Alþýðublaðið - 24.12.1947, Síða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Síða 10
10 ALÞTÐUBLA©!© Miðvikudagur 24. des. 1947. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR: Jólatrésskemmfun fyrir börn félagsmaanna verður foaldin í Iðnó fösfu- dagimn 2. j'anúar, mánudaginn 5. janúar og þriðju- daginn 6. janúar 1948 og liefst fcl. 3,30 e. h. alla dagana. Aðgöngumiðar verða aígreiddir í skrifstofu félags- ins í A'lþýðuhús'inu sunnudaginn 28. desember frá fcl. 10 f. h. 'til 4 e. h. og sunniudagi'nn' 4. jan á sama stað og tíma. DANS FYRIR FULLORÐNA 2. janúar eingöngu göndu dansarnir kl;. 10 e. h. 6. jan. (þrettándann) nýju og gömlu dansamdr fcl. 10 e. h. Aðgöngumiðasalan á dansana verður í skrifstofu félagsins á sama tíma log barnamiðarnir — og í Iðnó eftir fcl. 6 báða dagana. Vissara er að fá sér aðgöngumiða á gömlu dans- ana íimanlega. Skemimtinefndm. Smíðum HÚSGÖGN við allra hœf i. Tökiun ennfremur að okkur alls konar INNRÉTTINGAR. Kaupið HÚSGÖGNIN þar sem þau reynast vönduðust og bezt. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Gleðileg jól! .. Hringbraut 56. — Símar 3107, 6593. .. hans í stiganum. Ef til vill hafði hann horft á vagnana koma frá glugganum, eins og hún hafði gert og séð hálfvit- ann hlaupa æpandi niður veg inn til Dozmary. Hún hafði verði aðskilin frá honum með þunnu skilrúmþ og harnn hlaut að hafa heyrt til henn- ar alltaf — þegar hún lét fallast ofan í rúmið, og seinna, þegar hún klæddi sig, og þegar hún opnaði dyrnar. Þess vegna hlaut hann að æskja þess að hann sæist ekki, annars hefði hann gengið fram á pallinn um leið og hún; ef hann hefði verið einn af gestunum í veitingastofunni, þá hefði hann áreiðanlega talað við hana, hann hefði spurt hana, hvert hún væri að fara. Hver hafði hleypt honum inn? Hvenær gat hann hafa farið inn í herbergið? Hann hlaut að hafa falið sig þar svo að smyglararnir sæju hanjn ekki Þess vegna gat hann ekki verið einjn af þeim. Hann var óvinur frænda hennar. Fóta- takið var hætt núna, og þó að hún hlustaði eins og hún gat, gat hún ekkert heyrt. Henni hafði þó ekki skjátlazt, hún var sannfærð um það. Ein- hver — kannske bandamaður — var í felum í gestaherberg inu við hliðiina á hennar og gat hjálpað henni til að bjarga ókunna manninum í veitingastofunni. Hún var bú in að -stíga upp á neðsta þrep ið í stiganum, þegar ljós- bjarmi kom aftur fram í göngin, og hún heyrði að dyrnar á veitingastofunni voru opnaðar. Frændi henn- ar var að koma út í anddyrið. Það var enginn tími fyrir Mary að fara upp stigann áð- ur en hann kom fyrir hornið, svo að hún neyddist til að ganga fljótt aftur inm í dag- stofuna og standa með hend- urnar á hurðinni. í dimm- unni í anddyrinu myndi hann ekkert taka eftir því að dyrn- ar voru ekki læstar. Skjálfandi af æsingu og ótta beið hún í dagstofunni og hún heyrði veitingamann- inn fara yfir anddyrið og klifra upp stigana upp á pall- dnn fyrir ofan. Fótatak hans stöðvaðist fyrir ofan höfuðið á henni, fyrir utan gestaher- bergið, og svo beið hann um það bil eina eða tvær sekúnd ur, edns og hann væri líka að hlusta leftir einhverju annar- legu hljóði. Síðan barði hann tvisvar mjög mjúklega á dyrnar. Aftur brakaði í gólffjöl, og einhver gekk yfir gólfið í her berginu fyrir ofan og dyrnar voru opnaðar. Mary fylltist enn á mý ótta og skelfingu. Þetta gat ekki verið neinn ó- vinur frænda hennar. Lík- lega hafði Joss Merlyn hleypt honum inn fyrst, snemma um kvöldiðj þegar Patdence frænka hennar og hún höfðu verið að undirbúa allt í veit- ingastofumni undir komu gestanna, og hann hafði legið þarna og beðið þamgáð til all- ir mennirnir voru farnir. Það var einhver einkavinur veit- ingamannsins, sem hafði enga löngun til að blamda sér í viðskipti hans og vildi eng- an láta sjá sig, ekki ednu sinni konu gestgjafans. Frændi hennar hafði vitað af honum þarna allan tímann, og þess vegna hafði hanm sent skran- salann í burtu. Hann óskaði ekki, ;að hann sæi vin sinn. Hún þakkaði guði fyrir að hún hafði ekki farið upp stig- ann og barið að dyrum. Setjum nú svo, að þeir færu inn í herbergi hennar til að gá að hvort hún væri þar og svæfi? Það yrði lítil vcm fyrir hana þegar þeir hefðu komizt að því að hún var þar ekki. Hún horfði aft- ur fyrir sig á gluggann. Hann var lokaður og hlerar fyrir. Það var enginn undankomu- vegur þá leið. Nú voru þeir að koma niður stigann. Þeir námu rétt sem snögvast stað- ar fyrir framan dagstofu- dyrnar. Mary datt í hug, að þeir mundu ætla að koma inn fyrir. Þeir voru svo nálægt henrni, að hún hefði getað komið við öxhna á frænda sínum gegnum rifuna á hurð- inni. Þá fór hann að tala og rödd hans hvíslaði rétt við eyrað á henni: „Það er ©rfitt að segja um það,“ sagði hann. ,,Það er undir þínum úrskurði komið nú, len ekki mínum. Ég mun gera það, eða við munum gera það í sameiningu. Það er þitt að gera út um það.“ Þar sem Mary var fali bak við dyrnar gat hún hvorki séð né heyrt þennan nýja fé- laga frænda síns, og hvaða merki hann gaf til svars sá hún ekki. Þeir dvöldu ekki lengi fyr.ir utan dagstoíuna, heldur sneru út eftir amddyr- inu og fram í fremri ganginn, og svo niður eftir honum að veitingastofunni. Svo lokuðust dyrnar og hún heyxði ekki meira til þeirra. Fyrsta hugmynd hennar var að opna útidyrn- ar og hlaupa af stað út á veg- inn og komaist þannig brott frá þeim, en þegar hún fór að hugsa isig um, þá skildi hún að hún- hafði engan á- vinning af því lað gera það, því að hún vissi ekki nema það kynnu að vera aðrir menn — skransalinn og hinir allir — á verði með nokkru millibili á veginum til vonar og vara ef eitthvað kynmi að koma fyrir. Það leit út fyrir að þesisi nýi maður, sem var falinn allt kvöldið í herberginu uppi, gæti ekki hafa heyrt hana yfirgefa berbergið sitt. Hefði hann gert það, væri hann nú búnn að segja frænda hennar frá því, og þeir mundu fara að leita að henni nema þeir slepptu henmi af því þeir álitu hania ekki skipta neinu máli í sam- bandi1 við áformin. Þau snertu manninn á veitinga- stofunni fyrst og fremst, að henni var hægt að gæta seinna. ÖRN situr í þrýstiloftsflugvélinni sem æðir áfram með ofsahraða. Hann sér, að ekki getur verið allt með felldUj og í'ifjar upp fyrir sér, hvað gerðist, áður en hann lagði af stað. — Fyrst var eftirlitsmaðurinn að ræða við foringja landmælingamannanna •— ég hlýddi á mál þeirra — síðan gengum við að flugvél- inni, sem stóð á flugbrautinni. —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.