Alþýðublaðið - 28.11.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1947, Blaðsíða 5
Föstudagurirm 28. nóv. 1947 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Hans Hedfoff - Hans Hedtoft ekki eru rr.enn á eitt sáttir um kosti hennar. Guðmundur G. Hagalín segir um bókina í Alþbl. 23. nóv. m. a.: „ . . .Mér hafði ekki dottið í hug, að þarna væri svo sem á ferðinni neitt afburða snilldarverk, en hins vegar kom mér heldur ekki til hugar, að saga þessi væri'jafn nauða ómerkileg og hún er.------Eg get ekki séð, að í sögunni komi fram, að nokkur skáldskapar- gáfa eða snillineisti búi í höfundinum . . . Alexis Serkin, tónskáldið, er afar ómérkileg persóna, rola og vesaling- ur. , . . “ Jóhann Frímann, rithöfundur skrifar um bókina, Dagur 1. okt. m. a.: „ . í sem skemmstu máli sagt er • hér um fagra og djarfa ástarsögu að ræða, þrungna lífi og fitum sterkra, mannlegra ástríðna. Lesandinn kynnist styrk»og breyskleika listamannanna, um’hverfi þeirraj i ævi og örlögum .... Serkin sjálfur er viðkvæmur og sveimhuga listamaður. . . .Janina, söngkonan fræga, er honum ólík og óskyld um flest. Ogleymanleg og sérstæð kvenlýsing. Sterk og fögur mannsáfl. í töfrandi ástríðu- þrungnum og breyskum líkama. Frásögunin er öll með þeim snilldarbrag, að jafnvel aukapersónur sögunnar standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssj ónum að sögu- lokum. Þó vottar hvergi fyrir nokkurri bókmenntalegri sundurgerð, ski-úðmæli eða öfuguggahætti þeim, sem svo margir nútímarithöfundar virðast svo ha'ldnir af. . . . Það er langt síðan að ég hef lesið þýdda, erlenda skáld- ; sögu með jafnmikilli ánægju og þessa. Hún er í senn skemmtilegt lestrarefni og ágætt listaverk. . . . “ Rússneska hljómkviðan fæst enn í flest um bókaverzlunum, og enn á hún eftir að verða mikið umdeild bók. FYRIR SKÖMMU mynd- aði Hans Hedtoft nýja stjórn i Danmörku. Aðeins 44 ára gamall verður hann forsætis ráðherra Danáp og er hann einhver yngsti maður, sem orðið hefur forsætisráðherra þar í lándi. Fyrir átta árum lagði Stauning til að hann . yrði kosinn. formaður Al- þýðuílokksins. Þá þótti hann sjálfsagður í þann starfa og nú tók hann sér á herðar skyldur forsætisráðherrans, er Buhl baðst undan því áð mynda stjórn. Þessi kyn- slóðaskipti, sem Buhl ósk- aði eftir, hafa þess vegna far ið fram með fullri vinsemd og samkomulagi. Hedtoft er unigur og gædd ur eldfjöri æskunnar, fersk- um kröftum og bjartsýni. En þetta er aðeins þáttur í eðli hans, aðeins þáttur þeirra eiginleika er gera hann jafn traustan stjórnmálamann og raun ber vitni um. Hressi- lega framtakssemi og eldlega skapgerð sameinar Iiann á mjög heppilegan hátt gætni Jótans og víðtækri reynslu af öllum sviðum stjórnmála og verkalýðsmála. Frábær mælskumaður er hann og hæfileikamikill bar- áttumaður, en sannleikurinn er sá, að hann er fyrst og fremst stjórnmálamaður, ekki einn þeirra sem iðkar leikinn vegna hans sjálfs og ekki einn þeirra sem tekur aðferðina og tækin fram yfir málefni og markmið. Hánn EFTIR KOSNINGARN- AR í Danmörku í haust urðu sem kunnugt er stjórnarskipti. Jafnaðar- menn tóku þá við stjórn á ný, eftir rúmlega tveggja ára st jórn borgaraflokk- anna. Forsætisráðherra binnar nýju stjórnar var Hans Hedtoft, formaður Alþýðuflokksins, og fer tiér á eftir grein um hann, »vi hans og störf. Greinin ir þýdd úr „Social-Demo- iraten“. er maður árangursins, heill í gegn. Hvar sem Hans Hedtoft fer og starfar gerist eitthvað. Reynsla hans og örugg inn- sýn í stjórnmálum tryggir, að það, sem hann gerir, er það rétta. Hans Hedtoft fæddist í Árósum 21. apríl 1903 og er því á fertugasta og fimmta áiTÍ. Hann tilheyrir þeirri kynslóð jafnaðarmanna í Ár- ósum sem naut áhrifa hins ágæta æskulýðsleiðtoga, prentarans Albinus Jensen, sem varð ritstjóri og þing- maður. Faðir Hedtofts var klæðskerameistari og bæði hann og kona hans voru í Alþýðuflokknum, einkum var frúin áhugasöm um stjórnmál. Börnin voru því alin upp í heilbrigðum anda jafnaðarmanna, og hefur Hedtoft sagt frá þvi að móð- ir hans hafi tekið þátt í þvi að safna blómum til líkfylgd ar Peters Sabroes, sem fór gegnum Árósa. Sá vinsæli jafnaðarmannaforingi fórst í járnbrautarslysi við Bromm- inge árið 1913. Eftir fermingu var Hans Hedtoft látinn hefja nám í litprentsmiðju, og þegar hann tók þátt í landsmóti í Árósum 8. febrúar 1920, er Samband ungra jafnaðar- manna í Danmörku (D.S.U.) var stofnað var hann orðinn kunnur formaður iðnnemafé lagsins í Árósum og auk þess átti hann sæti í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Ár- ósum. Þá var hann tæpra 17 ára, en þegar árið eftir tók hann sæti í stjórn D.S.U. Árið 1922 átti hið unga sam band þess kost að ráða laun- aðan framkvæmdastjóra, og var þá talið sjálfsagt að kjósa hann til þess starfa. . Þá var Chr. Chxistiansen, sem nú er fólksþingsmaður, formaður D.S.U.., og þeir Hedtoft og hann sfjórnuðu sambandinu hin fyrstu ár, en þá kom oft til harðra átaka, ekki hvað sízt við kommún- ista. Þá er Chr. Christiansen tók við föstu starfi hjá Fræðslusambandi verka- manna haustið 1927; varð Hans Hedtoft formaður D. S.U. í því starfi var hann í eitt ár og fjóra mánuði, en þá kallaði Stauning hann til Kaupmannahafnar og gerði hann að aðstoðarmanni í skrifstofu jafnaðarmanna sambandsins. Sá stutti tími, sem hann var formaður D. S.U.^ nægði þó til að leiða í Ijós hæfileika hans til for- ustustarfa meðal æskulýðs- ins og frábæra ræðumanns hæfileika hans. Um leið og Hans Hedtoft var gerður aðstoðarmaður í skrifstofu j afnaðarmanna sambandsins, varð hann rit- ari þingsflokks Alþýðuflokks ins, og kynntist þar ungur að árum þingstörfum og öðru viðvíkjandi stjórnmálum, og þá komst hann vegna glæsi- leika síns í náin kynni við marga menn úr ýmsum stj órnmálaf lokkum. í kosningunum 1935, er urðu mjög glæsilegur sigur fyrir jafnaðarmenn, hlaut Hans Hedtoft kosningu í 15. kjördæmi Kaupmannahafn- ar. Hans Hedtoft stjórnaði kosningabaráttunni. Hann hefur alltaf síðan verið end- urkjörinn í kjördæmi sínu með meiri atkvæðamun en., nokkur annar. Um svipað ■ leyti var Hans Hedtoft gerð- ur aðalritari flokksins eða framkvæmdastjóri jafnaðar- manna sambandsins, og þeg- ' ar Stauning baðst undan endurkjöri, sem formaður Alþýðuflokksins árið 1939, var Hans Hedtoft kjörinn í hans stað samhljóða og hon- um var fagnað með feikilegu lófataki allra fulltrúa á flokksþinginu. Með þessu formannskjöri hófust þau kynslóðaskipti í Alþýðu- flokknunp er komu með nýja starfskrafta fram í fremstu röð; en stefnuþráðurinn var samt með öllu órofinn. Hedtoft varð hinn pólitíski oddviti Alþýðuflokksins og rækti það starf sitt þannig, að hann ekki aðeins ávann sér traust flokksbræðra sinna, heldur hlaut einnig viðurkenningu allra. . Rúmu ári eftir flokksþing ið kom hernám Þjóðverja, og óvænt vandamál urðu á vegi hins unga formanns. Hann kom til móts við þau með dirfsku svo mikilli dirfsku, að Þjóðverjum þótti ástæða til að fortryggja hann. Þeir vildu koma honum fyrir katí Framh. á 7. síðu. Haraldur 1915—1945 Fegursta bókin um einn bezta og lærðasta Iei'kara landsins. KaupiS minningar- ritið um 20 ára leik- starf Haraldar Björns- sonar. Upplagið er lítið. Tilvalin tækifæris- og jólagjöf. - Áskrifendur og tölu- settu eintcjkin. er til solu !hjá Hrappseyjarprent h.f. sími 7508. ffatf. Bj. sem „Scapin“ í Scapin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.