Alþýðublaðið - 20.05.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.05.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. maí 1948. Á friðarins arin þeir fár- tundur bera. Fyrirgef þeim ekki. Þeir vita hvað þeir gera! Með hatursins boðskap þeir mannvonzku magna. Af morðum þeir gleðiast og þjáningum fagua. Þeir áforma að blóðrnarka allar þjóðir. Þetta er ekki trú, heidur vissa, bróðir. Arnulf Överland 1936. (Þýð. M. Ásgeirssonar.) MAÐURINN, sem fyrir tólf árum lét þannig um mælt í kvæðinu Þú mátt ©kki sofa, hann er nú kom..- ánn hingað til lands sem gest tir norræna félag.sins. Þetta kvæði vakti mikla athygli í heimalandi skálds- ins — og einnig meðal þeirra manna ann-f^’s staðar á .Norðurlöndum, sem fyi-gd- ust með á vet1:yangi bók- mennta og menningarmála, því að víst var kvæðið vel kveðið, víst var það gætt prðsnilli og an.dagift stórr skáldsins Arnulfs Överlands, og víst bar það merki hins alkunna áhuga- og bardaga- manns, er svo oft hafði stað að gnýr um. En hve margir voru svo þeir, sem fannst þetta talað til sín sem ein- staklinga og þjóðfélagsborg- era? Hve margir sögðu við Sjálfa sig: þetta er rödd hróp andans, — é g má ekki sofa . . . ? Og hve margir tóku sig til og hrópuðu með hon.um til náunga síns: Ég hrópa út úr myrkrunum: Hjálp vil ég bera! Hér er ei nema um eitt að gera: s,Ver þig í fólksins samfylgd sjálfan og svo þín börn! Því hún logar, álfan!“ Þegar Amulf överland orti þetta kvæði, var hann 47 ára gamall. Hann hafði gef- ið út átta ]ji llabækur, tvö leikrit, þrjú smásagnasöfn, bók um hinn heimsfræga norska málara Edvard Munch og aðra- um stórskáldið Olav Duun, hafði gefið út ritgerð ir og fyrirlesfra, verið um hríð formaður stúdentafé- lagsins og rithöfundafélags- íns, verið listdómari við mektarblöðin Verdens Gang og Arbeiaerbladet og var alkunnur fyrirlesari og fræg pr bardagamaður. Hann var talinn 'snillingur á óbundið mál og eitt af fremstu ljóð- skáldum Norðmanna fyrr og síðar. Allir, sem vit höfðu á, viðurkenndu snilli hans, á- buga hans og þekkingu á foókmenntum, listum og þjóð félgsmálum — og enn frem- ur dirfsku hans ,og ósér- plægni. En þrátt fyrir allt hetta verður vart annað með sanni sagt en hann talaði í þessu og fleiri slíkum kvæð- sínum fyrir daufum eyr- «m, kvæðum, sem eru þó þannig, aS flestir, sem ekki vissu betur, mundu halda að þau hefðu verið ort eftir ekki aðeins hernám Noregs og Danmerkur, heldur jafn- vel nokkru síðar, há er allt foið versta, sem á striðsárun- um gerðist, var orðið að veru leika. Hverjar gátu svo verið or- sakir tómlætisins? Jú, sannarlega hafði Arn- «lf Överland aflað sér margra óvina með baráttu ALÞÝÐUBLAÐIÐ n f Overl sinni. Af bitru spotti og oft ærinni óbilgirni hafði hann ráðizt á klerka og kirkju í Noregi og einnig á leikpredik arana, ráðizt á þessa aðila fyrir hræsni, skinhelgi, fyrir notkun trúarbragðanna til að undiroka fólkið í eigin- jþörnum tilgangi, og fyrir að hald-a ,því í fjötrum vanþekk ingar og andlegrar þrælkun- ar og loka því þannig leiðinni til sjálf-stæðs þroska og menn ingar. Kann hafði og veiþt að sörnu aði.lum fyrir saurg- un á guðshugmyndbmi — en á trúhneigoina hafði hann ekki ráðizt, ekki á t'lfinn- ingu.. mannanna fýrir sam- band ialls, sem lifir, við æðri og göfugri rnáttarvöld. Hann hefur til dæmis talið leik- nredikarann Hans Nielsen Hau-ge rneðal hinna mestu stórmenna Noromanna á öld inni sem leið. Þá hafði hann og verið á verði gegn þröng sýni og oddborgaraskap emb ættis- -og efnastótta, gegn afturhaldi og áhrifavaldi auð manna og gegn menningar- snauðri státni og sýndar- mennsku hinna nýríku — en engu síður hégómlegu og ó- raunhæfu hugsjóna- og' lýð- ræðisdaðri makráðra mennta Arnulf Överland, manna. En hvorki hatur né rógur neins af þessu fólki var neitt höfuðatriði þar um, hve varnaðarorð hans og spá mannlegar forsagnir urðu raunverulega áhrifalitlar á þessum árum. Þar olli mestu einmitt það, sem Arnulf Öv- erland hefur verið einhver sárastur þvrnir í augum alla hans löngu baráttuævi: Hin hóflausa og me8 af- brigðum háskalega tUhneig- ing manna til makræðislegr- ar sjálfsblekkingar. Jafnvel þeir, sem næstir honum stóðu í skoðunum létu ekkert úr verkunum verða, hófust engan veginn handa um þær framkvæmd- ir, sem hefðu mátt varna því, að komið væri að Norðmönn um í rúmunum hinn 9. apríl 1940 ■— eins og Överland hefur sjálfur orðað það. En hvað sem tautaði og á hverju sem valt. var Över- land sumur og jafn um sann- leiksást og raunsæi. Hann hafði mjög rennt vonaraug- um til Ráðstjórnaríkjanna. vænzt þess, að þar væri í deiglunni myndun nýs, rétt látara og betra þjóðfélags en menn höfðu átt sér annars staðar. Þegar svo athugun hans á málsskjölum öllum frá réttarhöldunum miklu í Moskvu gegn hinum gömlu byltíngarforingjum hafði — vorið 1937 — sannfært hann p V 1 ' -J , | # ■; '4 fp**f Kúguð tónlist. um, hvernig har hefði verið í pottinn búið, lét hann sér ekki detta í hug að leyna sannfærinyu sinni, og ekki skirrðist hann við að verða við áskorun Kommúnista- flokksins í Osló um að mæta á flokksfundi og gera þar skilmerkilega grein fyrir rök um sínum og skoðunum. En auðvitað varð hann vegna þessa fyrir 'miklurý árásum og óþægindum, Afturhaldið til vinstri, kommúnistarnir, veittust auðvitað að honum, og íhald og afturhald hægra megin þcltist nú engan veg- inn of hvítt til að reyna að nota sér niðurstöður hins blóðrauða óvinar _ síns. Svo komu samningar og faðm- lög Stalins og Hitlers, árásin á Finnland og aístaða komrn- úni'stanna norsku til innrás- j arhersins i Noregi, meðan öl j var á könnu jiinna nýju fóst j bræðra. Skoðanir Överlands á þessu öllu voru þannig, að sízt var við að búast, að kom múnistar vönduðu honum kveðjurnar. Ár;ð 1940 — eftir innrás- ina — kom út eftir hann ljóðabókin Ord í aivor til det norske folk, og geðjaðist sízt vel gömlum fjendum skálds- ins, þó að Þjóðverjar sæju ekki ás(/jðu tU að hreyfa við honum hennar vegna. En fram til vorsins 1941 orti hann mörg kvæði, sem sízt voru til prentunar fallin, eins og á stóð. En hins veg- ar fóru þau í afskritfum út á meðal almerínings í Noregi, Þetta voru kvæði, sem log- uðu af ást og hatri, ást á frelsi og föðurlandi, hatri á kúgun, svikurum og böðlum. Þessi ljóð styrktu og örvuðu og urðu norsku þjóðinni ó- metanlegur aflgjafi á hinum verstu nauðárum, sem yfir hana hafa gengið, en Över- land varð ekki aðeins hið mikla skáld, heldur og hið mikla þjóðskáld, enda minnt- ust menn nú raddar hans frá árunum fyrir styrjöldina, minntust hennar sem raddar hrópandans, spámanns sinn- ar hjóðar. Ekki mun Över- land hafa verið orðvar í við ræðum frekar en í ljóði, og í júní 1941 var hann settur í Grinifangelsi, síðan í Möller gate 19 — og loks vorið 1942 í fangabúðir í Þýzka- landi, og þar var hann í næst um brjú ár. Landar hans höfðu óttazt um heilsu hans, því að heilsuveill hafði hann verið, haldinn sjúkdómi, sem bannig er farið, að betur henta sjúklingnum. góð húsa kynni, aðbúð og viðurværi en nazistískur fangelsisað- búnaður og viðurgern- ingur. En svo var andlegur eldur Överlands mikill, að það var sem hann brenndi burt líkamlegar veilur. Öv- erland var hinn einarðasti og rrfeinlegasti gagnvart böðl- Schosíakovitsch. Prokofiev. Það vakti athygli um allan heim fyrir nokkrum mánuðum, er Kommúnistaflokkur Rússlands bar nokkur þekktustu tónskáld lands síns þeim sökum, að hafa látið afvegaleiðast af „borgara- legri“ tónlist Vestur-Evrópu og Ameríku, og þá vakti það ekki síður furðu., er hin ásökuðu tónskáld, þar á meðal Schosía- kovitslh og Prokofiev, játuðu opinberlega „villu“ síns, báðust fyrirgefningar og lofuðu bót og betrun. En slíkt er það frelsi, sem listin á við að búa í sæluríki kommúniismans! um sínum, en stoð og styrk- ur samfanga sinna, hressti þá og huggaði með viðræðum, tölum og kvæðum. Löndum hans bárust af honum fregn- ir, og var allt í senn, að þeir voru stoltir aí þessum furðu lega manni, unnu honum og ftóndii sig stælast af íordæmi hans, svo sem af Ijóðunum'. Þegar hann kom heim, var engimn sá góðra Norðmanna, er ekki fyndi sameinaða í honum beztu eiginleika þjóð arinnar, og honum var feng- inn í heiðursskyni bústaður í húsi því, er fyrrum var hús þess manns og skálds, sem Norðmenn hafa metíð og meta mest allra, Henriks Wergelands. En þjóðskáldið, spámaður- inn, frelsishetjan og bardaga- maðurinn, sem kom úr fjög- urra ára heilsuspillandi fanga vist, þráði ekki veittan heiður til þess að geta sólað sig í ástsæld og frægðarljóma. Síðan hefur Överland gefið út tvö greinasöfn og tvær Ijóða- bækur, og hapn hefur farið vítt um Noreg, Svíþjóð og Danmörku og háð marga hildi fyrir málstað mannúð- ar, frelsis, réttlætis, sann- leika og manndóms — og gerzt spámaður, ekki síður en á árunum fyrir styrjöld- ina. Má segja. að eftir atburð þann, er gerðist á rithöfunda- þinginu í Stokkhólmi 1946 hafi spár hans ýmsar, svo sem Grettis, ekki átt langan aldur. En þá er ég heyrði um atburðinn í Stokkhóimi, datt mér í hug úr Njálu: „Högni tók ofan atgeirinn ok söng í honum hátt.“ Og enn fremur orð Rannveigar við Högna um það, að atgeirinn segði manns bana. eins eða fleiri. . . Og víst hefur síðan staðið meiri styrr um Arnulf Över- land en nokkurn mann ann- an á Norðurlöndum. Enn hef- ur hann kallað lygina lygi og harÖtjóran riTiárðstjóra, -sv-ik' - arann svikara og þrælinn þræl, og enn hefur hann veg- ið harðast að þeim, sem þregða yfir sig skikkju mann- úðar og réttlætis, þá er þeir „áforma að blóðmarka allar þjóðir.“ Enn hefur hann hrópað: „Fyrirgefið þeim ekki. Þeir vita hvað þeir gera!“ Enn hefur hann og dæmt þá hart sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra ekki né skilja. Enn hefur hann hrópað varnaðarorðin: „Þú mátt ekki sofa!‘í‘ Enn hefur hann sagt hátt og snjallt: „Ver þig í fólksins samfylgd sjálfan og svo þín börn! Því hún logar, álfan!“ Og nú hef- ur rödd hans verið heyrð af miklum og sívaxandi meiri- hluta Norðmanna; Dana og Svía. Nú er hann orði-nn spá- maður allra þessara þjóða, spámaður, sem þær hlusta á flestum öðrum fremur. Og nú er hann hingað kom- inn — út til fslands. Velkominn, Arnulf Över- land! ! GuSm. GísSason Hagalín. og hjálparstúlku í eldhús vantar nú þegar. HÓTEL VÍK. mmm pianosRiiimgur. VESTUR-ÍSLENZKT píanó Sinillingurinn. Agnes Sigurðs són kom hir.gað vestan um haf á laugardaginn var og mun hún halda hér hljóm- leika um næstu helgi. Eftir að hún hefur haldið hér nokkra hljómleika, mun hún fara til Ákureyrar og efna þar ifcil hljómleika.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.