Alþýðublaðið - 22.04.1948, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.04.1948, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. apríl 1948 ÍBÚÐ ÓSKAST. 3 herbergi og eldhús, helzt í Miðbænum. Fyrirframgreiðsla kr. 5000,00. Mánaðar- greiðsla 900 kr. — Tilboð óskast lögð inn í afgreiðslu blaðsins, merkt: „íbúð óskast.“ Frú Dáríður Dulheims: KOMANDI SUMAR. Þá er nú veturinn liðinn, og er auðvitað ekkert hægt við slíku að segja. Þetta er bara það, sem gengur og gerist, og sem hvorki vísindin né stjórn- málin ráða við. Og nú er kom- ið sumar, og enda þótt það geti svo sem ekki kallast neinar fréttir í sjálfu sér, eru það frétt ir engu að síður, því að þá eig- um við von á batnandi veðri, sumarleyfum, versnandi kjöti og öðru þess háttar. Ég hef verið beðin um að segja fyrir um helztu atburði á þessu sumri, og er mér það Ijúft. Stjörnuafstaðan er svona og svona; Marz er á eirðar- lausu flakki um himinhvolfið, og gæti það orsakað skærur og einkastyrjaldir hingað og þang- að, sem geta reynzt undanfari stærri og áhrifaríkari atburða, án þess þó, að fyrir því sé vissa. Mjög sennilegt er að einn eða jafnvel tveir kunnir heimspóli- tfkustar flytji yfir um á sumr- inu, þar eð Satúrnus er á reiki í stefnu á fjósakonuna, en þó getur eins vel átt sér stað, að þeir lifi við sæmilega heilsu fram á veturinn, og deyi þá ein hverjir áhrifaminni menn í stað inn. Þá eru sólblettirnir ýmist dvínandi eða stækkandi, og bendir það til, að annað hvort hætti Heklugosin með öllu; liggi í dvala um hríð eða færist aftur nokkuð í aukana. Þá er það veðráttan, en henni hyg'g ég að flestir hafi mestan áhuga fyrir. Hvað það snertir, þá er Merkúrus helzt til nálæg ur Vatnsberamerkinu, en það getur þýtt rigningar; hins veg ar er- Orion kyrrstæðari en oft áður og gæti það bent til blíð- viðris og þurrka. Verður þá sumarið annað hvort vel fallið til sumarleyfa, sömuleiðis til heyskapar fyrir þá, sem enn leggja stund á þá atvinnugrein; eða það verður heldur lélegt til skemmtiferða og votviðrasamt. Getur eins vel reynst að það verði sinn hluturinn af hverju. En eitt vil ég taka fram með- an ég man. Þeir, sem hyggjast fara í útilegur, ættu að gæta þess vandlega, að snúa höíði að Norðurpól, þegar þeir leggjast til svefns, vegna segulstraum- anna, sem eru aldeilis agalega sterkir í ár. Fyrir þá, sem illa þola segu|istrauma, er hygg'i- legast að sofa með baðhettu inn an undir öðru höfuðfati, því að í því er þó alltaf svolítil ein- angrun. Gott er einnig a'ð bregða grönnum vírspotta un litlu tána og stinga hinum end anum í jörð niður, vegna jarð- sambandsins og fráleiðslunnar. Og enn er eitt. Venus er ískyggilega nálægt ýmsum merkjum. Því vil ég gefa ungu fólki það ráð að sofa sem mest í einmenningstjöldum, og svefn pokum. Aldrei of varlega farið. Nú; hvað öðrum atburðum við kemur, verður allt í líku horfi og hefur verið; — kar- töflusýki, ósamkomulag meðal sameinuðu þjóðanna, kvef- pest og flugufregnir um ný hernaðartæki. Smjörskortur þegar líður á sumarið. í andlegum friði. Frú Dáríður Dulheims. ) Daphne du Maurier: í J DULARFDLLA VEITINGAHÚSIÐ 1 berginu, og út undan sér sá hún, að hann hafði tekið nið- ur málaraftrönurnar, og jmál- verkin lágu ekki lengur í stafla upp við vegginn. í fyrsta sbipti var allt í ó- reglu á skrifborðinu hans, skjöl og bréf í bunkum. og hann hafði einnig verið að brenna bréfum, þvi að gular og svartar bréfaagnir lágu innan um móöskuna. Þau settust saman að borð- inu, og hann rétti henni kalda skorpusteik. ,,Er Mray Yellan hætt að vera forvitin, fyrst hún spyr mig ekki, hvað ég hafi verið að gera í dag?“ sagði hann loksins, gerði þýðlega að gamni sínu við hana og kom henni til að roðna undir eins af blygðun. „Það kemur mér ekki við, hvar þér eruð,“ svaraði hún. „Það er rangt hjá þér,“ sagði hann. „Það snertir þig. Ég hef verið að blanda mér í þín mál allan daginn. Þú baðst mig að hjálpa þér var það ekki?“ Mary skanimaðist sín og vissi ekki, hverju hún átti að svara. „Ég er ekki enn búin að þakka yður fyrir það, að þér brugðuð svona fljótt við og komuð til Jamaica," sagði hún; „ekki heldur fyrir húsa- skjólið. Yður finnst ég vera vanþakklát.“ „Ég hef aldrei sagt það. Ég furðaði mig aðeins á þolin- mæði þinni. Klukkan var ekki orðin tvö í nótt, þegar ég sagði þér að fara að sofa, og nú er hún orðin sjö um kvöld. Langur tími; og hlut- irnir gera sig ekki sjálfir.“ „,Sváfuð þér ekki neitt, eft- ir að þér skilduð við mig?“ „Ég svaf til átta. Og svo borðaði ég morgunverð og fór aftur af stað. Grái hestur- inn minn var haltur, og ég gat ekki notað hann, svo að mér miðaði seint áfram með hinn. Hann skreið áfram eins og snigill til Jamaica og frá Jamaica til North Hill-.“ „Þér hafið farið til North Hill?“ „Hr. Bassat bauð mér há- degisverð. Það voru í kring- um átta eða tíu manns við- staddir þar, er ég viss um. Það var löng máltið, og ég var feginn, þegar henni var lokið. Við lukum allir upp einum munni um það, að morðingi frænda þíns mund ekki ganga laus lengi.“ „Grunar hr. Bassat nokk- urn sérstakan?‘“ Mary gætti vel að því, að koma ekki upp um sig með raddhreimnum, og hún starði ofan í diskinn sinn. Maturinn var eins og sag á bragðið, fannst henni. „Hr. Bassat grunar hvern sem er. Hann hefur spurt hvern einasta íbúa í tíu milna fjarlægð, og þeir skipta hundruðum mennirnir, sem voru úti í nótt og voru und- arlegir í háttum sínum. Það mun taka meira en viku að fá sannleikann að ,vita hjá hverjum þeirra; en hr. Bassat er ekki af baki dottinn. ,,Hvað hafa þeir gert við — við frænku mína?“ „Þau voru bæði tekin itil North Hill í morgun, og það á að jarða þau þar. Það er búið áð ráðstafa því öllu, og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Það, sem svo er eftir, skulum við iaithuga.“ „Og skransalinn? Þeir hafa ekki sleppt honum?“ „Nei; hann er nú vel geymdur, og öskrar þar blótsyrði og ókvæðisorð. Ég ber ekki umhyggju fyrir skransalanum. Og það gerir þú víst ekki heldur?“ Mary lagði frá sér gaffal- inn, sem hún hafði lyft upp að vörum sér og lagði niður kjötið ósnert. „Hvernig eigið þér við?“ spurði hún, tilbúin til varnar. f,,Ég endurtek; þú berð enga umhyggju fyrir skran- salanum. Ég get vel skilið það; því að óskemmtilegri og ógeðfelldari náunga hef ég aldrei augum litið. Ég komst að því hjá Richards, hesta- sveini Bassats, að þú grunað- ir skransalann um morðið, og að þú hafir sagt eitthvað um það við Bassat sjálfan. Þess vegna dró ég þá ályktun, að þú kærðir þig ekki um hann. Það er mjög slæmt fyrir okk- ur öll, að læsta herbergið sannar sakleysi hans. Hann hefði orðið ágætur sökudólg- ur og sparað heilmikið erfiði. Presturinn hélt áfram að borða af beztu lyst, en Mary gerðii lítið anniað en að leika sér að matnum, og þegar hann bauð henni í annað sinn hafnaði hún því. ,-Hvað hefur skransalinn geirt þér, að hann skuli gera þér svona gramit í geð:i?“ spurði hann, og hélt áfram að stagast á þessu sama efni í sífellu. „Hann réðist einu sinni á mig.“ , Ég hugsaði það. Hann er einmitt af þeirri tegund. Þú hefur getað staðið gegn hon- um _auðvitað?“ ,,Ég held að ég hafi meitc hann. Hann snerti, mig ekki aftur.“ „Nei' ég get trúað því, Hvenær kom þetta fyrir?“ , ■ Á aðfangadagskvöldið“ ■ .,Eftir að ég skildi við þig við Five Lanies?" ,,Nú :er ég farinn að skilja. Þú fórst þá ekki aftur heim í veiitíingahúsið um kvöldið? Þú hefur slegizt í förina með veitingamanninuimi og vinum hans á veginum?“ ,-Já“. ,,Og þeir fóru með þig með sér til isitrandarinnar til að auka fyrir sér ánægjuna?“ MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING Reg. U.S. Pal. Off. AP Newsfcalurcs ÖRN: Og nú stefnum við inn yfir fjöllin. Vona, að við finnum borgina áður en rökkva tekur. Hún ætti að vera einhvers stað- ar hérna skamrht undan. KÁRI: Hvert í þreyfandi, maður. Eru tindátarnir farnir að spú byssuskotum. — Nú munaði iliflu, maður! ÖRN: Því sem dugði. —■ —.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.