að
kallandi viðfanvsefni í íslenzkum stjórnmálum sé að
koma í veg fyrir að verðbólgan dragi úr atvinnurekstri
eða stöðvi hann og valdi þannig atvinnuleysi og gjald-
eyrisskoríi.
Sú staðreynd blasir nú við augum, að erlend gjald
eyriseign landsmanna er gengin til þurðar og horfur
um gjaldeyrisöflmi svo uggvænleg, að leitt getur til
vöntunar á nauðsynlegum vörum. Leiðin til þess að
bæta úr gjaldeyrisvandkvæðunum er bæði skynsam-
leg notkun og sparnaður á gjaldeyri, en umfram allt á-
framhaldandi og aukin framleiðsla á vörum, sem seld-
ar verði á erlendum markaði.
Vísitalan er nú raunveruíega orðin um 380 stig,
þar sem greidd eru niður með fé ríkissióðs 56 stig, en
þetta gerir allan framleiðslukostnað svo mikinn, auk
stórra fjárframlaga úr ríldssjóði, sem örðngt verður
að halda áfram til langframa, að með engu móti er
unnt að selja framleiðsluvömr landsmanna erlendis
við bví verði, er svarar til framleiðslukostnaðar. Ef
ekkert er að gert, myndi það því leiða til bess að at-
vinnurekstur hlyti að dragast saman og jafnvel stöðv-
ast að verulegu léyti, en af bví myndi aftur leiða at-
vinnuleysi og skort.
Af þessum ástæður telur flokkstjórnin nauðsyn
legt að gera ráðstafanir til þess að samræmi náist milli
framleiðslukostnaðar og söluverðs útfluttra afurða, og
telur að ekki verði hjá því komizí, að allir landsmenn
verði til bráðabirgða að leggja nokkuð í sölurnar,
hver eftir sinni getu. .
Flokksíiórnin telur, að svo verði bezt gætt hags-
muna alþýðunnar, að trúnaðarmenn Alþýðuflokksins
í ríkisstjórn, á alþingi og í miðsíjórn, beiti eftir megni
áhrifum sínum til skynsamlegrar og réttlátrar lausnar
þessara miklu vandamála, o.g að sjálfsögðu með þeim
höfuðsjónarmiðmu, að valdar verði þær leiðir, er
tryggi alþýðu manna svo háar raunverulegar tekjur
og góð kjör, er samræma má áframhaldandi atvinnu-
rekstri og sem fullkomnasíri hagnýtingu allra fram-
leiðslmnöguleika. Felur flokkstjórnin þeim því að
reyna að ná samkomulagi við aðra stuðningsflokka nú-
verandi ríkisstjórnar um ráðstafanir til að ná þessu
marki.
Flokksíjórnin telur sjálfsagt, að athugaðar verði
og bornar saman allar þær ieiðir, sem unnt væri að
fara í þessu skyni. Þó vill flokkstjórnin benda trúnað-
armönnum sínum á að athuga sérstaklega verðhjöðn-
unarleiðina. Yrði há að framkvæma Iiana á þann veg,
að lækkað yrði verðlag á innlendum framleiðsluvörmn
til neytenda og allt vöruverð í Iandinu, sem vinnu-
kaup orkar á, samtímis því sem allar verðvísitöluupp-
bætur á launagreiðslur vrðu lækkaðar svo, að skapast
gætu skiiyrði til áframhaldandi atvinnureksturs. Um
leið verður að takmarka arðsúthlutun og ágóðaþóknun
í sambandi við einkafyrirtæki. Þá yrði og ekki sízt að
leggja sérstakan eignaskatt á stríðsgróða, í eitt skipti.
Enn fremur þyrfti að gera ráðstafanir til þess að halda
niðri verðlagi á nauðsyniavörum og lækka óeðlilega
háa húsaleigu, en um leið að taka til athugunar skulda
skil fyrir þá, sem verðhjöðnunin myndi verða óbæri-
leg. Þá er einnig nauðsynlegt að stuðla að sem hag-
kvæmustum rekstri allra atvinnufyrirtækja, skera nið
ur óhófseyðslu við atvinnureksturmn og sérstaklega
há laim, koma í veg fyrir að einkafvrirtæki, sem hafa
einhvers konar einokunaraðstöðu, safni óeðlilegum
gróða, bæta skipulag innflutningsverzlunarinnar, efla
samvinnuhreyfinguna og tryggja neytendum sem hag
kvæmust vörukaup.
Flokkstjómin felur ráðherrum flokksins, þing-
mönnum og miðst jóm, að vinna að lausn þeirra mála,
til hagsbóta fyrir aiþýðuna í landinu, og í samræmi
við markmið, stefnu og starfsaðferðir Alþýðuflokksins,
og láta þar sem endranær, málefnin ráða samvinnu.
eða samvinnuRtum við aðra flokka.“