Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1948næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    29123456
    78910111213

Alþýðublaðið - 29.02.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.02.1948, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 29. febr. 1948. Almennur dansleikur verður í 'kvö'ld í Albýðuhúsinu við Hverfisgötu. Allt, sem inn kemur, gengur til bama- hjálpar sameinuðu þjóðanna. Dansleikurinn hefst fel. 9. Tilkynning. Viðskiptamönnum vorum, sem kaupa hrá- olíu til miðstöðvakyndinga eða til iðnaðar, til- kynnist hér með, að vér sjáum oss ekki fært að afgreiða með bílum vorum samdægurs pant- anir, er berast eftir kl. 2 e. h., og munu pant- anir, er berast síðar, ekki afgreiðast fyrr en næsta dag. Olíuverzlun íslands h.f. H.f. „Shell“ á íslandi. Daphne du Maurier: DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ FLÖSKUBROT. Til umræðu hefur komið á alþingi, að bæjarstjórnir tækju að sér jarðarfarir allra þegna sinna. Er bæjarstjórnum vel fyr ir þessu trúandi, því svo margt málið hafa þær kistulagt og graf ið. Ekki er héldur ólíklegt að sameina mætti bæjarstjórnar- fundi og útfaraathafnir, án þess að fundirnir yrðu nokkuð dauf ari eða leiðinlegri fyrir þá sök, heldur en þeir nú eru. Annars er sagt, að bæjarstjórnirnar standi sjálfar á bak við þessa tillögu, í því skyni, að þeirra’ eigin jarðarfarir mættu verða sem virðulegastar, og eftirmæl in, sem þeir þá gætu samþykkt áður, — yrðu hin sæmilegustu. , Ekki hefur heyrzt í leyniút- varpsstöðinni síðan síðast, og ekki kváðu berir menn heldur hafa sést á neinum óviðeigandi stöðum. Mun þetta aðallega stafa af því, að húsaleigulögin reynast mönnum nægilegt um- ræðuefni. Köld borð og heifur veiilumafur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR frændi þinn mun annað hvort drekka sig í hel, ykkur til mikils léttis, eða hann frels- ast og fer að prédika fyrir ferðafólki á vegum úti. Og hvað sjálfri þér viðvikur, muntu fara suður á bóginn aftur og finna þér unnusta. Sofðu vel í nótt; ,á morgun er jóladagurinn, og kirkju- klukkurnar í Altamun munu hringja fyrir friði og blessun. Ég skal hugsa til þín.“ Hann veifaði til ökumanns- ins og vagninn hélt áfram án hans. Mary hallaði sér út úr i glugganum til að kalla á j hann, en hann hafði snúið til hægri niður eina hliðargöt- una og var þegar horfnn sjónum. Vagninn skrölti áfram eftir Bodminveginum. Það voru enn þá þrjár mílur ófarnar, þar til háir reykháfarnir á Jamaicakrá kæmu í ljós, og þessi vegarspotti var verstur yfirferðar á allri leiðinni milli borganna. Mary óskaði nú, að hún hefði farið með Franis Da- vey. Hún myndi ekki heyra til stormsins í Altarnun, og regnið félli hljóðlega til jarð- ar á skjólríkar flatirnar. A morgun hefði hún svo farið og kropið í kirkjunni og heð- ið í fyrsta skipti síðan hún fór frá Helford. Ef það var satt, sem hann sagði, þá var ástæða rtil að gleðjast og eitt- hvert vit á að þakka fyrir. Dagar skipbrotanna voru taldir. Þeir yrðu brotnir á bak aftur með þessum lögum, mennirnir, sem unnu að því að ikoma skipum í strand. Þeir yrðu þurrkaðir út og af- máðir úr landinu eins og sjó- rseningjarnir fyrir tuttugu til þrjátíu árum; og það yrði enginn vottur um þá meir, enigar minningar til að eitra hugi þeirra, sem á eftir komu. Ný kynslóð myndi fæðast, sem aldrei hefði heyrt . þeirra ge-tið. Skip kæmu til Englands án þess að þau hefðu nokkuð að ótt- ast. Það yrði ekkert á flóð- inu að græða. Aftur yrði hljótt í vogum og víkum, þar sem einu sinni hafði marrað undir fæti í mölinni og ómur af hvíslandi röddum hafði beyrzt; ekkert hljóð ryfi þögnina nema gargið í sjávar fuglunum. Undir hinu kyrra yfirborði sjávarins, á beði út- hafsins, lágu nafnlausar beinagrindur, grænir hlekkir, sem eitt sinn höfðu verið úr gulH, og gamlir skipsskrokk- ar. Það yrði gleymt að eilífu. Skelfingin, sem fyrir þá hafði komið, gieymdist með þeim. Það var dögun nýrrar aldar, þegar menn og konur gátu ferðazt óttalaust og landið tilheyrði þeim. Hér uppi á heiðunum mundu bændurnir plægja akurinn sinn og hreykja mónum til þerris d sólinni, eins og þeir gerðu nú; en skugginn, sem yfir þeim hafði hvílt, myndi vera horfinn. Ef til vill yrði bletturinn, þar sem Jamaica kráin stóð, orðinn grasi gró- inn og lyngið blómstraði þar. Hún sat í horninu á vagn- inum og sá fyrir sér þennan nýja heim; og gegnum opinn gluggann, sem snéri undan vindinum, heyrði hún skot- hvell og fjarlæg köll og óp. Mannsraddir heyrðust úti í dimmunni og fótatak á veg- inum. Hún hallaði sér út um gluggann, og regnið skall framan í hana, og hún heyrði ökumanninn hrópa upp af bræðslu, af því að hesturinn hans fældist og hrasaði. Vegurinn lá brattur upp úr dalnum og bugðaðist efst upp á hæðina, og þar í f j arska gnæfðu reykháfarnir á Jama- icakrá upp eins og gálgar. * Niður veginn kom hópur af mönnum, og á undan fór einn, sem stökk eins og héri og dinglaði Ijóskeri. Annað skot kvað við, og ökumaðurinn í vagninum féll niður í sætinu. Hesturinn hnaut aftur og stefndi, eins og hann væri blindur, beint út í síki. Andartak ruggaði vagninn á hjólunúm og rið- aði til, en stóð svo kyrr. Ein- hver hrópaði ókvæðisorð; annar hló æðisgengið; það var flauitað og það var æpt. Andlit gægðist á gluggann á vagninum, andlit umkringí1' hárflóka, sem lá niður á enn- ið yfir blóðhlaupnum augun- um. Varirnar skildust, svo að sá í hvítar tennurnar, og síð- an var ljóskerinu lyft að glugganum til að lýsa upp vagninn að innan. Önnur höndin hélt á ljóskerinu, og hin hélt fast um rjúkandi skammbyssuhlaup. Það voru langar, grannar hendur, með frammjóum fingrum, falleg- ar og fullar yndisþokka, en undir nöglunum voru óhrein- indarákir. Joss Merlyn hrosti, brjál- æðislegu og æðisgengnu brosi manns, sem er altekinn, geggjaður og frávita af eitri; og hann miðaði byssunni á Mary, hallaði sér áfram inn í vagninn, svo að hlaupið snerti háls hennar. Þá hló hann og fleygði byssunni yfir öxl sér; hann snéri upp dyrnar, tók í hendurnar á Mary og dró hana út á veg- Gullni lúðurinn hans Bangsa Þetta finnst þeim öllum heilla ráð. „Ég hlakka til!“ segir Maggi mús. „Ég er viss um, að ég verð snillingur í bumuslæti!“ Þeir hraða sér, hver heim til sín, til þess að skrifa jólasveininum við víkjandi gjöfunum. Á leiðinni heim mætir Bangsi svartri kisu. Hún starir á hann og mjálmar ámátlega. „Hvað er það, sem að þér gengur, kisa litla?“ spyr Bangsi. „Hvernig stendur á því að þú ert að flækjast úti á götu?“ Kisa litla svarar ekki, en heldur áfram að stara á Bangsa og mjálma, eins og hún vilji láta hann snúa aftur. mmm MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING W ÖRN: Hvernig væri að segja mér eitthvað úr ferðaáætluninni, fyrst við erum komnir á loft á annað borð. KÁRI: Sjálfsagt, herra minn! Þú flýgur viðstöðulaust yfir Burma — svona eins og leið liggur yíir gömlu brautnni, — beygir síðan af itil Calcutta, tekur þar benzín og þaðan blátt strik tiil Karaci, maður! ÖRN: Og hvar snæðum við mið- degisverð? í Timbuktu? KÁRI: Hver getur sagt um það, maður! Hver veit, nema við skoðum okkur um í Khartum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 49. Tölublað (29.02.1948)
https://timarit.is/issue/65272

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

49. Tölublað (29.02.1948)

Aðgerðir: