Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBÍiAÐSÐ Miðvikudagur 24. des. 1947. Lííið keríi á rúmstólpa í lítilli baðstofu — og Ijósið frá því. — Mimiingar frá liðmmj jólum. — Hvaða minningar gefa jólin nú börnunum? — Tal- að við börn og leitað að svörum. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. | Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Renedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. JÓLIN eru af kristnum mörnium um allan heim hald- in hátíðleg í minniingu um fæðingu meistarans frá Naza- ret. En norrænar þjóðir; og Islenzka þjóðin hefir búið við lagi, m.iinnast þeirra jafn- framt í þakklátri minningu þess, að lengsta skammdegið er liðið og sólargangur fer aftur hækkandi á nýju ári. * Jólin eru hátíð ljóss og gleði. En undirbúningur há- tíðahalda þeirra kostar mikl- ar áhyggjur og annir. Verður því sízt neitað, að við íslend- 'ingar berumst mikið á, senni- lega fullmikið, í þessu sam- bandi. Þetta á þó sínar eðli- legu og skiljanlegu orsakir. búa við sárar þrautir. góð kjör á umliðnum árum, og svo er enn. Meðan aðrar þjóðir hins siðmenntaða heims bárust á banaspjót í blóðugasta hildarleik verald- arsögunnar, nutum við alls- nægta og bjuggum í haginn fyr'ir framtíðina. Svo mjög var sköpum skipt mev okkur og öðrum. Það gefur að skilja, að því, sem fyrrum var. Þá urðu um hætti. Sú er og raunin, en kannski ber aldrei meira á þessu en einmlitt fyrir jólin. Fólk gerir mikil kaup til jól- fólk gistir nýja og fegurri ver anna, það er stórtækt í gjöf- um til vina og vandamanna og^það veitir sjálfu sér flest það, sem hugur þess girnist. Til þessa er gott að vita. En skylt væri okkur að hugsa til þess, að aðnr búa við önnur og lakari kjör en við. Millj- óníir manna um heim allan berjast við sárar þrautir.; Hungur sverfur að, blómleg- ar byggðir eru í auðn, fagrar borgir brotnar og friðuránn enn óunniun. Og ekki væri úr vegi\ að Islendingar hug- leiddu, að það er vandi að gæta fengins fjár, cg að ein- hvern tíma getur að því kom- ið, að við veitum okkur ekki munað og óhóf, ef við iærum ekki þá list að temja okkur sparsemi og hófsemi. * Undirbúniingsdagar jólahá- tíðarinnar hér á Íslandi bera allt of mikinn svip þess, að þeir séu eins konar markaðs- dagar. Þjóðfélagið einkennist um þær mundir fyrst og frpmst af því, að fólk selur og kaupir. En þegar hátíðin er gengin í garð, færist hinn sannii jólasvipur yfir unga og gamla. Þá býr öllum fögnuð- ur í huga; jafnvel þeir, sem þjást og syrgja, gleyma hörm- um sínum og andstreymi og gefa sig jólagleðinni á vald. Þetta er fagurt vitmi þess, að hinn sa.nni boðskapur jólanna eigi ítök í hugum íslendinga, þó að of mikið sé í umbúðir EITT LÍTIÐ KERTI á rúm- stólpa í b'tilli baðstofu vakti meiri og innilegri jólagleði en rafmagnskerti, stór jóltré, leik- föng í tugatali og ails konar kræsingar gera nú. Litla kerta- ljósið á rúmstólpanum lýsti bet- ur inn til hjartans, kveikti skærari neista í hugum barn- anna en allt glysið nú. Og þá ivar friður og kyrrð, nú ys og þys, olnbogar, gremja, kröfur — óánægja. ’ EN HVERS VEGNA? Ég er ekki neinn spekingur og get ekki svarað því svo að ég sé á- nægður nieð. En er það ekki 1 vegna þess að allt, sem er ein- falt, sé fegurst, allt margbrotið erfiðara og þyngra? Vel getur verið að hryggð mannanna yfir horfnum jólum, gömlu, friðsælu jólunum, þegar allt var hátíð, blekki mann. Vel getur verið að börnin nú eignist á þessum jólum einnig dýrmætar minn- ingar, jafnvel þó að okkur þyki allt of mikið borið í þessa há- tíð, allt of mikið glys, of miklar gjafir, of mikið af öllu tæi hjá öllum þorra manna. ÉG FULLYRÐI EKKERT um þetta. En sjálfum finnst mér það ótrúlegt, þó að það geti verið. Ég hef spurt lítil börn um jólin í fyrra og jólin þar áður. Og þau muna ekki eftir neinu sér- stöku, eiga ekki leikföng, sem þau fengu þá, ekkert gerðist, sem hefur grópazt í hugann. lagt og amstur hátíðaundir- búnirigsáns gangi úr hófi fram. Yfirbragð jólahátiðaránmar er orðið ærið mikið breytt frá því, sem fyrum var. Þá urðu menn að láta sér nægja að gleðjast yfir litlu, og þá kunnu menn að gleðjast yfir litlu. En kjamá jólahátíðar- irmar er þó enn sá sami og íyrrum, eims og jólaboðskap- Þetta er vottur þess að hin dýru jól nú gefi ekki þær gjafir, sem dýrmætastar eru, friðinn innra, minninguna um fegurð og frið. . IIVERNIG GETUR hamingja orðið til í óhóíi? Eitt sinn sá ég barn þar sem ég kom á jóla- kvöldið sitja innan um hrúgu af leikföngum. Það reif utan af hverjum bögglinum á fætur1 öðrum, snerist í hring innan um þetta allt saman og þegar ' það var búið að rífa upp allt, virtist það verða ruglað. Það vissi eki hvert leikfanganna það ætti að taka í fang sér. Svo stóð það upp næstum því kjökrandi, hvarf að hnjám móður sinnar og sagði: ,,Er þetta allt mamma? Kemur ekkert meira?“ HEFÐI BARNIÐ FENGI® j eina eða tvær gjafi-r, þá er ég , viss um að það hefði ekki verið í vafa um þær. Þá hefði það sofnað með þær í fanginu, þótt vænt um þær og átt þær. ÉG HELD að heppilegasta lífsspekin sé sú, að gera lífið sem einfaldast. Og þetta á ekki að fara eftir efnum. Peningar, efni, eiga ekki að taka völdin af skynseminni og fyrirhyggj- unni. En þannig fer það oft. Eg i held að hér sé of mikið af fólki, sem gerist þrælar og ambáttir sinna eigin efna. Gleðileg jól. urinn sjálfur er óumbreytan- legur, þótt ár og aldir líði. * Jólin eru hátíð allra. Fögn- | uður þeirra vermiir allra ( hjörtu, og boðskapur þeirra á , erindi til allra. Heimur hvers j dagsleikans er að baki, og fólk gisfiir nýja og fegni ver- öld, þegar tekizt er í hendur og einn býður öðrum gleðileg jóL 1 í Alþýðuhúsinu um jólin: Annin jóladag GÖMLU DANSARNIR kl. 10 e. h. I Þriðja í jólum JÖLAFAGNAÐUR fyrir eldra fólk og hefst kl. 4 e. h. Almennur dansleiluu* kl. 10 um kvöldið. Mánudaginn fimmta í iólum JÓLATRÉSFAGNAÐUR fyrir börn. Yngri börn kl. 3 og eldri börn kl. 7. ALMENNUR DANSLEIKUR kl. 11 um kvöldið. Verzlnnin Varmá, KJOTBUÐIN BORG Illjóðfæra- og ieðurvöruverzlunin DRANGEY Verzlunin Ingólfur Hringbraut 38 Verksmiðjan Fönix Tímaritið Jazz óskar öllum lesendum sínum Gleðileg jól Alþýðuprentsmiðjan h.f,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.