Alþýðublaðið - 12.12.1947, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1947, Síða 3
Föstudagur 12. des. 1947 3 Vfðtal við Jóhasin Sveinsson frá Flögo. JÓHANN SVEINSSON FRÁ FLÖGU hefur á undan- förnum árum unnið að söfnun íslenzkra lausavísna. Árang- urinn af því starfi verður safnritið Vísnasafnið, sem Helga- fell mun gefa út á næstu árum. Fyrsta heftið kemur út þessa dagana og nefnist ,,Ég skal kveða við þig vel“. Tíðindamaður Alþýðublaðs ins hefur hitt Jóhann að máli og innt hann frétta af, vísna- söfnuninni og útgáfu þessa fyrsta heildarsafns íslenzkra lausavísna. — Hver verður tilhögun út gáfunnar? ,,í upphafi var svo til ætl- azt, að vísurnar yrðu flokkað- ar eftir efni, þannig að vísur um annir dagsins yrðu út af fyrir sig, náttúrulýsingar, siglingavísur, hestavísur, ásta, vísur, skammavísur o. s. frv. En þar ieð ekki var hægt að gefa allt safnið út í einu, var horfið frá þessu ráði. Fyrir- komulagið verður því það, að þarna verður allt í belg og biðu, ef svo mætti segja, enda gerir það safnið tvímælala-ust fjölbreyttara og læsilegra“. — Hvað um faðerni vísn- anna? „í safninu verður allmikið af vísum, sem vitað er, hverj ir hafa kveðið, en margt verð ur þarna gamalla húsganga og annarra vísna, sem ekki verða feðraðar. í þessu fyrsta hefti verða vísur frá því lausavísnagerð hófst og fram á vora daga. En það er ekki fyrr en á 16. öld, að lausa- vísur hef jast, að nokkru ráði, svo að kunnugt sé, og mjög fáar eldri vísur hafa varð- veitzt. — Hafið þér unnið lengi að söfnuninni? ,,Ég hef unnið að henni meira og minna síðan 1936 eða í 11 ár. Hef ég í þessu sambandi ferðazt alhnikið um landið og svo á annan hátt aflað mér sambanda- En ferða lög mín hafa verið allt of lít- il, og veldur því í senn tíma- skortur og féleysi.“ — Hvar hefur yður orðið bezt til fanga? „Tekjan hefur orðið lang mest úr Norðlendingafjórð- ungi; enda hef ég ferðazt mest um þær slóðir og er þar kunnugastur. Næstur Norð- lendingafjórðungi kemur svo Vestfirðingafjórðungur.“ — Hvernig bregzt fólk við vísnasöfnuninni? „Það er mjög misjafnt. í afskekktum sveitum eru margir daufir í dálkinn, þeg- ar til þeirra er komið þessara erinda, einkurn fyrst í stað. Éinu sinni heimsótti ég til dæmis gamlia konu í af- skekktri sveit. Hún þóttist í fyrstu engar vísur kunna. Þá fór ég með vísu um sveitina hennar. Brá þá svo við, að kerling leysti frá skjóðunni, og varð ég að mun að fróð- ari.“ — Eru ekki mörg afbrigði af isumum vísunum? „Jú, þess gætir ærið mik- ið, en ég hef yfirleitt haft þann sið að revna að velja það, sem ég hygg vera elztu. gerðirnar, en sé um fleiri af- brigði að ræða, sem máli skipta, er þeirra og getið.“ — Hafið þér notið styrks til'þessara starfa? ,,Já, ég hef um tíu ára skeið notið í þessu skyni styrks frá alþingi og mennta málaráði. Fyrst í stað var etýrkur þessi 600 krónur á ári, en þrjú síðustu árin hef ur hann verið 1200 krónur á ári. Gefur að skilja, þegar tek ið er tillit til kostnaðar við ferðalög hér á landi, að þessi styrkur- hrökkvi næsta skammt.“ — Hvað um stærð safns- ins? „Um ; það verður ekkert sagt með vissu að svo komnu. Þetta fyrsta hefti er um 7 arkir. Safnið verður . varla minna en 4—5 hefti, ef að líkum lætur? — Hvað viljið þér segja um þetta starf yðar almennt? „Það, að ég hef mikla trú á stökunni, enda er menningar- gildi hennar merkilegt og ó- tvírætt, Hún hefur verið sam eign alþýðunnar kynslóð eft- ir kynslóð og öld fram af öld. Lausavísurnar og rímurnar sýna og sanna ódrepandi á- huga alþýðunnar á því að túlka hugsánir sínar og fella þaer í skorður ríms og stuðla. Rímnakveðskapurinn og lausavísurnar hafa haft stór- falld áhrif á þróun tungunn- ar, þjálfað bæði hana og mannfólkið sjálft andlega, eflt rímleikni og hagmælsku með þjóðinni og þannig búið í hendur skáldsnillingum síð- ari tíma, lagt grundvöll að lis-t þeirra og valdið því, að alþýð.a manna hefur kunnað að meta ekki einungis stök- una, heldur og annan kveð- skap.“ — Hvað um önnur riitstörf yðar? ..Éí? hef safnað efni í safn- ritið Sópdyngju ásamt Braga æ' tfræðingi bróþur mínum. Sópdyngja flytur alþýðlegan fróð’eik og þjóðsagnir. Ann- að hefti hannar kemur út inn an skamms, en þó varla fyrir iól úr þessu.“ — Hvað teljið þér merki- legast af efni næsta heftis? „Það sr gömul þula, sem nefnist Hallsteinsþula og virð ist vera frá 15. öld, og er hún kennd við Hallstein á Hesti í Borgarfirði, en hann var sonur Höskulds Runólfsson- ar í Gnúpsfelli í Eyjáfirði, en hann átti Kristínu Oddsdótt- S öluh ö r n! er komið út. Komið í afgreiðslu Alþýðublaðsins og( seljið jólablaðið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ. ur, fyrrum fylgikonu Lofts ríka. Höfundur þulunnar er ókunnur, en þulan hefur geymzt bæði í Eyjafirði og Borgarfirði.“ | — Hvað starfið þér annað i en þetta? | „Auk þessara starfa hef ég ] skrifað í blöð og tímarit um bókmenntir, fengizt við kennslustörf og verið hluta úr degi' starfsmaður við Bæj arbókasafnið.“ -— Hvað um aðbúð og vinnu skilyrði í bæjarbókasafninu? „Um það vil ég sem fæst segja, þó skal ég geta þess, sem flestir vita, að safn- ið er í aumustu óreiðu og niðurlægingu, og staf- ar það af hinum lélega húsakosti og hinni hraksmán arlegu aðbúð. Vinnuskilyrði starfsmannanna eru fyrir neðan allar hellur, og að launakjörum eru þeir veri' settir en götuhreinsarar bæj- arins:, og sýnir það gjörla þá takmarkalausu fyrirlitningu, sem stjórnarvöld bæjarins — eða meirihluti þeirra — hef- ur á menntun alþýðunnar. Mér er og tjáð eftir góðumi heimildum, að svo undarlega hafi borið við, að forstöðu- maður safnsins hafi lagzt í móti launahækkun til starfs- manna í safninu.“ Kaupið jólablaðið Jólabókin komin SÖLYI eftir séra Friðrik Friðriksson FYRRI HLUTI er kominn í bókabúðir, einhver mesta og glæsilegasta skáldsaga, sem skrifuð hefur verið á íslenzka íungu. Söivi er saga um munaðarlausan pilt, uppvöxt hans, glæsi- leik á fullorðinsárum og ótal ævintýri, utan lands og innan, rituð í hinum alkunna og lifandi frásagnarstíl séra Friðriks. 1 Séra Friðrik skrifaði Sölva fyrir um það bil 20 árum, og hefur síðan lesið upp úr - henni á ótal fundum, við mikla ihrifoángu áheyrenda. Hafa því mar.gir beðið ineð ó- ;þreyju að sagan yrði gefin út. — Er enginn vafi á því, að Sölvi verður einhver eftir- > sóttasta bók ársins, en vegna pappírsskorts, var ekki hægt að hafa upplagið eins 'stórt 1 og fyrirsjáanlega var nauðsynlegt. Er því líklegt að færri munu fá en vildu. — Ætlast ’ er til að síðari hluti sögunnar komi út næ sta vor í samb. við 80 ára afmæli höfundar. > Þess skal getið, að -hluti af andvirði hverrar seldrar bókar rennur til styrkt- !ar starfi- séra Friðriks á Akranesi. Kaupið S§i¥s strax í dag. BOKAGERÐIN LILJA. 1 * 'W'

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.