Alþýðublaðið - 02.03.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.03.1948, Blaðsíða 5
Ipriðjudagur 2u marz 1948. ALÞÝÐUBLAÐiÐ 5 V Birp Einarssonn: Þriðja grein KARLIWS t KASSANUM VERÐLAGNING LYFJA „En 'eftir að almenningi hafa . verið tryggð ósvikin lyf við I sannvirði . . .“ (Svo mun ekki vera nú.) „... ef gefizt væri upp við að skipa þessum málum af hagsýni frá rótum og tryggja almenning á þann hátt gegn hvers konar lyfjasvindli og lyfjaokri, . . .“ „Mikið hefur nú um sinn gengið á út af of fáum lyfjabúðum í Reykjavík, en enn lengur og sárara hefur verið kvartað undan lyfjaokri, . ..“ Okur og svindl, svindl ög okur, það er guðspjall landlæknis um apótekarastéttina. Verð lyfja og verð allrar vinnuv sem leyst er af hendi við tilbúning og afhendingu lyfja í apótekum er ákveðið í lyfsölu- skránni, sem ríkið gefur út. Auk þess gefur skráin nákvæm fyrirmæli um verðlagningu þeirra lyfja, sem ekki er getið í skránni. Ef landsmenn fá lyf sín með okurverði, hvílir ábyrgð þess athæfis á lyfsölustjóran- um, þeim manni, sem ríkið fel- ur að reikna og gefa út lyfsölu- skrána, Kristni Stefánssyni, forstöðumanni Lyfjaverzlunar ríkisins. Það er í senn ómaklegt og ósæmilegt, að væna þennan viðurkennda sómamann um það, að hann skipuleggi lyfja- okur, ótíndan þjófnað úr vasa hvers manns, sem lyf þarf að nota. Landlæknir fullyrðir, að lyfsölustjórinn spenni lyfja- verðið upp með því að reikna eftir óhagstæðum innkaupa- reikningum og miða álagningu við þarfir lélegustu apótekanna. Með orðum V. J.: „Nú ákvarð- ast lyfjaverðið af tvennu: 1) innkaupsverði lyfja eins og það gerist upp og ofan í meðförum óskipulagsbundinna innflytj- enda . .., sem allt of oft mega vænta sér því meiri hagnaðar, sem innkaupsverðið resmist hærra, og 2) af álagnignu, sem miða verður við þáð, að lyfja- búðir þær, sem reknar eru við óhagstæðust skilyrði, fái þó hrikt .í áð bera sig.“ Dýrtíðin í þessu landi væri ekki alveg bráðfeig, ef Vilmund -ur Jónsson 'sseti í stöðu vet'ð- lagsstjóra og stýrði allri verzl- unárálagningu í landinu aftir þörfum þeirra verzlar.a, sem reknar eru við óhagstæðust skilyrði, t. d. búðarkytra norð- ur á Raufarhöfn eða suður í Sandgerði, eða verzlun, sem mestan hefur tilkostnað, óhag- stæðust innkaup og fæsta við- skiptamenn. Ekki bráðónýt hag fræði. En lyfsölustjórinn er vissulega ekki sá afglapi, sem landlæknir ætlar. Það má iúll- yrða, að hann reiknar ekki lyf ja verðið eftir innkaupum „eins og þau gerast upp og ofan“ né eftir einhverri óþekktri og óút- reiknanlegri stærð, sem heitir „afkoma apóteka við óhagstæð- ust skilyrði“, heldur eftir inn- kaúpum Lvfjaverzlunar ríkis- íns, sem' hann veitir forstöðu, og stærsta apóteks landsins, en eiganda þess hefur hann jafnan kvatt sér til aðstoðar. Þau örfáu Iyf, sem vera má að hvorugur þessara stærstu lyfjainnflytj- enda flytji inn, mun lyfsölu- stjórinn verðleggja eftir stað- festum innkaupareikningum þar að lútandi. Apótekarar mega „allt of oft vænta sér því meíra hagnaðar, sem innkaupsverðið reynist hærra,“ segir V. J. Hvílíkt vís- dómsblóm. í lyfsöluskránni er útsöluverðið fastákveðið (ekki álagning) og verður ekki hnik- að, hvort sem innkaupsverðið. er hátt eða lágt. Samkvæmt kenningu landlæknis verður þá ágóðinn eftir því meiri, sem innkaupsverðið er hærra, og þá ef til vill mestur ef innkaups- verðið fer yfir útsö’luverð!!! Þess má geta hér, að í tillög- um lyfjafræðinga og apótekara til nýrra lyfjalaga er lagt til, að Tryggingastofnun ríkisins taki þátt í verðlagningu lyf ja og eigi fulltrúa við útreikning lyfsölu- skrárinnar til frekari trygging- ar hagsmunum neytenda. Land- læknir hefur snúizt. algerlega gegn þeim tillögum. LAUN OG LEIÐIR Vilmundur Jónsson gerir mik ið veður út af launasamningi Lyffræðingafélags íslands og Apótekarafélags íslands. Eftir hans umsögn er samningurinn mjög frægur og hinn mesti merkisatburður í sögu íslenzkr- ar verkalýðsbaráttú. Það hefur orðið þeim, sem samninginn gerðu fyrir Lyffræðingafélags- ins hönd, óblandið ánægjuefni að hljóta slíka viðurkenningu verka sinna frá eigi ómerkari manni en landlæknir að öllu töldu er. En ekki urðu þeir vís- ir frægðar sinnar og virðingar- sætis í íslenzkri verkalýðssögu, fyrr en landlæknir vakti at- hygli þeirra. Má vera áð með- fædd hlédrægni samfara ann- ríki við störf í apótekum Reykjavíkur hafi valdið því andvaraleysi um eigin dýrð. Orð V. J. eru m. a. þessi: „En hinn 13. s. m. (þ. e. október 1945) undirritar Apótekarafé- lag íslands launasamning við stéttarfélag lyfsölufræðinganna með nærri ótrúlega rausnarleg- um kjarabótum þeim til handa, og er merkisatburður í sögu verkalýosbaráttunnar í land- inu, því að áður haiði ekki ver- ið tekið í mál, þrátt fyrir atfylgi Alþýðusambands íslands, að Apótekarafélagið : viðurkenndi félag lyfsölufræðinganna sem samningsaðila um launakjör meðlimanna.“ Þann 10. apríl 1937 tilkynnti' Lyffræðingafélagið Alþýðusam- bandi íslands um launakröfur sínar og óskaði aðstoðar sam- bandsins. Átti framkvæmda- stjóri þess samtöl við félags- stjórnina og gaf henni leiðbein- ingar. Þar með er talið „at- fylgi“ sambandsins við launa- kröfur lyffræðinga fyrr og síð- ar. Þann 16. og 19. maí 1942 skrifar Alþýðusámbandið land- lækni um næturvörzluskipt- ingu apótekanna og átti það ekkert skylt við launakröfur. Fullyrðing landlæknis, að Apó- tekarafélagið hafi ekki viður- kennt Lyffræðingafélagið sem samningsaðila um launakjör, „ekki tekið það í mál“, er sömuleiðis tóm vitleysa. 12. feb rúar 1936 og aftur 10. júní ’42 undirrita félögin vinnusamn- inga. 25. jan. 1937 og aftur 18. febr. sama ár skrifar Apótek- arafélagið (þá Lyfsalafélagið) Lyffræðingafélaginu taréf, sem innihalda ákveðin tilboð um launasamninga. í báðum taréf- unum ér lögð áherzla á það, að Lyffræðingafélagið viðurkenni Apótekarafélagið réttan samn- ingsaðila. Hafði Lyffræðingafé- lagið áður haft í hyggju að semja við einstaka apótekara, en ekki við félagið í heild. Les- endum til frekari skilningsauka á vilmundarlegri sannfræði skal birtur kafli úr bréfi apó- tekara 12. febr. ’38 til Lyffræð ingafélagsins: „Það gleður okk- ur, að Lyffræðingafélag fslands viðurkennir Lyfsalafélag ís- lands sem hinn rétta samnings- aðila.“ Þáverandi formanni Lyffræð- ingafélagsins tókst ekki að gera launasamninga,. þrátt fyrir yfir- lýstan samningsvilja Apótek- arafélagsins. Um mann þennah hefur verið. mælt, að honum nýtist betur dugnaður til átaka en til að laða menn til sam- vinnu. Hafa bolabrögð og klögu mál sjaldan þótt vænleg til að greiða götu samkomulagsvilj- ans. í pistlum landlæknis er maðurinn hins vegar eins konar sýnisgripur fyrirmyndarlyfja- fræðings. Árið 1945 höfðu nýir menn forustu Lyffræðingafélagsins. Vildu þeir freista að leiða launa málið til lykta. Skrifuðu þeir Apótekarafélaginu bréf þar að lútandi 7. júní 1945: Við um- ræður lýsti Apótekarafélagið sig reiðubúið til samninga, en gerði þá kröfu, að væntanlégur samningur næði til allra apó- teka landsins, þar sem apótek- um úti um land yrði geri örðugt að fá ráðna lyfjafræðinga, ef Sýnirng í kvöld klukkan 8.30. ASgönígumiðáisala frá klukkan 2 í dag. Sími 9184. launakjör yrðu fastsett í Reykjavík, en höfð óvís úti um land. Að loknum sumarleyfum hafði álits félagsmanna víðs vegar um lánd verið leitað. Voru samningar undirritaðir 13. okt. 1945, að fengnu sam- þykki félagsfunda í báðum fé- lögum. Var gangur málsins í samræmi við áður greinda stefnu Apótekarafélagsins og samningstilboð. Núverandi for- manns þess félags er svo getið í skýrslu stjórnar Lyffræðinga félagsins til aðalfundar 1938, að hann hafi tjáð sig fúsan til launasamninga, hvenær sem þess yrði óskað. Að vísu var hann ekki í áhrifaaðstöðu í fé- lagi sínu þá, en var það sem formaður 1942, er vinnusamn- ingur félaganna var gerður. Vor'u þá teknar upp umræður um launasamning, en þær strönduðu á þeim ótta lyfja- fræðinga, að þástarfandi gerð- ardómur í kaupgjaldsmálum myndi ógilda samninginn sem aðra kauphækkunarsamninga, og stæði félagið þá verr að vígi eftir en áður. Af framansögðu má það vera Ijóst, að. dylgjur landlæknis og fullyrðingar, að með launasamn ingnum hafi apótekarar keypt sér hagkvæma afstöðu lyfja- fræðinga til frumvarps Vil- mundar Jónssonar í lyfsölumál- um, eru frám bornar gegn betri vitund. í grein um frum- varpsmálið mun þetta koma enn betur í Ijós. En sá hugsun- arháttur, sem dylgjur þessar lýsa, er svo lágsigldur og ræt- inn, að V. J. hefði verið hæfara að halda honum áfram sem áður í skúmaskotum og feimnismál- um, heldur en að auglýsa hann á almannafæri sjálfum sér og embætti sínu til vanvirðu. Þá er sú stpðhæfing land- læknis, að með launasamningn- næst'komandi íöstu dagskvöld klukkan 8.30. AlþýSuihúsinu. D A G S K R A : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál, er upp kunna að verða borin. Félagar fjölmennið. Stjórnin. um hafi launakjör lyfjafræð- inga orðið svo há, að þau úti- loki með öllu rekstur lítilla apóteka. Eiganda stærsta apó- teks landsins reiknaðist til, að samningurinn hækkaði útgjöld apóteksins um ca. 7%. Þetta apótek, hefur ekki aðeins meiri, heldur og tiltölulega meiri, lyfjasölu og lyfjagerð en nokk- urt annað apótek og hefur því einnig tiltölulega flesta lyfja- fræðinga. Lítil apótek hafa tekjur sínar hlutfallslega miklu meir af annarri verzlun en Iyfja verzlun og lyfjagerð heldur en, þetta apótek, og þar af leiðir einnig, að útgjaldaaukning þeirra vegna launasámnine>=i’-''' hefur verið miklu minni. Geta þá allir séð, hvíiík fjarstæða staðhæfing landlæknis er, ekki hvað sízt þegar þess er gætt, að nokkrum mánuðum eftir gildis- töku samningsins hækkaði lyf- sölustjórinn vinnuverðlagstaxta apótekanna um 20% og sér- lyfjataxtann um rúm 50% þar á eftir. Ekki svo að skilja, að um bjargarráðstöfun vegna launahækkunar lyfjafræðinga hafi verið að ræða, sei, sei, nei. Látið var að rökstuddum kröf- um apótekaranna um hækkun, þar sem þessir taxtar höfðu staðið óbreyttir um árabil, þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð og þar af leiðandi útgjaldaaukningu. Rósamálið um launakjör lyfjafræðinga er heimabakað í kokkhúsum þeirra, sem allt melta, er stéttinni má verða til vansa, en rúsínan í kökunni er samanburður landlæknis á launakjörum lyfjafræðinga og Launakjörum sínum ásamt nokk urra annarra embættismanna, eins og þau eru ákveðin í launalögum. Er sá samanburð- ur svo blábjánalegur, að furðu gegnir, að greinagóður maður sem V. J. skuli gera hann. Þessu til skýringar er dæmi landlæknis um apótek í Klepps- holtinu einkar hentugt. Þó get- ur það eitt út af fyrir sig verið nokkurt sýnis’nom af þekkingu V. J. á apótekarekstri að géra ráð fyrir 3 lyfjafræðingum auk i apótekara í apóteki í Klepps- holtinu, þégar apótek í Mið- bænum hafa sum komizt af með þrjá til fjóra lyfjafræðinga. Dæmið er um apótek, sem hefur 3 lyfjafræðinga, stöðuga næturvörzlu og apótekara sem óvirkt „stjórnarráð“. Lyfjafræð ingarnir eru samningsbundnir uni 48 vinnustundir í viku. Þeir skipta milli sín 30 næturvörzl- um á mánuði, hver 12 stundir, alls 312 vinnustundir í mánuði til jaínaðar. Vinnustundum er ekki fjölgað hér til jafngildis því, sem næturvinna er jafnan (Frih. á 7. síðu.>;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.