Alþýðublaðið - 20.05.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1948, Blaðsíða 4
« ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 1948. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentátniðjan fe-f. áiir psflr. UM ÞESSAR MUNDIR njóta íslendingar heimsókna kærra og góSra gesta frá hinni norsku frændþjóð. Fyr ir nokkrum dögum var háð landskeppni í sundi milli Norðmanna og íslendinga. Voru á sundmóti þessu unnin mikil og góð íþróítaafrek, og þótt úrslit keppninnar væru mjög itvísýn, áttu hinir •norsku keppinautar okkar á- gætu sundmanna svo mikilli og iinnilegri aðdáun að fagna, að það leyndi sér ekki, að hugurinn til þeirra var góð- ur og einlægur. Þessa dagana sýnir þjóðleikhúsið í Osló Rosmersholm Henriks Ibsens á hinu þrönga Ieiksviði. í Iðnó. Er þar <um að ræða ein- stæðani og gleðilegan atburð í sögu leiklistarinnar á íslandi. enda hefur almenningur ó- spart notað sér þetta tæki- færi til að sjá og .kynnast leik og list sumra kunnustu og viðurkenndustu leikara Nor- egs og raunar Norðurlanda. Og í morgun kom svo hing- að til lands norska skáldið Amulf Överland, sem íslend ingar hafa haft miklar spum- iraf. Er Överlandlhingað kom inn í boði norræna félagsins þeirra erinda að flytja hér fyrirlestra og lesa upp. Mun íslendingum að vonum leika mikill hugur á að sjá og heyra hið snjalla skáld og hina skeleggu frelsishetju, manninn, sem hvað mestur styrr stendur um af lista- mör.num Norðurlanda í dag. * íslendingar og Norðmenn eru ekki aðeins skyldar þjóð- ir að uppruna og tengdar traustum böndum sögu og minninga. Þær eru og skyld- ar að lífsskoðunum, og lífs- barátta þeirxa beggja er um margt á sömu lund, enda er staðháttum og aðstæðum ær ið líkt varið í báðum löndun- fum. Og þó að Norðmenn, séu íslendingum keppinautar á ýmsum sviðum vegna at- vinnuhátta og starfsgreina, er óhætt að fullyrða- að af þeim ýmsu þjóðum, sem ís- lendi.ngar óska að eiga góð skipti við, eru hinir norsku frændur fremstir í flokki. Og Norðmenn hafa oft og greini lega vottað íslendir.gurn hug vináttu. skyldleika o.g ræktar semi. Er í því sambandi skemmBt að minnast Snorra- hátíðarinnar í Reykhoiti í fyrrasumar, en hún var við- burður, sem lifir í sögu þjóð- arinnar. Samskiptí: Norðmanna og íslendinga þessa dagana eru skýrasta sönnun þess, að samvinna hinna norrænu þjóða byggist á traustum grundvelli og á sér mikla framtíð. Til samskipta ís- Okkar á milli sagt ■ ■ ■ Húsmóðir talar við hann „elsku bezta Elías sinn“. — Tíkailarnir fara fliótt. — „í>Á ER NÚ blessuð hvíta- sunnuhátíðin liðin, 6 vikur eru til 1. júlí, og ég búin með syk- urskammtinn minn,“ skrifar húsmóðir til þessa dálks. „Við hittumst um hátíðina nokkrar húsmæður og' flestar höfðu söxnu sögu að segja. Síðan bak- araverkfallið hófst, höfum við ekki getað skx-oppið í bakarí eftir kökubita, þótt gest bæri að gai’ði, og þess vegna freistazt til þess að láta „klessu“ í ofuiníx, en útkoman orðið sú, að sykur- iixn er uppurinn.“ „ÉG OG VINKONUR mínar vorum að velta því fyrir okkur, hvað bezt væri að gera í þessu máli, og kom okkur saman um, að það ráðlegasta væri að skora á skömmtunarstjórann okkar, að hann miðli okkur þeim syk- urskammti, sem bökurunum hefði verið ætlað þennan tíma, sem verkfallið hefur staðið y.f- ir, því það segir sig sjálft, að ekkert hafa þeir að gera við sykur meðan þeir baka ekki.“ „SVO ER ANNAÐ MÁE, sem er mjög aðkallandi, en það er þegar blessaður rabarbarinn fer að skjóta upp kollinum, að geta hagnýtt sér hann. Það er hryggi legt að sjá þessa gæðaiurt visna upp og fölna vegna sykurskorts — en þannig litu mörg rabar- barabeð út í fyrra. Ég hef orð- ið vör við að erlend sulta hefur fengizt hér í búðum. Mér fynd- ist meira vit í að flytja inn syk- ur fyrir þann erlenda gjaldeyri, sem greiddur er fyrir þessa sultu, og lofa okkur húsmæðr- unum að „búa sem mest að okkar“. Að maður tali nú ekki um berin. Ég hef soðið,saft á hverju hausti í næstum 20 ár, en síðastliðið haust gat ég ekki komið því við sökum sykur- skorts. Því ekki að láta okkur húsmæðurnar fá þann sykur- skammt, sem fer í litaða sykur- vatnið, er verið er að selja í búð um fyrir saft. Berjasaftin er rík af C-vitamíni, en litað sykur- vatn bætiefnalaust.“ „ANNARS ERUM VIÐ hús- mæðurnar orðnar langeygðar eftir þurrkuðum ávöxtum. Það hefur verið svo erfitt með ,,grautarefni“ undanfarið. Því ekki að panta frekar þurrkaða á vexti heldur en búðingsduftið hollustulausa, sem fyllir búðar- hillurnar í seinni tíð.“ „í NAFNI MARGRA hús- mæðra vildi ég nú mega enda þessar línur þannig: — Kæri, bezti Elías minn! Reynið nú að stuðla að því, að við húsmæð- urnar getum notfært okkur þessa fáu en dýrmætu ávexti, sem vaxa hér í landinu okkar •— kræki-, blá- og ribsber, að ó- gleymdum rabarbaranum. Sum ir segja að rabarbarauppskeran í júní sé betri en haustuppskcr- an. En hvað um það. Notalegt og nauSsynlegt væri að fá skammt núna og einnig í haust. — Með fyrirfram þakklæti og í guðsfriði.“ ÞANNIG SKRIFAR húsmóð- ir og er ekki hægt að gera meira fyrir hana en að óska þess með henni, að hann kæri bezti Elías okkar bænheyri hana. Hvernig sem þjóðarbú- skapurinn gengur, ætti í lengustu lög að reyna að setja ekki þröskuld í veg manna, er þeir vilja sýna sjálfsbjargarvið- leitni og vinna sem bezt úr á- vöxtum þessa lands. TÍKABBARNIR hverfa fljótt þessa dagna fyrir þá, sem vilja fylgjast með öllu og ekki missa af neinum þeim viðburðum í í- þrótta- og menningarlífi þjóð- arinnar, sem í boði eru. Þrír rauðir fóru í Sundhollinni til að horfa á sigurinn yfir Norð- mönnum. Þrír eða fjórir fara í handknattleikana við Dani, hvorir sem sigra. Tveir rauðir fóru í aðgöngumiða og fleiri í leikskrár og ferðir á veðreiðun- um. Og þá eru Överland og norsku leikararnir ótaldir, svo að ekki sé minnzt á neina inn- lenda viðburði. ENDA ÞÓTT allt ’þetta sé dýrt, eru þetta ánægjulegir við- burðir og, að því er sagt er, kosta minni gjaídeýri en márgt glysið, sem við höfum leyft okk ur. Þetta eykur fjölbreytrú í öllu lífi hér. SPURNINGIN ER, hvort Morgunblaðið ætlar ekki að hætta fyrirveltnm sínum fyrr en það verður af- velta. Íslandsglíman báð 25 maí n. k. ÍSjLANDSGLÍMAN verð- •ur háð í Reykjavík þriðjudag inn 25. maí og hefsit kl. 21,00 í ÍBR-húsinu. Úrslit er iyrir að glíman verði fjölmenm og meðal þátttakenda allir þeir beztu1, isem að undanförnu hafa keppt hér í Reykjavík. Handhafi Grettisbeltisins er Guðmundur Ágústsson frá Glímufélaginu Ármar.n. Þátttakemdur gefi sig fram við Glímuráð Reykjavíkur fyrir 19. þ. m. Knattspyrnufélag Reykja- víkur, Glímufélagið Árrnann og Ungmennafélag Reykja- víkur sjá um glímuna. lendinga og Norðmanna er iekki efnt með þeim hætti, að fulltrúar þjóðanna fiytji skálaræðúr og svo sé látið sitja við orðin tóm. íslenzk og norsk æska þreytir með sér leik með áran,gri, sem vekur ekki aðeins athygli með þessum tveim þjóðum, heldur og víðs vegar um heim. Norðmenn gefa íslend ingum kost á að sjá leikrit hins mikla skáldmærings síns leikið af frægustu og mikii- hæfustu leikendum sínum. Og þótt skáldið og frelsishetj an Armjulf Överland komi hingað sem gestur sérstaks féiagsskapar, vi.ta íslending- ar, að hvar sem hann fer, er harmi mikill og góður fulltrúi þjóðar sinnar, sem háð hefur harða baráttu í harðbýlu og hrjóstrugu landi og barizt í mörgum og miklum raunum, en vaxið við hverja þraut. Og samvinnan milii íslend inga og Norðmanna mun halda áfram — til gleði og heilla fyrir þjóðimar báðar. Stýrimannafélag Islands íheldur seinni hluta aðalfundar í dag kl. 14,30 í Hafnarhúsinu uppi. Stjórnin. aupfélagi Hafnfirðinga Félagsmenn athugið! Afhending vörujöfnunar- seSla fýrir árið 1948 'hefst í dag á skrifstofu félags 'ins og. síéndur yfir til hádegis á laugardag 23. maí. Skila ber stofni af vörujöfnunarseðli 1947. Kaupfélag Hafnfirðinga. Byggingafélag verkamanna. Tekið verður á móti árgjöldum félagsmanna í skrif- stofu félagsins, Stórholti 16, fimmtudag og föstudag (20. —21. þ. m.) kl. 8—10 e. h. og laugardag 22. kl. 1—5 e. h. Ath. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjöld sín fyrir aðalfund, verða sírikaðir út. Stjórnin. Frumsýningin var í Sjálfstæðishúsinu á þriðjudagskvöldið. HINIR „BLÖNDUÐU ÁVEXTIR11 Bláu stjörnunnar, sem fram voru reiddir í Sjáifstæðishúsinu í fyrsta sinn í fyrrakvöid, líkuðu ágætlega, og af þeim var gott og hress- andi bragð. Va^ þetta ein fjölbreyttasta kabarettsýning, sem hér hefur verið haldin, og flest atriðin voru skemmti- lúg °g fyndin og vöktu mikla kátínu áhorfenda. Eitt mesta ,,glansnúmerið“ voru eftirhermur Karls Guð- mundssonar, en hann líkti eftir röddum margra bekktra manna. Enn fremur vakti söngur Guðmundu Fredrik- sen mikla hrifningu áheyr- enda, og varð hún að endur- taka súm lögin sem hún söng. Haraldur Á. Sigurðsson setti skemmtunina með „snjallri ræðu“ og kom þá fram sem formaður átthaga- félags nokkurs. Enn fremur kynnti hann hin ýmsu skemmtiatriði og kom sjálfur fram í nokkrum þeirra. Karl Guðmundsson, sem áður er igetið. hermdi fyrst eftir nokknim þekktum borg- urum, þar sem þeir mæltu í ræðuformi, en síðar kom hanri fram — og þá í „út- varpssal“ — og var sá þáttur sniðinn eftir brezkri fyrir- mynd, „Brains trust“, sem er vinsæll þáttur í brezka út- varpinu. Líkti hann þá eftir 7—8 merkum mönnum, sem ræddu sín á rnilli ýmis mál- efni, og var fögnuður áheyr- enda svo mikill. að hann varð að endurtaka nokkurn hluta samtalsins. Auk þeirra atriða, sem get- ið hefur verið, voru þrír stuttir leikþættir, Liónatemj- arinn, Brúðkaupskvöldið og Guðjón söðlamakari. Ránar- dætur sungu og jóðluðu, Bald ur Guðmundsson söng negra- lög og Alfreð Andréáson og Emelía Jónasdóttir, sungu gamanvísur með undirleik hljómsveitar Aage Lorange. Alls komu fram á skemmt- uninni milli 15 og 20 manns, margt af því fólk, sem ekki hefur áður komið opinberlega fram. Næsta sýning á Blönd- uðum ávöxtum verður á sunnudagiinn kemur. UM HVÍ TASUNN UNA kom Lúðrasveit Vestmanna- eyja í heimsókn til Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. í lúðrasveitinni eru 15 memi, en stjórnandi hennar er Odd geir Kristjánsson. Lúðrasveit in ætlaði aftur heim til Vest mannaeyja í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.