Alþýðublaðið - 14.03.1948, Page 6
ALÞVBUBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. marz 1948.
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
AÐSENT BRÉF.
Heiðraði ritstjóri.
Enn heyri ég deilt um það
heiti, er valið hefur verið kvinn
um þeim, sem um beina ganga
í flugvélum. Hefur deila sú
staðið bæði í blöðum og útvarpi,
og þótt ég ætli mér ekki að
fara að blanda mér beinlínis í
þær deilur, langar mig til þess
að leggja þar orð í belg.
Einkum virðist umdeilt hvort
fyrrnefndar kvinnur skuli
„flugfreyjur11 eður ,,flugþernur“
kallast. Þeir, sem halda fram
fyrra heitinu, vitna til hús-
freyjuheitisins og telja um hlið
stæð störf að ræða. Má vel vera
að svo sé, en þó innan vissra
takmarka, því miinna vil ég
fylgjendur flugfreyjuheitisins á
það, að aldrei var sú nefnd hús
freyja sem eltki var gift bónd
anum, eða gekk honum á allan
hátt í eiginkonu stað. Þær, sem
aðeins örmuðust, sem vistráðin
hjú, hússtjórn ástamt risnu og
beina, hafa alltaf verið „ráðs-
konur“ nefndar, og sést á þessu,
að nokkrum skilyrðum verður
að fullnægja til þess að flug-
freyjuheitið megi sannnefni telj
ast.
Því virðjst næst liggja, sam-
kvæmt málvenju, að nafna
kvinnur þessar „flugráðskon-
ur“. Gegn því mælir samt það,
að til er hér embætti, er „flug
ráð“ nefnist. Tæki nú kona sæti
í því ráði, mundi hún og geta
nefnst flugráðskona, en það
gæti leitt til skilningsbrenglun-
ar.
Þá er það hitt nafnið, „flug-
þerna“. Gott orð og gilt er það,
og mun að eðli til geta rittnefni
kallazt. Galli er þó sá, að
til misskilnings gæti þetta leitt
á Norðurlöndum, þar sem krían
er „terne“ kölluð, og mundi
frændum vorum finnast sein-
heppilegt; bæði það, að tala um
„flugkríur“ yfirleitt, og eins
Daphne du Mauriers
það, að velja stúlkunum nafn
þetta.
En ekki dugar að stúlkur þess
ar séu með öllu nafnlausar. Hef
ur mér því til hugar komið heiti,
er gefið er þeim kvinnum er hlið
stæð störf á skipum annast, og
er það „jómfrúrnafnið“. Jómfrú
er orðið gott orð í málinu, þótt
gilt geti það varla kallast, því
aldrei hefur það verið alvarlega
tekið að sannindum. „Flugjóm
frú“ gæti því hver stúlka, er
nefndan starfa annaðist, verið
vel þekkt fyrir að bera. Mun
það ekki geta meiri blekking
talizt á þessu sviði en öðru. —
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
FLÖSKUBROT
Brotizt var inn í allmargar
bifreiðir um síðast liðna helgi.
Er talið að þeir, sem þann
verknað frömdu, hafi verið að
leita sér þar áfengis. —
Það er hverju orði sannara,
að heimska sumra manna ríð-
ur ekki við einteyming. Og trú
girni þeirra ríður hreint og
beint taumlaust. Að láta sér
koma til hugar, að nokkur bif
reiðarstjóri sé að flækjast með
áfengi í bifreiðatækjum sínum!
Eða þá hitt, að trúa þeirri þjóð
sögu, að áfengi sé hér fáanlegt
á nokkrum öðrum stað en
sjálfri áfengisverzluninni, þá
sjaldan sem það fæst þar! Fyrr
má nú vera flónskan. ■— Ég
segi það satt, að ef ég væri at
vinnubilstjóri, mundi ég gera
verkfall, til andmæla þeim
rakalausa og ljóta óhróðri, að
nokkrir úr stéttinni séu svo
taumlausri ágirnd haldnir, að
þeir jafnvel brjóti lögin og
selji brennivín!
DULARFULLA VEITINGAHUSSÐ
MlnningarspJöM
Bamaspítalasjóðs Hringsins
eru afgreidd í
Verzl. Augustu Svendsen,
ASalstræti 12, og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
Mary að lokum. ,,Við hvern
ertu hræddur? Hver varaði
þig við?“
Hann hristi höfuðið og
fálmaði með höndunum upp
að munninum; fingur hans
voru á stöðugu iði.
„Nei,“ sagði hann hægt;
„ég er ekki drukkinn núna,
Mary Yellan; ég hef enn þá
leyndarmál mín fyrir sjálfan
mig. En ég skal segja þér eitt
— að þú áitt þér engrar und-
ankomu auðið; þú ert flækt
í þetta engu síður en Pati-
enee. Við eigum óvini til
beggja handa nú. Það er
réttvísin öðrum megin og
hinum megin — —“ Hann
nam staðar og gömlu slóttug-
heitin komu aftur í svip
hans, þegar hann leit á Mary.
„Þú vildir gjarnan vita; er
það ekki?“ sagði hann. „Þú
vildir geta læðst út úr hús-
inu með nefnið á vörunum og
komið upp um mig. Þú vild-
ir sjá mig hengdan. — Allt
í lagi; ég álasa þér 'ekki fyrir
það. Ég ’hef sært þig nógu
mikið til þess, að þú manst
eftir mér alLa ævi; er það
ekki? En ég bjargaði þér líka;
var það ekki? Hefurðu hugs-
að út í, hvað skríllinn hefði
gert við þig, ef ég hefði ekki
verið þarna?“ Hann hló og
hrækti á gólfið; og nú var
hann dálítið farinn að ná
sér. „Þú getur að minnsta
kosti borið mér vel söguna
fyrir það,“ sagði hann. Eng-
inn snerti þig þetta kvöld
nema ég, og ég hef ekki
skemmt þitt snotra' andlit.
Skurðir og skeinur gróa; er
það ekki? Hvað er þetta,
auminginn þinn; þú veizt
það eins vel og ég, að ég
hefði getað náð þér á mitt
vald strax, fyrstu vikuna,
sem þú varst hér á Jamaica
ef ég hefði kært mig um. Þú
ent þó kvenmaður, þegar að
öllu er gáð. Já, það veit sá,
sem allt veit, og þú myndir
skríða í duftinu fyrir fótum
mínum eins og Pati'ence
frænka þín, niðurbeygð,
auðmjúk og hangandi í mér,
önnur aumingja ræfils tusk-
an. Við skulum koma okkur
héðan í burtu. Herbergið
lyktar af raka og niður-
níðslu.“
Hann staulaðist á fætur og
dró hana á eftir sér inn í
göngin, og þegar þau komu
fram á pallinn, þá ýtti hann
henni að veggnum undir
kertastjakanum, sem stóð á
hillunni ,svo að ljósið skein
á skorið og sært andlit henn-
ar. Hami tók undir hökuna
á henni og hélt henni stund-
arkorn og strauk skrámurn
ar létt og fimlega. Hún starði
á hann á móti með fyrirlitn-
ingu og viðbjóði fínlegar og
fallegar hendur hans minntu
hana á allt, sem hún hafði
misst og hafnað; og þegar
hann færði hið hataða andlit
sitt nær henni og lét sér á
sama standa um Patience,
sem stóð við hlið hans, og
munnur hans, sem var svo
líkur og á bróður hans, var
andartak rétt fyrir ofan
hennar, þá var tálmyndin
skelfileg og alger; það fór
hrollur um hana og hún lok-
aði augunum.
Hann slökkti á Ijósinu.
Þær fóru á eftir honum nið-
ur stigann án þess að mæla
orð frá vörum, og fótatak
þeirra bergmálaði um tómt
húsið.
Hann gekk á undan inn í
eldhúsið, og meira að segja
þar voru dyrnar læstar og
hlerar fyrir gluggunum. Tvö
kerti voru á borðinu til að
lýsa upp herbergið.
Þá snéri hann sér við og
leit framan í báðar konurnar,
teygði sig eftir stóli, settist
klofvega á hann og athugaði
þær, leitaði i vasa sínum að
pípunni sinni á meðan og
fyllti hana.
„Við verðum að hugsa upp
einhverja bardagaáætlun,“
sagði hann. „Við höfum bráð-
um verið hér í svo daga, eins
og rottur í gildru, og beðið
eftir að verða tekin. Og ég
er búinn að fá nóg, skal ég
segja ykkur. Eg hef aldrei
ge-tað leikið svona leik; mér
finnst hann hræðilegur. Ef
það á að koma til árekstra,
þá er bezt að það geri það á
víðavangi.“
Hann púaði í pípuna sína
og starði þungbúinn á gólfið
og barði fætinum á steinhell-
urnar.
„Harry er enn þá vinveitt-
ur okkur; ,,en hann myndi
svíkja' okkur og sprengja of-
an af okkur húsið, ef hann
hefði hagnað af því. Og hvað
hinum viðvikur, þá eru þeir
dreifðir út um allar sveitir;
þar eru þeir volandi með róf-
una á milli lappanna, eins og
hópur af rökkum. Þetta hef-
ur dregið allan kjark úr
þeim að eilífu. Og það hefur
skotið mér skelk í bringu
líka; þið getið vitað það. Ég
er ódrukkinn núna. Ég get
iséð þessa bölvaða klípu, sem
við erum komin í, og við
megum heita heppin, ef við
komumst úr henni án þess
að lenda í gálganum. Þú,
Mary, getur hlegið, ef þú vilt,
þú, með þitt hvíta andlit og
fyrirlitningarsvip; það verð-
ur eins slæmt fyrir þig og
Patience. Þú ert á kafi í
þessu líka; og þú kemst ekki
Gullni lúðurinn
hans Bangsa
Bangsi hraSar sér heim og
segir foreldrum sínum þessar
merkilegu fregnir. Næstu nótt
getur hann varla sofið vegna
eftirvæntingar. Morguninn eft
ir er hann árla á fótum og fer
út með pabba sínum. Þeir koma
í nokkrar búðir og halda síðan
heim.
Þegar þeir koma heim, sjá
þeir hvar böggull nokkur liggur
á útidyraprepskildinum. „Hann
er merktur þér, Bangsi“, segir
pabbi hans. „Ekki getur átt sér
stað, að þarna sé lúðurinn kom
inn, Surtur hefur eMii verið svo
fljótur í förum“.
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
GEORG: Frakkar deildu við þá
innfæddu um ráðin í borginni,
cn Bandaríkjamenn og Bretar
vinna efni þetta úr jörðu þar í
heimildarleysi beggja. Þetta
hefur orsakað deilur, se mleit't
hafa til glæps, — og nú verður
ykkar hlutverk að hreinsa þar
til. — Flugvélin verður fermd
þeim tækjum, er þið þurfið með.
ÖRN: Ég skil. Ég legg af stað,
þegar er ég hef fundið Kára!