Alþýðublaðið - 04.03.1948, Page 6
6
ALÞYÐUBLAÐJÐ
Fimmtudagur 4. marz 1948.
AÐSENT BRÉF
Herra ritstjóri.
Hingað bárust þær fregnir
með raföldum Ijósvakans og
meðflygjandi tilfæringum, að
komin væri fram sú tillaga á
alþingi, að stofna eitt herlið,
eður þjóðvarnarfylkingu, og
þykir mér tillagan næsta merki
leg, svo nytsöm og merkileg,
að mér þykir ólíklegt, að hún
nái fram að ganga.
Ekki dylst mér samt sem áð-
ur, að tvíeggjað vopn gæti slík
fylking reynzt undir yfirforustu
óhlutvandra manna, og ýmis
vandkvæði myndu á reynast
að ganga svo frá reglum og á-
kvæðum, að ekki yrði misnotað
eða rangtúlkað. Tel ég einkum
hættu á, að skipuð yrði hún
iðjuleysis- og auðnuleysisgeml-
ingum, sem góðir og gegnir á-
hrifamenn væru orðnir þreyttir
á að styðja og styrkja frænd-
semi vegna með ráðum og fé úr
eigin vasa, og þætti leikur á
borði að koma þeim á föst laun
við vandalítið og ábyrgðariaust
starf, — því auðvitað mundi öll
ábyrgð af starfi og athæfi slíkr-
ar fylkingar lögð á herðar vald-
höfum, að lagalega undan-
skildu lauslæti, frömdu utan
einkennisbúnings og öðrum
eðlislega tengdum athöfnum.
Úr slíkum efniviði yrði þjóð-
varnarfylkingin verri en engin,
mundi gera verkfall á fyrsta
ári til þess að fá framgengt
kröfum um flottari einkennis-
búninga og áfengisafslátt, og
hvergi finnast, eða reynast ó-
starfhæf, þegar til ætti að taka.
Nei, slík fyiking verður
fyrst og fremst að skipast úr-
valsmönnum, og tel ég, að þeir
skuli, margra orsaka vegna, úr
sveitum valdir. Ætti í því
skyni að starfa ólaunuð mann-
valsnefnd í sveit hverri eður
sýslu, skipuð þrem mönnum,
kosnum á hreppastefnu eða
manntalsþingum, og enginn
ungur maður mega skorast
undan vali hennar. Skyldu þeir
svo starfa í sveit sinni undir
stjórn hreppstjóra: kasta ofur-
ölvuðum aðskotadýrum út af
dansleikjum, smala afréttar-
lönd, þau er nú ekki verða
lengur gengin sökum mannfæð-
ar, stunda skipulagt minkadráp
og berjast á annan hátt gegn
afleiðingum menningarinnar.
Þá skyldi og slcipuð yfirnefnd í
hverjum landsfjórðungi, er réði
hvenær kalla skyldi fjórðungs-
sveitir til starfs, og landsyfir-
nefnd, er réði almennu liðsút-
boði fylkingarinnar. Skyldu yf-
irnefndir skipaðar fulltrúum
bænda og kaupfélaga, og hrepp
stjórar sjálfkjörnir, en lands-
yfirnefnd kosin af yfirnefndum
og úr hópi þeirra. Ætti lands-
yfirnefnd að starfa á eigin á-
byrgð, án íhlutunarréttar lands-
stjórnar, og standa landsmönn-
um einum reikningskap gerða
sinna. Yrði þá vald hennar
mikið, og gæti hún t. d. látið
fulltrúa úr fylkingunni gæta
að, hvort opinberir starfsmenn
mættu réttstundis til starfs og
ynnu fyrir kaupi sínu, og jafn-
vel víkja æðstu valdhöfum úr
sæti, ef þeir brygðust almenn-
ingstrausti. Þá ætti og fylking-
in að hafa með höndum eftir-
lit, er varnaði útgáfu klámrita
og sýningu æsandi „listaverka",
er annars espuðu fólk til ósið-
'semi og berrassaflakks á al-
mannafæri, svo og standa heið-
ursvörð við hingaðkomu er-
lendra þjóðhöfðingja og opin-
berar jarðarfarir og fleira og
fleira.
Sem sagt, ■— þörfin er brýn
og verkefnin óteljandi, en allt
veltur á gætni og fyrirhyggju í
grundvallaratriðum.
Virðingarfyllst.
Filippus Bessason
hreppstjóri.
' .... -íÆSI5'
FLÖSKUBROT
Jónas Jónsson vill að vænt-
anleg þjóðvarnarfylking verði
skipuð íþróttamönnum,-
•-------einkum hlaupurum,
því þá væri minnst hætta á að
fylkingin gyldi afhroð á flóttan-
um.
Þjálfari skíðamannanna, sem
komu allir heim aftur frá Stóra
Móradal, segir í Akureyrar-
blaði, að einn skíðamanna
vorra hafi sigrað % af kepp-
endunum á mótinu.
Hins vegar getur þjálfarinn
þess ekki, að sami maður hafi
þá um leið beðið ósigur fyrir
% keppendanna. Og ekki getur
hann heldur um hver sá hluti
keppendanna var, sem hann
sigraði.
Við, sem ekki erum sérfræð-
ingar í faginu, getum samt sem
áður gert okkur í hugarlund, að
ekki muni það hafa verið sá
hlutinn, sem skíðin voru fest
við. — — — ■
▲ Farfuglar
munið aðalfund-
inn í kvöld kl. 8,30
e. h. að Kaffi Höll.
Fjölmennið stundvíslega.
Stjórnin,
Daphne du Maurier:
DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ
ar, og hana sárverkjaði í höf
uðið og sveið í augun og
hún sá glottandi andlitin á
þeim í gegnum móðu. Henni
var hérumbil sama, hvað
þeir sögðu héðan af, og hún
kvaldist af, hve hana lang
aði til að sofna og gleyma
sér.
Þegar þeir sáu, hve hún
var dauf og niðurdregin,
fannst þeim ekkert lengur til
nærveru hennar koma. Jafn
vel söngvarnir misstu allt
bragð, og Joss Merlyn þreif
aði niður í vasa sinn og fann
þar spil. Þeir snéru undir
eins frá henni, og að þessu
nýja áhugaefni, og í þessu
stutta hléi, sem Mary áskotn
aðist dró hún sig lengra inn
í hornið frá heitum, dýrsleg
um dauninum af frænda sín
um og lokaði augunum
og reyndi að hagræða sér
eftiir hreyfingum vaggandi.
og skröltandi vagnsins. Hún
var svo þreytt, að hún vissi
ekki lengur af sér að fullu;
hún sveif á takmörkunum
milli draums og vöku. Hún
fann til sársauka og til skrölt
andi vagnhjólanna og heyrði
í fjarska óm af samtali, en
þertta eins og smáfjarlægð-
ist; hún gat ekki fundið, að
þetta væri nokkuð sér við-
komandi. Myrkrið kom eins
og guðsblessun yfir hana, og
hún fann það, en svo vissi
hún ekki af sér lengur. Þeg-
ar vagninn hætti að hreyfast
vaknaði hún aftur til lífsins,
skyndileg þögn og kalt loft-
ið, sem streymdi inn um op-
inn gluggann framan í hana.
Hún var ein í horninu.
Mennirnir voru farnir og
höfðu tekið ljósið með sér.
Hún sat kyrr fyrst, því að
hún óttaðist að þeir kæmu
afitur og var óviss, hvað fyrir
hafði komið, og svo þegar
hún hallaði sér út að glugg-
anum, kenndi hana óbæri-
lega til og hún vár mjög
stirð. Það var eins og sting-
ur í öxkmum á henni, þar
sem hún hafði dofn-
að af kuldanum, og upp-
hluturinn hennar var enn
rakur eftir rigninguna fyrr
um kvöldið. Hún beið andar
tak og hallaði.sér svo áfram
aftur. Það var enn mjög'
hvasst, en rigningin helltist
ekki eins niðuir og áður; það
var aðeins örlítill suddi að
sjá á gluggunum.
Vagninn hafði verið skil-
inn eftir í þröngu gili og
voru háir bakkar til beggja
handa,. og hesturinn hafði
verið leystur frá. Gilið virt-
ist liggja bratt niður og gat-
an var óslétt og grýtt.
Mary gat ekkert greint
nema nokkra faðma fram-
undan. Það var orðið mjög
dimmt af nóttu og þarna í
gilinu var alveg niðamyrk-
ur. Það sáust engar stjörnur,
og vindurinn, sem hafði ver-
ið hvass uppi á heiðinni, var
nú orðinn að ofsaroki og bar
með sér raka þoku. Mary rak
hendina út um gluggann og
kom við gilbarminn. Fingur
hennar komu við lausa möl
og grastær, rennvotar af
regninu. Hún tók í snerilinn
á hurðinni, en hún var læst.
Síðan hlustaði hún ákaft og
reyndi að grilla í gegnum
myrkrið, sem framundan
var, niður gilið, og þá barst
til hennar hljóð, dapurlegt
og kunnuglegt í senn, hljóð,
sem hún í fyrsta sinn á ævi
sinni gat ekki fagnað, heldur
kipptist hún við og fór um
hana hrollur.
Það var isjávarniðurinn.
Gilið lá eins og gata niður að
sjónum.
Hún vissi nú, hvers vegna
loftið var orðið kaldara og
hvers vegna regnið féll svo
léttilega á hönd hennar og
hafði saltkéim. Háir gilbarm-
arnir mynduðu skjól, svo að
það virtist ekkj vera eins'
hvasst eins og uppi á auðn-
inni á heiðinni, en þegar
komáð værf út úr gilimu,
væri veðurofsinn enn ákafari
og gnýrinn meiri. Það var
heldur engin kyrrð þar, sem
sjórinn féll upp að klettóttri
ströndinni. Hún heyrði það
aftur núna, niðinn og eins og
istunu þegar öldurnar féllu á
ströndina og soguðust út aft-
ur; og síðan örlítið hlé meðan
sjórinn safr.aði kröftum á ný
— aðeins örstutt stund — og
svo isfcall aldan aftur og brim
ið ískraði við mölina og það
urgaði í steinunum, sem
drógust með útsoginu. Það
fór hrollur um Mary; ein-
hvers staðar þarna niður frá
í myrkrinu biðu frændi henn
ar og félagar hans eftir flóð-
inu. Ef hún hefði getað heyrt
óminn af þeim, hefði biðin í
tómum vagninum verið þol-
anlegri. Öskrin og hláturs-
sköllin og söngurinn, sem
þeir höfðu verið að herða sig
upp með, hefðu verið henni
til léttis, þótt ógeðsleg væru,
en þessi dauðaþögn var ægi-
leg. Þeir voru alveg niður-
sokknir í istarfið. Nú þegar
hún var aftur með sjálfrii sér
og versta þreytan liðin hjá,
fannst Mary alveg ómögu-
legt að vera svona aðgerða-
iaus. Hún aðgætti stærðina á
glugganum. Hurðin var læst,
það vissi hún, en henni tæk-
ist nú kannske að mjaka sér
út um þröngan gluggan. ÞáS
var þess vert að hætta á það.
Hvað sem fyrir kunni að
koma í kvöld, var hennar líf
lítils virði; frændi hennar og
félagar hans gátu fundið
hana og drepið hana, ef þeir
vildu Þeir þekktu hvemig
hagaði til þarna, en ekki hún.
Þeir gætu rakið slóð hennar
undir eins, ef þeir vildu, eins
og blóðhundar. Hún hamað-
isit við að troða sér út um
gluggann, og hallaði sér aft-
ur á bak, en þétta var enn
erfiðara vegna þess, hve
henni var illt í öxliinni og
bakinu- Þakið á vagninum
var sleipt og blautt svo að
hún gat ekki náð neinu taki
á því, e:n hún tróð sér og
mjakaði gegnum opið og þá
með því að ýtia allt hvað af
tók, isvo að hana sárverkjaði,
komust mjaðmirnar á henni
í gegn, og gluggairaminn risp
aði hana og það vair nærri
liðið yfir hana. Hún missti
fóitfestuna og jiafnvægið og
féll aftur á bak úr gluggain-
um niður á jörðina.
Fallið var ekki hátt, en
henni brá illa við, og hún
fann að blóð .seytlaði úr isíð-
unni á henni þar sem hún
hafði rifið sig á glugganum,
Hún hikaði við stundarkorn
til að ná sér, og svo dróst
hún á fætur og fór að fika
sig áfram óvissum skrefum
upp stiginrt, í skjóli af gil-
Gullni lúðurinn
hans Bangsa
Svarta kisa lætur svo illa, að
Bangsi eltir hana. Hún fer út á
völlinn. Þegar Bangsi lítur yfir
grasbala, sér hann ljómandi
fallega, litla flugvél. „Nei, en
hvað hún er falleg“, segir hann
undrandi. „Ég hef aldrei séð
svona fallega * flugvél. Hver
skyldi eiga hana? Það er eng-
inn sjáanlegur. Það er ekki
furða, þótt þú værir æst, litla
kista. Skyldi flugvélin gcta
flogið. Hvað skyldi hún hafa
verið hérna lengi?“. Þeir færa
sig liægt og hægt nær flugvél-
inni.
KJARNAR
er ódýrasf og skemmíilegas!. Fæsf í öllum bókabóium.