Alþýðublaðið - 13.04.1948, Side 6

Alþýðublaðið - 13.04.1948, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ ^ Þriðjudagur 13. apríl 1948. Daphne du Maurier: DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ Leifur Leirs: AÐEINS FYRIR KARLMENN Þér karlmenn! \ Þér nauðrökuðu niðjar skeleggra skeggjúða; Egils og Snorra og svo frv. Þér hvítflibbuðu synir herskárra ribbalda-------- Ég maetti í gærkveldi á götu kornungum kvenmanni klæddum stífpressuðum síðbuxum. Og skemmri voru lokkar hennar en lubbi margra þeirra, sem látast vera karlmenn. Auk þess lagði af henni austrænan vodkaþef og hún var með glóðarauga; svei mér þá! Og því spyr ég yður, karlmenn: Hvar eru þau forréttindi, er vér fengum í vöggugjöf frá guðum og hinum? Þau forréttindi, er gerðu oss herra sköpunar- verksins (utan heimilis). Er ekki kominn tími til þess að vér myndum með oss öflug samtök um endurheimt glataðra réttinda? Karlréttindafélag íslands. — HVAT BÓKA REIT SNORRI? Snorri hét maður, Hvamms- Köíd borð og heifur veiziumafur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Kaupum iuskur Baldurgötu 30. Sturluson. Voru forfeður hans deilnir menn og drykkfeldir og hneigðir til slagsmála, en vel gefnir um-«a.argt. Snorri ólst upp í Odda, en þar var þá unglingaskóli; nam strákur þar ýmis fræði og las bækur og orti ástarkvæði, sem títt er unglingum, og svo um átthagaha, og las hann þau upp á ungmennafélagsfundum. Fékk síðan pólitískan bitlingastyrk til untanfarar, lá þar í óreglu og ruglaðist í ríminu og orti eftir það margt órímað. Var sá kveðskapur prýddur ýmsum ó- skiljanlegum orðum, er hann af stærilæti nefndi kennfngar. Heimkominn settist hann að uppi í sveit, þar eð rónar veittu honum lítt næði til ritstarfa í höfuðborginni, gerðist mikill bóndi á ríkisstyrkjum, fjárafla- maður og kvennamaður og átti í málaferlum, en sat auk þess löngum á alþingi sem þingmað- ur Borgfirðinga; var með öl- frumvarpinu og féll því við kosningar fyrir Pétri. En auk þessa var hann sí- skrifandi og reit margar bækur fyrir „Helgafell“ ýmist nafn- laust eða undir hinum og þess- um dulnefnum, og þénaði á þeim stóran pening. Urðu rit- störf hans brátt svo umfangs- mikil, að hann varð að taka á vist vélritunarstúlkur og galt þeim laun í jörðum og börnum. Mest reit Snorri um þjóðhöfð ingja lífs og liðna, og var þó engin höfðingjasleikja. Vitað er meðal annars, að hann skrifaði bók um norræna konunga og nefndi „Heimskringlu“, þar eð hann var í vandræðum með nafnið. Þá reit hann og sveitasögur um merka bændur og héraðs- ríka, og voru nokrar þeirra út- gefnar, eftir að höfundur Bjarts í Sumarhúsum hafði farið yfir handritin og leiðrétt bæði mein legustu stafsetningarvillur og listræna galla. Ein bók Snorra var og sú, er „Edda“ nefndist, og var skopstæling á sam- nefndri bók Þórbergs og líkaði misjafnlega, enda klúryrt á köflum. Þessar eru þær bækur, sem vitað er, að Snorri samdi. En síðan er fjöldi bóka, sem hann kaus ekki að vera bedlaður við, ýmissa hluta vegna, voru mikið keyptar, en sáust óvíða í bókaskápum og þó mikið lesn- ar af frúm og vinnukonum. En þekkja má samt úr allar þær bæltur, þar eð þær bera allar sömu einkenni: þau, að hann lætur karlmenn gráta, kallar þá hvolpa eða hunda og öðrum líkum nöfnum. Og hefur Snorri sannanlega ritað allar bækur ís- lenzkar, eða svo segir Tíminn, sem eru með slíku orðbragði, nema „Atómstöðina". Þau urðu endalok Snorra, að hann dó í kjallaranum. og lagði eyrað á dyrnar. Hún beið andartak, og þá heyrði hún hestinn hreyfa sig óþol- inmóðan á stallinum. Hún heyrði glamra í hófum hans. Þá höfðu þau ekki farið, og frændi hennar var enn á Jamaicakrá. Kjarkur hennar ætlaði að bresta, og hún velti því fyrir sér, hvort hún ætti að fara aftur í vagninn til Richards og bíða eins og hann hafði stungið upp á, þar til Bassat og menn hans kæmu. Hún starði enn á lokað húsið, ef frændi hennar ætlaði að fara, þá væri hann farinn nú. Það tæki meir en klukku- itíma að hlaða vagninn og klukkan hlaut að vera næst- um ellefu. Hann kynni að hafa breytt um áætlun og ákveðið að fara fótgangandi, en þá gæti Patience aldrei fylgt honum. Mary hikaði við. Þetita var allt orðið mjög einkennilegt og óeðlilegt. Hún stóð við veröndina og hlustaði. Hún reyndi jafnvel við hurðarsnerilinn. Hurðin var læst, auðvitað. Hún hætti sér svolítinn spöl með- fram húshliðinni, fram hjá innganginunn inn í veitinga- stofuna og í garðholuna bak við eldnúsið. Hún steig mjúk lega til jarðar og hélt sér í skugganum. Hún kom þar að sem vant var að sjást örlítil ljósrák úr eldhúsinu gegnum gluggahlerann. 'En það var ekkert ljós. Hún gekk alveg að gluggahleranum og gægð- ist inn um rifuna. Eldhúsið var í niðamyrkri- Hún lagði hendina á hurðarhúninn og sneri honum hægt. Hann lét undan, henni til undrunar, og hurðin opnaðist. Henni varð hálfbilt við til að byrja með, hve auðvelt henni reyndist að komast inn alveg að óvörum, og hún þorði varla að fara inn. Ef frændi hennar sæti nú á stól með byssuna á hnján- um og biði eftir henni? Hún hafði sjálf byssu. en það veitti hgnni ekkert öryggi. Mjög hægt gægðist hún í I gættina. Ekkert hljóð heyrð-. ist. Út undan sér gat hún séð öskuna á eldstæðinu, en glóð in var næsíum brunnin út. Hún vissi, að enginn var barna. Hún fann það ein- hvern veginn á sér, að eld- húsið hefði verið tómt í marga klukkutíma. Hún gal- ODnaði dyrnar og fór inn. Herbergið var kalt og rakt. Hún beið bar til augu hennar höfðu vanizt dimmunni og hún gat greint lögun eldhús- borðsins og stólsins við Jrlið- ina á því. Það var kerti á borðinu og hún bar það að daufri glóð- inni og kveikti á því. Þegar loginn var orðinn nógu skær, hélt hún því hátt yfir höfði sér og leit í kringum sig. Eldhúsið bar enn merki um undirbúninginn undir brott- förina. Það var böggull, sem Patience átti, á stóinum og hrúga af ábreiðum lá á gólf- inu. í horni herbergisins stóð byssa Joss þar sem hún var vön- Þau höfðu þá ákveðið að bíða næsta dags og Iágu nú sofandi í- rúmum sínum uppi í svefnherberginu. Dyrnar út í ganginn stóðu galopnar, og þögnin var enn geigvænlegri. það var ein- kennilega og óhugnanlega kyrrt. Eitthvað var öðruvísi en það átti að vera, eitthvert hljóð vantaði og af því staf- aði öll þessi þögn. Þá skildi Mary, hvernig í því lá. hún heyrði ekkert í klukkunni. Tifið í henni var hljóðnað. Hún gekk inn í ganginn og hlustaði aftur. Það var rétt, húsið var svona hljótt af því að klukkan hafði stanzað. Hún hélt hægt áfram með kertið í annarri hendi og þyssuna í hinni. Hún gekk fyrir hornið þar sem löng, dimm göngin lágu inn í anddyrið, og hún sá, að klukkan, sem alltaf hafði staðið við hliðjna á dagstofu- J dyrunum. hafði fallið fram á við. Glerið var mölbrotið á steinflísunum og ' viðurinn var sprunginn. Veggurinn var ber þar sem hún hafði staðið, nakinn og undarlegur, og veggfóðrið var dökkguít á bletti, sem stakk í stúf við upplitaða veggi herbergisins. Klukkan hafði fallið þvert yfir anddyrið og það var ekki fyrr en Mary kom að stiganum, að hún só hvað var á bak við. Veitingamaðurinn á Jama- icakrá Iá á grúfu innan um brotin. Klukkan hafði falið hann fyrst, því að hann lá endilangur í skugganum, með annan handlegginn teygðan fram fyrir höfuð, en hinn fastan í brotnum dyra- u'mbúningnum. Vegna þess að fætur hans voru útglennt- ir til beggja handa, þá sýnd- ist hann jafnvel enn stærri maðiur en hann hafði sýnzt í lifanda lífi; hinn geysistóri skrokkur hans hindraði næst um umgang um herbergið. Það var blóð á steingólfinu og blóð á milli herðablað- anna á honum. dökkt nú og næstum þurrt. þar sem hníf- urinn hafði hitt hann. Þegar hann var stunginn aftan frá, hlýtur hann að hafa teigt út hendurnar og hrasað og dreg ið með sér klukkuna, og þegar hann féll á grúfu, ratt klukk- an um Ieið á gólfið, og hann dó þarna og ríghélit í dyra- stafinn- XV. KAFLI. Það leið löng stund áður en Mary hreyfði sig frá stig- ar.um. Eitthvað af kröftum sjálfrar hennar hafði fjarað út, isvo að hún var máttvana eins og veran á gólfinu. Hún starði á ýmislegt smávægi- legt, isem fyrir augun bar, á glerbrotin, á brotna klukk- una. sem var blettuð blóði líka, og mislitan vegginn þar sem klukkan hafði stað- ið. Könguló skreið upp á hönd frænda henr.ar, og henni fannst það skrítið, að höndin skyldi ekki hreyfast til að losna við köngulóna. Frændi hennar befði ekki verið lengi að hrista hana af sér. Þá skreið hún af hend- inni upp handlegginn og eftir herðunum. Þegar hún kom að sárinu, hikaði hún Mtið eitt, skreið svo í stóran krók, en isneri isvo að því aft- ur af forvitni, og það var þessi skortur á ótta og flýti dýrsins. sem var svo hræði- legur og ósæmilegur gagn- vart dauðanum. Köngulói.n vissi að maðurinn gat ekker.t mein gert henni. Mary vissi þetta líka, en hún var ekki laus við ótta sinn eins ög köngulóin. Það var þögnin, sem skelfdi hana rnsst. Nú þegar ekki heyrðist lengur í klukk unni, fannst henni það óbærp legt að heyra ekki til hennar. Hið hæga tif hennar hafði látið kunnuglega í eyrurn og verið tákn um eðlilegt ástand hlutanna. Bjarminn frá kert- inu lék um veggina, en náði ekki upp á stigabrúnina, þar isem myrkrið gein við hennj eins og hyldýpi. * Hún vissi, að hún gæti aldrel farið upp þennan stiga þar kunni að dyíjast varð að tóma stigapall. Hvað sem þar guimi að dyljast varð að vera þar kyrrt. Dauðinn hafði' heimsótt húsið í nótt, og andi hans grúfði enn yfir. Hún fann. að þetta var það- sem Jamaicakráin alltáf hafði átt von á og óttazt. Rakir vegg- irnir, brakandi fjalir. hvísiið í loftinu og fótatak hins ó- þekkta, það voru aðvaranir húss, sem lengi hafði fundið ógnina steðja að. Alþýðuflokksmenn! Slyðjið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.