Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur ’14i febr. 1M8 Ú tgefandi: Alþýðnflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Frettastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréítir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. Kosningasvik i Dagsbrún ÞAÐ vakti, svo sem menn muna, mikla athygli og eðli- legar grunsemdir, aö komm- únistastjórnin í Verkamanna- félaginu Dagsbrún neitaði andstæðingum sínum um afnot af kj-örskrá félagsins við kosningu stjórnar í því i iók mánaðarins, sem leið. Er það og ekki kunnugt, að slík- um bolabrögðum hafi verið beitt við stjórnarkjör í neinu verkalýðsfélagi hér á landi áður. * Það hefur því máske ekki komið mönnum svo alger- lega. á óvart, þegar nokkru eftir stjórnarkjörið í Dags- brún var sýnt íram á það í grein hér í blaðinu, með á- kveðnu. tilteknu dæmi, að bein svik hefðu verið höfð í frammi af. hinni kommúnist- ísku félagsstjórn. við kosn- inguna. Var það upplýst í þeirri' grein, að tiltekinn maður, sem verið hefur í Sjómannafélagi Reykjavíkur og ekki var farinn lögform- lega úr því, hvað þá heldur að hann væri orðinn lögform- legur félagsmaður í Dags- brún, hafi verið látinn greiða atkvæði við stjórnarkjönð síðari dag þ'ess. I sambandi við þetta mál er það mjög athyglisyert, að hvorki hin endurkosna kom- munistastjórn í Dagsbrún né Þjóðviljinn hafa enn treyst sér til þess að andmæla þess- I um upplýsingum í Alþýðú- blaðinu. Hins vegar hefur hinn umræddi maður sjáliur fekið til máls og í'engið „leiðréttingu“ birta hér í þlaðinu. Vir.ðist helzt af henni, að honum hafi alls ekki verið það, Ijóst, hvaða leikur var með hann leikinn af kommúnistum; en hins vegar s.taðf estir. „leiðréttmg" hans algerlega það, sein í j grein Alþýðublaðsins var sagt ípegist hann haía sagt sig úr Sjómannafélagi Reykjavíkur með bréfi, dagsettu 24. janú- ar og því næst verið skráður í Dagsbrún 25. janúar og þá greitit atkvæði um leið! En hann athugaði það aðeins ekki, að hann var eklti í'arinn lögformlega úr Sjómannafé- laginu fyrr en úrsógn hans hafði verið lögð fyrir íélags- fund í því; og því síður gat hann orðið lögformlegur fé- lagsmaður með atkvæðisréíti í Dagsbrún fyrr en umsókn hans eða ,,skráning“ hafði verið samþykkt að nr.rmsta kosti af fundi í trúnaðarráði þess félags. Þetta hvort tveggja hefur að sjálf-sögðu verið kommúnistastjórninni í Dagsbrún íullkomle’ga ljóst, ~þó að manninum, sem nota átti ,til þess að auka fylgi Ný, ágæí innlend framleiðsla. — Fiskiðjuverið og Faxasíldin. — Nýtt hnossvæti á borðin. — Bréf um nýia fréttabulinn og svar við því. ÁHORFANÐÍ SKRIFAR á þessa leið: „Síðustu vikur hafa ýmsar búðir boðið nýja inn- lenda framleiðslu. Er það nxður- soðin Faxasíld í tómatsósu, mesta hnossgæti, í dósum 450 gr. innihaldið. Fiskiðjuver rík- isins í Reykjavík hefur soðið þessa síld niður undir hand- leiðslu dr. Jakobs Sigurðssonar. Eru þetta einkar góð matar- kaup, kostar dósin 2,90 í smá- sölu. Hefur verksmiðjan sent sýnishorn víðsvegar út um lönd og mun ágætt útíit með sölu þessarar vöru, og er leitt til þess að vita, ef ekki tekst að framleiða þessa vöi-u hindrun- arlaust framvegis. Er vonandi að úr rætist með lán út á svona framleiffslu, sem mér finnst al- staðar boffleg og meir en þaff“. „BVRJAÐ HEFUR VERIÐ á ýmissi niðursuðu hér á landi og hefur það gengið svona og svona. Oft hefur viljað brenna við, að skemmdir hafi komið fram og stundum orðið að fleygja erlenais fyrir tnikið fé af þeim ástæðum. Dr. Jakob Sig urðsson hefur mikla þekkingu á niðursuðu og má vænta að vara frá iðjuverinu verði góð og tryg'g vara. Veitir ekki af þó vel gangi með sölu afurða fyrirtækis þessa, þar sem kosn aður við bað er orðinn mikill og það ekki fullbúið enn þá. T. d. vantar tæki til ísframleiðslu, vélar til að fullkomna niður- suðuna og enn fremur að full- g'era pláss það, sem ætlað er að verði miðstöð fyrir fisksöluna í Reykjavík“. „HEFUR REYKJAVÍKUR- BÆ staðið til boða að reka þessa fisksölumiðstöð, en bær- inn vill ekki eig'a við það sjálf- ur, en mun vilja framleigja stöðina. Hins vegar hefur kom- ið til orða að fiskiðjuverið sjálft ræki þarna fisksölumið- stöð, en skipíar rnunu skoðanir um það hjá forráðamönnum stofnunarinnar“. „SÝNIST EKKÍ ÓEÐLILEGT, þar sem Reykjavíkur bær hefur lagt talsvert fé til að útbúa full komna afgreiðslu á fiski frá húsi iðjuversins, að bærinn hristi nú af sér slénið og taki að sér irekstux fiskmiðstöðvarinnar, það væri menningarauki fyrir bæinn að afhenda þarna hrein- an og vel meðfarinn fisk til smá fisksala bæjarins við skaplegu verði.“ „EN EF REYKJAVÍKUR- BÆR er þessu alveg fráhverfur, þá vildi ég skora á stjórn fisk- iðjuversins að takast þetta sjálf á hendur. Bæjarbúar myndu kunna fyrirtækinu þakkir fyrir þá ráðabreytni, og myndi þá ef til vill fisksalan komast í betra horf í b'ænum, en nú er. Því eins og kunnugt er, er oft vont að fá óskemmdan og hrein legan fisk í fiskbúðum. En iðju verið hefur öll skilyrði til • að geyma fisk óskemmdan dögum saman og einnig til að þrífa hann vel.“ HLUSTANBI SKRIFAR: Fáein orð um hinn nýja útvarps þul: „Já, ég er nú svo yfir mig hissa“, sagði kerlingin þegar karl hennar kom úr kaupstaðn- um með allt aðra kaupakonu, en verið hafði mörg undanfarin sumur hjá karli og kerlingu, enda mátti kerla verða hissa, því sú nýja reyndist lakari en sú gamla. Mér flugu þessi orð kerlingar í huga, þegar ég heyrði að kominn væri nýr út- » VV varpsþulur. Eg sveit nú ekki hvað hann heitir eða hvaðan hann er, en hitt veit ég að mér I finnst að rödd hans sé þannig, að hún passi ekki fyrir út- varp:“ „ÉG HEF BORIÐ SAMAN skírleika þeirra Péturs Péturs- sonar, Jóns M. Árnasonar Qg þessa óþekkta,. og er þar. stór munur á. Ég hefi pórfað þetta þannig, að ég hefi farið í næsta væri það, að því er virðist, ékki; og berast böndin um kosningasvik í Ðagsbrún því eindregið að stjórn hennar. Það skal hér alveg ósagt látið, hve mikil brögð kunna að hafa verið að siíkum kosn- ingasvikum við stjórnarkjör- ið í Dagsbrún, þó að mikið megi það vel-a* ef menn, sem á annað borð eru reiðubúnir til þess að falsa kosningar í verkalýðsfélögunum, hafa ekki haft einhver útispjót til þess að viða að sér fleiri ólög- legum atkvæðum við þær stjórnarkosningar, én þeissu eina. En varla munu menn þó ætla, að svo mikil brögð ■hafi verið að því, að úrslitum hafi ráðið í þstta sinn. Engu að síður gefur það sem upplýst er, fullt tilefni til að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé tímahært, að setja um kosn-. ingar og atkvæðagreiðslur í verkalýðsfélögunum og öðr- um þeim félagssamtökum, sem álíka þýðingu hafa fyrin þjóðfélagið, lög og reglur, og jafnvel opinbert eftirlit, því til tryggingar, að þar séu ekki hafðar falsanir og svik í frammi af ósvífnum, póli- tískum ævintýramönnum, sem á einn eða annan hátt hafa náð valdaaðstöðu til þess. Verkalýðsfélagssbapur- inn er verkalýðnum sjálfum of dýrmætur og þjóðfélaginu öllu of þýðingarmikill til þess, að honum sé með svik- um og hvers konar ofbeldi haldið í klóm tiltölulega fá- menns f-lokks, sem hér er að verki í þjónustu erlendrar byltingarheyfinigar og hugs- ar sér að gera verkalýðsfé- lögin að verkfærum hennar. 5. Bókmennía- kynning Helgafells verður í Austurfoæj arbíó á sunnudaginn kemur, 15. febrúar, kl. 1,30. UPPLESARAR: H. K. Laxness og Láras Páísson. Aðgöngumiðar í bækur og ritförig, Austurstræti 1, Lárusi Blöndal, Eymundsen og H'elgafel'lsbúðum. herbergi, stillt tækið eins og1 venjulega, hlustað svo með at- hylgi, og með því að beita ítr- ustu athygli gat ég fylgzt með fréttunum, en ef einhver hávaði er í kringum mig þá missi ég strax þráðinn. Svo hlustaði ég á P. P. og J. M. Á. undir sömu skilyrðum, og missti ekki eitt einasta orð. Mér finnst að ég verði anhað hvort að sitja fast við tækið, eða stilla það afár- hátt til að fylgjast með fi-éttun- um, þegar þessi nýi þulur les.“ „ÉG VEIT EKKI hver hefur ráðið þessari nýbreytni, en all- ir, sem ég hefi átt tal við kunna ■ þessari nýbreytni illa og ég vil nú biðja þig, Hannes minn, að koma skilaboðum til þéirra, sem að þessum ráðagerðum standa, að biðja þá að breyta til aftur eða ef ekki má nöta þeirra ágætu raddir, Péturs og Jóns M., þá að leyta betur og finna rödd, sem hljómar betur og er skírari en rödd þessa nýja útvarpsþuls.“ ÉG BIRTI ÞETTA BRÉF, þó að ég sé algerlega ósammála höfundinum. Að vísu tekur ■hann ekki fram Pétri Péturs- syni, enda mun seint fást betri þulur en hann. Hins vegar hefur þessi nýi þulur framúrskarandi góða rödd og 'mjög viðkunnan legan lesmáta. Ég vil ekki skipta. Það verða menn og að muna, að þetta starf, eins og önnur, krefst þjálfunar. Fyrsfa milfilandakeppni okkar í frjálsíþróttum verður í júní -------4«----- Keppt við Norðmenn i 16 greinum.. FYRSTA MILLILANDAKEPPNI íslenidiriiga í frjálsum íþróttum verður háð I júnílök í sxmiar, og mumi íbróttamenn ökkar keppa viS NorSmenn. Hefur frjiálsíþróttasámband ís- lands falið þrem íþróttafélögum í Reykjavík að sjá um mótið, en keppendur verða tveir frá hvorri þjóð í 16 greinum. íþróttamemn hafa mikinn á- huiga á þessari fyrstu milli- landakeppni sinni, þótt þeir geri sér ekki von um að sigra Norðmenn, þjóð sem er 25 sinnum mannfl'eiri en við. Kunnugir hafa spáð sam- kvæmt beztu afrékum í fyrra, að Norðmenn mundu vinna með ca, 90:80 stigum, en slys Finnbjarnar geíur eitthvað breytt þeirri útfcomu. . Þá hafði frjálsáþróttasam-' bandið Iiug á að' keppa við Dani ©ftir ólympíuleileana í haust, en úr því gat ekki orðið v©gn.a erfiðleika á gistingu í Iiöfn. Boð um slíka keppni stendur þó opið. Keppt verður ' í þessum greinuni við Norðmennina 26. og 27. júmí: Hlaup: 100 to„ 200 m., 400 m„ 800 m„ 1500 m„ 5000 m., 110 m. grmdahlaiup, 4X100 m. boðhlaup og 1000 m. boðhlaup. Stökk: hás'tökk, lanigstöbk og stangarstökk. Köst: kúiuvarp, kringlukast og spjótkast. Hvor- þjóð sendir 2 keppendur í hverja greim. Frjálfeíþr'ót'tasambandið var stofnað 16. ág. 1947 og hefur starfað síðan í ölluan málurn, F.R.Í. skipa: Konráð Gíslason, Jóhann Bernharð, Guðmundur Sigurjónssoii, allir f Reykja- vík, Lárusi Halldórsson, Brú- arlandi og Oliver Steinn, Hafm arfirði. sendur út um allan bæ. SÍLD & FÍSKUR Til í búðinni allan daginn. K'omið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR rvTYiYTrrvmYTYTVTXlYrí Lesið álþýðublaðið ier varða frjálsaþróttir. Stjórn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.