Alþýðublaðið - 12.11.1947, Page 8

Alþýðublaðið - 12.11.1947, Page 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- 'linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Vesturgötu Miðvikudagur 12. nóv. 1947 ALI»VÐUBLAÐ1Ð vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Seltjarnarnes. Talið við afgr. Sími 4900. Myndlistarmenn . óánægðir út af minnisvarða. FÉLAG ÍSLENZKRA MYNDLISTARMANNA hef- ur nú lýst óánægju sinni yfir því, að leitað var til erlends myndhöggvara til að gera minnismerkið um drukknaða sjómenn í Vestmannaeyjum, áður en fullreynt var, hvort íslenzkir myndhöggvarar eða arkitektar gætu skki unnið verkið. Þá eru þeir einnig ó- ánæ^ðir m"ð bað. að enginn maður með sérþekkingu var hafður í ráðum um val á um ræddu verki. Út af þessu hefur félag rnyndlistarmanna beint því til Menntamálaráðs, hvort ekki sé ástæða til þ"""! hlutast um að slíkt sem þetta endurtaki síp ekki. Benda þeir á, að ráðið eigi að hafa hönd í bagga um skreytingu opinberra bygginga, og sé því ástæða til að hið opin- bera hafi íhlutun um minnis merki, sem reisa á á almanna færi í augsýn alinna og óbor TVEIR MERKISVIÐBURÐIR í vitamálum urðu í gær Nýja vitaskipið Hermóður Hér sést hið nýja vitaskipið Kermóður, eg var myndin itekiin í reynsluför í Svíþjóð. Menmrnir eru Vlhj. Finsen sendiheria og forutjóri skipgsmíðastöðvarrn.nar. og fyrrakvöld: Kveikt var á hinum nýja Gróttuvita í gær- dag, og í fyrrakvöld kom nýja vitaskipið Hermóður og leysti hinn 56 ára gamla Iíermóð af .hólmi í vitaþjónust- unni. Þéiíta nýja skip ér byggt samkvæmt reynslu þeirra, sem bezt þekkja störf viiaskipa hér við land, teiknað á vitamálaskrifstofunni af Pétri Sigurðssyni í samráði við Guðm K. Kristjánsson skipstjóra, sem lézt í vor, sem leið, en hann var skipstjóri Hermóðs’ frá því að hann kom til fandsins til æviloka. mna. Yatnslefðsla í Yedmannaeyjum. • * : ■ FYRSTA vatnsveita, sem lögð hefur verið í Vest- mannaeyjum, var tekin í notkun í gær. í sumar hefur verið graf- inn þar djúpur brunnur á stað, sem undir Hlíðarbrekk- um nefnist, og út frá brunn- inum vatnssöfnunarskurður um 40 metra að lengd. Hef- ur gnægð vatns safnazt í brunninn. að undanförnu. Vatnsleiðsluæð hefur nú verið lögð frá brunninum og niður á ,,Nýáu-bryggju“ og var hún tekin í notkun í gær, er dælt var á geyma „Elliða- eyjar“, nýsköpunartogara Vestmannaeyinga. ORÐABÖKARRITHÖF UNDUR Þjóðviljans hef ur nú tvítekið þá lygi að eigna Finni Jónssyni og Alþýðufiokknum tillögur Landssambands íslenzkra útvegsmanna um lækkun vísitölunnar í 200 stig, bindingu kaupgjalds og gengislækkun um 25%. Út af þessu hefur Finn ur Jónsson beðið þsss get ið, að hann hafði hvo'rki átt þátt í . undirMíningi þéssara tillagna né held i ur verið viðstaddur sam I þykkt þeirra. Skipsmenn létu vel af skipinu á heimleiðinni og eru hinir ánægðustu með það að öllu leyti, aðbúnað ur 10 manna áhafnar er á gætur og gott rúm fyrir verk fræðmga eða aðra farþega, sem skipið kann að þurfa að flytja. Skipið er 33,70 m. á lengd, 7,00 m. á breidd og ristir ca. 10 fullhlaðið; brúttóstærð 200 rúml., burðarmagn 150 tonn. Það er byggt úr stáli í hæsta flokki Lloyd's, styrkt að fram an til siglingar í ís. Tvöföld bönd eru á báðum síðum, til þess að þola sem bezt hnjask við bryggjur. Lestarrúm er eitt og er það óvenju stórt. Aðalvél skipsins er 390 hest- afla Atlas-Diesel, mestur hraði 12 sjóm. á klst. Ljósavél er 30 hestafla Skandiavél. Á þilfari eru 4 rafmagnsvindur, akkeris- vinda, þátavinda og tvær vind- ur til losunar- og lestunar. Stýrisvél er olíuknúin. Skipverjar verða 10 og eru vistarverur þeirra rúmgóðar og vistlegar. Fyrir háseta eru tvö tveggja manna herbergi, en annars allt eins manns her- bergi. Auk þess er eitt farþega herbgi, fyrir tvo, og í káetu eru hvílur fyrir tvo farþega. í þilfarshúsinu miðskipa er rúm góður matsalur, eldhús, kæli- klefi, og salerni, en í brúnni er miðstöðvarhitun, og rafljós bæði frá ljósayél og rafgeym- um. Af siglingatækjum hefur skip ið m. a. bergmálsdýptarmæli, miðunarstöð og talstöð. Átta- vitinn er af nýrri gerð og stend ur upp á þaki stýrishússins, og sér sá er stýrir ‘á hann í gegn um sjónpípu (eins og á nýju ísl. togurunum). Hér í Reykjavík verður sett 1 skipið hátalari (loud-hailer), ljóskastari og raf knúinn stýrishússgluggi (clear siew screen). Skipstjóri nýja. Hermóðs er Guðni Thorlacíus og 1. vélstjóri Guðjón Sigurðsson. Aðrir skip verjar eru aðallega þeir, sem áður voru á gamla Hermóði, en hann er nú orðinn svo út- slitinn að honum mun verða lagt upp fyrir fullt og allt, enda 56 ára. ! BÆJARRÁÐ hefur ítrek- iað samþykkt sína frá 6. des. 1946 úm að láta af hendi hæfilega lóð fyrir mennta- skólann í Litluhlíð við Öskju hlíð, og telur nýtt mennta- skólahús betur sett þar, held iur enn hjá Laugarnesi, en æins og kunnugt er hefur ieinnig komið til álita að byggja menntaskólann í Laugarnesi, Skipverjar a Síefni lenda í svaði!- förum í hvassviðrinu á Hvalfirði. -------------------- 20 bátar Ii|£gja hér í höfo,. en um 30 hafast eoo við'á Hvalfirði. ----------------*---------- UM MIÐJAN DAG í GÆR lenti skipshöfnin á Stefni frá Hafnarfirði í hinni mestu svaðilför inni á Hvalfirði, en ekkert slys hlauzt þó af. Engiin síldveiði var á mánudag eða í gær vegna hvassviðris og lágu um 20 síldarbátar hér í höfn, en um 30 höfðust við inni á Hvalfirði. Brjóstmynd af Sfein- þóri Sigurðssyni. VINIR og samstarfsmenn Steinþórs Sigurðssonar hafa nú áveðið að láta gera af honum brjóstmynd, sem greymd verði á væntanlegu náttúrufræðasafni. Þeir, sem vilja minnast Steinþórs með því að taka þátt í þessu, eru beðnir að snúa isér til Krist- jáns Ó. Skagfiörð,Túngötu 5 (sími 3647), Ólafs Þorsteins- sonar Varðarhúsinu (sími 5898) eða Pálma Pétursson- ar á skrifstofu Atvinnudeild ar ITáskólans (sími 5480). Reykjavíkursýningin í nýja gagnfræða- skólanum á Skóla- vörðuhæð. RÁÐGERT er iað hin fyrir- huigaða Reykj avíkursýning og bæjarsafns verði haidin'nk. sumar í nýja gaignfræðaskóla- húsinu á Skólavörðuhæð. Á bæjiarráðsfundi á föstu- daginn var lagt fram bréf frá undirbúningsniefnd sýuingar- innar, 'með nokkrum drögum að hkmi fyrirhuguðu sýningu. Margir Vestmanna- eyjabátar á síld. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, VESTMANNAEYJUM. í gær. ALLMARGIR BÁTAR eru farnir á síldveiðar frá Vest- mannaeyjum og hafa þeir ýmist herpinót eða reknet. Hefur verið nokkur skortur á síldarnótum, en nú er ný- kominn til Eyja Þorvaldur Guðjónson, sem verið hefur í Svíþjóð og keypti þar all- mikið af stórum síldarnó't- um. Munu þær vera með vita skipinu Hermóði á leið til landsins. Hæppdrætti landbúnaðarsýningarinnar.. Dregið hefur verið hjá borg- arfógetanum í Reykjavík í happdrætti Landbúnaðarsýning Það var um 16.40 í gær dag, sem skipstjórinn á Stefni hafði samband við Slysavarnafélagið og kvað hann 13 menn af skipinu stadda á skeri nokkru í firS inum, sem nefnist Höfði. Höfðu skipverjarnir farið út í nótabátunum og orðið að lenda þeim við höfðann vegna hvassviðris, en um borð í Stefni var aðeins matsveinn inn og vélstjórí. Leit svo út um tíma, að Slysavarnafélag ið myndi verða að fara með björgunaríæld til að ná mönnunum út af Höfanum, en litlu síðar fréttist um að Rifsnesinu hefði tekizí að bjarga þeim, Elns og áður segir var eng in síldveiði í gær vegna hvassviðris og gátu bátarnir ekkert að hafzt, og voru um 20 þeirra hér í höfn en um 30 héldu slg inni á Hvalfirði. 62 ÞÚS. MÁL AF SÍLD Samkvæmt upplýéingum, sem blaðið fékk í gær hjá Sveini Banediktssyni fram kvæmdastjóra er síldveiðin nú orðin um 62 þúsund mál. 25 þús. mál eru þegar komin til Si^lufjarðar, um 11 þús. mál hafa verið brædd á Akra nesi og um 700 tunnur hafa verið frystar. Þá eru um 7000 mál á leiðinni norður um þessar mundir og 11—12 þúsund mál bíða nú fluitn ings í Raykjavík. Eldborgin fór í fyrradag á leiðis itll Siglufjarðar með 1800 mál og í gær var Fjall foss að. lesta síld til inorður flutnings. Enn fremur hafa þessi skip verið fengin til að flytja síld til Siglufjarðar: Sverrir, Glafur Bjarnason, Huginn, Reykjavík, Sindri og Sæfell frá Vestmanna eyjum. _____ Vinnuskylda Framhald af 1. síðu. skylda atvinnuknattspyrnu- menn trúða og starfsfólk á næturskemmtistöðum til að hverfa að þjóðnýtum störf- um arinnar. Þessi númer hlutu yinninga: 26107: Reiðhestur, 24632: Jeppabifreið, 20465: Farmal-dráttarvél. Vinning- anna má vitja hjá Kristjóni [Kristjónssyni í S.Í.S., sími 7080, eða 3978.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.