Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLABIÐ Laugardagur 14. febr. 1948 Jón Gangan. Framhald. Ég hresstist prýðilega við þennan óvænta sjúss, og þarf ég ekki að taka það fram, að ég sneri við reglunum og hafði innsogið öllu lengra en útsog- ið. Þegar ég hafði fengið mér drjúgan skerf, kippti sá gamli hægt í slönguna, og eftir nokkr ar dulskeytasendingar hvarf hún í lófa hans. Og nú leið mér vel. Nú fyrst naut ég þess að vera þarna. Hin rómantíska birta frá flökt- andi spírituslampanum úr skál- inni, — ilmurinn —--------Ég sveif og sveif, og silkipúðinn varð að litlu, kviku skýi, sem sigldi með mig um ómælishöf ljósvakans. Og allt í kring um mig sátu litlir, afkáralegir og skrítnir karlar á litlum, skrítn um skýjum og svifu og vögguð ust. — — — Og skyndilega kom mér til hugar, að laglega myndu þeir kollsigla sig, ef snörp vindhviða kæmi á þá, og spaugilegt mundi verða að sjá þá falla fyrir borð. En hvernig var það ahnars---------gat ég ekki framleitt þann stormsveip sjálfur? Hver skrattinn er það, sem J. J. Gangan esq. getur ekki, hugsaði ég í mínu stæri- læti, og blés upp túlann svo að kinnarnar tútnuðu — ------. Og svo hleypti ég stormhvið- unni af stað, og rak um leið upp tröllslegan ofsahlátur, svo við glumdi í öllu, því ég hlakk aði til að sjá karlana kútvelt- ast út í heimingeyminn. Framhald. FLÖSKUBROT Dýraverndunarfélagið befur sent alþingi mótmæli gegn hala- og taglstýfingu stórgripa. Vér erum hlutlausir í þessu máli, en kæmi til greina að halastýfa ræður sumra þing- manna, er ekki að vita nema vér tækjum einhverja afstöðu. Blönduffum kór frá íslandi hefur verið boðin þátttaka í söngmóti í Danmörku. Það ætti að vera óhætt að taka þessu boði, þar eð ekki mun verða keppt þarna til meta. Nú, — og ef reynt yrði um það, hver kvinnan gæti skrækt hæst, mundi ekki þurfa annars við, en sýna okkar kvinnum nýja tegund af skóm, — þá er ég viss um að þær settu heimsmet. Sundmet, ótrúlega glæsileg, voru sett á sundmóti Ægis. Fer nú að batna útlitið með frægðarríka þátttöku okkar í þeirri grein á ólympíumótun- um í sumar. * Æ! — það hefur víst raun- ar ekkert að segja. Vatnið í lauginni þar,' verður eflaust þykkara en í sundhöllinni hérna. Bágt eigum vér að m'innstá kosti með að trúa því, að ekki verði hægt að finna ein hverjar „eðlilegar orsakir" fyr- ir ósigrinum. Forustumaffur amerísku kjarn orkunefndarinnar hefur lýst því yfir, að kjarnorkan muni geta útrýmt öllu hungri úr heiminum. Það er nú einmitt það, sem við höfðum alltaf óttast, síðan hún kom á dagskrá. Daphne du Maurier: DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ Úfbreiðið Alþýðublaðið! ,,Það er miklu betra fyrir jþig að borða jólamatinn þinn með mér. Ég get ekki gefið þér kalkúna; en ég‘ hef ein- hver ráð með að ná mér í gæs frá honum Tuckett gamla á North Hiil. Hann er orðinn svo sjónlítill, að hann myndi aldrei uppgötva að hana vantaði.“ ,,Veiztu hver er sóknar- prestur í Altarnun, Jem Mer- lyn?“ „Nei, það veit ég ekki, Mary Yellan. Ég hef aldrei átt i neinum ,,bisnes“ við presta, og geri ekki ráð fyrir að eiga það eftir. Þeir eru annars kyndugir karlar. Þáð var prestur á North Hill, þegar ég var strákur; hann var mjög nærsýnn, og það var sagt, að hann hafi einn sunnudag villzt á messuvín- inu og brennivíni og gefið altarisfólkinu það í staðinn. Alhr í þorpinu heyrðu, hvað fyrir hafði komið, og viltu vita, kirkjan troðfylltist svo, að hvergi var hægt að krjúpa. Það stóð upp við veggina, fólkið, og beið eftir, að röðin kæmi að því. Prest- urinn skildi þetta ekki. Það höfðu aldrei verið svona margir til kirkju áður, og hann sté með glampandi augu upp í prédikunarstól- inn og hélt hjartnæma ræðu um hjörðina, sem snéri aftur til hirðisins. Matthew bróðir minn sagði mér þessa sögu; hann fór itvisvar upp að grát- unum, og presturinn tók ekkert eftir því. Þetta var stórkostlegur dagur á North HiÍl. — Náðu í brauðið og ostinn, Mary; maginn á mér er að verða að engu.“ Mary hristi höfuðið og andvarpaði. ,,Hefurðu nokk- urn tíma fitið alvarlega á nokkurn hlut á ævi þinni?“ sagði hún. ,,Virðirðu engan og ekkert?“ „Ég ber virðingu fyrir sjálfum mér innvortis,“ sagði hann. ,, Og það kallar á mat. — Þarna er kassinn undir fótunum á mér. Þú getur ét- ið eplið, ef þú ert mjög guð- rækilega sinnuð. Epli kemur þó fyrir í Biblfunni; svo mik- ið veit ég þó.“ ,,Það var kátur og ærsla- fenginn hópur, sem skokkaði inn í Launceston kl. hálf þrjú um daginn. Mary hafði varp- að frá sér öllum áhyggjum og ábyrgð, og þrátt fyrir sín- ar óbifanltegu ákvarðanir fyrr um daginn hafði hún smitazt af lóttlyndi Jems og var hin kátasta. Þegar hún var komin út úr skúgga Jamaicakráarinn- ar öðlaðist hún aftur eðlilega æskugleði sína, og félagi hennar var ekki lengi að veita þessu athygli og taka undir í sama tón. Hún hló af því að hún mátti til og af því að hann kom henni til þess, og það ílá í loftinu af ysnum og þysn- um í borginni einhver eftir- væniting og gleði, jólablær. Göturnar voru troðfullar af fóliki, og það var glatt á hjalla í litlu búðunum. Vagnar og kerrur og póstvagnar var allt í einni kös á grýttu torginu. Það var líf og fjör og ljóm- andi litaskrúð. Ærslafullur mannfjöldinn gaf olnboga- skot og pústra við búðirnar, kalkúnar og gæsir teygðu álkurnar út á milli rimlanna á búrunum, sem þau voru í, og kona í grænum kjóli hélt eplum uppi yfir höfðinu á sér og brosti, og eplin voru glanzandi og rauð eins og kinnarnar á henni Mary. Þetta var allt svo gamal kunnugt og inndælt. Helston hafði verið lík þessu ár eftir ár um jólaleytið. En þáð var enn meiri kátína og ærsl í Launceston; fjöldinn var meiri og raddirnar blandað- ar. Bændur úr næsta héraði stjökuðu við sveitakonum frá East Cornwall; og það voru smákaupmenn og sætabrauðs bakarar og litlir námssvein- ar, sem smugu fram og aftur í þvögunni með posteikur og pylsur á bakka. Kona með fjaðurskreyttan hatt og í bláum flaulisvöttll steig niður úr vagni sínum og fór ihn í Hlýjuna og birtuna í hinu að- laðandi veitingahúsi Whitl Hart, og í fylgd með henni var maður í grárri úlpu. Hann setti upp einglyrni og strunsaði á eftir henni eins og kalkúnhani. Mary fannst þetita kátur og hamingujsamur hópur. Borgin stóð á barmi hæðar einnar, og það var kastali í henni miðri eins og í gömlu ævintýri. Það var heilmikið af trjám hér og aflíðandi grasbrekkur, og niðri í dalnum glampaði á vaitn. Heiðarnar' voru langt í burtu. Þær lágu langt að baki borginni og voru ekki sjáanlegar og því gleymdar. Launceston var raunveru- leg. Þetta fólk var lifandi. Það voru regluleg jól hér hjá þessu hlæjandi, ærslafulla fólki á þessu grýtta torgi, og sólin barðist við að komast fram úr felustað sínum bak við skýjabólstrana til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Mary bar klútinn, sem Jem hafði gefið henni. Hún jafnvel lét svo lítið að leyfa honum að binda hann undir hökuna á sér. Þau höfðu sett kerruna og hestinn í hús efst í borginni, og nú ruddi Jem sér braut í gegnum þyrping- una og teymdi báða stolnu jhesitana, og Mary var á hæl- j unum á honum. Hann vísaði veginn með öruggu sjálfs- trausti og hélt rakleitt inn á aðaltorgið, þar sem öll Laun- ceston var saman komin og markaðstjöldin stóðu hlið við hlið. Það var svæði, sem var afmarkað með köðlum, þar sem . búpeningur gekk kaupum og sölum, og um- hverfis það var fullt af bænd um og sveitamönnum, einnig heldri mönnum og pröngur- um frá Devon og lengra að. Hjartað í Mary tók að slá örar, er þau nálguðust hring- inn; ef einhver var þarna, frá North Hill eða bóndi úr ná- grannaþorpinu, þá myndi hann áreiðanlega þekkja hest ana. Jem var með hattinn aftur á hnakka og hann blístraði. Hann leit einu sinni til henn- ar og deplaði1 augunum. Hópurnn vék til bliðar og gaf honum rúm til að kom- ast áfram. Mary stóð yzt í hópnum, bak við feita sölukonu, sem var með körfu, og hún sá MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING CHING LO DAN: Fyrir alla muni, rísið upp af gólfinu, lögreglu- þjónn! Það hlýtur að fara illa um yður. LÖGREGLUMAÐURINN: Þér er- uð Shing Lo Dan? CHING LO DAN: Já; Örn elding var einmiitt að flytja mér þá hörmulegu fregn, að bróðir minn hefði verið myrtur við leiksýninguna. LÖGREGLUMAÐURINN: Fyrir- gefið, Örn; — en öll vitni verða að mæta á lögreglustöðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.