Alþýðublaðið - 09.01.1948, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 09.01.1948, Qupperneq 3
Föstudagiir 9. janúar 1948 ALÞYÐ'UBLAÐIÐ 3 MÉR var send nýlega ný Ijóðabók eftir Guðrúnu Jó- hansdóttir frá Brautarholti, og nú hef -ég verið að lesa hana. Ég hef áður litið í Ijóðabækur hennar og þrátt fyrir það, þó að þar hafi ég sitthvað séð, sem mér þótti bera því vitni, að þessi kona hafi haft öðru frekar að sinna um dagana en að kynna sér sem vandlegast allar brag- reglur og sívaxandi kröfur um fágun ljóða, þá hef ég fundið hvíla yfir allmörgum ljóðum hennar sérstæðan og persónulegan blæ, en slíkt er venjulega órækt merki þess, að höfundur ljóða eigi sér skáldæð, mótist djúpt af á- hrifum þeirra ragna, er sköp um ráða, og eigi svo um að velja harða baráttu, vand- ratað meðalhóf eða létt, en eigi að síður örlagaþrungíð undanhald. En því fremur ætti þessi sérstæði blær að bera vitni um skáldgáfu frú Guðrúnar, að frúin yrkir ekki úndir neinum sérstæð- um hætti eða háttum, sem hún, eins og títt er um sum skáldin, hafi helgað sér öðr_ um fremur og næstum gert að sinni einkaeign.. í Tómstundmn frú Guð- rúnar frá 1929 er kvæði, sem heitir Þráin og skyldan. Þar segir meðal annars svo: Þráin hvíslar lágt, en lengi: ,,Leiktu á fagra hörpustrengi.“ En skyldan segir: „Gakktu í garðinn, hann gefur af sér meiri arðinn“. Þráin bauð mér lífið ljósa, leiki og sumar meðal rósa. En skyldan, þetta skrítna tetur, hún skammaði mig í heilan vetur. Þá er í sömu bók kvæði, sem heitir Ástin mín: Einu sinni var ástin mín úti í.grænum skóg á sumarkvöldi sælu — hún söng af gleði og hló. Við þrastasöngva þýða og þöglan skógarfrið hún undi alla daga og eins um lágnættið. Hún bjó á meðal blóma, með blænum sté hún dans; hún þekkti ekki það, sem kallast þrautir kærleikans. Enginn veit að ástin mín, sem einu sinni dó, læðist enn um lágnættið í laufgrænum skóg. I hinni nýju bók frú Guð rúnar, en bókin heitir Liðn- ar stundir, minnist hún ekki oft á þrá og skyldu — eða á ástina milli karls og konu. þráin — hamingjuþráin, þráin eftir innra friði, og friði og réttlæti í veröldinni, er þó lífæð hvers þess kvæðis, sem er annað en fljóthugsuð tæki færiserindi og kvöð skyld- unnar er hinn voldugi mátt- ur, sem knýr ávallt til sjálfs af neitunar, tilbeiðslu hinna æðstu valda og umhugsunar um meiri hamingju og full- komið jafnvægi annars heims. í kvæðinu Til íslenzku konunnar á mæðradaginn 18. maí 1947 talar frúin um land námskonuna og segir, að hún hafi af alúð rækt lífsins skyldustörf. Og seinast er- indið er svona: Konur, mæður, kveikið blysum á og kallið fram það bezta, er verða má; það var og er og verður alltaf þörf að vinna af alúð lífsins skyldustörf. í von og trú á vegum kærleikans verið heilladísir ísalands. Ástin milli karls og konu kemur og fram öðru hvoru og bezt gerða og listrænasta kvæðið í bókinni, Einmana kona, á sér hana að hljóm- grunni. Þá eru og þessar vís- ur í kvæðinu Augun tala: Eg hef baðað augu mín í augna þinna lindurn og fundizt heilög faðmlög þín fjarri lífsins syndum. Þó um stund í þessum heim þrjóti vinafundur, við erum bundin böndum þeim, sem brostið geta ei sundur. Þá yrkir frúin gott kvæði, sem heitir í æsku. Hún lýsir þar tiltrú sinni til mannanna og ást sinni á lífinu og ver_ öldinni. 1 æsku kynntist hún ævintýrum og þjóðsögum, huldufólk bjó í hólum, dverg ar og tröll í hömrum og ljós- álfar léku um engi. Hún vissi ekki á þeirri tíð, ,,að sorgin svarta, særir löngum við- kvæmt hjarta“. En kynnin af þjóðtrúnni vöktu þó hjá henni þá tilfinningu, sem kemur fram í síðasta erind- inu: Alltaf fannst mér undarlega eitthvað sanna ógnarþunga örlaganna yfir lífi sumra manna. Ég nefndi í upphafi þessa greinarkorns þrjár leiðir, leið sífelldrar baráttu, leið meðalhófs og jafnvægis og leið undanhaldsins. Frú Guð rún, sem hefur átt sér í upp hafi bjarta lífstrú, mjög mikla viðkvæmni — og það er viðkvæmnin, sem skáld sagði um, „veldur bæði sælu og synd, svo sem með er far- ið“ •— og heita ástar- og hamingjuþrá, hefur valið leið baráttunar. Það hefur á- reiðanlega kostað hana mik- ið, en þau verðmæti, sem hún hefur unnið, er djúp og einlæg samúð með öllumi, sem þjást, sterk ábyrgðartil finning og heit trú á æðri máttarvöld. En öllum þess- uni verðmætum fylgir þján- ing, svo sem mannlífinu er háttað, en undir niðri lifa alltaf gamlar glæður lífsþrár og lífsnautnar. Brunasárin svíða, en hins vegar auka glæðurnar á einlægni og víð feðmi samúðarinnar, hita trú arinnar og hvötina til fórn- fýsi. Baráttan og þjáningin krefjast útlausnar í ljóði og þær eru svo mikið alvöru- og einlægnismál, að þær- bregða persónulegum blæ yfir Ijóð frú Guðrúnar, en einmitt hinn persónulega svip skortir Ijóð margra þeirra, karla og kvenna, sem hafa lagt meiri stund en hún1 á ljóðfágun og ljóðglit — og hafa gætt betur rökvísi en hún gerir á stundum. Sú, sem ekki vissi af sorg- inni í æsku, en síðar varð þess vísari, að hún ,,særir löngum viðkvæmt hjarta“. segir nú í kvæði, sem þrung- óð er heitri og djúpri sam_ úð: Það, sem lífsins gleði ei gefur, getur okkur sorgin veitt. Hún á mátt, sem mildar hjarta, í mildi fær hún hörku breytt. Á öðrum stað segir hún spaklega og fagurlega: En hægt skyldi fara hönd um þá, sem harmana þyngstu bera, sízt er því hægt að segja frá, hvar sárustu meinin skera, en þögnin fer bezt með allt, sem á um eilífð í helgi að vera. Enn fremur í enn ö ðru kvæði: í ógnarþunga alvörunnar allir finna vanmátt sinn, því er samleið sorgarbarna að senda bæn í himininn. Styrjöldin mikla, og allur sá harmur, öll sú neyð, allt það ranglæti, öll sú grimmd og allur sá viðbjóður, sem henni fylgdi, hefur valdið hinni viðkvæmu og göfugu konu sárri kvöl og verið henni mikið uggs og um- hugsunarefni: Rætt er um ráð —- ráðþrota; enginn úrbót sér. Friðlausir menn friðlausra þjóða ^fylkja láta liði. í kvæðinu Hættumerkið stendur meðal annars: í caxandi tækni og auknum auð ágirndin tók sér hreiður. Hún tók frá saklausum börnum brauð og böðlunum veitti hún heiður. Og svo spyr þá frú Guð- rún í öðru kvæði: Sjó- og annan hlífðarfatnað útvegum við með stuttum fyrirvara gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum. Einkaumboð fyrir: . Ardrossan. The Ardrossan Oilskin & Waterproofing Co., Ltd., ÓLAFUR GÍSLASON & CO., H.F., Sími 1370. H. F. Eimskipafélag Islands. AÐALFSJNÐ Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardagimr 5. júní 1948 og hefst kl. 1,30 e.h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á líðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand * andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1947 og efnahagsreikning með at'hugasemdum éndur skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillcgur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarSsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn féjagsins, í stað jpeirra . sem úr ganga samfcvæmt félagslögum. 4. iKosning eins endursfcoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðandi. 5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs H. F. Eimskipafélags íslands. 6. LTmræður og atkvæðagreiðsJa um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöng'umiðar að íundinum verða afhentir •hluthöf um og umboðsmönnum hlut'hafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík,, dagana 2. og 3. júní næstk. Memn geta feng ið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á að alskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 6. janúar 1948. STJÓRNIN. Stafar hætta af menntun, valdi og viti, vísindum og uppgötvanastrit? Það, sem átti að bæta bölið nauða, bölvun eykur, þjáning, kvöl og dauða. Valdhöfum er sungið lof í ijóði, en lítum Kains mynd í Abels blóði. Og á meðan bróðir vegur bróður brennur allur jarðarinnar gróður. Mundi svo skaða nokkuð, þó að athugað væri niðurlag þessarar vísu: Ef höggormurinn frá heljar- slóðum hefur á jarðríki vald,- fást ekki bætur bitrustu meina, bölvun er syndanna gjald. Ef allir trúa af heilum huga og hjarta á Drottin sinn, þá breytast verkin og taætast kjörin: Þá bjargast heimurinn. Ég efast ekkert um, að frú Guðrún mæli af heilum huga, en engan veginn til að sýnast, þá ér hún segir: Faðir minn, að fótum þínum fell ég þögla bænarstund. Sefaðu tárin sorgarbarna, sviðann deyfðu í hjartans und. Þeir, sem geta heilum huga hjartað vermt í trúaryl, eiga leið úr öllum éljum, aftur hjá þeim þirtir til. ~ Ljóðabókin Liðnar stund- ir er hin vandaðasta að papp- ír og prentun — og próf- arkalestur óvenju vel af hendi ileystur. Guðm. Gíslason Hagalín. Erlend bók um viðskiptalíf íslands NÝLEGA er komin út í New York bók um fjármála og viðskiptalíf íslendinga á i stríðsárunum og er höfundur hennar dr. William Charles Chamberlain. Sennilegt er, þótt þess sé ekki getið í bók- inni að þetta sé doktorsrit- gerð, sem Chamberlain hafi varið við Columbia háskól- ann í New York, en ritið nefnist „Eeonomic Develop- ment of Iceland Through World War H“. I fyrsta kafla bókarinnar rekur höfundur sögu Íslands frá efnahagslegu sjónarmiði, og í öðrum kafla lýsir hann skipulagi og þróun atvinnu- mála hér á landi. Þriðji kafli lýsir árunum fyrir stríðið og fjórði kafli skuldum og greiðslujöfnuði. Fimmti og síðasti kaflinn lýsir stríðsár- unum sjálfum, og er þar reynt að gera grein fyrir því, hvernig inneignir okkar söfn uðust upp og hvað olli vel- megun landsins. Þá lýsir höf undur verðbólgunni sér og endar á því að komast að þeirri niðurstöðu, að Island muni eiga erfið vandamál! fyrir höndum eftir stríðið, og verði þá annað Irvort að færa niður dýrtíðina (eins og nú er verið að reyna eða fella krónuna. Bókin er gef- in út af Columbia University Press, en umboð í London hefur Geoffrey Cumberlege. lílbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.