Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. febr. 1948
ALÞYÐUBLAÐIÐ
7
Framhald af 5. síöu:
Húsmæðrafélag og þjóðfélag
hérað, stundum reyndar tvö. Loks réðst þó fram
úr þessu, m. a. fyrir áhuga og atfylgi héraðsbúa
sjálfra, sem ekki máttu hugsa til þess að missa
af lyfjabúð sinni. En því miður hefur heilsufari
lyfsalans, sem við tók, verið svo háttað og svo
seigt í tregðu lyfsölufræðinga á að líta í áttina
vestur í Stykkishólm, að í fyrra vetur hefði
lyfjabúðarrekstur þar lagzt niður í marga mán-
uði, ef hálflærðan danskan lyfsölufræðing hefði
ekki óvænt rekið á f jörur til að hlaupa í skarð-
ið. Og því aðeins hefur lyfsalinn ekki fengið sig
leystan frá starfi, sem honum er fyllsta nauð-
syn á, að þá þykir endanlega útséð um örlög
lyfjabúðarinnar, sem öllum hlutaðeigendum er
svo sárt um.
Þriðja dæmið varðar Stjörnuapótek, lyfja-
búð Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Síðan
í vor sem leið hefur verið vant þangað lyfsölu-
fræðings til að taka að sér forstöðu þessarar
vel búnu og skemmtilegu lyfjabúðar og engin
viðleitni verið spöruð til að leita slíkan mann
uppi. En þrátt fyrir augiýsingar, ríka eftir-
gangsmuni og ýmisleg kostaboð hefur enginn
fundizt tilleiðanlegur. Þessari lyfjabúð hefði
orðið að loka, ef hingað hefði ekki af einhverri
tilviljun slæðzt norskur lyfsölufræðingur, sem
falin hefur verið forstaða lyfjabúðarinnar og er
réttlætt sem neyðarráðstöfun til bráðabirgða,
því að vitanlega hefur maðurinn hér í landi eng-
iri réttindi til slíkrar starfsemi. Tekið skal fram,
að þessi norski lyfsölufræðingur hefur kynnt
sig mjög vel og reynzt hinn nýtasti maður í
stárfi.
Athugi nú góðfús lesari, hvað hæft mun í því,
sém ég sé haldið fram í blaði, að vanlyst ungra
manna á að leggja fyrir sig lyfsölunám eigi ráet-
ur að x-ekja til þess, að lyfsölufræðingum standi
ekki til boða sjálfstæðar stöður.
Ekki þarf að taka fram, að lyfsölum úti á
landi er algerlega varnað að halda lyfsölufræð-
inga sér til aðstoðar, þegar fyrir það, að engin
leið er að hnika því fólki burt úr Reykjavík,
enda flestum lyfjabúðunum algerlega um megn
að greiða það kaup, sem lyfsölufræðingarnir á-
skilja sér. Er nú ástandið í þessu efni svo, að
utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar mun enginn
lyfsölufræðingur aðstoðarmaður í lyfjabúð, að
undanteknum einum útlendingi á ísafirði, og
helzt lyfsalanum ekki á honum lengur en til
vorsins, enda er alkunnugt, að gjaldeyriserf-
iðleikar gera yfirleitt ókleift að halda hér er-
lent starfsfólk, sem allt gerir kröfur um yfir-
færslur á meira eða minna hluta af kaupi sínu.
Lyfsalar úti á landi eru því ýmist algerlega að-
stoðai'lausir eða bjargast við ólært aðstoðarfólk,
og er ekkert útlit fyrir, að á því verði breyting
í náinni framtíð, allra sízt að óbreyttri lyfsölu-
löggjöfinni. Er einsýnt, að brýn þörf er á að
skipuleggja verklega fræðslu þessa óbóklærða
aðstoðarfólks í lyfjabúðum og gefa því á eftir
réttindi, sem samsvara kunnáttu þess. Mun ég
telja mér skylt að taka það mál til rækilegrar
athugunar. Er reyndar ekkert neyðarúrræði að
koma sér upp þess háttar starfsliði til aðstoðar
við afgreiðslu í lyfjabúðum, heldur í fullu sam-
ræmi við þá sjálfsögðu þróun, sem lyfjabúð-
anna bíður, en það er. að verða að miklu leyti
afgreiðslustöðvar fullgerðra verksmiðjulyfja.
Er slík afgreiðsla aðgæzlu- og trúnaðarstarf,
en tiltölulega fljótnumin list. Á Keflavíkurflug-
vellinum er kostur sýningarkennslu í slíkum
lyfjabúðarekstri, þó að ég hafi annars ekki
lagt blessun yfir þann dæmalausa undirlægju-
hátt að láta útlendingum haldast þar uppi að
fara með lækningar og lyfjasölu utan við lög
landsins, rétt þess og sóma. En vísast á ég engu
síður þess að bíða, að skömmin fyrir það skelli
á mér.
í sókninni fyrir fjölgun lyfjabúða í Reykja-
vík hefur undarlega lítið farið fyrir því, að
boi'inn væri saman fjöldi lyfjabúða í áþekkum
bæjum í þeim löndum, sem oss eru skyldust og
gera svipaðar kröfur til lyfjaverzlunar sem hér
er gert. Skal nú, eftir heimildum frá íslenzku
sendiráðunum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi,
gera stuttlega grein fyrir, hversu háttað er lyfja-
búðafjölda í sambærilegum bæjum Reykjavík í
þeim löndum. Danmörk: í Silkiborg eru 21000
íbúar og 3 lyf jabúðir; í Esbjerg 43000 íbúar og 3
lyfjabúðir; í Álaborg 60000 íbúár og 7 lyfjabúð-
ir; í Óðinsvéum 92000 íbúar og 7 lyfjabúðir; í
Árósum 107000 íbúar og 10 lyfjabúðir. Svíþjóð:
í bæjum með innan við 20 þúsund íbúa er lang-
oftast aðeins ein lyfjabúð, í 20—40 þúsund
manna bæjum venjulega 2 og í þaðan af mann-
fleiri bæjum, upp að 60 þúsundum íbúa, 5 lyfja-
búðir. Dæmi: í Uppsölum eru 50000 íbúar og 3
lyfjabúðir; í Luleá 60000 íbúar og 3 lyfjabúðir;
í NorrkÖping 70000 íbúar og 5 lyfjabúðir. Nor-
egur: Þar virðist fjöldi lyfjabúða í bæjum vera
meiri en í Danmörku og Svíþjóð, nema með
séu talin lyfjabúðaútibú og lyfjaútsölur, sem
þar virðast tíðkast allmikið, og er þetta ekki
nægilega ljóst. í Björgvin éru 108933 íbúar og
taldar 12 lyfjabúðir; í Þrándheimi 56444 íbúar
og 10 lyfjabúðir; í Stafangri 49218 íbúar og 6
lyfjabúðii-; í Drammen 26589 íbúar og 5 lyfja-
búðir; á Kristjánssandi 24110 íbúar og 3 lyfja-
búðir. Þess er sérstaklega getið um Danmörku,
að þéttbýli í kringum bæina hleypi fram tölu
þeirra, sem eigi sókn að hverri lyfjabúð, en ef-
laust gegnir svipuðu máli um Svíþjóð og Noreg.
Ég geri ráð fyrir, að greinagóðum lesendum
verði það íhugunarefni, hversu hægt Danir og þó
einkum Svíar láta sér um að fjölga lyfjabúðum
sínum, og þyki ólíklegt, að þeim félagslega sinn-
uðu og þroskuðu þjóðum gangi hótfyndni ein
til. í Danmörku hefur þó verið tekin upp sú
skipun að tryggja rekstur smárra lyfjabúða,
svipað og gert er ráð fyrir í margnefndu lyfsölu-
frumvarpi hér. Ég hef ekki kunnugleika á að
bera lyfjabúðarekstur í Noregi saman við lyfja-
búðarekstur í Danmörku og Svíþjóð. Víst fer
ekki af Noregi annað eins orð í því efni, en
aftur er á orði haft, hversu noi'skir lyfsalar
stóðu sig að tiltölu illa í hinum þjóðernislegu á-
tökum á hernámsárunum.
Setjum oss nú í spor heilbrigðismálaráðherr-
ans og íhugum annars vegar erfiðleikana á að
halda uppi lyfjbúðárekstri úti á landi og hins
vegar nauðsynina á að fjölga lyfjabúðum í
Reykjavík, svo og innbyrðis samhengi þessa
hvors tveggja. Samkvæmt framansögðu er
Reykjavík þó ekki verr sett en raun ber vitni
í samanburði við bæi þeirra landa, sem einna
fremst þykja standa um rekstur lyfjabúða og
reyndar hvers konar félagsmálaskipun. Þar með
sé þó ekki sagt, að samanburðurinn sé að öllu
leyti hliðstæður. Er vísast, að andhælisleg
byggðaskipun Reykjavíkur, óhaganleg afstaða
lyfjabúðanna, sem fyrir eru, og loks hin ó-
stjórnlega áfergja í lyf, sem hér viðgengst, geri
aðgang að lyfjum í Reykjavík ógreiðari en í
menningai'meiri 'bæjum annars staðar af svip-
aðri stærð og með svipuðum lyfjabúðafjölda.
Hins vegar dylst væntanlega engum, að þeir,
sem líklegastir eru til að bera sig eftir nýjum
lyfjabúðum hér í Reykjavík, eru einmitt lyf-
salar minnstu og óútgengilegustu lyfjabúðanna
úti á landi. Á að umbuna þeim langa þjónustu
í strjálbýlinu með því að láta þá ekki koma til
greina? En er líklegt að sæti þeirra fengjust
skipúð lyfsölufræðingum úr Reykjavík, eftir
að atvinnumarkaður þeirra þar hefði stórlega
rýmkað við tilkomu nýrra lyfjabúða? Slíkt er
nú látið í veðri vaka, en stangast illilega við
reynsluna af því að dekstra þetta sama fólk ár-
angurslaust til að taka að sér þær lyfjabúðir úti
á landi, sem þegar eru falar. Ber allt að einum
brunni: Gera má ráð fyrir, að fyrir hverja nýja
lyfjabúð, sem bætt yrði nú þegar við í Reykja-
vík, að óbreyttri lyfsöluskipuninni, legðist ein
lyfjabúð niður úti á landi. Gegnir nokkurri
furðu, að ráðherrann flýti sér með gát?
Það er kunnugt um húsmæður, að þær geta
verið fyrirmyndarkonur í sinni stétt og stund-
upi því betri, því skemmra sem þær sjá út fyr-
ir dyr búrs síns og eldhúss. Það sé því fjarri
mér að áfellast félagsbundnar húsmæður í
í Reykjavík, þó að þær taki afstöðu til lyfja-
búðamálsins án allrar samvitundar með þjóð-
félaginu í heild, ^n eingöngu með tilliti til
Reýkjavíkur. Hún er nú þeirra sjónarsvið.
Átakanlegra er það, þegar kjörnum málsvörum
þjóðfélagsins . förlast svo sýn, að fyrir sjónum
þeirra nemur himinbrúnin í vestri við Gríms-
staðaholt, en í austri við Kleppsholt. Eftir það
ættu þeir allra helzt að vera einhvers staðar
annars stáðar í þjóðfélaginu en á Alþingi — t.
d. í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur.
NIÐURLAG þessa greinaflokks birtist í blað-
inu eftir lielgina.
Þö'kkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför föður okikar,
Þóraríns GutSmundssonar
frá Ósi í Amarfirði.
Börn hins látna.
Minningarorð:
6yða Þorfeifsdóttir
F. 2. apr. 1938. D. 3. febr. 1948.
Næturlæknir er í Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Næturvarzla er í Lyfjabúð-
inni Iðunn, sími 1911.
Dómkirkjan.
Messað á morgun kl. 11 f.
jh. séra Bjarni Jónsson. Kl. 5
péra Jón Auðuns.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Messað á morgun kl. 2,
þarnaguðsþjónusta. Séra Krist-
fnn Stefá:nsson.
„Þegar fjólan fellur bláa.
fallið það enginn heyra má;
en ilmur horfinn innir fyrst
urtabyggðin hvers hefúr misst
B. Thor.
FAGURT BLÓM á vordegi
og mjallhrein fögur barnsál-
Er ekki líking með þessu
tvennu? Ilmur blóma og sak-
laust barns bros. Er skyld-
leikinn ekki auðsær?
Og höldum við líkingunni
áfram. Fölnað blóm og and-
vana barnslík. Enn er svipur
inn hinn sami- En hefur blóm
ið sál? Það vitum við ekki.
En barnið hefur ódauðlega
sál, því trúum við öll og er-
um aldnei sannfærðari um ó-
dauðleikan, en þegar barn á
í hluit.
Þessar hugleiðingar brut-
ust fram í huga mínum v,ið
hið sviplega fráfall Gyðu
litlu Þorleifsdóittur, Nönnu-
| Sitíg 3 í Hafnarfirði.
Hún minnti isvo greinilega
á blómið. Skart hennar var
skemmtilsgt látbragð og fas,
glaðvært og gotit hjarta. Ilm
ur blómsins var fallega bros
ið hennar: „En ilmur horfinn
innir fyrst urtabyggðiri hvers
hefur misst“, segir skáldið.
Að vísu er brosið horfið, en
hér er isá munur að það lifir
í min.nmgu ástvinanna, og
annarra ,er þess nutu. sem dvr
mætur gimsteinn. Það lvsir
af beim dýna siteini iafhvel tíl
okkar hinna, sem fiær stönd-
um.
Það var ekki ætlun mín að
skrifa langt mál um Gyðu
litlu eða hið sviplega og isorg
lega fráfall hennar. Ekki æitla
ég hslduir að fiasa um missi
og söknuðu foreldra og syst-
kina, þar á þögnin bezt við.
Mdgjangaði aðéins að kveðja
þessa kæru vinStuIkn mína
méð fáum og fátæklegum orð
um, og bæta víð be'sum lióð
línum Sigurðar frá Arnar-
holti:
1 „Þú varst perla í þessum
heimi
þú ert sitjarna á himnum
nú-“
Eitt hið hugðnæmasta, sem
ég hef lesdð, ier frásögn, sem
birtiisít í ,,Morgni“ fyrir nokkr
um árum og heitir: ,,Börnin,
sem deyja ung“. Þar er lýst
þeirri sælu, sem bíður barn-
anna, síem deyja ung; þexrri
ást og umhyggju, sem þeim
er sýnt og fullkomnun, sem
bíður þeirra. ,,Hvað er líka
sennilegra, en að þeirra bíði
sælan, sem hrein og flekk-
laus fara af þessum heimi; og
að hann sem sagði: „Leyfið
bömunum að koma til míri
. . . þeirna er guðsríki“, sjái
um að vel sé itekið á móti
börnunum, þegar sál þeirra
losnar úr líkamshjúpnum.
,,En trúin ein má taka af
skarið
tengja saman líf og hel“.
Vinur.
burður hans er í.-instæður og
er eins og armar hans snúizt
á ási í axlaliðnum. DeForest
stendur Verdeur ekki langt
að baki, og vann hann í
Columbus í fyrra (þar sem
Olsson keppti) á tímanum 2:
36,0 mín.
Rússarnir em í þessu, eins
og fleim, hið stóra spuminga
merki. Þeir eiga tvo afburða
bringusundsmenn, Boi csenko
og Meskov. Segja Rússar, að
Boicsenko hafi synt 200 m.
bringusundið á 2:29,8, eða
undir hinu viðurkennda
heimismeti, hvað sem satt
kann að vera í því. Er ekki
laust við, að strangir sund-
dómarar í Vestur-Evrópu séu
ekki alveg trúaðir á tímatöku
þar eystra. En gaman vaðri að
sjá þessa pilta keppa á leikj
unum í London í sumar.
Alþjóðasambandið
Bandaríikjunum taka til simra
ráða og boða verkalýðssam-
bönd allra þeirra lianda, sém
að Marishal'Mætí'uuinni standa,
á fund til þess að ræða hana.
F,\'rií’ þetta réðist Moskva-
útvarpið 'í gær heiftarlega á
Deaikin og bx’igzlaði honum
um hótanir, en taldi á allan
hátt úr því, að alþjóðasam-
bandið héldi fund um málið.
Einn , af forustumönnum
nýia ameríska verkaiýðssam-
bandisms, C.I.O.. Carev, hefur
einndg tekið til málís um þetta,
swJkaar hann aðalritara ai-
bióðasambndsirus, kommúnist-
ann Sáiilant. iim að hafa svik-
í^t um að bnða til fundar í ali-
bí nðRBmbairid'iinu í tehrú'ar, svo
ákv°ðið hefði verið á
stinmarfundi bess f París í
baust.