Alþýðublaðið - 25.05.1948, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.05.1948, Síða 7
7 Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir og afi, Þcrsteinn Þorkelsson, Grettisgötu 44 andaðist að st. Josepsspítala sunnudaginn 23. þ. m. Agnes Theódórsdóttir. Erla Svanborg Sighvatsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir. Njáll Guðnason. Móðir mín, Guðbjörg Guðmundsdóttir, andaðist að heimili mínu, Ásvallagötu 14, aðfaranótt 24. b. m. Jón Ásbjörnsson. Við þökkum hjartanlega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Viktors A. Sigurbjörnssonar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Andrés Jónsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, Helga GuÓmundssonar frá Hjörsey. Börn hins látna. Minningarorð Jón Jónsson verksfjóri ----------------- Þriðjudagur 25. maí 1948. Sveit ÍR setti íslands- met í Tjarnar- boðhlaupinu TJARNARBOÐHLAUP KR fór fram kl. 4 á sunnudag inn. Fiimm 10 manna sveitir tóku þátt í hlaupinu og har A-'sveit ÍR sigur úr bítum á 2:29.4 sek., sem er nýtit ís- landsmet. Önmur varð A- svéit KR á 2:34,6 sek. og þriðja sveit Ármanns á 2:38.6 sek. Er þetta í þriðja sinn, sem sveit ÍR vinnur Tjarnarboð- hláupið og það bað nú til eign ar bikar þann, sem keppt hefur verið um. Nýjar kaupkröfur á Frakklandi CgT, það landssamband frönsku verkalýðsfélaganna, sem kommúnistar ráða fyrir, hefur sett fram kröfu mn 20% kauphækkun. Bifreiðarslys á mótum Vitastígs og Hverfisg. BIFRlEIÐARSLYS varð á mótum Hverfisgötu og Vita- stígs í gærmorgun. Skeði það með þeim hætti, að hjólreiða- maður, sem kom inn Hverfis- götu, lenti á vörubifreið, sem ók niður Vitastíginn þvert yf- ir Hverfisgötuna. Maðurinn, sem slasaðist, íheitir Pétur Guðmundsson, til heimilis á Laugaveg'i 171. Hlaut hann mikinn áverka á höfði og var fluttur í sjúkrahús. Nánari tildrög slyssins voru sem hér segir: Vörubifreiðin R. 1178 var á leið inn Hverf- isgötu og komin að Vitastíg er vörubifreiðin R. 2574 kom nið- ur Vitastíginn og ó'k þvert í veg fyrir R. 1178 þvert yfir aðalbrautina. Hemlaði bifreið- arstjórinn á 1178 þá snögglega til að verjast árekstri, en um leið kom thjólreiðamaðurinn fram með bifreiðinni og mun ALÞÝÐUBLAÐIÐ Páll Einarsson Framhald af 3. síðu. ur en langt málskrúð í minn ingargrein, hvsrnig hann heí ur staðizt prófin í lífinu og istarfinu, að leið svo hlédrægs manns skuli hafa legið upp í nokkur æðstu og virðuleg- uatu sæti þjóðfélagsins. Réttlætiskennd hans og réttsýni ásamt skarpri dóm- greind gerði hann að góðum dómara. Vi.nnuþrek hans gerði hann að afburða emb- ættismanni. Göfuglyndi hans gerði hann ástsælan í marg víslegum samskiptum hans við mennir a. Hann var valds maður, sem beitti valdinu vel, því að hann er mannels’k a.ri. Hann notaði gáfur sínar til góðs því að hann hefur göf !ugt hjarta. Virðing£!rme.rkj um hefur hann verið sæmd ur, en vill hafa hljótt um þau. Harn hefur notið barna- láns, þóitt sorg hafi sótt hann. heim við ba.rnamis'si. og hjú skapargæfu mikla hefur hann hlotið. Fyrri konu sína, Sigríði Árnadóttur Thorstein son landfógeta, missti hann raunar eftir 11 ára samvist- ir, en seinni kona hans, frú Sigríður, dótitir Franz Siem- sens sýslumanns og bæjarfó geta, hefur skapað honum hið elskulegasta heimili, þar sem hann hefur notið friðar og hvíldar um tíu síðustu ár in. síðan hann lét af umsvifa miklu ævistarfi. í Páli Einarssyni renna saman tveir merkir aattar- stofnar, hinna veraldarvitru athafnamanina og óðalsbænda á Hraunum og andríkisklerks ins í Viðvík, og úr báðum ættum hefur hann borið góð ian. hlut. Þess vegna er bað, að samhliða stórmiklum emb ætitisönnum og óbrigðulli þjónustu við hinn jarðneska heim hefur hann munað heim andans og unað þar löngum. Hann varð einn hi.nna fyrstu manna hér á landi til að taka sálarrann- sóknunum opnum örmum, fékk mikla reynslu af rann Ind.riðasonar, befur lesið mik sóknum á miðilsgáfu Ind.riða ið um þau efni og hefur um langt skeið setið í stjórn Sál arrannsóknafélags íslands og hefur auk þess unnið fyrir .málefni guðspekinnar. Trú- maður hefur hann verið alla ævi, en skoðar frjálslyndi í þeim efnum sjálfsagða nauð- syn og stendur fasít með þeim. er að því vinna. Hsfur mér verið vinátta hans dýr- mæt. Hanr. er ieinn þeirra manna, sem allir kjósa sem lengstar samviistir við, er bera gæfu til að kynnast hon um. enda mun virðing og ástúð samfsrðafólks og vina keppasit við .að hvlla hann áttræðan í dag. Jón Auðuns. SKIPAIITGCRÐ RIKISINS Pantaðir farseðlar með Herðu- hreið austur um land 28. þ. m. og með Skjaldbreið til Hima- flóahafna 'hinn 29. þ. m. óskast sóttir á morgun. TRÚRÆKNI nú á tímum hefur ekki eins hátt um sig og fyrr á öldum, — blossar að öllum jafnaði ekki upp sem eyðandi eldur, heldur hf- ir .eins og hæg. kyrr.lát gló'ð i hjörtum ýmiissa hinna beztu manra nú á tímum og yljar líf þeirra sjálfra og samferða- manmanna með varma sínum. Eitthvað þessu líkt datt mér í hug, þegar ég frétti lát vinar míns, Jóns Jónssonar frá Bala og fór að renna hug- anum yficr meira en þriátíu ára viðkynningu við hann.. Þótt Jón heitinn væri ekki margmáll um skoðanir sínar, mátti það verá hverjum þeim Ijóst, sem þekkti til hans, að trúmálin voru honum heilagt alvörumál. Á miðjum aldri komst hann í kynni við spíriíismann og varð fljótlega gagr.tekinn af boðskap hans. Einlægur guðs ótti og barnsleg trú var sterk- ur þáttur í sálarlífi Jóns heit- ins, því að hEnn var að eðlis- fari .trúhneigður maður. en sú trúhneigð fékk nýja nær- ingu við vissu þá. sem stafaði frá spíritismanum. Og hann lét sér ekki nægja játningu varanna, heldur reyndi í öllu símu lífi að koma þanmig frarn sem góðum og göfugum mannf sæmdi. Og það hef ég sannfrétt, að sannfæring hans um æðri tilveru entist honum til að varpa ljósi á það djúp, sem geigvænlegast þykir oss dauðlegum mönnum, — djup dauðans. Ég og mitt fólk eigum margs góðs að minnast og margt að þakka frá langri við kynningu við hann. Hann var einlægur og tryggur vinur, sí glaður og góður í allri um- gengni, skemmtilegur og ræðinn í vinahópi. Hann andaðist í Landakots spítala eftir langvinnan og erfiðan sjúkdóm. sem hann bar með karlmennsku og æðrulaust,, og var honum þó ekki ókunnugt um, að hverju dró. Skyldurækni var honum svo í blóð borin, að hann stundaði vinnu sína meðan þess var nokkur kostur, og var hann oft svo þjáður, að hann vissi varla hvernig hann átti að komast heim til sín. Jór.i var tvígiftur; fyrri konu sína, Rósu Kristjáns- dóttur, missti hann eftir tæpt ár og voru þau barnlaus eni með síðari konu sinni, Sigur- lín K. Jónsdóttur, eignaðist hann eina dóttur, Kristínu, sem er gift Marínó N. Jóns- syni og harmar nú ástríkan föður ásamt þremur börnum þeinra. Jarðneskar leifar Jóns heit- ins verða bornar til grafar í dag, en það er vinum hans og vandamönnum huggun, að andihr. lifir, og þótt æðstu vonir megi ei rætast hér, á bak við heljar haf og ókunn svið í hilling ber það eilífðina við. Jakob Jóh. Smári. Bólusetning barna. Héraðslæknirinn í Reyltjavík vill hvetja fólk til þess að láta bólusetja börn sín gegn barna- veiki, sbr. auglýsingu hér í blað inu. Einnig vill hann vekja at- hygli á, að þetta er síðasía fjöldabólusetningin að sinni gegn þessari veiki. ekki hafa séð R. 2574, Reykjavík — Prestwick — Kaupmannahöfn Kaupmannahðfn Presiwick Reykjavík Aukaferðir verða farnar til Prestwick og Kaupmanna- hafnar sem hér segir: Frá ReykjaVík: föstudaginn 28. maí. Til Reykjavíkur: laugardaginn 29. maí. Frá Reykjavík: tföstudaginn 4. júní. Til Reykjavíkur: laugardaginn 5. júní. Frá Reykjavík: föstudaginn 11. júní. Til Reykjavíkur: laugardaginn 12. júní. Brotfarartímar: Frá Reykjavík kl. 8 árd. Frá Prestwiek kl. 13.30. Frá Kaupmannahöfn kl. 7.30 árd. ’Þeir farþegar, sem eru á biðlistum fyrir maí og júní, hafi .samband við skrifstofu Loftleiða, Lækjargötu 2, sem allra fyrst. Loflleidir h.f. ¥é!rifunarstúfka Oss vantar duglega og van'a vélritunarstúlku, sem jafnframt getur annast skjalavörzlu. Umsóknir ásamt vottorðum um nám og fyrri störf sendist aðalskrifstofu vorri fyrir næstkomandi mánaða- .mót. Reykjavík, 24. maí 1948. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. 6 herbergi og eldhús í Hlíðarhverfinu er til sölu. Enn fremur tvær 4ra herbergja íbúðir. 2 Ólafur Þorgrímsson hrl. Austurstræti 14. Sími 5332.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.