Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. febr. 1948 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Hreyfill felur misréfSi bei s fakmörkunutn næfuraksfurs ------*------i Telur óviðunandi að einkabílar fái að aka, er Ieigubílstjórum er bartnað. Frá stjórn Bifreiðaisftjóra- félagsins Hreyfill hefur « blaðinu borizt eftirfar- andi:' VEGNA greinargerðar sam göngumálaráðuneytisins, sem birtist í blöðum og úítvarpi varðandi viðskipti þau er fram hafa far.ið milli Bifreiða stjórafélagsins Hreyfils og skömmtunaryfirvaldanna vegna benzínskömmtunarinn ar og annarra ákvæða varð- andi framkvæmd hennar, vill Ilreyfill taka það fram, að strax eftir að skömmtunar- reglugerðin var satt mótmælti félagið þegar ýmsum ákvæð Um hennar og gerði ítrekað- ar tilraunir við skömmtunar- stjóra, viðskiptanefnd, fjár- hagsráð og samgöngumála- ráðherra til þess að fá henni breytt. M. a- sendi Hreyfill skömmtunarstjóra tillögur til breytinga á xeglugerðinni ásamt greinargerð fyrir breyt jngunum. í þessum tillögum er lagt til að næturakstri hifreiða verði hagað þannig: „Heimilt er að halda bifreiða stöðvunum opnum til af- greiðslu á tímabilinu fra kl. 8 f. h. til kl. 1 eftir miðnætti og bifreiðum heimill akstur til klukkan 1,30 eftir mið- nætti. Enn fremur getur samgöngumálaráðuneytið, ef þurfa þykir, leyft akstur á- kveðinnar tölu bifreiða til kl. 3 eftir miðnætti“. Þess- um tilmælum Hreyfils um breytingar á reglugerðinni var ekki sinnt að neinu. Fyrrgreind reglugerð, sem gekk í gildi 1. okt. s. 1., varð að því er næiturakstursbann- ið sneritir alls ekki fram- kvæmd fram til 17. nóv. s- 1. Akstur fór fram allar nætur óátalið af lögreglunni, auk þess sem lögreglan hafði jnilligöngu um að útvega al- menningi bifreiðar, þrátt fyrir næturakstursbannið. 17. nóv. s. 1. barsit svo Hreyfli bréf frá samgöngumálaráðu- neytinu þess efnis, að nætur abstur yrði leyfður með þeim takmörkunum að 40 bifreiðar skuli vera á vakt frá kl. 23 til kl. 2 eftir miðnætti og að- eins á einni stöð; enn fremur var þar ákveðð, að bifreið- iarnar skuli vera merktar sér stöku merki lögreglunnar. Bifreiðastöðvarnar fram- kvæmdu svo næturaksturinn samkvæmt þessu. Hæstvirtur samgöngu- málaráðherra hefur fullyrt það í blöðum og útvarpi, að þessi tilhögun hafi verið gerð með samkomulagi við Hreyfil. Saga þessa máls er í stuttu máli sú, að strax eftir að benzínskömmtunin hófst, 1. okt. 1947, sendi Hreyfill nefnd manna á fund skömmt- unaryfirvaldanna til þess að reyna að fá aukaskammt, þar sem fyrirsjáanlegt 'var að benzínskammtur sá, er fólks- bifreiðastjórum var ætlaður, myndi reynasit með öllu ó- nógur. Niðurstaðan af þess- um umleitunum varð sú, að bifreiðastjórarnir fengu auka skammt með því skilyrði, að næturakstur yrði tekinn upp í þvi formi, sem hann hefur verið í til þessa. Það, að Hreyfill sætti sig við þessa tilhögun næturakstursins og næturvinnubannið var m. a. gert með tilliti til þess, að allur næturakstur yrði bann- aður. Reyndin varð hins veg- ar sú, að fólksbifreiðastjórar voru eltir með kærum og sektarhóitunum á sama tíma sem einkabifreiðar óku ó- hindrað allar nætur. Þessi akstur einkabifreiðanna óx síðan smátt og smátt, og loks fóru einkabifreiðarnar að aka fólki gegn greiðslu að næturlagi, á sama tíma sem atvinnubifreiðastjórum var bannað að stunda vinnu sína, þ. e. einkabifreiðarnar tóku upp þá vinnu, er skömmtun aryfirvöldin höfðu bannað at- vinnubílstjórum að vinna. — Einkabifreiðir þær, sem hér áttu hlut að máli, voru allra tegunda, jeppar, sendiferða- bifreiðir, hálfkassabifreiðir og vörubifreiðir- Bifreðastjór ar þessara bifreiða höfðu fæstir meira próf, bifreðarn- ar sjaldnast tryggðar til far- þegaaksturs, engra reglna gætt um verðlag og ástand •þeirra oft og tíðum þannig, að þær voru ekki akaturshæf- ar. Þetta öryggisleysi varð almenningur að sætta sig við á sama tíma og þaulæfðum bílstjórum var bannað að aka að viðlögðum sektum. Þetta ófremdarástand hélzt svo óbreytt þar til undirrétt- ardómur féll um næturakst- urinn í -byrjun jan. s. 1. Þá hætti lögreglan að skipta sér af næturakstrinum. Þar til hæstaréttardómur féll í fyrr greindu máli. Þá var hafizt handa á ný og ákveðið að byrja þegar að beita sektar- ákvæðunum. Þegar hér var komið þess- um málum, þótti bifreiða- stjórum misréttið um fram- kvæmd þessara mála orðið ó'- viðunandi, þar sem þeir einir allra istétta máttu ekki aka bifreiðum sínum að nætur- Trúnaðarlæknir Sjúferasamlags Reykjavíkur, berra Þórarirm Sveinsson, gegnir fyrst um sinn starfi tryggingariæknis í forföllum Péturs Magn- ússonar. Viðtalstími læknisins er kl. 5—6 aila virka daga, nema laugardaga, en þá kl. 2—3. Lækningastofan er í Austurstræti 4. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS lagi; þeir máttu ekki einu sinni aka sjálfum sér til og frá heimdlum sínum, þyrftu þeir á bifreið að halda að næturlagi, var þeim meinað að nota sinn eigin bíl, en áttu þess hins vegar kost, að taka á leigu jeppa eða sendiferða bifreið gegn margföldu gjaldi. Af því sem hér segir, ætti öllum að vera ljóst, hvílíks misréttis hefur gætt í fram- kvæmd þessara ’mála, og að það er ekki að ófyrirsynju að bifreiðastjórar hafa mótmælt sem einn maður. Stjórn Bifreiðastjóra- félagsins Hreyfils. r Ármann heldur fimleikanámskeið fyrir stúlkur GLÍMUFÉLAGIÐ ,ÁR- MANN hefur ákveðið að halda námskeið í fimleikj- um fyrir ungar stúlkur og byrjendur í fimleikjum. Æfingar verða tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 9—10 í íþróttahúsinu, kennari verð' ur Hannes Ingibergsson. Nám skeiðið stendur yfir 'í tæpa þrjá mánuði. Allar nánari upp lýsingar viðvíkjandi nám- skeiðinu fást í skrifstofu fé- lagsins í íþróttahúsinu sem er opin frá kl. 8—10, sími 3356. Er þetta tilvalið tækifæri fyfir ungar stúlkur sem hafa áhuga fyrir þessari bráðnauð synlegu og skemmtilegu í- þrótt. IÞROTIIR - INNAN LANDS OG UTAN NÆSTA SUMAR verður án efa eitt hið skemmtileg- asta og vdðburðaríkasta, sem íþróttaunnendur hér muna. Sundmennirnir bæta nú við kvöldbænir sínar smáklausu til máttaxvaldanna um að láta Norðmennina koma í vor, svo að þeir fái að reyna sig í góðri keppni fyrir ólym- píuleikina. Knattspyrnu- mennárnir fá heimsókn 'Finn- anna, jafnvel þótt þeir hætti við að senda lið til London. Frj álsíþróttamennirnir fá sennilgea feitastan bita, fyrst keppnina við Norðmenn og svo ólympíuleikina sjálfa, en þeirra greinar eru þar hinar hefðbundnu og vekja jafnan mesta athygli. Það er ómögulegt að spá neinu um afrekahorfur okk-' ar manna, enda erum við enn á því stigi, að við tökum þátt í slíku móti sem ólympiu leikjum til þess að læra og skemmta okkur, og svo „til þess að vera með“. Það var reiðarslag fyrir hinar litlu afrekavonir okkar, að Finn- björn skyldi meiða sig, og er vonandi, að fleiri slík slys komi ekki fyrir. •DODDS SETUR HEIMSMET Úti í heimi eru nú öll afrek mæld á mælikvarða ólym- píuleikjanna, og menn eru ó- spart bornir saman með fyr- irhugaða keppni á Wembley leikvanginum fyrir augum. Þannig var það, að prestur einn vestur í Ameríku skaut sér fram fyrir aðra á vona- listanum í 1500 metrunum, er hann setti heimsmet í einnar mílu hlaupi innan- húss. Presturinn er Gilbert Dodds; hann sigraði á Mel- Gilbert Dodds. rose leikjunum í. New York, og nýi mettíminn er 4:05,3 mín. Dodds hætti um hríð að hlaupa, en „rödd guðs“ sagði honum að byrja aftur, og nú ferðast hann um, hleypur og prédikar. Hann er meðal- maður, lítill fyr.ir mann, að því er virðist, en snöggur á sprettinum. Hann er í mjög góðri æfingu nú þegar, en hvernig honum tekst upp í ágúst, er erfitt að segja. Svo er líklegt, að Svíar eigi ein- hverja unga menn i pokahorn inu, sem gætu gert honum erfitt um vik. BUTTERFLY A BRINGUSUNDI Islenzkir sundmenn hafa meiri áhuga á bringusundi en flestum öðrum sundgrein- um, af þeirri eðlilegu ástæðu, að tveir af beztu sundmönn- um okkar nú eru bringu- sundmenn. Ef þeir kepp.a á Wembley í sumar, munu þeir án efa sjá flesta af meistur- unum synda ,,butterfly“ mikinn hluta leiðarinnar, ef ekki alla leið, og verður það í fyrsta sinn á ólympíuleikj- um, sem sú aðferð verður svo mikið notuð. Það er og talið líklegt, að til dæmis 200 m bringusundsmetið, ef ekki fleiri, verði bætt. Þetta met er 2:41,5 mín., sett af Japan- anum Hamuro í Berlín 1936. Auk okkar munu þessi fjögur lönd fylgjast af mestri athygli með 200 m bringu- sundinu (að því er brezki í- þróttafræðingurinn W. J. Howcroft segir frá): Bret- land, Ungverjaland, Bandai- ríkin og Rússland — ef Rússi- ar verða með. Bretar gera sér miklar von. ir með hinn 27 ára lögfræði- stúdent Roy Romain, sem vann 200 m. á Evrópumeist- aramóitinu í Monte Carlo. Hann vann einnig bringu- sundið á meistaramóti Suð- ur-Ameríku í Buenos Aires í haust. Hættulegasti keppi- nautur Romains 1 Evrópu er, að áliti Howcrofts, Ungverj- inn Alex Nemeth. Hann var annar í Meftite Carlo og er sagður synda betur en nokk- ur annar meistaxi í álfunni. Ameríkumenn eiga tvo af- burðamenn í þessu sundi. Þeir eru báðir frá Pháladelp- hia, heimismethafinn Joe Verdeur, og D. DeForest. Heimsmiet Verdeurs er 2:35, 6, ien hann er 21 árs gamall tannlækningastúdent af lit- haugalenzkum ættum. Arrna Frambald á 7. síðu. Nú fer að verða hver sfðasfur að sjá Afomorkusýninguna í Listamannaskálanum Sýningunni verður lokað um helgina

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.