Alþýðublaðið - 24.12.1947, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Síða 3
Miðvikudagur 24. des. 1947. ALÞÝÐUBLAÐEÐ 3 n Jóhann Kristófer og höfundur hans ÞVI er stundum haldið fram, og það með nokkrum rétti, að val á þýddum bók- um hér á landi takist verr en Bkyldi. Víst er það satt og rétt, að hér er igefið út mik- ið af þýddu sagnarusli og sannarlega er það ekki að ástæðulausu, að mönnum gremjist slík útgáfustarf- semi. En hitt er og ómótmæl anlegt, að aldrei hefur verið gefið hér út ein.s mikið af þýddum úrvalsbókmenntum og einmitt um þessar mund- ir. Og þess skal getið, sem vel er gert, um leið og menn fordæma hitt, er til óheilla horfir. Af þýddum bókum á jóla- markaðinum í ár er vafa- laust hvað mestur fengur að sagnabálkinum um Jóhann Kristófer, eftir franska nó- belsverðlaunahöfundinn Ro- main Rolland. Er þeigar kom- ið út fyrsta bindi hans, en það flytur um það bil þriðj- ung ritsins. Hinna bindanna, sem verða tvö talsins, mun von á næsta ári. Romain Rolland fæddist árið 1866, en lézt árið 1944, meðan síðari heimsstyrjöld- in var enn í algleymingi. Rolland hlaut menntun sina í París og Rómaborg. Dvöl hans í Rómaborg mun sér í lagi hafa orðið honum mikils virði, en þar kynntist hann þýzkri hefðarkonu, Malwidu von Meysenburg að nafni. Hún hafði löngum alið aldur sinn í útlsgð og kynnzt slík- um mönnum sem Kossuth, Mazzini, Herzen, Ledru Roll- in og Louis Blanc. Eftir að hún settist að á Italíu, komst hún í náinn kunningsskap við Wagner, Liszt, Lenbach, Nietzsche, Garibalda og Ib- sen. Gefur að skilja, að það hafi orðið hinum gáfaða franska unglingi mikils virði að kynnast slíkri konu og vinum hennar, enda varð sú raunin. Rolland nam tónlist- arfræði og listasöigu og kenndi þau fræði við Svarta skóla að loknu námi, en gerð ist jafnframt afkastamikill rithöí'undur, annars vegar sem ævisagnahöfundur, hins vegar sem skáldsagnahöfund ur. Hann hefur ritað tvær bækur um Beethoven, og var önnur þeirra gefin út af Menningar- og fræðslusam bandi alþýðu í íslenzkri þýð ingu dr. Símonar Jóh. Ágústs sonar fyrir nokkrum árum. En að auki hefúr Rolland ritað bækur um Michel Angelo, Hándel, Gandhi, Goethe, Hugo Wolf og Tol- stoj. Af skáldsögum háns eru merkastar sagnabálkarn ir Jóhann Kristófer og Heill- uð sál. Hinn fyrri þeirra kom út í Frakklandi á árunum frá 1904 til 1912 og er alls í tólf bindum. Hinn síðari kom h,ns vegai úi í fjóruin bind- um á arunum frá 1922 til 1933. Romain Roiland hlaut nobelsverðlaunir árið 191í>, fyrst og iremsi fyvir söguna af Jóhanni Kris ó'ier Roma’n Rolland var braut ryðjandi sagnaskáldskapar franskra bókmennta á fyrri hluta tuttugustu aldar með Romain Rolland. líkum hætti og þeir Gustave rlaubert, Émile Zolr og Guy de Maupassant voru á síðari hluta nítjándu aldar. Hann var mikill stílsnillingur og meistari í sögugerð. En stsrk asti þáttur hans sem rithöf- undar var þó efnið og boðun in eins og sagan af Jóhanni Kristófer ber gleggst vitni. Jóhann Kristófer er skáld saga i ævisöguformi. Jóhann Kristófer fæðist í þýzkum smábæ skammt frá frönsku landamærunum. Honum er í æsku búið dapurlegt hlut- skipti fátæktar og óham- ingju. Þó kemur brátt í ljós, að drengurinn er gæddur ó- venjulegum tónlistarhæfi- leikum. Fjórtán ára gamall er hann orðinn fyrirvinna heimilisins. Hljómlistarmenn1 bæjarins leggja á hann hug óvildar og öfundar vegna einstæðrar tónhstargáfu hans og óvenjulegs sjálfstæðis í öllum skoðunum. En andúð hins unga snillings á stríði og hernaðaranda leiðir til áreksturs, og 20 ára gamall yfirgefur Jóhann Kristófer Þýzkaland og leitar til París- ar. Þar berst hann í kröppum kjörum fyrir viðurkenningu á tónlistarhæfileikum sínum og ókúganlegum hugsjónum sínum. Lýsingin á vináttu Jóhanns Kristófers og Oli- vers er ógleymanleg, enda snar þáttur söguefnisins af höfundarins hálfu. Sama er að segja um sögu Antoin- ettu systur Olivers, er af frá- bærum hetjuskap og aðdá- anlegri elsku berst við skort inn, svo að bróðir hennar geti aflað sér þeirrar mennt- unar, sem hugur hans stend ur til, og átt sér heimili. Oliver kvænist, og hjúskap- arsaga hans verður einhver eftirminnilegasti og um leið átakanlegasti þáttur sögunn- ar. Oliver lætur lífið í götu- bardaga, og Jóhann Kristó- fer verður landflótta öðru sinni á ævinni. Hann leggur leið sína til Sviss. Þar koma til sögunnar kynni hans og Önnu, konu vinar hans og velgerðarmanns. Jóhann Kristófer ratar í hvert ástar- ævintýrið af öðru, hann Framh. á 4. síðu. Minningar um ásfmög og skáld MARGIR hafa skrifað um Jóhann Sigurjónsson skáld — og það engir ómerkingar á sviði bókmennta og mann- þekkingar. Má þar t. d. nefna Sigurð prófessor Nordal, Árna prófessor Pálsson, Sig- urð Guðmundsson skóla- meistara og Gunnar Gunn- arsson skáld. Allir þeir, sem hafa haft persónuleg kynni af Jóhanni Sigurjónssyni og minnast á hann sem mann, eru mjög hrifnir af gáfum hans og andríki, góðvild hans og sérkennileik. Gunn- ar Gunnarsson segir, að hann sé í engum vafa um það, að í Jóhanni hafi búið enn þá meiri skáldsnillingur heldur en skáldrit hans beri vott um, og einhvern veginn hef- ur mér fundizt af því, sem um hann hefur verið skrifað, að svo muni hafa verið. En mér hefur lika virzt, að eng- inn af þeim vinum hans og kunningjum, sem hafa frá honum sagt, hafi sýnt af hon um viðhlítandi mynd, þrátt fyrir mýmargar svipmyndir. Mér virðist, að sumir hafi ekki komizt lengra en þó að þeir hefðu einungis sagt: — Hann var alveg maka- laus! Nú er komin út á íslenzku ilítil bók, sem heitir Heim- sókn minninganna: Það eru minningar ekkju Jóhanns, frú Ingeborg Sgurjónsson. Þessi bók skiptist í þrjá kafla: Prestsdóttir í föður- garði 1872—1892, Skipstjóra frú 1892—1911 — og Eg var skáldi gefin. Eodurmim ing- ar frá árunum 1912—1919. Þetta er ósköp notaleg og læsileg bók. Ég hef heyrt suma segja og hef séð, að einhverjir hafa skrifað, að langmerkasti kaflinn sé sá, sem f jallar um sambúð frúar innar og Jóhanns skálds Sig- urjónssonar. En mér virðist, að fyrri kaflarnir séu vel og skemmtilega skrifaðir — og að síðasti kaflinn sé lakastur, ef tekið er tillit til þess, hvert efni var fyrir hendi. Þar er raunar margt fallegt og sitthvað, sem töluvert er á að græða, en nokkuð er kaflinn sundurlaus og hrafl- kenndur og fjarri fer því, að þar komi fram sú mynd af skáldinu, sem æskilegt er að fá. Það, sem i kaflanum er veitt okkur, er einungis riss — eins og flest annað, s'em ritað hefur verið um þennan töfrandi og að mörgu leyti sérstæða mann. En skemmti legt er að lesa kaflann, og er ekki annað en gott um það að segja, að þessi bók hefur verið gefin út á íslenzku — og það í fallegri útgáfu. Þýðinguna hefur frú Anna Guðmundsdóttir leyst af hendi af slíkri smekkvísi og yfirleitt vandvirkni, að sér- stæft má heita, þar eð ekki hefur, mér vitanlega, komið neitt rit áður frá henni, þýtt eða frumsamið. En tvennt rak ég mig á, sem ber vott um einkennilega fljótfærni hjá jafnhæfum þýðanda. Annað er mjög smávægilegt. A blaðsíðu 63 í bókinni stendur: „Við vorum boðin þetta (Frh. á 4. síðu.) S S s s s s s s s S' s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s- s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s GLEÐILEG JÓL! «. og farsælt nýtt ár EINARSSON, ZOEGA & CO. h.f. GLEÐILEG JÓL! og farsælt nýtt ár THE HEKLA AGENCIES LTD HULL GLEÐILEG JÓL ! og farsælt nýtt ár ODSSON & CO. LTD. HULL GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL ! GLEÐILEG JÓL! r-i N s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V S s s c UCRÐANQIi yS' VEIOARF/«ÍBAVCR5!,UH A? GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL! ^Jímnn6ergs£raibur s "s s s s s s s s s s -s s s s s s s s s GLEÐILEG JÓL! s s s s ’S/éD&F/S#&x\ ^ s s s s s s s s Verzlunin G. ZOEGA, Vesíurgötu 6. S s FARSÆLT NÝTT ÁR: Þökk fyrir viðskiptin á því liðna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.