Alþýðublaðið - 20.05.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.05.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. maí 1948. Okkur vantar strax Stúlku 1 vana éldhússtörfum og flatkökuibakstri. Uppl. í eldhúsi. Vesturg. 15. Margf er nú fil í mafinn. Nýskotinn svartfugl, Nýtt hrefnukjöt, Norðlenzk saltsfld í áttungumi, Tólg, Sigin ýsa, Þurrkaður og press aður saltfiskur í 25. t kg. pökkum. Sjóbirtingur væíanlegur. fiskbúðin, Hverfisg. 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. Köld borð og helfur veizlumalur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Lesið aiþýlublaðið! ALÞÝPUBLAÐIÐ Jarðarför sonar og fóstursonar okkar, Viktors A. Sigurblömssonar, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. þ. m. og hefst með bæn frá Grímsstöðum við Skerjafjörð klukkan 2.30. Jóhanna Þorvaldsdóttir. Sigríður Einarsdóttir. • Andrés Jónsson. Við þökkum innilega öllum, er sýndu samúð og •virðingu við andlát og jarðarför mannsins míns, Björns Birnls. Grafarholti. Fyrir hönd okkar allra. Bryndís E. Birnir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns og sonar, , Sigurgeirs A. Helgasonar. Sérstaklega þökkum við Karlakórnum Þresti og Vörubílstjórafélagi Hafnarfjarðar fyrir sýnda vin- semd við hinn látna. Þórunn Helgadóttir. Vigdís Brandsdóttir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ -S1 A eÁ *& Lisfiðnaðarsýning í Reykjavík LISTIÐNAÐARSÝNING verður opnuð 12. júní n. k. í Listamannaskálanum í Kirkjustræti. Á Þeirri sýn- ingu er ákveðið að sýna sem flestar greinar af yngri og eldri heimilisiðnaðar og öðr- um íslenzkum listiðnaði. Auk þess verður þarna eitthvað af fallegmn erlendum mun- um. Ekki er itil betra. form til að auka fræðslu og skilning á ýmsum þjóðarverðmætum og menningarmálum en opinber- ar sýningar, sem vel er vand- að til, enda færast þær hvar- vetna í vöxt. Listiðnaðarsýning þessi á að vera einn liður í slíkri kynnnigarstarfsemi. íslend- ingar hafa sýnt þroskaðan smeklc í nokkrum greinum listíðnaðar, svo. sem tré- skurði, silfursmíði,' útsaumi og margs konar ullarvinnu. Hins vegar er rétt að viður- kenna að ýmislegt af því, sem framleitt er hér, sýnir í engu þjóðarsmekk eða snefil af lisitrænu gildi. Má í því sam- þandi nefna suma þá hluti, er settir voru í verzlanir á stríðsárunum og ætlaðir voru útlendingum sem minjagrip- ir. Ef þessi listiðnaðarsýning í Reykjavík nær tilgangi sín- um, þá hefur hún auk' þess að vera til fróðleiks og skemmtunar miklu hlutverki að gegna, því hluitverki að glæða smekkvísi almennings og hvetja alla til að framleiða í hvaða grein sem er einungis fallega, vel unna muni, er bendi á þjóðlega menningu. En því aðeins nær .sýning þesi tilgangi sínuhi og því að eins verður þar um að ræða Nýjar norskar kvik- myndir. . UM PÁSKANA voru frum sýndar í Osló tvær nýjar norskar kvikmyndir. Nefnist önnur þeirra „Baráttan um þunga vatnið“. Norskt og franskt kvikmyndafélag hafa unnið saman að töku mynd- arinnar. en hún fjallar um norsku f allhlíf aher mennina, sem sprengdu í loft upp verfesmiðju þá, er framleiddi, þungt v'atn, sem notað er við gerð kjarnorkusprengjunnar. Er talið, að með því hafi ver- ið komið í veg fyrir, að Þjóð- verjar gsetu orðið fyrri til að framleiða sprengjuina. Hin kvikmyndin nefnist „TröISa- foss“ (Trollfossen). Er það sjónleikur, byggður á hinum mikiu vatnsvirkjunum, sem unnið er að í Noregi. Myndin er tekin í stórfenglegu lands- lagi við stærstu raforkuver Noregs. Báðar þessar myndir hafa hlotið mjög góða dóma í norskum blöðum. í kvik- myndaverinu Jar við Osló er nú unnið að gerð 5—6 norskra kvikmynda. Gæti ekki eitthvert kvik- myndahúsanna hér reynt að ná hagkvæmum samningi um að fá jafnóðum til sýn- ingar norskar kvikmyndir? Það virðist vera skynsam- legra að efla á þainn hátt nor- ræn kynni og menn-ingar- sambönd, heldur en að sóa •dollurum í lélegar Holly- woodkvikmyndir. fjölbreytt úrval sýningar- muna, að sem flestirtakihönd um saman og sýni þessu mál- efni skilning og velvilja með því að lána og útvega á sýn- inguna vel unna muni og fal- lega gripi. Margir hafa þegar gefið sig fram í þessu skyni, en fleiri verða að bætast við, til þess að sýningin verði sem fjölbreyttust og nái að gefa sem fullkomnasta mynd af listiðnaði okkar. Fjáröflunarnefnd Hallveig- arstaða stendur að þessari sýningu með aðstoð ýmissa. Heitir nefndin sérstaklega á konur bæði hér í Reykjavík og víðar að benda nú þegar á sýningarhæfa handavinnu. Einnig ér fúslega tekið ámóti einhverju af hliðstæðum er- lendum munum. Skal þá tek- ið fram hverrar þjóðar þeir eru. Formaður undirbúnings- nefndar listiðnaðarsýningar- innar er frú Arnheiður Jóns-. dóttir, Tianargötu 10 C, sími 4768. Aðrar konur í nefnd- inni eru frú Björg Guðmunds dóttir, Tjarnargötu 10C. sími Markúsdóittir, sími 4346, frú Kristín Sigurðardóttir, sími 3607, frú Sigríður J. Magnús- son, sími 2398, frú Soffía Ingvarsdóttir, sími 2930, og frú Valgerður Gísladótir, sími 1995. Soffía Ingvarsdóttir. Fróðleg kvikmyml um kjarnorkuna. FYRIR NOKKRU var sýnd í Tjarnarbíó mjög athyglis- verð og sitórfróðleg kvik- mynd um þróun kjarnorku- rannsóknanna frá því að Bretinn Dalton kom fram með kennin-gu sína um ör- einlina eða a-tomið. Það var kvikmyndafólagið Saga, er stóð að sýningu þessari, sem éingöngu var fyrir boðsgesti. Blöðin gátu lítillega um kvik mynd þessa. Ef til vill hefur hún farið fyrir ofan gárð og neðan hjá- blaðamönnum þeim, sem á sýningunni voru. Og það er ef til vill ekki á- stæða til að furða sig á því, þar sem hér er um mjög strembið efni að ræða, enda þótt það væri framset-t á eins ljósan og skilmerkilegan hátt og nokkur hugsanleg tök eru á. Myndin var tæknilega prýðilega gerð og til mikils sóma fyrir hið brezka félag, G. B. Instrictional Ltd, sem myndina gerði. Það má sjálf sagt segja, að þetta sé of strembin mynd fyri-r almenn- ing, en ég fel, að'fróðleiksfús almenningur mundi taka því með þökkum að fá -tækifæri til að sjá kvikmynd þessa, enda þótt einhverjir kynnu að -gefast upp við þá andlegu áreynslu, sem fylgir því að fylgjáÉt með strembnu efni. Fyrir nokkru var rætt um kvikmynd þessa í brezka út- varpi-nu, B. B. C. Þekktur brezkur útvarpsfyrirlesari, Clifford T-roke að nafni, sagði frá efni myndarinnar, sem hann hafði þá nýlega séð. Hann kvaðst hafa horft á myndina, stórhrifinn. Hann bað hlustendur að -hafa það hugfast að kjarnorkusprengj an væri ekki aðeins vísindi, heldur einni-g saga og póli- tík. sem snerti líf og véiferð hvers og eins. Han-n kvaðst ekki muna, hvenær hann hefði séð fróðlegri kvik- mynd. Þetta er hverju orði sannara- Myndin er stórfróð- leg kennslukvikmynd í eðlis fræði, en hún er ekki nema fyrir þá, sem geta fylgzt með vísindalegri hugsun. X + Y. Brezkar gjafir fil björgunarflugvélðr SLYSAVARNAFÉLAGI ÍSLANDS hafa nýlega borist höfðinglegar gjafir frá Eng lan-di í sjóð þann. sem verja skal -til kaupa á björgunarflug vél. Félagið ,Aberdeen- St-eam Fishing Wessels Owners Assooiation' isendi, rúmlega 52 sterlingspund til Slysa varnafélagsins og ,,Messrs Cook, Wel-ton and Gemmel Shiphu-ilders“. í Beverly gáfu 100 sterlingspund og enn frem-ur -afhe-ntu smiðir og verkamenn við skipasmíða stöð , Cochran-e & Sons Ltd“. í Selby rúmlega 5 sterlings- pund. Tvær síða-stnefndu gjaf ir voru sendar -til Gísla Jóns sonar alþingismanns, sem var b-éðinn að koma þeim til Slysa varnafélagsins og í bréfi til hans er kom með gjöf smið a-nna í Selby, istendur m. a. „Vér verkam-enn og srnið- -ir. sem vinnum við skipa smíðasíöðina í Selby höfum lesið hér í blöðunum að verið sé að safna fé til' þess að kaupa helicopter flugvél til björgunarstarfsemi á íslandi. Með því að vér, sem vinnum hér á skipasmíðastöðinni, höfum að lang mestu leyti tekjur vorar af vinnu við tog -a-ra, vildum vér mega leggja ofiurlítinn- skerf til þessarar mikilsvex'ðu hjálparstarf- semi.“ Kaldbakur seldi fyrir 11138 pund að með- alfall í söluferð s.l. ár AKUREYRI. AÐALFUNDUR Útgerðar- félags Akureyrar var haldinn nýlega og var hann fjölsótt- ur. Samkvæmt skýrslu stjóm ar-innar hafði togarinn Kald- bakur lagt út í fyrst-u veiði- för sína 21. maí 1947 og fór hann 9 veiði og söluferð-ir til áramóta. Seldi togarinn jafn an mjög vel eð-a að meðaltali fyrir 11 128 sterlingspund í söluferð. Brúttósala skipsirs var kr. 2.628.450 en nettó hagnað iur varð 44 þúsund króniur, en þá hafði skipið verið af- ski'áð fyrir kr. 425.298. S-amþykkt var að greiða 5% iarð af hlutafé í félaginu. Greidd vinnulaun- þessa 7 -mánuði voru kr. 788.166, auk þess lyfrarhlut-ur til skips- hafnar. Að staðaldri eru 32 menn á skipinu, þar af 24 Akureyr-i-ngar. Ný stjónn var ko-s-in- fy-rir félagið og skipa hana: Steinn Steinsen, bæj-a-rstjóri, Jakob Fríimannsson framkvæmda- stjóri, GísTi Kr-istjánsson framkvæmdastjóri, Helgi Pálissoii framkvæmdastjói’i og Tryggvi Helgasom. fram- kvæmdastjóri. Áður át-ti Alþýðuflokkur- i-n-n emn mann í stjórn-inni, en á fundi-num báru Fram- sókn-armen-n- fram klofnings- lisita og fengu þeir einn -mann kjörinn -af honum, Gísla Kris.tjánssom en Alþýðu flokksmaðurinn, Albert Sölva son féll út úr stjórninni. Mun m-eirihluti bæj'gfbúa vei'a lítt þ-akklátur Framsóknarmönn- um, er með þessu hafa rofið þá samvinnu allra flokkánna isem ver-ið hefur um þetta óskabarn bæjarins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.