Alþýðublaðið - 20.11.1947, Page 6
6
AUÞYÐUBLAÐSÐ
Fimmtudagur 20. nóv. 1947.
Á STOPFESTÖÐINNI.
g)li ;s:«5 lí' MSU'i .'TT TtJF
Það er kalt á stoppestöðinni
í dag. Eins og uppi á hájöklum
á þoxranum. Þar standa ungir
menn, klæddir í skinnfóðraðar
hettuúlpur. Með þykka hanzka
á höndum og skíðaklossa á fót-
um. Þrátt fyrir þennan skjól-
góða og skynsamlega klæðnað,
er þeim sárkalt. Þeir stappa nið
ur fótum og raula ameríska
jazzlagleysur til þess að koma
aukinni hreyfingu á blóðið við
vöðvaáreynslu og endurminn-
ingar.
Það er kalt. Þarna standa
eldri menn með loðhúfur á
höfði, ullartrefil \im hálsinn og
klæddir svellþykkum stríðs-
gróðafrökkum. En þessar skjól
flíkur megna samt ekki að úti-
loka kuldana og storminn frá
líkama þeirra. Þeir berja sér.
Og þeir af þeim, sem einhvern
tíma hafa verið til sjós eða í
vegavinnu, bölva um leið og
þeir berja sér. Bölva taktfast
við armsveiflurnar og púa. Þeir
bölva kuldanum, storminum og
þinginu. Sumir bölva strætis-
vögnunum og bæjarstjórninni,
og minnast um leið á það, að
einhverntíma muni hafa komið
til mála að reisa biðskýli á þeim
stoppestöovum, sem mest eru
áveðra. Þeir þykjast hvergi sjá
þessi skýli. Einn kemur með þá
skýringu, að tillagan hafi kom-
ið fram á óhentugum tíma. Slík
ar tillögur séu ekki sigurvænleg
ar nema undir kosningar. Svo
er stjórnmálunum og öllum, sem
við þau fást, bölvað lengi og
innilega. Jafnvel þeir, sem
aldrei hafa verið til sjós taka
undir. Svo segir einhver, að
sjúkrasamlögin eða Rauði
krossinn, já, jafnvel Slysavarna
félagið eða Dýraverndunarfé-
lagið ætti að hafa forgöngu um
byggingu þessara skýla. „Þá
fengjum við bara einn merkja
söludaginn í viðbót!“ segir ann
ar. Og nú er merkjasöludögun-
um bölvað. Þá kemur fram sú
tillaga, að efna mætti til happ-
drættis, en þá segir einn, að
þetta sé alltsaman til einskis,
því fjárhagsráð muni aldrei
veita fjárfestingarleyfi til
skýlabygginga. Og um það
leyti sem helzt lítur út fyrir, að
allur söfnuðurinn sameinist í
bæn fyrir f járhagsráði með orða
lagi, sem hann álítur til þess
henta, kemur lagleg stúlka,
á að gizka sextán ára gömul á
stoppestöðina. Ljómandi lagleg
stúlka, smekklega máluð, með
abstrakt varir og expressionist
ískar augnabrúnir. Hún er
klædd þunnri kápu, er flaksast
frá henni og sér í næfurþunnar
kjól innanundir, á fótunum ber
hún gagnsæja silkistokka og
reimaskó, sem virðast vera
gexðir úr mismunandi löguðum
götum og rifum. Á höfði ber
hún hatt, sem situr ofan á koll-
lokkunum eins og fugl, sem
setzt hefur á þúfu til skammr-
ar viðdvalar.
Og henni er heitt. Funheitt.
Þetta er ein af þeim stúlkum,
sem hlýtur að sjóða á í sæmi-
lega hlýu veðri.
Karlarnir glápa á hana
nokkra stund. Svo hætta þeir
að berja sér og bölva. Ungu
mennirnir hneppa frá sér úlp-
unum.
Og nú kemur strætisvagninn.
Misheyrandi.
Bjössi
Ef samþykkt verður að
brugga öl, sem menn geta orðið
fullir af, — og ef það verður
selt í öllum búðum, mega þá
krakkar kaupa slíkt öl? Þá held
ég að yrði nú fjör, maður, í
efstu bekkjum barnaskólans!
En ef ekki má selja þetta öl
nema þetta og þetta gömlum
strákum, verða þá allir að sýna
einhvert vottorð frá prestinum,
sem ætla að kaupa það? Lik-
lega. Annars mundu allir strák
ar, sem eru það stórvaxnir,
svindla eins og á bíómyndirn-
ar, sem eru bannaðar fyrir
börn. Já, en hvernig fer, ef þeir
eldri lána svo þeim yngri vott-
orðin sín?
John Ferguson:
MADURINN I MYRKRINU
Hún gekk hljóðlega. út úr
herberginu og ég hlýt að hafa
sofnað aftur, ;því að það
næsta, sem ég heyrði, var, að
tveir menn voru að tala sam-
an í lágum hljóðum.
— — Og þér meiddust
sjálfur, meðan ég fór að
skoða Iíkið,‘ heyrði ég að
dýpri röddin, sem líklega
hafði vakið mig, sagði.
„Ég tognaði bara í ökla-
liðnum“, tautaði hin röddin.
,,Við vissum ekki af hinum í
bílnum eða hverrdg hann
hafði komizt þangað. En
þegar við vorum að snuðra
þarna kringum flakið af
bílnum, eftir að búið var að
flytja iíkð burt, þá tók ein-
hver eftir honum, þar sem
hann lá fyrir neðan klettinn.
Hann hafði legið þarna alla
nóttna. Ég ranrí; þegar ég
var á leiðinni til 'hans. Það
var ekkert; en ég hvíli fót-
inn með því að sitja hjá
honum, þangað Itil hann
kemur til sjálfs sín.“
„Hvað segja læknarnir um
hann?“
„Þeir segja; að hann hafi
fengið heilahiristinig, og að
hægri öxlin sé úr liði og svo
þreyta. En hann hafði með-
vitund stundarkom • í gær,
segir Jones hjúkxunarkona.“
,;Jæja; það hefði átt að
fresta réttarhöldunum þang-
að til hann kom til sjálfs sín
og hægt var að hafa uppi á
Kinloch, ef það verður þá
nokkurn tíma.“
,,En Snargrove; það var
ekki minnsti vottur um að
hann væri í bílnum; og ég
var ekki sjálfur viðstaddur,
þegar honum hvolfdi. Sjáðu!
Svona vildi það til,“ hélt
McNab áfram eftir svohtla
stund. ,,Ég átti að hitta
Chance við Weslenhanger
vegamótin í rökkurbyrjun.
En ég var seinn fyrir vegna
þess, að bíllinn bilaði hjá
þess að bíllinn bilaði hjá
Ashford. Þegar ég komst á
staðinn, fann ég manninn,
sem hafði ekið Chance; hann
var með skilaboð frá honum.
Ég átti að koma þangað, sem
hann hafði skilið við Chance.
Ég fór ekki; því að er ég
hafði spurt manninn nokk-
urra spurninga; þá komst ég
að raun um, að Chance hafði
haft heppnina með sér og
hafði sjálfur ekki komið
vegna þess, að hann vissi,
hvar maðurinn var, sem við
vörum að elta. Svo að ég fór
á lögreglustöðina í Seabrook,
þar sem ég lét þá vita um
þetta, meðan bíllinn tók ben-
zín á stöðinni á móti. Þeir á
stöðnni hringdu strax í allar
áttir, og hinn sniðugi lög-
regluþjónn, sem þar var,
gerði nauðsynlegar ráðstaf-
anr til þess að stöðva allar
ferðir frá nærliggjandi höfn-
um. Þá fékk hann að vita
um hollenzka flutningaskip-
ið, sem átti að fara frá Dover
kl. 11 um kvöldið, og þá setti
hann vörð á veginn. Og svo
fékk ég Large til þess að fara
með mig til Stelling Minnis.
Enn þá vissi ég aðeins nafnið
á staðnum; en ekki á mann-
inum, þó að ég gæfi lögregl-
unni lýsinguna af honum,
sem ég hafði fengið frá How-
ley. í Stellng Minnis var
,Chance hafði spurt, er hann
En þegar ég hafði spurt Large
nokkurra spurninga, datt
mér í hug að fara í veitinga-
húsið, og þar hafði ég upp
úr veitingamanninum, hvers
Chance hafð spurt; eri hann
kom þar fyrr um kvöldð. Og
þá fékk ég að vita allt, sem
ég þurfti. Ég held, að veit-
ingamaðurinn hafi haldið,
að við værum lögregluþjón-
ar, sem værum að elta Chance
og grunuðum hann um að
brjótast inn í hús Sir Steph-
ans Wyl. Svo að það var af
vörum veitingamannsins,
sem ég fyrst heyrði nafnið
á morðingjanum frá Ealing.
Við fundum hús hans undir
eins, og eins og þú veizt,
komumst við líka að því, að
hann var farinn og hafði
skilið Kinloch eftir í þetta
skipti.“
Ég athugaði fingraför hans
í morgun, og það stendur
heima,“ sagði Snargrove. „En
nafn hans kom okkur ekki
svo á óvart; þegar þú hringd-
ir til Scotland Yard“.
,,Hvað?“ æpti McNab.
„Grunuðuð þið hann?“
„Ég hafði hann á lista yfir
þá sem gætu komið til greina.
Þú skilur, að auk þess að ég
rannsakaði einkabréfin mjög
nákvæmlega, þá fór ég vel
yfir blað hins myrta, „Opnu
augun“. Jæja; meðal þeirra
greina, sem ég rak augun í;
var þessi klausa; ,,Sá orð-
rómur, að Sir Stephan Wyl
muni verða frambjóðandi
fyrir Byewiohflokkinn í Suf-
folk, er tilhæfulaus. Við höf-
um mjög góðar heimildir
fyrir því; að Sir Stephan
muni ekki komast að.“ Þetta
kom i blaðinu laugardaginn
13. janúar.“
„Og Ponsonby Paget var
myrtur þann 15. Wyl fór
auðvitað að finna Paget út
af þessu og fékk þá að vita,
að Paget hafði komizt yfir
upplýsingar um hann, sem
htfðu gjöreyðilagt mannorð
hans, ef þær heíðu verið
birtar.“
.,Vafalaust,“ svmþykkti
McNab.
,,En þú skiiur,“ héh Snar-
grove áfram, ,;að r,afn Wyis
var aðeins eitt af mörgum,
sem voru alveg jafn líkleg,
og sum enn þá líklegri, svo
að þegar við fórum að
skyggnast í hvað hann hefði
verið að aðhafast þettn kvöld.
þá komumst við að þvi, að
MYNDASAGA ALÞÝÐU8LAÐS1NS:
ÖRN ELDING
HERBOÐI: Yfirforinginn. biður
að skila þökk sinni og viður-
kenningu fyrir frábært flugaf-
rek og kveðst mundu sæma yð-
ur heiðursmerki, ef þér væruð
ekki á förum nú þegar. Auk
þess minnir hann yður á, að
þér eigið að mæta hjá klæð-
skeranum, vegna væntanlegs
dansleiks.