Alþýðublaðið - 09.03.1948, Side 5
Þriðjudagur 9. marz 1948
AI.ÞÝOUBLAÐIÐ
Birgir Einarsson: Fimmta grein
Endurskoðun Svfsc
G R R
i B R
! S
Meisfarakeppni Isfant
Landsflokkaglíman verður háð 19. marz í Reykjavík.
Glímt verður í 4 flo'kkum.
I. fl. menn yfir 83 kg.
II. fl. menn 'frá 77—83 kg.
III. fl. menn undir 77 kg.
IV. fl. drengir innan 18 ára.
Keppendur tilkynni sig fyrir 12. þ. m. til formanns
Glímuráðs Reykjavíkur, Tryggva Haraldssonar, Hring-
braut 35.
Reykjavík, 8. marz 1948.
GLÍMURÁÐ REYKJAVÍKUR.
LYFJALÖG
„ENGINN má halda nokkra
lyfjabúð, nema hann hafi þar
til allranáðugast leyfisbréf vort
og hafi unnið oss eið“.
„Engjnn laborant eða destilla
tor má heimulega eða opinber
lega halda lyfjabúð gða búa til
lyf . . . eigi mega heldur mat-
erialistar, urtakramarar, sæt-
indabakarar eða þess háttar
menn hafa á boðstólum lyf.“
„Enginn empiricus, brucksnid-
er, oculist, skottulæknir, eða
slíkir umrenningar, karl eður
kona, mega heimulega eða op-
inberlega hafa á boðstólum
nokkrar þær vörur . . . sem und
ir lyfjabúðir heyra.“ „En ef
nokkur verður uppvís að því
að hafa slíkar vörur, efni eða
lyf, sem bannaðar eru, þá
skulu þær upptækar og sá, er
þær finnast hjá, sektist að auk
hundrað ríkisdölum, er að þriðj
ungi falli til Vor, að öðrum
þriðjungi til borgmeistara og
ráðs á þeim stað, er slíkt kem-
ur fyrir, og að þriðja þriðjungn
um til lyfsalans þar . . .“
Þannig hljóða g'ildandi lyfja-
lög, sem hér er birtur tæpur
helmingur af. Lesendum til
gamans má benda á, að sam-
kvæmt niðurlagi þeirra, er lyfja
gerð sú, sem fram fer utan apó-
tekanna, t. d. hjá forstjóra
Lyfjaverzlunar ríkisins, ólög-
leg. Mætti lögum samkvæmt
sekta hann hundrað ríkisdali,
sem að einUm þriðja falli til for
setans, sem arftaka konungs-
valdsjns, öðrum þriðja til bæj
arstjórnar og borgarstjóra, og
að þriðja þriðjungnum til apó-
tekaranna í Reykjavík.
Lögin voru útgefin fyrir allt
Danaveldi á einokunartímanum,
árið 1672. Danmörk og Noregur
hafa að sjálfsögðu endurnýjað
löggjöfina hjá sér oftar en einu
sinnj. Vér íslendingar erum
ekki svo umbrotagjarnir menn,
því að enn í dag, eftir 276 ár,
eru þessi lög gildandi lyfjalög
landáins. Með sama áframhaldi
ættu þau á sínum tíma að kom-
ast í tölu dýrgripa fornhelginn-
ar, sem kynslóðifnar varðvejta
við hjarta sér og telja helgi-
spjöll að breyta eða endur-
bæta.
Undanfarin ár hafa þrjú
frumvörp til nýrra lyfjalaga eða
lyfsölulaga verið samin en ekk
ert þeirra flutt á þingi. Það
fyrsta var samið af stjórn skip-
aðrj nefnd, sem Vilm. Jónsson
landlæknir veitti forstöðu.
Annað er einkafrumvarp Vil-
mundar Jónssonar, nefndar-
frumvarpið nokkuð breytt. Það
þriðja er nýlega fullgert. Er
það samið af Lyffræðingafélagi
íslands og Apótekarafélagi ís-
lands. Síðast nefnda frumvarpið
tekur lyffræðileg spursmál til
lausnar á sama. grundvelli og
Norðurlandaþjóðirnar og þá
einkum Danir byggja sín lyfja-
lög á. Það segir fyrir um verk-
efni, skilyrði og skyldur þeirra
manna, sem að lyfjafræðistörf-
um vinna, setur fram grund-
vallárkröfur til lyfja, fram-
leiðslu þeirra og allrar meðferð
ar, stofnar til sérfræðinganefnd
ar, sem annast skal ■ útgáfu
lyfjaskrá og annarra fyrirmæla
er að lyfjafræðistörfum lúta, og
skal fylgjast með því á annan
hátt, að nýjustu framfarir lyfja
vísindanna sé hagnýttar eftir
föngum, stofnar til sérfræði-
legs lyfjaeftirlits, og reynir á
annan hátt að sníða lyffræði-
legri starfsemi þann stakk, sem
að reynslu þjóðarinnar og ná-
granna hennar þykja bezt hæfa
þessari gagnmerku starfsgrein,
gefur henni skjól til að dafna
án þess að þrengja að um of.
Frumv. landlæknis og nefnd-
arinnar koma einnig inn á lyf-
fræðileg atrjði að svo miklu
leyti, sem þau taka eftir dönsku
lög'unum, en gera þeim ófull-
nægjandi skil. Hins vegar er
þeim mun meiri áherzla lögð
á stofnun einkasölu til ímiflutn
ings og heildsölu lyfja, sem
einnig skal hafa leyfi til lyfja-
gerðar.
Margir menn eru þeirrar skoð
unar, að öll verzlun sé bezt kom
in í höndum einkaleyfisfyrir-
tækja. Mun landlæknir telja sig
þar í hópi og er sízt við því að
amast. Hins vegar gefur það hon
um engan rétt til að staðhæfa,
að tillögur lyfjafræðinga og apó
tekara séu tillögur sérhagsmuna
en í tillögum sínum mæli hann
fyrjr munn þjóðfélagsins, því
að ekki þykjast þeir standa þjóð
félaginu utan gátta, sem eru á
öndverðri skoðun í verzlunar-
málunum, og telja sig finna
henni nokkra stoð í fenginni
reynslu þjóðarinnar af einka-
sölum, þessari reynslu, sem oft
er talin standa rótum í þeim
vinnubrögðum og hugarfari,
sem til einkasalanna stofnar, og
margir einlægir unnendur sósí-
alismans vilja skýra á þann veg,
að í kapitalistísku þjóðfélagi sé
ekki unnt að reka hálfkapital-
isma og hálfsósíalisma í einum
hrærigraut, án þess að til ófarn
aðar horfi. Það er heldur ekki
að sjá, að jafnaðarmannaflokk-
ar Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar hafi talið sig forsvara
„sérréttindaburgeisa", þegar
þeir hafa skipað lyfsölumálun-
um með þjóðum sínum mjög á
þann sama hátt og hugsaður er
í frumvarpi lyfjafræðinga og
apótekara, en hafa hins vegar
forðazt lyfjaeinkasölur. Annars
er Vilm. Jónssyni fremur gjarnt
á að tala um sjálfan sig og þjoð-
félagið í einni og sömu and-
ránni, eins og í huga hans
væri harla lítill munur á þess-
um aðilum. Minnir það óneitan-
lega á hugsunarhátt einvaldans,
sem sagði: „Ríkið, það er ég”.
Varðandi lyfjafræðistéttina tel-
ur hann fráleitt, ,,að hún megi
vænta þess að komast nálægt
því að geta sagt þjóðfélaginu fyr
ir um skipun iyfsölumálanna í
landinu, hvað þá sett því stól-
inn fyrir dyrnar, þegar úrslit
þeirra mála eru ráðin.“ Lyfja-
fræðingar hafa í einfeldni álit-
ið, að alþjngi setji þjóðinni lög
og skipi málum hennar og úr-
slitum'þeirra í því efni en ekki
Vilm. Jónsson né neinn annar.
Alþingi hefur enn ekki tekið
skipun lyfsölumálanna til með
ferðar og virðist því ótímabært
að óttast, að v-crið sé að segja
þjóðfélaginu fyrir í því efm eða
einhver annar en alþingi muni
gera það. Að vísu var stjórn-
skipaðri nefnd falið á sínum
tíma að gera tillögur um málið
en landlæknir hefur á eindæmi
breytt þeim tillögum. Sé ejn-
hver að basla við að segja þjóð-
félaginu fvrir í þessu efni, er
það því varla annar en land-
læknir sjálfur. Lyfjafræðingar
hafa reyndar sern fleiri dirfzt
að gagnrýna tillögur hans og
benda á lejðir til endurböta á
þeim. Sé það honum eitthvað til
trafala, getúr hann vel nefnt það
,,að setja stólinn fyrir dyrnar",
en ekki þjóðfélaginu heldur
honum, og í augum lyfjafræð-
inga er það sitt hvað. En það
eru fleiri en lyfjafræðingar,
sem syndga vjð þjóðfélagið með
andstöðu við tillögur landækn-
is. Engin ríkisstjórn hefur vilj
að taka þær upp á sína arma.
Vilm. Jónsson kennir það und-
irlægjuhætti við „sérréttinda-
burgeisa“. Stöku mönnum er
svo farið, að þeir finna alltaf
illar hvatir í gagnrýni annarra á
gerðum þeirra og fá aldrei með
tekið þann grundvallarskilning
lýðræðis, að skoðanjr samborg-
aranna geti verið jafn réttháar
þeirra eigin og sprottnar af engu
minni vilja til að leysa við-
fangsefnin.
Lyfjafræðjngar hafa ekki vilj
að láta draga sig inn í deilur
um réttmæti eða óréttmæti
einkasölunnar, sem slíkrar. En
þeir hafa talið hana utan lyf-
fræðilegra spursmála og ekki
viljað blanda henni inn í lyfja-
lög. Alþingi getur hvort sem er
stofnað hana með sérstökum lög
um, hvenær sem því sýnist. En
með því að landlæknir dregur
einkasöluna og ,,lyfsölusjóð“ inn
í þessar umræður sem máttar-
stólpa tillagna sinna í lyfsölu-
málum og reypir um leið að
gera lyfjafræðjnga og apótek-
ara tortryggilega, skal rökum
þeirn, sem hann færir þeim til
framdráttar, gerð hér nokkur
skil.
Lyfjaeinkasölunni er ætlað að
lækka lyfjaverðið. Almenning-
ur hefur nú fengið nokkura
reynslu af verðlækkunaráhrif-
um ejnkasalanna í þessu landi.
En hefur lyfjaeinkasala í sér
fólgin fyrirheit um betri raun?
Nú kaupa apótekin meira eða
minna af lyfjum sínum milli-
liðalaust frá útlöndum og sum
nær öll sín lyf. Þau beinu kaup
mun ejnkasalan fyrirbyggja og
hækka innkaupsverð lyfja með
milliliðakostnaði sínum. Sé erf-
itt eða ávinningslaust að reka
einkasölu með einfalda stór-
slumpavöru eins og bíla, timb-
u.r, kol, olíu o. þ. h., sem kaupa
má í skipsförmum frá einum og
sama framleiðanda eða selj-
anda, hvað mun þá um einka-
sölu á lyfjum, sem eru marg-
kynja vörutegundir, er hvergi
er að fá frá einum framleiðanda
né heldur í einu landi, og flutt
er inn í sára litlu magni hver
tegund, jafnvel þótt kaup fyrir
alla þjóðina væri að ræða. Það
magn, sem 135 þús. sálir nota
af hverri lyfjategund er svo
sára lítið, að það getur engin
áhrif haft á verðtilboð á heims-
markaðinum. Einkasölunni er
ætlað að tryggja góð og ósvikin
lyf. Eftir því mætti ætla, að nú
séu flutt inn vond og svikin lyf.
Lyfin, sem flutt eru inn í land-
ið, fylgja lyfjaskrá framleiðslu-
landsins og öðrum þar að lút-
andi ákvæðum. Þau eru keypt
frá fremstu lyfjaframleiðendum
Bandaríkjánna, Bretlands, Sviss
lands og Norðurlanda, og við
þessa sömu framleiðendur
myndi einkasalan skipta alveg
eins og Lyfjaverzlun ríkisins
gerir nú. Það yrði því engin
breyting til batnaðar við til-
komu einkasölunnar.
Lyf jaeinkasölunni er ætlað að
tryggja almenning gegn mistök
um og vöruskorti. Lyfjanotkun
getur verið ákaflega óviss.
Lyfjabirgðir, sem undir venju-
legum kringumstæðum endast
lengi, geta horfið á svipstundu,
ef óvæntan veikindafaraldur
ber að höndum. Undir þeim
kringunistæðum hefur það
bjargað, að lyfjabirgðir hafa
verið fluttar inn til fleiri staða
en Reykjavíkur og af fleiri en
einum aðila, sem leitað hafa
mátt hver til annars, þar til nýj
ar birgðir hafa borizt. Ef einka
salan kemst á fót, liggja apótek
in með ‘ engar birgðir. Lyfja-
þurrð einkasölunnar verður um
leið lyfjaþurrð alls landsins
með þeim afleiðingum, sem það
getur haft. Ef mistök verða í
apóteki, ná þau ekki lengra en
til þess takmarkaða hóps manna,
sem skiptir við það. Verði hins-
vegar mistök í einkasölunni,
verða þau um leið mistök allra
apóteka landsins, sem hið ranga
lyf hafa keypt. Þannig er ,,ör-
yggisaukningin11.
Einkasalan á að hafa rétt
til lyfjagerðar. Það er sama og
éinkaréttur til lyfjagerðar, því
að einkasálan situr að innkaups-
verði lyfjaefnanna, en apótekin
verða að kaupa þau með vérði
einkasölunnar, og útsöluverð
lyfsöluskrárinnar yrði vita-
sliuld miðað við tilkostnað
einkasölunnar, ef lyfjaverðið
ætti ekki að stórhækka. Lyfja-
gerðin væri þar með tekin af
apótekunum með þeim afleið-
ingum, sem drepið hefur verið
á áður. Loks fær einkasalan
greiddan skatt af apótekunum,
sem heimtur er inn af svo köll-
uðum lyfsölusjóði. Lyfjaeinka-
salan verður því fyrirtæki, sem
stóreykur hættuna af lyfja-
þurrð og mistökum, hækkar inn
kaupsverð lyfja til apótekanna,
tekur af þeim alla lyfjagerð, á-
kveður sjálf allt verðlag til
þeirra, en þau fá hins vegar
engu um ráðið útsöluverði frá
sér, og tekur auk þess skatt af
apótekunum til greiðslu rekst-
urskostnaðar síns. Er nokkur
furða, að undanfarandi ríkis-
stjórnir hafi tekið tillögum land
læknis með hægð?
Þá er komið að hinni annarri
máttarstoð frumvarps V. J.
„lyfsölusjóðnum11 og hlutverki
hans. Er það sérstakí fyrirtæki,
sem ætlað er það höfuðverkefni
að heimta skatt af apótekunum
og veita fénu inn í einkasöluna.
Til að skreyta þetta grófa hlut-
verk er honum ánafnað það
aukahlutverk að stuðla að stofn
un og rekstri lítilla apóteka með
styrkveitingum. Telur V. J.
þetta atriði einn „aðaltilgang“
frumvarpsins, svo mikilvægan,
að alls ekki megi hreyfa við
fjölgun apótekanna í Reykja-
vík, fyrr en írumvarpið hefur
orðið að lögum. En þeir apótek-
ara^ einir geta hlotið styrkinn,
,,er ekki ná þeim nettóhagn-
aði . . . að þeir verði gjaldskyld
ir í lyfsölusjóð . . . enda sé ekki
til að dreifa ódugnaði eða van-
rækslu í staríi“. Það eru með
öðrum orðum apótekarar, sem
rétt hanga í því að koma til út-
svars og þó eiga þeir að hafa,
Framh. á 7. síðu. ,
Útvega með stuttum fyrirvara
Járn frá. Belgíu
Smíðajárn,
Plötujárn, svart og galvaniserað.
Steypustyrktarjárn.
Egiil Árnason
Hafnarhúsinu. — Sími 4310.