Alþýðublaðið - 02.04.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1948, Blaðsíða 3
Fösíudagur 2. apríl 1948. 3 Titrerin'g » supp AtrotscopoUffiic ÍMttí. ’-.''■ -•■• , v5j ta »th supp Atroscopol<mic voru •u^pleya'Ur ■% rjo cccm . í »f nhlorofomi. i , a þari v»r b.itt c» ,1occn S‘pi r *lkoholi**t og b <tr .poirrior b tátt . TitrertA v»r neí o.l n N*0II oq v*r uruk»ó o.2?3cc« lccn o. In !<» 01' -<*r,ii.var» o.aj^ié gr Atfupin 05 Scopolsnin. o.2?3*o.o33^^ - o.oo'tbft qr Atropin ojj Scopolanin * 10 -.t i kkpi I um. /sw, C, I rn 0, * 1Y?? £2 ý ■ ^foTiTTT-i (0^%'u Y, / ' c' Sfc Efnaákvörðun gerð í Laugavegsapóteki. UNGFRÚ SELMU JÓNSDÓTTUR LIST- < FRÆÐINGS verður fluttur í Austurbæjar- \ bíó næstkomandi sunnudag kl. 1,30 stund- víslega. Mun þessi fyrirlastur fjalla um nútímalist og lista- menn. Skuggamyndir varða sýndar, litmyndir aí nútímamáiveikum eftir Picasso o. fl. — Myndirnar verða útskýrðar mjög ýtarlega, til þess að fólk eigi hægara með að átta sg á því ihvað nútímalistamer.n viija segja okkur mieð málverkum sínum. Aðgöngumiðar fást í Bókabúð Sigíúsar Eymunds- sonar, Austurstræti og Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti. Félag' íslenzkra frístundamálara. . . Yfirheyrð bjó stundum | Hér liggur þá fyrir álit saka- til pillur 6—12 í einu, en hún I dómarans í Reykjavík og land- í ALÞÝÐUBLAÐSGREIN 3. marz veitist Birgir Einarsson að eftirlitsmanni lyfjabúða fyrir afskipti hans af rannsóknum, sem fram fóru í sambandi við afgreiðslu eitraðra lyfja úr einni lyfjabúð bæjarins fyrir 7 árum. Með því að ég annað- ist eftirlit lyfjabúða þegar mál þetta var á döfinni, þykist ég hér eiga hendur mínar að verja og það því fremur, sem máls- meðferð varð með þeim hætti í höndum þáverandi dómsmála- ráðherra, að ég sagði lausu eft- irlitinu í mótmælaskyni. Mun ég því skýra frá gangi málsins í stórum dráttum og styðjast að mestu við réttar- skjöl, en önnur opinber gögn, er þau þrýtur. Af þessum ástæð- um verður ekki hjá því komizt að greina nöfn manna og stofn- ana, er við sögu koma. Með því eina móti er mögulegt að koma í veg fyrir misskilning og firra. saklausa grunsemdum. Þrjár konur veiktust hastar- lega eftir inntöku atroscopol- aminþarfagangsstauta (Supposi- toria atroscopolamica) snemma árs 1941. Allir stautarnir, sem eitruninni ollu, voru úr sömu íyfjabúð fJg reyndust innihalda margfalt tilskilið magn eitur- efna. Fyrsta konan kemur á Lands- spítalann 11. febrúar, eftir að hún hefur fengið eitrun af því að taka einn atroscopopolamin- staut. (Rskj. 7, samkvæmt út- skrift úr lögregluþingbók Reykjavíkur frá 10. apríl 1942). Önnur er flutt meðvitundar- laus á sama sjúkrahús 24. fe- brúar (rskj. 3) og hin þriðja veikist 22. marz (rskj. 6) af staut, sem afgreiddur er út á lyfseðil dags. 14. febrúar (rskj. 16). Hinn 27. febrúar er gerð titrering (efnaákvörðun) í Laugavegsapóteki á Supposi- toria atroscopolamica. (sjá með- fylgjandi mynd). Landlæknir felur mér 30. maí (rskj. 3) að athuga síðast greinda atroscopolamin-eitrun. Með bréfi dags. 17. nóvember 1941 (rskj. 4) skýri ég land- lækni frá þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið af Dr. Jóni E. Vestdal efnafræðingi í samráði við mig og sendi grein- argerð Jóns E. Vestdal um efna- rannsóknina (rskj. 5), og í öðru bréfi, dags. 13. janúar 1942, geri ég grein fyrir áfram- haldandi efnagreiningum, svo og dýratilraunum (rskj. 11), og hefur Jón E. Vestdal einnig annazt þessar efnagreiningar og skýrt frá þeim í bréfi dags. 3. jan. (rskj. 12), en ég fram- kvæmt dýratilraunirnar. Rannsökuð voru Suppositoria atroscopolamica úr þrem öskj- um. Var ein askja frá hverri hinna þriggja kvenna, er veikzt liöfðu af atroscopolaminþarfa- gangstautum og fannst átttug- faldur skammtur eiturefna í hverjum staut. Landlæknir skrifar lyfsalan- um 24. nóvember 1941 (rskj. 9) og tilkynnir honum að efna- greining hafi leitt í ljós, að í Suppositoria atroscopolamica, sem talin séu úr lyfjabúð hans, hafi fundizt margfaldur tilskil- inn skammtur af verkandi eitri. Lyfsalinn svarar landlækni með bréfi dags. 27. nóvember (rskj. 10). Dregur hann í efa að þau Suppositoria atrosco- polamica, sem um ræðir, séu úr lyfjabúð sinni, getur þess að kandidat í lyfjabúðinni hafi rannsakað atroscopolamin- stauta, sem til eru í apótekinu, og hafi þeir reynzt rétUr og segir loks (orðrétt): ,,Ég hef sýnt lyfjafræðingum be'm. er vinna hjá mér, bréf yðar og ýt- arlega rætt við þá um þessi at- riði og rannsakað máíið eftir beztu getu. Hef ég ekki getao komizt fyrir að um mistök hjá einhverjum þeirra geti hafa verið að ræða . . .“ 14. janúar 1942 ritar land- læknir sakadómaranum í Reykjavík (rskj. 1), og tilfæri ég orðrétt eftirfarandi kafla úr því bréfi: „Með því að eigandi og ábyrgðarmaður þeirrar lvfja búðar, sem böndin virðast ber- ast að um mistök þessi, telur sig eltki geta við þau kannazt og virðist jafnvel tortryggja að umræddir stautar séu úr hans lyfjabúð (sbr. meðíylgj.andi bréf Stefáns Thorarensen lyf- sala, dags. 27. nóv. f. á.), en nauðsyn ber til að komast að sem öru.ggasíri niðurstöðu um jafn alvarlegt mál, kemst ég, herra sakadómari, ekki hjá að beina því til yðar í því skyni, að þér takið það til frekari rannsóknar, þannig, að leitt verði í ljós, ef unnt er, hverjir hér eigi sök, enda verði þeir látnir sæta viðeigandi ábyrgð.“ Réttarhöld fóru fram í mál- inu 10. apríl 1942 í Reykjavík, 25. júlí á Bíldudal, 1. og 7. september á Patreksfirði og 14. október í Reykjavík. Leyfi ég mér að tilfæra orðrétt einstök atriði úr síðasta réttarhaldinu (rskj. 18): „Mættur er lyfsalinn í Lauga- vegsapóteki, Stefán Thoraren- sen, Sóleyjargötu 11, fæddur 31. júlí 1891 á Akureyri. Á- minntur um sannsögli. Yfirheyrðum voru sýndir hinir framlögðu Ivfssðlar og öskjurnar, rskj. 13—15, og gerðir kunnir framburðir vitn- anna um, að lyfin hafi verið sótt í Laugavegsapótek. Að öllu þessu athuguðu kveðst yfir- heyrður telja víst, að umrædd IjT hafi verið afgreidd í Lauga- vegsapóteki . . .“ Mætir þá Vibeke Dam, frú. „Hún hefur starfað í Lauga- vegsapóteki óslitið frá haustinu 1939 og verið. allan tímann re- septar eða yfirmaður í resept- urnum . ..“ Hún ber meðal annars: ,, . . . Tilbúningi Suppositoria atroscopolamica er tíðast þann- ig háttað í lyfjabúðinni, að bún- ar eru til 100—200 pillur í einu og síðan er tekið af þeim til að láta út á bá lyfseðla, sem lcoma, en fyrir kemur að búnar eru til 6—10 pillur í einu til að láta út á lyfs'eðil, sem þá er komið bjó aldrei til sjálf birgðir af pillum þessum. . . .“ Lyfsalinn fær því næst afrit af rskj. nr. 5, 11 og 12 til um- sagnar, en þau skýra frá rann- sóknum okkar Jóns E. Vestdal á atroscopolaminstautunum, og sendir hann athugasemdir sínar við efnarannsóknirnar 23. október (rskj. 20). Kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu: ,,. . . Samkvæmt framangreindu get ég ekki betur séð en að rann- sóknin gefi skakkar niðurstöðu- tölur um styrkleika pillanna. Er það því álit mitt að rannsóknin sé röng og get ég ekki fallizt á hana sem sönnunargagn í mál- inu. . . .“ Sakadómarinn afgreiðir mál- ið til dómsmálaráðuneytisins 29. október 1942 með eftiriar- andi ummælum; „. . . Þess skal getið, að í rskj. nr. 20 véfengir lyfsalinn í Laugavegsapótek: efnarannsóknir dr., Jóns Vest- dals og Kristins Stefánssonar, lyfsölustjóra, og mun því nauð- synlegt, ef máli þessu veröur haldð áfram, að leita álits læknaráðs um efnarannsókn- irnár. . . .“ Málið kemur á ný til minnar umsagnar og svara ég með bréfi til landlæknis dags. 2. desem- ber. Hrelc ég þar aðfinnslur lyf- salans lið fyrir lið og legg fram áður nefnt plagg um efnarann- sóknina í Laugavegsapóteki. Þá kemur eftirfarandi umsögn landlæknis til dómsmálaráðu- neytisins, dags. 5. des.: „Hér með aftur ú'tskrift af rétt^rrannsókn um meinta ranga lyfjaafgreiðslu í Lauga- vegsapóteki ásamt greinargerð Kristins Stefánssonar læknis, dags. 2. þ. m. um gildi efna- rannsókna þeirra, sem fram hafa farið í sambandi við rann- sókn þessa máls. Ég tel, að ekki verði komizt hjá því að láta dóm ganga í þessu máli.“ læknis og bið ég menn að lesa hvorttvegja vandlega og bera saman við hina röggsamlegu og skeleggu afgreiðslu dómsmála- ráðherrans. í september 1943 lýsir hann yfir því við okkur landlækni, að frekari aðgerða sé ekki að vænta í málinu, og 20. október tilkynnir ráðuneyt- ið sakadómara, að það fvrir- skipi ekki -frekari aðgerðir í málinu. Að engu var rasað fyrir ráð fram, því að ár er liðið frá því sakadómari skilar málinu og yngst gögn í því fullra 10 mánaða. Eftirmál urðu þessi: Ég sagði lausu starfi mínu sem eftirlits- maður lyfjabúða 15. september 1943 með svofelldri greinar- gerð: ,,. . . Ég tel að lyfsali beri ábyrgð á rekstri lyf jabúðar sinn- ar, og beri honum að svara til sakar, ef einhver mistök verða, en hann sé þó úr sökinni, ef sannað verði, að fullgildur lvfja fræðingur beri ábyrgð á mis- tökunum. Um þetta álit mitt mun yður kunnugt af munnleg- ! um samtölum, og hið sama hygg, ég að segja megi um skrifstofu- , stjórá í dómsmálaráðuneytinu og dómsmálaráðherra. Ég hef einnig bent á það, að ég telji tilgangslítið að fást við lyfjabúðaeftirlit, sé þessi skiln- ingur eigi lagður til grundvall- ar skyldum lyfsala, og gefið í skyn að ella mvndi ég ekki sjá mér fært að annast það fram- vegis. Nú þykist ég vita með vissu, að lyfsalinn í Laugavegsapóteki muni ekki sóttur til saka vegna fyrrnefndra mistaka í lyfja- gerð, og þar með sé því slegið föstu, að hann heri ekki ábyrgð slíkra mistaka. Vegna þessa á- stands sé ég mér ekki fært að annast lengur eftirlit Iyfjabúða. (( Hin ákveðna afstaða mín og þó einkum harðfyigi landlækn- is varð til þess að ríkisstjórnin rumskaði og rak af sér slyðru- orðið og flutti 1944 „frúmvarp til laga um ábyrgð á lyfjagerð og á afgreiðslu lyfja“. í 2. grein stendur: . . Nú verður misferli um gerð eða af- hendingu lyfs í lyfjabúð og stafar mönnum eða skepnum heilsutjón af, og skal þá refsing mælt lyfsala eða forstöðumanni lyfjabúðar, nema það sannist, að annar maður sé sekur og að lyfsali eða forstöðumaður eigi enga sök þar á. . . .“ Ekki nægði þetta til þess að vekja þingm-enn, því þeir svæfðu fru'mvarpið. (Niðurlag á morgun.) með. :é!ag íiEemkra rafvirkja: í Félagi íslenzkra rafvirkia verður haldinn föstu daginn 2. apríl ( í dag) kl. 8,30 síðdegis í Matsöl- unni, Aðalstræti 12. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Lagabreytingar 3. Kvikmyndasýning 4. Önnur mál. Stjórn Félags ísl. rafvirkja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.