Alþýðublaðið - 09.03.1948, Side 6

Alþýðublaðið - 09.03.1948, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. marz 1948 Vöffvan Ó. Sigurs ÍÞRÓTTAÞÁTTUR: Heilir, íþróttamenn! Eins og þið vitið, stendur til að hafa hér margar og ákaflega merkilegar keppnir á komandi sumri, þar á meðal margar milli ríkjakeppnir, fyrir nú utan þessa einu stóru alheims- sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Brunabðfafélag íslands vátryggir allt Iausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrif- stofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og Ihjá umboðs- mönnum, sem eru í hverjum kaupstað. Púsningasandur Fínn og 'grófur skelja- sandur. — Möl. Guðmundur Magnússon. Kirkjuvegi 16, Hafnarfirði. — Sími 9199. keppni í heiminum, ólympíu- leikana. Það má auðvitað margt merki legt um þessar keppnir segja, en þó er það merkilegast, að við höfum þegar unnið eina þeirra, samkvæmt útreikningum ó skeikulla íþróttasérfræðinga, og á ég þar við fyrirhugaða kappsundskeppni okkar við frændur okkar, Norsarana. Það er raunar ekki sjaldgæft, að við vinnum íþróttakeppnir fyrirfram. í raun og veru höf um við alltaf unnið allar í- þróttakeppnir fyrirfram, enda þótt það hafi einstaka sinnum komið fyrir, að við höfum að einhverju leyti tapað þeim eft- ir á, vegna einhverra óútreikn anlegra óhappa, óheppilegra aðstæðna, eða hinu, sem oftast vill verða, að mótkeppendurn- ir hafa reynzt skæðari en þeir í raun réttri áttu að vera. En að þessu sinni eru það ekki innlendir menn, heldur erlend ir sérfræðingar, sem heita okk ur sigri, — og hvenær höfum við þorað að bera brigður á álit erlendra sérfræðinga. Þessi keppni er því í raun og veru unnin, og okkur óhætt að taka í hendina á sjálfum okkur og óska okkur til hamingju. Og í sambandi við þetta, dettur mér eitt í hug! Hvernig væri, að við létum keppnina ekki fara fram, heldur semd- um við Norsara, að verðlaun- um verði úthlutað eftir útreikn ingi. Það ætti að verða hagur fyrir þá, því ef svo ólíklega færi, að við töpuðum í sund- inu, yrðu sérfræðingar þeirra sér til stórskammar, sem alls ekki gæti bætzt, þótt þeir ynnu sigur. Og þetta gæti orð- ið upphaf að nýrri tegund keppni, — að keppa samkvæmt útreikningi, þá kæmu sko ekki þessi sífelldu óhöpp, sem alltaf elta garpa vora, til greina, og þá mundu þeir, sem gera gys að, ef oss tekzt ekki að sigra nema 1/4 af keppendunum, og þá auðvitað heldur lakari end- ann, — þegar við gerðum okk ur vonir um að sigra 4/5. Með íþróttakveðjum. Vöðvan Ó. Sigurs. Daphne du Maurier: DULARFULLA VEITINGAHU-SIÐ En þegar hann kallaði aftur og benti út á sjóinn, hlupu þeir í áttina að brim- garðinum, og nú fóru þeir með engri launung, heldur kölluðu þeir hver í kapp við annan og reyndu að yfir- gnæfa brimgnýinn. Þá rétti einn þeirra, — hún þefckti að það var frændi hennar, á því hve skreflangur hann var og á hinum geysiþreknu herð- um, — upp höndina sem þagn armerki. Og þeir biðu allir og stóðu þarna á mölinni, og öldurnar brotnuðu við fætur þeirra. Þeir stóðu þarna í þunnskipaðri röð eins og krákur, og svarta líkami þeirra bar við hvítt fjöru- borðið. Mary gaf gætur að öllu eins og þeir, og út úr þokunni og dimmunni kom annar ljós depill eins og svar við hinum. Þetta nýja ljós blakti ekki né sveigðist til og frá eins og hitt hafði gert uppi á hamrin- um. Það seig djúpt niður og sást ekki um stund. líkt og' ferðamaður, sem er þreytiur undir byrði sinni, og svo kom það allt í einu upp afitur og bar við himin, einr, og ber.tí:, sc-.n er réil út : nótt’na sem siðcsta örvæntiiigarfalla t'l- raunin itil að brjótast í gegn um þokuvegginn, sem hingað til hafði reynzt ómögulegt. Þetta nýja ljós nálgaðist hitt; þau drógu hvort annað að sér. Brátt myndu þau renna saman og verða eins og tvö hvít augu í myrkrinu. Og enn húktu mennirnir hreyfingarlausir á ströndinni og biðu eftir að Ijósin nálg- uðust hvort annað. Seinna ljósið seig niður aftur; og nú gat Mary séð móta fyrir skipsskrokk, og svör;t siglu- trén teygðu sig upp í loftið eins og fingur, en hvítfyss- andi sjórinn skall á skrokkn- um að neðan, en sogaðist svo út aftur. Nær færðist ljósið í siglu- trénu að loganum uppi á hamrinum, eins og það væri seitt að og heillað, líkt og gestafluga að kertaljósi. Mary stóðst nú ekki mátið lengur. Hún staulaðist á fæt- ur og þaut niður í fjöruna, kallandi og æpandi og veif- andi höndunum; hún kallaði eins hátt og hún mögulega gat gegn storminum og sjón- um, sem endurkastaði því til hennar aftur í kerskni. Ein- hver náði í hana og snéri hana niður í fjöruna. Það hélt einhver fyrir munninn á henni. Það var troðið á hennd og sparkað í hana. Óp hennar dóu út, kæfð af grófum poka- striganum, sem var bundið fyrir munninn á henni, og handleggirnir á henni voru reyrðir aftur á bak, og svert snærið særði hana. Þeir skildu hana svo eftir liggjandli á grúfu, og öldurn- ar féllu að í aðeins tuttugu faðma fjarlæg. Og þegar hún lá þarna hjálparlaus, ör- magna af barsmíð og "óp hennar köfnuðu í hálsinum á henni, þá héyrði hún, að í stað angistarópa hennar komu angistaróp annarra, svo að loftið kvað við af kveinstöfum. Skelfingar- hrópin yfirgnæfðu sjávar- gnýinn og það var eins og víndurinn gripi þau og bæri þau með sér; og með þeim barst brak og brothljóð í tré, hinn hræðilegi gnýr, þegar Jifandi þungi mætir mót- spyrnu, hið hrollvekjandi, stynjandi hljóð í timbri, sem er að klofna og liðast í sund- ur. Eins og dreginn af segul- magni rann sjórinn kvæsandi frá ströndinni, og brimalda, sem reis >enn hærra en allar hinar, skall með heljarafh á hallandi skiþið. Mary sá þetta svarta bákn, sem hafði verið skiip, síga hægt á hliðina, eins og stór sjóskjaldbaka. Siglutrén og rárnar, voru eins og tvinna- spottar, ^slitin og fallin. En á hálu, hallandi yfrborði þess- arar skjaldböku héngu smá- deplar, sem ekki vildu detta af, sem ríghéldu sér í brotna bjálkana eins og skeljar; og þegar hið geysiþunga titrandi bákn klofnaði í tvennt undir þeim, féllu þeir hver af öðr- um ofan í hvitfextan sjóinn, litlir svartir deplar, líflausir. Máry varð dauðillt, og hún lokaði augunum og þrýsti andlitnu niður í fjöruna. Það var engin kyrrð lengur né launung; mennirnir sem höfðu beðið klukkutímum saman í kuldanum, hikuðu ekki lengur. Þeir hlupu sem óðir fram og aftur um fjör- una, hrópandi og kallandi, ó- mannlegir og æðisgengnir. Þeir óðu upp að mitti út í brimið, iskeyttu engu um hættuna og fleygðu frá sér allri varúð, en gripu í rek- öldin, sem komu skoppandi rennvot með flóðöldunni. Þeir voru dýr, sem börðust og rifust um hvern bjálka; sumir þeirra afklæddust og hlupu nafctir um, kalda des- embernóttina, til þess að eiga beítra með að komast áfram í sjónum og hrifsa til sín góssið, sem aldan bar til þeirra. Þeir mösuðu og rifust eins og apar og rifu hlutina hver af öðrum, og einn þeirra kveikti upp eld í skotinu hjá klettinum; hann brann glaitt og ákaft, þrátt fyrir rigning- arúðann. Rekagóssið var dre-gið upp Gullni lúðurinn hans fíangsci Góða stund standa þeir félag arnir þarna lijá póstkassanum og ræða fyrirætlanir sínar og framtíðardráuma. Að síðustu halda þeir samt á brott. Bangsa vérður litið til baka, og veitir því þá athygli, að svarta kisa er komin að póstkassanum. „Hvað er hún nú að flækjast?“ hugsar Bangsi. „Og þarna er einhver í fylgd með henni! Hver getur það verið?“ Og Bangsi snýr við------— MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING SENDIRÁÐSFULLTRÚINN: Hér í borg ier margt njósnara, og þeir geita verið hvar sem vera vill. Ég sting upp á því, að við Kári förum út og lítium á borg- ina á meðan þið Örn ræðið -MMf d.iUL málið. Það vegur minini athygli. KÁRI: Tillagan er studd, maður! Hvert eigum við að fara? SENDIRÁÐSFULLTRÚINN: Hvað segirðu um Egypzka s-afnið? KÁRI: O-jæja, maður. Eru ekki allir dauðir þar?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.