Alþýðublaðið - 28.11.1947, Side 6

Alþýðublaðið - 28.11.1947, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudaguriim 28. nóv. 1947 MINNINGASAFN UM KOMU XYRONE POWER Nokkrir aðdáendur Tyrone Powers hafa ákveðið að stofna safn til minningar um komu hans hingað, og hyggjum við, að enginn meðal vor sé svo þröngsýnn eða skammsýnn, að hann sjái ekki nauðsyn og knýj- andi þörf þeirrar framtakssemi. Einkum setjum vér þá von okk- ar á hið háa alþingi og fjárhags- ráð, að þær sýni þessu mikla og aðkallandi menningarmáli full- an skilning. í fyrstu höfðum vér hugsað oss að reisa safn þetta á þeim stað, þar' sem fætur leikarans snertu fyrst íslenzka fold. En þar eð svo óheppilega vill fil, að sá staður er á alþjóðaleið, og stórhýsi mundi . reynast þar þrándur í götu, höfum vér horf- ið að því ráði, að setja þar að- eins minningartöflu úr bronse, eða ef til vill silfri, en ákveða safnhúsinu stað á Austurvelli, sem með réttu má heita hjarta bæjarins, og yrði visulega sál hans, eftir að safnið væri risið þar á gruhni. En hvaða muni ætti þá að setja á safn þetta? Því er fljót- svarað. Við verðum að bjarga frá eyðileggingu og gleymsku servíettunni, sem hann þurrk- aði sér á um munninn, kaffiboll- anum, sem hann drakk úr, te- skeiðinni, sem hann hrærði í bollanum með, og hefur ef til vill stungið upp í sig. Svona mætti lengi telja. T. d. höfum vér gert- ráðstafanir til að fá hótelglugga þann, sem hann harfði út um og el'dspýtu, sem ýmsir álíta að hann hafi stangað úr tönnum sínum með. Hefur sú eldspýta verið send sérfræðing- um til rannsóknar og fullnaðar- úrskurðar, og falli sá dómur eldspöýtunni í vil, verður hún auðvitað einn helzti helgigripur safnsins. Sjálft safnið verður byggt í funkismusterisstíl. Inni í því verður stór salur, og veggir hans þaktir með myndum og greinum úr Heimilisritinu og Stjörnum og öðrum æðri bók- menntum. Á miðjum gafli verð- ur gluggi sá uppsettur, er fyrr um getur, en bak við hann komið fyrir líkamsstærðarmynd af leikaranum, en fyrir framan gluggann og undir honum verð- ur allhár pallur, þar sem fyrr- nefndum minjagripum verður fyrir komið. Á kvöldin yrðu svo haldnar eins konar dýrkunarat- hafnir í þessum salarkynnum, þar sem æska borgarinnar dans- aði sig æsitryllta í snarbrjáluðu jitterbuggi með undirleik heims kunnra negrajazzista (mætti vera með hinum menningarríku útvarpsskýringum), cg endaði síðan geimið á jibbyveinum, yf- irliðum, froðufellingu og transi. Vonum vér, að á þessu sjáist hversu safn þetta mundi verða þjóð vorri mildlsverður tengi- li.ður við orkueld heimsmenn- ingarinnar, — og er þess ein- mitt aldrei meiri. þörf en ein- mitt nú, þegar svo að segja er tekið fyrir allar utaníarir æsku- lyðs vors. AÐSENT BRÉF Herra ritstjóri, Ævar Andi. Ekki get ég stillt mig um að gera hér að umræðuefni hina gagnmerku tillögu, er komið hefur fram á alþingi viðvíkj- andi nýsköpun á. sviði skálda- styrkjaveitinga, viðurkenningin á því, að slíkir styrkir séu og hafi alltaf verið réttir og sléttir sveitarstyrkir, þótt fínni nöfn- um væru nefndir, þar eA, hún gerir ráð fyrir, að úthlutun þeirra verði falin einu allsherj- ar sveitarstyrkja- og fram- færsluráði, sem um leið yrði þá nokkurs konar andlegt fjár- hagsráð þjóðar vorrar, og þarf ekki að efa, að í því kæmu til með að sitja margir hreppstjór- ar, þar eð gert er ráð fyrir að sýslunefndir kjósi ráðsfulltrúa, og þá auðvitáð með tilliti til reynslu þeirra af ómagafram- færslu. Það hygg ég, að sumir kunni að finna tillögu þessari til for- áttu, að gert er ráð fyrir ævi- j löngum styrkjum, en með tilliti 1 til væntanlegra launþega (þ. e. lands- eða ríkisómaga) finnst mér þetta einmitt bera vott um þekkingu og glöggskyggni flutn ingsmanns, og þá einkum það, að hann vill binda fyrstu styrk- veitingu, eða ómagaréttindin, við 45 ára aldur, því hafi nefnd- ir menn ekki tekið þeim hugar- stefnubreytingum á þeim aldri, er geri þeim kleift að vinna fyr- ir sér og sínum á heiðarlegan hátt, munu flestir, er til þekkja, fullsannað telja, að þeir geri það aldj^i, þar eð raunhæf skynsemi manna mun sjaldan vaxa til muna eftir að þeim aldri er náð. Aðeins eitt feil, og það slæmt, finnst mér vera á tillögu þessari; sem sé, að um leið og ríkið hafi einn slákan ómaga til framfærslu tekið, falli hann sjálfkrafa undir það skilyrði, að Iáta ekkert eftir sig framar á þrykk út ganga, því einhver hlunnindi verður ríkið að hljóta fyrir snúð sinn, enda mun ef- laust vaka fyrir hinum reynda og sálskyggna höfundi eitthvað í þá áttina, en ef til vill mun hann vera svo bjartsýnn á eðli væntanlegra heiðursómaga, að þeir muni taka slílca greiðasemi og þakkarvott upp hjá sjálfum sér. Er ég þar, samkvæmt reynslu af löggæzlustarfi mínu, á öðru máli, og get bent á það hliðstæða dæmi, að mjög sjald- gæft er, að drykkjuræfill setji sig úr færi til vínneyzlu, þótt honum hafi verið á letigarð komið, enda mundi ekki nema hálfum tilgangi tillögunnar náð án nefndra skilyrða. Þá tel ég og sjálfsagt, að athuguð verði ófrjóvgunarákvæði viðvíkjandi ómögum þessum, og gætu þau, ef beitt yrði, orðið til þess, að þeir yrðu aðeins 3—4, sem hið opinbera teldi þörf á að taka úr umferð að nokkrum árum liðn- um, því sannað þykir arfgengi slíkrar hneigðar. En aðalatriðið er, að hreppstjórar séu til ráða yaldir. Filippus Bessason hreppstjóri. komum þar ekki framar. Við lemjum hestana áfram fram hjá og bíðum ekki eftir neinu fyrr en við komum til Five Lanes, og þá bíðum við ekki Iengi.“ ,,Hvers vegna fer fólk þangað? Hver er ástæðan?" hélt Mary áfram. Maðurinn hikaði við. Það var eins og hann væri að leita að orðunum. ,,Það er hrætt,“ sagði hann að lokum, og síðan hristi hann kollinn, hann vildi ekki segja meira. Ef til vill fannst honum. hann hafa verið dóna- legur og þótti það leitt, því að rétt á eftir leit hann inn í gluggann aftur og talaði við hana. „Viltu ekki fá þér tesopa áður ien við förum?“ sagði hann. „Þú átt langa ferð fyr- ir höndum og það er kalt á heiðinni.“ Mary hristi höfuðið. Mat- arlyst hennar var alveg horf- itn, og þó að te hefði hitað henni vel, þá hafði hún enga löngun til að fara niður úr vagninum og fara inn á Royal þar sem konan hefði starað á hana, og fólkð hefð farið að stinga saman nefjum. Þar að auki fannst henni einhver rödd innra með sér hvísla að sér og reyna að draga úr henni kjarkinn: „Vertu kyrr í Bodnin, vertu kyrr 1 Bod- nin,“ og hún var viss um, að hún hefði látið undan þessu,' þegar hún var komin inn í Royal. Hún hafði lofað móður sinni að fara til Patience frænku, og hún mátti ekki ganga á bak orða sinna. ,,Það er bezt fyrir okkur að fara að fara þá,“ sagði ekill- inn ,,Þú ert eini ferðamaður- inn á veginum í kvöld. Héma er önnur ábreiða handa þér. Ég slæ duglega í, þegar við eum komin upp Bodmin hæð- ina, það er ekkert skemmti- legt að vera á ferðinni í kvöld. Ég verð ekki rólegur fyrr en ég er kominn í bólið mitt í Launcesiton. Það eru ekki margir okkar líkar á ferðinni yfir heiðina að vetr- arlagi, ekki þegar veðrið er svona.“ Hann skellti aftur' hurðinni og klifraði upp í sæti sitt. Vagninn skrölti niður göt- una fram hjá traustum og öruggum húsum, blaktandi ljóskerunum, fólkinu, sem var að flýta sér heim í kvöld- matinn, álútt til að verjast storminum og regninu. Gegn- um smárifur á lokuðum gluggunum gat Mary greint' bjarma af vingjarnlegu kerta Ijósi; það var auðvitað eldur á arni, og dúkur breiddur á borð, þar sem konan og börn- in sátu að mat sínum, en Hún hugsaði um glaðlegu sveitakonuna, er hafði verið ferðaféiagi _ hennar; hún hugsaði um það, hvort hún mundi nú sitja við sitt eigið borð með börnin sín við hlið sér. En hve hún hafði verið viðkunnanleg, með rauðu eplakinnarnar og stórar vinriuhendur. Og hve mikið öryggi hafði ekki verið fólgið í djúpri rödd hennar! Og Mary gerði sér í hugarlund, hvernig hún hefði getað fylgt henni frá vagninum og beð- ið hana um að fá að vera með henni og dvelja á heim- ili hennar, Hún mundi heldur ekki hafa neitað henni, hún var viss um það. Hún hefði brosað ti] hennar -og rétt henni höndina vingjarnlega og boðið henni rúm til að sofa í. Hún mundi hafa þjón- að konunni og farið að elska hana, átt hlutdeild í lífi hennar og orðið kunnug fólki hennar. Nói voru hestarnir að klöngrast út úr borginni upp bratta brekkuna, og þegar hún horfði gegnum bakglugg ann á vagninum, gat hún séð ljósin í Bodnim hverfa hvert af öðru, þangað til það síð- asta blakti og titraði og var horfið sjónum hennar. Hún var ein nú í storminum og regninu og tólf mílna löng hrjóstrug heiði var millum hennar og ákvörðunarstaðar hennar. Henni datt í hug hvort ekki væri líkt á komið með henni og skipi, sem léti úr höfn og væri eitt úti á regin- hafi. Það gat ekki verið ein- manalegra, jafnvel þó storm- urinn hvini í reiðanum og sjóirnir sleiktu þilfarið. Það var dimmt í vagninum núna, því að kyndillinn gaf frá sér daufan, gulan bjarma, og svo flökti ljósið svo til vegna dragsúgsins frá rif- unni á þakinu, að Mary var hrædd um að kvikna mundi í leðurstólunum og slökkti á kyndlinum. Hún sat í hnipri úti í horninu sínu og hentist til beggja hliða, þegar vagn- inn hristist, og henni fannst, að hún hefði aldrei fundið það fyrr en núna, að einver- an er ill. Sami vagninn, sem allan daginn hafði ruggað henni riins og hún væri; í vöggu, stundi nú og brakaði óheillavænlega. Vindurinn reif í þakið, og regnhryðjurn- ar sem nú voru enn ofsalegri af því að nú veittu hæðirnar ekkert skjól lengur, skullu á gluggunum eins og af ill- girni. Sitit hvorum megin vegarins teygði landið sig í óiendanlegri víðáttu Engin tré, engar götur, engar húsa- þyrpingar ieða smáþorp, að- eins grá heiðin mílu eftir mílu, difnm og sjaldfarin, teygði sig eins og eyðimörk langt út í fjarskann. Engin mannleg vera - gat lifað á þessari eyðimörk, hugsaði Mary, og verið eins og annað fólk; meira að segja börnin mundu fseðast vansköpuð hér, eins og svartir bróm- berjarunnarriir, sem voru bognir af sífelldum gjósti, sem alltaf blés’ úr öllum átt- um. Það yrði kyrkingur í sálarlífi þeirra líka, hugsanir þeirra illar, þar sem þau dvöldu aðeins í þessu gróður snauða landi og grýtta, þar sem ekkert óx nema lyngið. Þau væru fædd af ein- kennilegu fólki, sem hefði þessa jörð fyrir kodda, úti undir þessum dökka himni. En í þeim þrifist hið illa. Áfram bugðaðisit vegurinn um þetta dimma og þögla land, þar sem aldrei sást glytta í ljós, sem gæti verið til svolítillar hughreystingar fyrir ferðamanninn í vagnin- um. Kannske var engin byggð á hinum tuttugu og einnar mílu langa vegar- kafla, sem lá á millum borg- anna Bodnim og Launceston. Kannske var ekki einu sinni kofi fátæks sauðahirðis við hinn eyðilega þjóðveg, ekki nema ein andstyggileg-landa- merki, þar sem land Jamaiea- krárinnar hófst. Mary var hætt að fylgjast með tímanum og vegalengd- inni; þau-gátu verið búin að fara hundrað mílur og klukk- an gat verið orðin tólf þó að hún vissi það ekki. Hún ríg- hélt í þá hugsun, að í vagn- vantar fullorðið fóik og unglinga til blaðburðar í þessi hverfi: Seltjarnarnes Mela TALIÐ VIÐ AFGKEIÐSL CJNA.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.